Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 27 * + ptnr0minMal«il» STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERKALYÐS- HREYFINGIN ER í KREPPU ÞAÐ ER alveg ljóst, að verka- lýðshreyfingin er í alvarlegri kreppu í þeim viðræðum, sem nú standa yfír um kjaramál. Forystu- menn hennar hafa haft uppi yfirlýs- ingar um uppsögn samninga. Gangi Félagsdómur gegn verkalýðsfélag- inu Baldri á Isafírði verður ljóst, að uppsögn samninga væri ólög- mæt. En jafnvel þótt verkalýðs- hreyfíngin hefði slíkan dóm að engu og segði upp samningum eftir sem áður, má spyija hvaða samningum hún ætlar að segja upp. Hyggjast verkalýðsforingjarnir segja upp öll- um samningum, sem gerðir voru á hinum almenna vinnumarkaði á sl. vetri og vori? Ætla þeir líka að segja upp samningum þeirra félaga, sem náðu umtalsvert meiri kjara- bótum,_ en þau félög, sem sömdu fyrst? Á hvaða forsendum á að segja þeim samningum upp? Vilja félags- menn í þeim félögum segja samn- ingum sínum upp? Hvers vegna ættu þeir að vilja slíkt? í annan stað er ljóst, að segi verkalýðsfélögin upp samningum nú kemur 3% kauphækkun, sem greiða á út um næstu áramót ekki til framkvæmda. Hvemig ætla verkalýðsfélögin að ná þeim 3%, viðbótarkauphækkunum, sem þau telja sig eiga kröfu til og þeim mis- mun, sem tapast vegna þess, að 3% koma ekki til útborgunar um næstu áramót, verði samningum sagt upp? Ætla þau að ná þessum hækkunum með verkföllum? Hafa félagsmenn þeirra áhuga á því að fara í verkföll, þegar nú stefnir í að atvinnulifið fari á slíka fleygiferð vegna álversframkvæmda og af öðrum ástæðum, að efnahagsráð- gjafar ríkisstjómar og íjármálaráð- herra telja nauðsynlegt að hægja á ferðinni á öðmm vígstöðvum til þess að ekki skapist yfirspenna í efnahagslífinu? Þessi veika málefnastaða hlýtur að vera forystumönnum Alþýðu- sambands íslands mikið umhugsun- arefni um þessar mundir, Þeir hafa farið of hratt i yfírlýsingum og geta ekki staðið við stóra orðin nema skaða félagsmenn sína veru- lega. Það væri auðvitað áfall fyrir launþega í landinu, ef þannig yrði haldið á málum, að þeir fengju ekki 3% kauphækkun um næstu áramót skv. núgildandi samningum. Það yrði líka áfall fyrir þá, ef óvissu- ástand á vinnumarkaði leiddi til þeirrar spennu í efnahagslífinu, að verðbólgan færi af stað aftur, verð- trygging hækki öll lán og vextir hækki að auki. Það yrði líka áfall fyrir þá, sem att yrði út í verkfalls- aðgerðir, að þeir yrðu mörg misseri ef ekki mörg ár að vinna upp tapað- ar tekjur. Eins og nú horfír í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar er bjart framundan. Verðbólgan er í algera lágmarki og það skiptir miklu máli fyrir allt launafólk, sem þarf að standa í skilum með húsbréfalán og önnur lán. Vextir fara lækkandi og allir möguleikar á því, að þeir lækki enn á næsta ári, ef svo fer sem horfír að hallarekstur á ríkis- sjóði minnki enh vegna álversfram- kvæmdanna. Atvinnuleysi fer minnkandi vegna þess, að fram- kvæmdir við nýtt álver og nýjar virkjanaframkvæmdir verka eins og vítamínssprauta á allt atvinnulíf í landinu. Hugsanlegt er, að samn- ingar náist um byggingu annars álvers. Þann eina skugga ber á þessa mynd, að verkalýðshreyfingin hefur með ógætilegum málflutn- ingi, ef tekið er mið af þeim samn-% ingum, sem hún sjálf hefur gert, skapað ákveðna óvissu. Sú tilfinning er augljóslega til staðar hjá forystusveit verkalýðs- hreyfíngarinnar, að hún hafí verið svikin. En eitt ár er fljótt að iíða. Er þá ekki hyggilegra að hugsa sem svo, að þeir vilji í næstu umferð búa betur um hnútana en þeir gerðu nú? Það er engum í hag, að trúnað- arbrestur verði á milli aðila vinnu- markaðar og stjórnvalda. Sá trún- aðarbrestur er orðinn að vissu marki og hann þarf að laga. En það hlýtur að vera hægt að fínna leiðir til þess án þess að fóma þeim bætta hag, sem augljóslega blasir við öllum landsmönnum á næstu misseram, eins og nú horfír. RÍKISFJÁR- MÁLOG ÁLVERIÐ * ISAMTALI við Morgunblaðið sl. föstudag, sagði Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar m.a.: „Það fer auðvitað ekki á milli mála að stækkun álversins treystir þjóðarbúskapinn en hins vegar era einhvetjir á villigötum um áhrifin á ríkisfjármálin, sérstak- lega þegar litið er til skamms tíma. Stækkun álversins er í sjálfu sér alls ekki tilefni af neinu tagi til að lina tökin í ríkisfjármálum, heldur þvert á móti má færa fyrir því góð og gild rök að það ætti að herða tökin, einkum þegar til skamms tíma er litið.“ Síðan segir Þórður Friðjónsson: „Aðalatriðið er því að stækkun ál- versins gefur ekki tilefni til þess að auka ríkisútgjöldin heldur má þvert á móti benda á efnahagsleg rök til að draga þau saman.“ Undir þessi sjónarmið tekur Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær og segir: „Frá mínum sjónarhóli séð er bráðnauðsynlegt að ná hallanum niður, þegar nú liggur fyrir spá um, að hagvöxtur hér á landi verði 3% þrjú ár í röð . .. Mér finnst einnig koma til greina að það verði kannað sérstaklega hvort hægt sé að fresta framkvæmdum opinberra aðila til áranna 1998 og 1999 til þess, að ekki komi fram óæskilegur slaki, þegar framkvæmdum við álver og tilheyrandi mannvirkjum lýkur." Við höfum reynslu af þeim sveifl- um, sem orðið geta í þjóðarbúskap okkar. Það er skynsamlegt að reyna að jafna þær eins og fjármálaráð- herra og forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar leggja til. FRANKIE 78 • litla í skáld- sögu Carson McCull- ers, Member of the Wedding, hafði ekki þekkt neitt nema ég. Við eða okkur var henni framandi; þangað til bróðir hennar kvæntist. Framað þeim tíma hafði hún einungis átt sitt eigið ég en við giftinguna breytt- ist það í ég og okkur. Hún varð ein af þeim. Hún var partur af brúðkaupinu; hjónabandinu; fram- tíðinni. Framað brúðkaupinu höfðu allir aðrir en hún getað tal- að um okkur. Við, sögðu þeir. En nú var veröldin breytt. Þessi ein- manalega ég-veröld var orðin að okkar veröld og það fór einhver óvænt hlýja vináttu og öryggis um þessa 12 ára gömlu telpu sem var nú skyndilega orðin hluti af ann- arri veröld. Og einmanaleiki henn- ar breyttist í samfélag við aðra. Eða var það svo? r7Q SAGAN BREYTIR ÉG í I í/ • aðra. Það er ekki bara ég sem er viðkvæmur heldur einnig aðrir. í sögunni ríkir jafnrétti. Þar eru allir á sama máli. OZ\ ÚR ÞELI ÞRÁÐ AÐ O vr • spinna, segir í vísunni. Mér fannst harla athyglisvert að horfa á heimilisiðnaðarþátt um ull í sjón- HELGI spjall varpinu og er hjart- anlega sammála því sem þar kom fram; að mikilvægt sé að varðveita gamlar vinnuaðferðir með ullina hvortsem þær era notaðar í listrænum tilgangi eða iðnaði. Slík geymd er mikilvæg tengsl og varðveizla verðmæta. Það er skemmtilegt að þelið og togið skuli áfram unnið með göml- um aðferðum og þráðagerð við haldið einsog fyrram. En þannig er einnig farið um bókmenntir og aðrar listir. Hví skyldum við ekki rækta eldgamla arfleifð í ljóðlist og samhæfa hana nýjum tíma og öðrum aðstæðum? Við þurfum ekki að vera á neinum andlegum sauðskinnsskóm þótt við ræktum arf okkar, hvortsem um er að ræða gamalt verklag eða þau andlegu listbrögð sem gerðu íslenzka menningu að sérstæðum þætti í list og hugmyndasögu vest- rænna þjóða. fjalli um kynlíf Oscars Wildes. Þar er fjallað um réttlæti og réttvísi frá fyrstu tíð og stoðum kippt undan þessari sömu réttvísi af mikilli mælsku og raunar samfé- lagskrafti en minna raunsæi. 82 81 < Ol.( • Guðmundi Kamban fyrir- mynd og innblástur. Kristján Karlsson hefur bent mér á tengsl við skáldskap hans í Marmara og því ekki ólíklegt að örlög hans hafi verið skáldinu fyrirmynd. En Marmari er miklu víðtækari þjóðfélagsádeila en svo að hann VEGIR LISTARINNAR •era órannsakanlegir og líklega er það hrein tilviljun hve uppvakningarnir í Fiðlaranum á þakinu sem birtust aðalpersónunni í draumi í Anatefka minna á fólk- ið sem rís úr gröfum sínum í Viki- vaka en það atriði er sérstæðast og eftirminnilegast í óperunni einsog Atli Heimir hefur fléttað það inní söguþráðinn. OQ EF HÖFÐ ER HLIÐSJÓN OÖ»af kvenlýsingum Fóst- bræðra sögu og tillit tekið til stfls í klerklegum anda þessa tíma hef- ur höfundur verið kirkjulærður; og gamnar sér við hetjudýrkun Þorgeirs sem minnir óþægilega á Rock Hudson, þá einu og sönnu bandarísku karlmannsímynd okk- ar daga svo innantóm sem hún er. En hetjumar í Fóstbræðra sögu eru metnar af ísmeygilegu háði sem verkar á hláturstaugamar þegar harmleikurinn er í algleym- ingi og karlmennskan bólgnar í frekju og fantabrögð, án róman- tískrar afstöðu og fegurðarskyns í tengslum við ástir karls og konu. Menningar- legt þrek- virki REYKJAVIKURBREF Laugardagur 11. nóvember Fyrir svo lítið málsamfélag, sem okkar íslendinga, er útgáfa orðabóka grundvallarat- riði. Þar skiptir mestu, að íslenzk-íslenzk orðabók sé í stöðugri endumýjun og að nýjar útgáfur komi reglulega út. En jafnframt er mikilvægt, að við eigum gott úrval orðabóka yfír tungumál þeirra þjóða, sem við eigum mest samskipti við og er þá átt við Norður- landaþjóðir, enskumælandi þjóðir svo og helztu þjóðir á meginlandi Evrópu. í ljósi aukinna viðskipta okkar við þjóðir Suðaust- ur-Asíu er raunar ljóst, að þekking á tungu- málum þeirra og þá ekki sízt japönsku og kínversku verður stöðugt mikilvægari. Morgunblaðið birti sl. fimmtudag yfírlit um stöðu orðabókaútgáfu um þessar mundir. Af því yfirliti er Ijóst, að mikið skortir á, að orðabókaútgáfa sé í þeim farvegi, sem nauðsynlegt er. Endurskoðuð útgáfa af íslenzk-íslenzkri orðabók hefur ekki komið út í 12 ár. Sú orðabók kom fyrst út fyrir 32 áram á vegum Menningar- sjóðs. Ný útgáfa kom árið 1983. Mál og menning á nú útgáfurétt að þeirri bók en um áform forlagsins um nýja útgáfu segir Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri fyrir- tækisins, í samtali við Morgunblaðið sl. fímmtudag: „Það er búið að leggja drög að verkáætlun og vinna hefst í haust, en við getum ekki enn gert okkur grein fyrir því, hversu mikið verk þetta verður.“ Tólf ár eru of langur tími á milli nýrra útgáfna af íslenzk-íslenzkri orðabók - en hvað "iga útgefendur að gera? Vinnsla og útgáfa orðabóka er dýr og þær seljast hægt. í fyrmefndu yfirliti um útgáfu orðabóka segir m.a.: „Nýjasta íslenzk-danska orða- bókin var gefín út af ísafold árið 1976. íslenzk-sænska orðabókin, sem Mál og menning gaf út í nýju bandi í fyrra, er að upplagi frá árinu 1943 og unnin af Svíum fyrir Svía. Norska hefur legið nánast óbætt hjá garði nema hvað Mál og menning gaf út tvær bækur, íslenzk-norska orðabók (1992) og norsk-íslenzka (1993), sem Ivar Orgland og Frederik Raastad settu saman. Era þær bækur litlar og ófullkomnar, þótt handhægar séu. Það er bót í máli, að árið 1987 var gefin út Norsk-íslenzk orðabók af Universitetsforlaget í Noregi, sem er mun fyllri en sú fyrmefnda. Finnsku hefur sömuleiðis lítið verið sinnt, einungis era til tvö orðakver, íslenzkt- fínnskt (1990) og Finnskt-íslenzkt (1991). Einnig mætti nefna, að með útgáfu sinni á Þýzk-íslenzku orðabókinni frá ísafold setti Mál og menning einungis gamalt vín á nýja belgi, bókin kom fyrst út árið 1935 og var síðast endurskoðuð árið 1953.“ Það segir nokkra sögu um stöðu orðabókaút- gáfu, að nýjasta þýzk-íslenzka orðabókin skuli í raun vera frá árinu 1953! Það er hins vegar ekki allt á sömu bók- ina lært í þessum efnum. í yfírliti Morgun- blaðsins um orðabókaútgáfuna segir einn- ig: „Má þar nefna brautryðjendastarf Am- ar og Örlygs með útgáfu ensk- og fransk- íslenzku orðabókanna og Alfræðiorðabók- arinnar. Einnig mætti nefna dansk- íslenzku orðabókina frá Máli og menningu (1992), íslenzk-ensku (1989), íslenzk- ítölsku (1994) og íslenzk-þýzku (1993) orðabækumar frá Iðunni og útgáfu á sér- hæfðum orðabókum eins og Orðastað, sem kom út í fyrra hjá Máli og menningu og íslenzka samheitaorðabók, sem kom út árið 1985 og íslenzka orðsiflabók, sem Orðabók Háskólans gaf út árið 1989.“ Ljóst er samkvæmt framansögðu, að ýmislegt hefur gerzt í orðabókaútgáfu á undanfömum árum en þó fer ekki á milli mála, að fleira er ógert. AÐ ÖÐRUM ólöstuðum verður ekki um það deilt, að Örlygur Hálf- danarson, bókaút- gefandi, hefur unn- ið menningarlegt þrekvirki með því braut- ryðjendastarfi, sem hann hefur unnið á sviði orðabókaútgáfu. Eins og málum hefur verið háttað hér á landi er það nánast kraftaverk, að einstaklingur í bókaútgáfu skuli hafa náð slíkum árapgri. Þar hefur bersýnilega legið að baki mikill metnaður og hugsjónastarf. Örlygur Hálfdanarson gaf út hina miklu ensk-íslenzku orðabók svo og fransk-íslenzka orðabók auk þess að leggja traustan grundvöll að íslenzku alfræðisafni með frumheijastarfi á því sviði. Um þetta mikla starf, sem unnið var á vegum Örlygs Hálfdanarsonar segir Dóra Hafsteinsdóttir, sem var ritstjóri orðabóka- deildar forlags háns: „Við íslendingar er- um frekar aftarlega á merinni í orðabóka- málum. Það eru mjög fáar, góðar og fag- mannlega unnar íslenzkar orðabækur til, fæstar þeirra bóka, sem hafa verið gefnar út á síðustu áram eru unnar á strangfræði- legan hátt. Það var eiginlega ekki fyrr en með tilkomu orðabókadeildar Amar og Örlygs, sem farið var að vinna orðabækur þannig, má segja að Ensk-íslenzka orða- bókin hafi valdið straumhvörfum í þessum efnum. Vegna þess hvað íslendingar voru seinir til vantar hér allt orðabókauppeldi, þjóðin gerir engan greinarmun á góðri orðabók og vondri. Það er því nánast hægt að bjóða henni hvað sem er í þessum efnum eins og dæmin sanna.“ Jafnframt bendir Dóra Hafsteinsdóttir á, að það sé mjög bagalegt, að starfsemi orðabóka- deildar Amar og Örlygs liggi nú niðri, þar hafi verið orðin til sérþekking á orðabóka- útgáfu, sem nú sé ekki nýtt. Væntanlega geta flestir verið sammála um, að lýsing Dóru Hafsteinsdóttur er rétt og að orðabókaútgáfa Örlygs Hálfdan- arsonar hafi valdið straumhvörfum hér á landi. Framvegis bera menn slíka útgáfu saman við þá útgáfu, sem hann stóð fyr- ir. Hér er að sjálfsögðu talað um einkafyr- irtæki á þessu sviði en það starf sem unn- ið er á vegum Orðabókar Háskólans undan skilið. Og því má ekki gleyma, að Menning- arsjóður gaf á sínum tíma út stórmerk rit, sem hefðu líklega ekki séð dagsins ljós án þess opinbera fyrirtækis. En hver er þá reynsla Örlygs Hálfdanar- sonar sjálfs? Hann segir í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag, að orðabóka- útgáfan hafí verið mjög kostnaðarsöm og erfið, en: „Þessi útgáfa á þó að geta borið sig. Ensk-íslenzka bókin okkar borgaði sig til dæmis upp á nokkrum árum en hún kostaði um 100 milljónir í framleiðslu. Opinber framlög til þeirrar bókar voru lít- il, laun eins starfsmanns voru greidd og að auki fengum við 1 milljón í styrk. Al- fræðiorðabókin hefði lika borið sig, ef ekki hefði komið til virðisaukaskatturinn. Fyrsta árið seldist sú bók í 6.000 eintökum en árið eftir settu yfirvöld skatt á bækur og salan á bókinni datt niður fyrir 1.500 eintök en hefði átt að tvöfaldast sam- kvæmt reynslu okkar af sölu ensk-íslenzku bókarinnar og íslandshandbókinni. Ef sal- an hefði aukizt eins og við ætluðum hefð- um við verið hólpin. Stjómvöld hefðu þurft að gefa aðlögunartíma fyrir útgáfufyrir- tæki, þegar þau settu skattinn á bækum- ar, eins og mér skilst, að sé regla erlend- is, eitt eða tvö ár í aðlögunartíma hefði bjargað fyrirtæki eins og mínu.“ Jón Karlsson, forstjóri Iðunnar, er ekki eins bjartsýnn á að orðabókaútgáfa geti borið sig. Hann segir: „Það er borin von, að ítölsku bækumar beri sig, en bækur eins og sú þýzka gætu hugsanlega borið sig á mjög löngum tíma.“ Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, telur hins vegar, að fjár- mögnun þeirrar miklu vinnu sem liggur að baki orðabókaútgáfu sé helzti vandinn. Hann segir: „...meginvandinn er að fjár- magna vinnuna við bækumar; hagnaðurinn af sölu þeirra skilar sér of seint inn í fyrir- tækin.“ Hvað er til ráða? VANDI ORÐA- bókaútgáfu á ís- landi er út af fyrir sig sá sami og menn standa frammi fyrir, þegar rætt er um útgáfu á bókum, sem hafa ótvírætt menningarlegt og hagnýtt gildi, en lítil von er um að seljist í slíku upplagi á svo skömmum tíma, VIÐ SKÓGARFOSS að einkafyrirtæki geti fjármagnað útgáf- una. Nú er auðvitað hugsanlegt, að ein- hveijir segi sem svo, að bækur séu að verða úrelt fyrirbæri á tölvuöld og að það sé nauðsynlegt að hugsa þessa útgáfu alla upp á nýtt. Því er til áð svara í fyrsta lagi, að reynslan t.d. í Bandaríkjunum er sú, að bóksala er að stóraukast en ekki minnka, þótt heimilistölvum fjölgi stöðugt. í öðru lagi er auðvitað ljóst, að sumt af þessari útgáfu á einnig heima í tölvutæku formi, eins og Mörður Ámason, sem vinn- ur að endurskoðun íslenzk-íslenzkrar orða- bókar fyrir Mál og menningu, bendir raun- ar á hér í blaðinu sl. fimmtudag. Ýmislegt bendir jafnframt til, að sumar bækur verði meira notaðar í tölvutæku formi í framtíð- inni eins og Lagasafnið, sem nú er hægt að fá á þann hátt og er mun aðgengilegra en í bókum. En þörfin fyrir bækur verður alltaf til staðar og þótt vel megi vera, að orðabæk- ur verði í framtíðinni notaðar jöfnum hönd- um í hinu gamla formi og því nýja breytir það ekki þvi, að vinnan við gerð orðabók- anna þarf að liggja fyrir, hvort sem þær seljast svo meir í framtíðinni í prentuðum bókum eða á tölvudiskum. Morgunblaðið hvetur yfirleitt ekki til ríkisstyrkja, en það er alveg ljóst, að með einum eða öðrum hætti þurfa opinberir aðilar að koma við sögu til þess að tryggja útgáfu orðabóka á Islandi. Alveg með sama hætti og hér væru ekki rekin stór leikhús af þeim krafti, sem raun ber vitni eða ópera eða Sinfóníuhljómsveit, svo að dæmi séu nefnd, er ekki hægt að búast' við því að einkafyrirtæki í bókaútgáfu lyfti því Grettistaki, sem þörf er á í orðabókaút- gáfu á næstu árum. Framlag Örlygs Hálf- danarsonar í þeim efnum er og verður áreiðanlega einstakt. Hins vegar má spyija, hvort ekki sé hægt að koma á meira samstarfi á milli Norðurlandaþjóða um að efla útgáfu á gagnkvæmum orðabókum á Norðurlöndum og er þá ekki einungis talað um íslenzku gagnvart hinum Norðurlandaþjóðunum heldur einnig færeysku og að einhveiju Morgunbla’ið/RAX leyti grænlenzku. Það fara miklir fjármun- ir í það að halda uppi samstarfí Norður- landaþjóðanna og efla tengslin þeirra í milli. Fátt er líklegra til þess að leggja varanlegan og traustan grunn að því sam- starfi en einmitt blómleg orðabókaútgáfa. Með sama hætti má spyija, hvort ekki séu möguleikar á slíku samstarfi við Þjóð- veija og aðrar þjóðir á meginlandi Evrópu. Bókaútgáfa í þessum löndum er til mikill- ar fyrirmyndar. Raunar hafa íslendingar, sem kynna sér útgáfu bóka á meginland- inu, orð á því, að við íslendingar séum að dragast hratt aftur úr öðrum þjóðum í þeim efnum. Margir hafa áhyggjur af því mikla flóði erlends sjónvarpsefnis, sem nú steypist yfír okkur í vaxandi mæli, bæði í mynd- efni, sem sjónvarpsstöðvar hér senda út með íslenzkum texta en einnig um gervi- hnattarásir. Með starfsemi Stöðvar 3 má búast við, að gervihnattarásir nái meiri útbreiðslu en hingað til. Morgunblaðið hefur á undanfömum áram varað við þess- ari þróun en jafnframt gert sér grein fyr- ir, að hún yrði ekki stöðvuð. Þess vegna hefur blaðið hvatt til þess, að landsmenn eigi kost á gervihnattasendingum frá sem flestum löndum, þannig að enskan verði ekki allsráðandi. En sterkasta vömin gegn hinum erlendu menningaráhrifum eða ómenningaráhrifum, ef menn vilja orða það svo, er náttúrlega sú að stórefla ís- lenzkt menningarlíf. Það er nú blómlegt á mörgum sviðum, en samt má gera betur. í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtu- dag benti Bjöm Bjamason, menntamála- ráðherra, á, að Alþingi hefði hinn 17. júní 1994, á 50 ára afmæli lýðveldisins, sam- þykkt að stórauka fjárveitingar til þess að styrkja stöðu íslenzkrar tungu. Sú sam- þykkt gæti verið grundvöllur að stórátaki í því að rífa orðabókaútgáfu á íslandi upp úr því fari, sem hún er nú. Fyrir hendi er reynsla manna á borð við Örlyg Hálfdan- arson og þekking fólks eins og Dóra Haf- steinsdóttur og annarra þeirra, sem unnið hafa að orðabókaútgáfu. Hér þarf að taka til hendi með myndarlegum hætti. „Að öðrum ólöst- uðum verður ekki um það deilt, að Örlygur Hálfdan- arson, bókaútgef- andi, hefur unnið menningarlegt þrekvirki með því brautrýðjenda- starfi, sem hann hefur unnið á sviði orðabókaút- gáfu. Eins og mál- um hefur verið háttað hér á landi er það nánast kraftaverk, að einstaklingur í bókaútgáfu skuli hafa náð slíkum árangri. Þar hef- ur bersýnilega legið að baki mik- ill metnaður og hugsjónastárf.“ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.