Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 19 en vissi jafnvel ekki mikið um skipa- smíði. Það var einnig ýmislegt í mannlegum samskiptum sem hafði lítið breyst, Kínverjar leggja mikið upp úr því að leysa málin sjálfir, ef koma upp ágrelningsmál á vinnu- stað, líkamsmeiðingar eða eitthvað þess háttar þá er reynt að leysa málið án þess að fara með það til yfirvalda. Ef menn fóru með mál til dómara var báðum refsað vegna þess að þeir gátu ekki leyst málið sjálfír. Þetta viðhorf var algengt í gamla Kína og á dögum Maos. Þeirra hugmyndir um hefðbundið réttarfar eru allt öðruvísi en okkar. Þess vegna hefur verið erfitt fyrir Kínveija að koma upp hefðbundnu réttarkerfi, það hefur ekki mikið með kommúnista að gera heldur tengist þeirri hefð sem verið hefur í landinu, og því er þetta enn að miklu leyti þannig að menn eiga að leysa sín mál sjálfir.“ Batnandi lífslyör Kínversk hugmyndafræði er greinilega mjög ólík hinni vestrænu. Eg spyr um afstöðu í heilbrigðismál- unum, einhvem tímann heyrðust sögur af því að læknar keisarans hefðu ekki fengið laun nema þegar keisarinn var frískur, og þeir hefðu lent í verulegum vandræðum er keis- arinn veiktist. „Já, þessi saga hefur verið sögð,“ svarar hann, „ég veit þó ekki hvort hún eigi við rök að styðjast. En það er almennt litið svo á að hlutverk lækna sé að halda fólki frísku. Hér gera allir leikfimiæfingar milli klukkan 5 og 6 á morgnana hvar sem þeir eru staddir og vinnustaðir og hverfastjórnir ráða kennara sem eiga að leiðbeina fólki varðandi vinnustellingar og líkamsrækt. Þetta er eins og við íslendingar greiðum niður verð í sundlaugarnar þar sem iitið er á það sem fyrirbyggjandi heilsuvernd að fara í sund.“ En hvað um lífskjör í landinu? Ég rifja upp viðtal við hjón í kín- verska sjónvarpinu sem sögðu hálf- grátandi frá því að þeim tækist ekki að lifa á 2.400 íslenskum krónum á mánuði. Ætli sé algengt að fólk hafi svona lítið milli handanna? „Lífskjör fara mjög ört batnandi," svarar Ragnar, „en þau eru langt frá því að vera eins og á íslandi. Fólk til sveita, jafnvel í nánasta umhverfi við Peking, býr við frum- stæð lífsskilyrði og stór hluti kín- verskra bænda hefur ekki rafmagn. Launin eru mjög misjöfn, allt að hundraðfaldur munur á launum manna. Breytingamar í atvinnulíf- inu eru gífurlegar núna. Tugmilljón- ir og jafnvel hundruð milljóna bænda fiytjast úr landbúnaði tii fyrirtækja af ýmsu tagi á örfáum árum.“ Hann horfði hugsi fram fyrir sig eins og hann væri að reyna að sjá inn í ókominn tíma - Kína framtíðar- innar. Bætir við að þrátt fyrir spenn- 'andi tíma sé ekki laust við að það sé svolítil eftirsjá í því samfélagi sem var, samfélagi sem var svo gjörólíkt því sem við eigum að venjast. Ég spyr um stöðu kínverskra kvenna, á óopinberu kvennaráðstefnunni voru þær nokkuð sannfærðar um að staða þeirra væri mun betri en t.d. banda- rískra kvenna. Hvað segir hann um þær fullyrðingar? „Ég held að staða kínverskra kvenna sé hlutfallslega skárri,“ svar- ar hann án þess að hugsa sig um. „Það er meðvituð stefna stjómvalda að rétta hlut kvenna í stjómkerfinu sem veldur því að hlutfall kínverskra kvenna í stjómsýslunni er hærra en í flestum öðmm löndum. En hlutfalll- ið lækkar þó eftir því sem ofar dreg- ur og það em karlmenn sem em í æðstu embættunum, flestir reyndar gamlir skæmliðaforingjar. En mestu skiptir þó að það er rekinn mikill áróður fyrir því að fólk giftist seint, m.a. vegna stefnu í fólksfjölgunar- málum. Konumar em gjaman um þrítugt þegar þær stofna heimili og em þá búnar að öðlast ákveðið sjálf- stæði og ekki tilbúnar til að láta ein- hvem karl segja sér hvemig þær eigi að haga lífi sínu. Konumar stunda sína vinnu eins og karlamir og eiga það til að svara körlunum fullum hálsi ef þeir krefjast þess að þær eldi alltaf ofan í þá. Þær em ófá- ar kínversku konumar sem hafa sagt við karl- inn sinn; „þú getur eld- að sjálfur ef þig langar í eitthvað að borða“. En þetta á reyndar bara við um borgimar. Til sveita er staða kvenna miklu síðri og líkari því sem hún var fyrr á tímum.“ Hann segir sumt fólk í sveitunum reyna að komast hjá einbimis- fyrirkomulaginu með því að skrá ekki bömin, sjálfur þekki hann per- sónulega dæmi þess. Áður en við Ijúkum við að borða hinar kín- versku kræsingar er hann spurður um hugs- anleg viðskiptasam- bönd Kínveija og ís- lendinga, hvar sér hann mestu möguleikana? Tækifærin í jarðhita og fiski Hann segir að það sé tvímælalaust í sam- bandi við fiskiðnað og jarðhita. „Þarna em miklir möguleikar sem kínversk stjórnvöld gera sér grein fyrir. Kínveijar em að vísu óvanir að borða sömu fisktegundimar og við, borða mikið af fersk- vatnsfiski. Það má því búast við að það taki þá nokkurn tíma að átta sig á þess- um tegundum sem við höfum upp á að bjóða. En ég er alveg sannfærður um að Kína á eftir að verða einn af mikilvægustu fiskmörkuðum ís- lendinga. Ýmsar vinnuaflsfrekar iðngreinar eins og t.d. fataiðnaður eru að færast til Kína og annarra Asíulanda þar sem laun eru lág og miklir markaðir auðvelda líka Qölda- framleiðslu. Við höfum einnig mögu- leika, rétt eins og aðrar þjóðir, að koma á viðskiptasamböndum á sviði hugbúnaðar. Kínveijar stökkva beint yfir í há- þróað tæknisamfélag, menn em óð- um að koma sér upp flóknum tölvu- búnaði eftir að hafa notast við talna- spöld áratugum saman. Þeir em jafn- vel með flóknari útbúnað en við þekkjum t.d. í sambandi við símakerf- ið, GMS-símamir eru talsvert algeng- ir hérna og þeir em einnig með kall- tæki sem geta tekið við mörg hundr- uð orða skilaboðum, nokkuð sem ég hef ekki séð á íslandi." Morgunblaðið/Margrét Heinreksdóttir RAGNAR ásamt fjölskyldu sinni. Námskeið fyrir bifreiðasala Prófnefnd bifreiðasala og Fæðslumiðstöð bílgreina auglýsa námskeið fyrir bifreiðasala 20. nóvember - 4. desember nk. Námskeiðið sem er 24 kennslustundir, fer fram síðdegis og á kvöldin í 7 skipti samtals og varir í tvær vikur. Athugið: Einnig verður farið með námskeiðið út á land þar sem næg þátttaka fæst. Þeir sem hafa áhuga á því, eru beðnir að hafa samband við FMB (símanr. hér að neðan). Námsþættir: Kauparéttur Samningaréttur Veðréttur lausafjármuna, þinglýsingar og viðskiptabréfareglur Mat á ástandi og verðmæti ökutækja, ráðgjöf við kaupendur Reglur um skráningu ökutækja, skoðun o.fl. Fjármálaleg ráðgjöf við kaupendur Opinber gjöld af ökutækjum Vátryggingar ökutækja Reglur um virðisaukaskattsbila Sölu- og samningatækni Hagnýt frágangsatriði við sölu Indriði Þorkelsson, lögmaður hdl. Andri Árnason, lögmaður hrl. Bjarni H. Diego, lögmaður hdl. Finnbogi Eyjólfsson, blaðafulltrúi Heklu hf. Gunnar Svavarsson, verkfræðingur. Björn Jónsson, viðskiptafræðingur. Bergþör Magnússon, fjármálaráðuneytið. Einar Þorláksson, Tryggingamiðstöðin hf. Bjarnfreður Ólafsson, embætti Ríkisskattsj. Sigþór Karlsson, viðskiptafræðingur. Haraldur Stefánsson, Toyota. Námskeiðið sem er eittaf skilyrðum þess að hljóta leyfi til rekstrar á bílasölu, er haldið samkvæmt lögum um sölu notaðra ökutækja nr. 69/1994 og Reglugerð um námskeið og próf til að öðlast leyfi til sölu notaðra ökutækja nr. 407/1994. Námskeiðsgjald kr. 35.000 Suðurlandsbraut 30,108 Reykjavík Upplýsingar og skráning; Sími 581-3011 Fax 581-3208 / A myndarlegu Nóvembertilboði Japis gefst þér einstakt tækifæri á að eignast frábærar hljómtækjasamstæður á tilboðsverði i Panasonic SC-CH72 Magnari 2x30w din 2x60 músík • Útvarp með FM/MV/LW og klukku • Tvöfalt segulband auto-reverse § MASH l bita geislaspilari fyrir 3 diska t Forstilltur tónjafnari surround Góðir hátalarar 2way 35w din 70 músík • Fjarstýring , , \ t/BfH t Magnari 2x30w din 2x60 músík t Útvarp með FM/MV/LW og klukku t Tvöfalt segulband auto-reverse t MASH 1 bita geislaspilari fyrir t Forstilltur tónjafnari surround t Góðir hátalarar 2way 30w din 60 músík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.