Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 28
■28 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MININIINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur faðii; okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGFÚS GUÐMUNDSSON, Hraunbúðum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 10. nóvember. Jóhann G. Sigfússon, Gunnvör Valdimarsdóttir, Guðmundur Þ. Sigfússon, Jóna Ósk Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t SIGURBJÖRN ÞORVALDSSON, Kársnesbraut 135, Kópavogi, lést í Landspítalanum aðfaranótt 10. nóvember. Aðstandendur. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN HELGADÓTTIR, elliheimilinu Grund, áður til heimilis á Ásvallagötu 35, verður jarðsungin frá Neskirkju mánu- daginn 13. nóvember kl. 13.30. Bjarni Ellert Bjarnason, Þóra Jakobsdóttir, Sigrún Ásta Bjarnadóttir, Guðjón Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGI JÓNSSON, Kaplaskjólsvegi 47, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðar- kirkju þriðjudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á heimahlynningu Krabbameins- félagsins og Hjartavernd. Petrfna Franziska Jónsson, Gunnþór Ingason, Þórhildur Ólafs, Margrét H. Ingadóttir, Pétur Ingimundarson, Hjördfs Marfa Ingadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Maður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS DANÍEL ÓLAFSSON, Njálsgötu 31a, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mándaginn 13. nóvember kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsam- lega láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Kristfn Jónsdóttir, Ólafur Magnússon, Lilja Sigmundsdóttir, Emilfa Magnúsdóttir, Birgir Birgisson, Guðrún Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn og faðir, NILS HAUGEN, Ljósheimum 22, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 14. október kl. 13.30. Herborg Haugen, Anni G. Haugen. ROGNVALDUR FINNBOGASON + Rögnvaldur Finnbogason, sóknarprestur í Staðarstaðar- prestakalli, fæddist í Hafnarfirði 15. október 1927. Hann lést á heimili sínu í Borgarnesi 3. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borgar- neskirkju 10. nóv- ember. VIÐ V0RUM ná- grannaprestar í ellefu ár. Á sól- björtum haustdegi renndi hann í hlað í SÖðulsholti til að heilsa upp á nágranna sinn og bjóða velkom- inn á Snæfellsnes. Séra Rögnvaldur Finnbogason á Staðarstað. Vörpu- legur maður og snar; góðfús og vinsamlegur. Djúp og tignarleg röddin var það fyrsta sem vakti athygli í fari hans. Röddin hljóm- mikla flutti sífijóa hugsun sem ætíð var krydduð kímni og glettni. Hugurinn var \ léttur og glaður, hressilegur og spaugsamur. Mál hans var kröftugt og kjarnyrt, hvorki hversdaglegt né dauft. Það var engin lognmolla í kringum hann og hvar sem hann kom löðuðust menn ósjálfrátt að honum. Hann vildi hafa margt fólk í kringum sig; naut þess að ræða við vini sína og gesti. Frásagnargáfa hans var auðug og ólgandi. Rökum lífs og dauða var oft teflt fram á listilegan hátt og ógleymanlegan. Lundin var óvenju viðkvæm og samúðarfull; höndin hjálparhröð þegar því gegndi. Ákveðinn og fast- ur fyrir, lét ekki beygja sig. Hann var .framkvæmdasamur maður og hvíldarlaust sinnti hann staðnum, prýddi og lagði á ráð um uppbyggingu alla. Svo var reyndar um flesta þá staði er hann sat og glímdi hann oft við skilningssljóa embættismenn fyrir sunnan um viðhald o g uppbyggingu kirkjustað- anna. Hann var metnaðarfullur fyrir hönd kirkjunnar á sinn hátt og lét þá óspart heyra það sem sneiddu að kirkju eða jafnvel smán- uðu hana og þá gat tunga hans verið hvöss og meinhæðin. Með seiglu og krafti hafði hann sigur. Honum var það ljóst að myndarleg- ir staðir og fögur guðshús voru prédikun út af fyrir sig, enda sagði hann oft að uppljómuð kirkjan á Staðarstað væri kröftug prédikun í augum þeirra er horfðu til hennar á svörtum og dimmum vetrarkvöld- um. Kirkjan á Staðarstað náði föst- um tökum á honum. Hún er ein- stakt guðshús með sínum steindu gluggum, myndum í kirkjuskipi og stílhreinni altaristöflu. Listfengi hans naut sín þar til hins ítrasta, enda auga hans fyrir myndrænu tilverunnar skarpt og ljóðrænt. Hugsunin var eldnæm, ljóðræn og leitandi - alvörufull við rótina. Ekkert kerfi trúarbragða gat rúm- að þá guðshugmynd sem sótti sí- felldlega að honum. Hugur hans fór um túlkanir trúarbragða á ver- aldar völundi; hann varð þeim þaul- kunnugur og íhugaði þær en þegar upp var staðið virtist ekkert þeirra veita honum fullnægjandi svar við lífsgátunni. Síðustu árin var hug- leiðsla honum mjög töm. Ljóðræn hugsun var svo sjálfsögð að ljóðabókin hans: Hvar er land drauma, kom ekki á óvart. Hún er kveðja hans, mögnuð ljóð og kröftug. Myndir frá Staðar- stað koma upp í hug- ann á kveðjustundu: Vindur gnauðar, skaflar háir og byrgja útsýn og yfir þá klöngrast. Rjúkandi pönnukökur í eldhúsi, feitir ostar og vindill að loknu rót- sterku kaffí með flóaðri mjólk. Systa og Óli, Rögnvaldur. Sú er myndin sem hugurinn kallar fram. Þau þijú. Kyrr sumarkvöld og bjartur himinn; sveitin sviphrein og fögur; gengið út í kirkju og sest á bekk. Altaristaflan: Maður á báti, grár og ískyggilegur himinn á aðra hönd en á hina kyrr og bjartur: Hvert ber bátskelina? Hvert rær hinn einmana maður - ræður hann för? Spurning sem klerkur spurði oft. Hugurinn staðnæmdist aldrei - ætíð á ferð og kallaði aðra til ferðar með sér. Við kvöddumst í síðasta mánuði. Eins og oft áður fórum við í snögga ferð. Hann þurfti skyndilega til læknis niður á Skaga og ók ég honum þangað. Hann var sjálfum sér líkur hvað það snerti að það var ekki eftir neinu að bíða. Við ræddum margt á leiðinni og mér fannst þessi snöggferð vera honum einhvers konar fróun. Hún minnti á liðna tið því þegar við vorum nágrannaprestar hittumst við oft á vegum úti og fórum upp í bíl hvor annars og ræddumst lengi við. Enda þótt hann væri nú allt annar maður að heilsu til þá skaut þess- ari mynd upp í hugann. Þetta var sólbjartur dagur og vindur blés kröftuglega. Lífsgöngu hans er lokið - harður dauðinn sótti vægðarlaust að hon- um síðustu misserin. Hann var æðrulaus þegar ljóst var að hveiju stefndi - furðaði sig einatt á lífinu og fannst það vera sem draumur. Ég geng frammi fyrir Drottni á landi lifenda, segir í sálminum (S1 116.9). Nú gengur hann þar og er laus frá allri þjáning og dauðans' kvöl. Guð blessi minningu vinar míns séra Rögnvaldar á Staðar- stað. Við hjónin sendum djúpar og innilegar samúðarkveðjur til Krist- ínar og bamanna. Hreinn S. Hákonarson. Við andlát vinar míns, séra Rögnvalds Finnbogasonar, verður mér litið um öxl yfir hálfa öld. Leiðir okkar lágu fyrst saman, er við settumst báðir í þriðja bekk Menntaskólans í Reykjavík haustið 1943, í heimsstyijöldinni miðri. Hann bjó þá suður í Hafnarfirði og stóð heimili hans á Hellisgötu, reist á hraunlendi, þar sem skipt- ust á dældir og hólar, en nokkrum fótmálum þaðan, þvert yfir götuna, var Hellisgerði, hinn fegursti gróð- urreitur. I þessu myndauðuga um- hverfi ólst sveinninn upp og dafn- aði. Rögnvaldur reyndist ágætur + Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóöir og amma, JÓNA JÓNSDÓTTIR, Blöndubakka 3, Reykjavfk, lést í hjúkrunarheimilinu Eir 10. nóvember. Óskar Vigfússon, ÞóraÓlöf Óskarsdóttir, Pétur Yngvason, SveinnÓskarsson, Guðríður Halldórsdóttir, Örn Óskarsson, Sjöfn Svansdóttir. námsmaður og var nokkuð jafnvíg- ur á allar greinar nema leikfimi, sem hann lagði litla stund á. Hann hafði lítil sem engin afskipti af fé- lagslífi nemenda, málfundum og öðru slíku, enda búsettur fjarri skólanum, og ennfremur átti hann sér áhugamál, sem hann mat meira en skólalærdóm og félagslíf. En þau voru fagurbókmenntir og myndlist. Hann lagði sig fram við að kynna sér þessi galdrabrögð, og þar voru ljóðlistin og málaralist- in honum einkum hugleiknar. Á þessum árum hemáms, lýð- veldisstofnunar og nýsköpunar var mikið umrót á öllum sviðum, í bók- menntum og listum sem öðrum. Nýjungum þeim, sem spruttu upp í skáldskap og listum, var misjafn- lega tekið sem eðlilegt var, þar sem hefðir voru brotnar. I myndlist vom þær kallaðar klessuverk, í ljóðlist óljóð. Skólasveinninn Rögnvaldur hreifst mjög af þessum nýju straumum, hvort sem þeir voru kenndir við afstrakt, atóm eða eitt- hvað annað. Mér er til efs, að þeir hafi verið ýkja margir mennta- skólapiltamir á þessum ámm, sem höfðu viðlíka áhuga á öllu nýja- bruminu og Rögnvaldur. Hann gerði sér einnig far um að sækja á fund rithöfunda og listamanna til þess að kynnast þeim nánar og fræðast af þeim, Meðal þeirra fyrstu, sem hann gekk fyrir, hygg ég að hafí verið þeir Magnús As- geirsson Ijóðaþýðandi og Ásgeir Júlíusson bókateiknari. Þessum sið hélt Rögnvaldur áfram og eignaðist þannig fjölmarga kunningja í röð- um rithöfunda og listamanna. Þegar Rögnvaldur hafði lokið stúdentsprófi voruð 1947, var hann um hríð óráðinn í því, hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur, en lyktir urðu þær, að hann kaus að innritast í guðfræðideild Háskól- ans. Þaðan lauk hann guðfræði- prófi 1952 og var um sama leyti vígður til Skútustaðasóknar, en síð- an gegndi hann prestsembætti á ýmsum stöðum, síðustu tvo áratug- ina á Staðastað á Snæfellsnesi. Rögnvaldur gerðist einn áheyrileg- asti ræðumaður í íslenskri klerka- stétt, þar sem saman fór hjá honum vandað og kjarngott málfar og karlmannlegur og skýr rómur. Jafnhliða prestverkum sinnti hann ritstörfum, þýddi meðal annars nokkrar bækur, en allt ritkyns sem hann lét frá sér fara, ber vitni um gott vald hans á íslenskri tungu. Það var gæfa Rögnvalds að eiga mikilhæfa eiginkonu, Kristínu Thorlacius, sem hefur ævinlega reynst honum sönn stoð og stytta, hvernig sem vindar blésu. Ég sé séra Rögnvaid oft fyrir mér, þar sem hann tekur undir hið sterka ákall séra Matthíasar Joch- umssonar: Gefið lífsanda loft. Rögnvaldur var þannig að upplagi og skoðunum, að hann forðaðist troðna stigu eða að selja sig undir strangar kvaðir, fastmótaðar regl- ur og hefðbundnar hugmyndir. Hann vildi frelsi, olnbogarými og útsýni til allra átta. Hann undi aldr- ei hag sínum í skóla og taldi skóla- göngu illa nauðsyn. Og sem þjónn þjóðkirkjunnar voru þröngar kenn- ingar eitur í hans beinum, því að honum var víðsfjarri, að dregnar væru skarpar víglínur milli trúar- bragða og kirkjudeilda. Fyrir aug- liti drottins væru allir menn bræð- ur. Jón Guðnason. Það var ekki fyrr en haustið 1987, sem ég kynntist Rögnvaldi Finnbogasyni. Við stofnun félags- ins Ísland-Palestína var hann sjálf- kjörinn formaður og mér hlotnaðist að vera hans varaformaður og leysa hann síðar af hólmi. Séra Rögn- valdur var þá löngu þjóðþekktur maður. Hann gerði víðreist, ekki einungis um fjarlæg lönd, heldur um heima hugsunar og hugmynda. Dulúð trúarinnar var honum hug- leikin. Enginn sýndi Austurkirkj- unni meiri áhuga. Skilningi hans á íslamstrú var einnig brugðið, heima sem erlendis. Til marks um það var 4 c i i c c c; ( ( ( f ( < ( ( ( ( < ( ( < ( ( ( (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.