Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 24
! 24 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga kvikmyndina Dangerous Minds með Michelle Pfeiffer í aðalhlutverki. Hún byggir á sannri sögu um kennara sem með óvenju- legum aðferðum nær miklum árangri með nemendur sem kerfið hefur gefist upp á. Erfiður bekk- ur fær góðan kennara Vaxin uppúr kynbombu- hlutverkinu lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1980 og 1982 fékk hún hlutverk Sandýjar í mynd- inni Grease 2. Arið þar á eftir sló hún í gegn sem hjákona A1 Pacinos í myndinni Scarface og þar með var hún orðin kynbomba á heimsmælikvarða. En það tímabil í ævi hennar stóð stutt yfir. Hún sýndi varfærni í hlutverkavali og smám saman varð kvikmyndaheimin- um ljóst að Michelle Pfeiffer var alvöru leikkona en ekki heimsk ljóska. I dag hefur Michelle Pfeiffer þegar hlotið þrjár óskarsverðlaunatilnefingar, fyrir Love Fields, The Fabulous Baker Boys og Dangerous Liaisons, og margir hafa orðið til að spá því að Dangerous Minds muni sjá fyrir þeirri fjórðu. Michelle fæddist í Santa Ana í Suður- Kaliforniu og virðist ekki hafa átt ýkja ánægjulega æsku. Hún er fámál um æsku- ár sín en hefur sagt að pabbi hennar, sem gerði við og seldi loftræstikerfi og ís- skápa, hafi snemma farið að heimta að stelpan hjálpaði til og verið kröfuharður húsbóndi. Afleiðingarnar af því eru þær að Mich- elle Pfeiffer er haldin fullkomnunarár- áttu og þar sem fullkomnun er ekki á mannlegu valdi er hún aldrei ánægð að verki loknu. „Eg er aldrei sátt við frammi- stöðu mína í kvikmyndum. Ég er kannski ánægð með eitt og eitt atriði en aldrei heiklina," segir hún og hefur látið hafa eftir sér að áður fyrr hafi hún alltaf alið með sér ótta eftir hveija mynd að nú kæmist það upp að eiginlega væri hún að villa á sér heimildir og væri alls ekki nógu góð. A undanförnum árum hefur hamingjap hins vegar brosað við henni í einkalífinu í fyrsta skipti. Hún giftist í hitteðfyrra manni að nafni David Kelley, sem er fram- leiðandi sjónvarpsþáttanna Chicago Hope, og segist hafa fundið hamingjuna í hjónabandinu og því að sinna uppeldi tveggja ungra barna; ættleiddrar 3 ára dóttur og 1 árs sonar sem þeim hjónum fæddist í fyrra. Helstu kvikmyndir Michelle Pfeiffer eru: Wolf (1994), Age of Innocence (1993), Love Fields (1992), Batman Returns (1992), Frankie and Johnny (1991), Russia House (1990), The Fabulous Baker Boys (1989), Dangerous Liaisons (1988), Tequ- ila Sunrise (1988), Married to the Mob (1988), The Witches of Eastwick (1987), Sweet Liberty (1986), Ladyhawke (1985), Into The Night (1985), Scarface (1993), Grease 2 (1982), Charlie Chan and the Curse of the Dragon Queen (1981). DANGEROUS Minds er sannsöguleg mynd sem íjallar um LouAnne Johnson, fyrrrverandi liðsforingjaefni í landgönguliði flot- ans, sem þarf að jafna sig eftir hörmulegt hjónaband og ákveður að skipta um umhverfi. Hún gerist kennari við framhaldsskóla í Palo Alto í Kalifomíu og þangað komin uppgötvar hún að henni er ætlað að taka við bekknum sem allir eru búnir að gefast upp á. í bekknum eru krakkar sem ekki skortir námshæfileika heldur vilj- ann til að læra, stuðning frá fjöl- skyldum sínum og trúna á að þeir geti yfirleitt náð einhveijum ár- angri í lífinu. Þeir bera ekki virð- ingu fyrir neinu eða neinum og eru óhræddir við að sýna það. LouAnne lætur slag standa, mætir krökkun- um óhrædd og berst við skólayfir- völd sem eru jafnvantrúuð á nem- enduma og nýjungagimi og frum- leika þessa óreynda kennara. Dangerous Minds var ein vinsæl- asta kvikmynd sumarsins vestan- hafs. Samt er hvorki í henni að finna alvarlegt ofbeldi né ástaræv- intýri og ekki fjallar hún um frægð né frama. Þótt smjörið sé sagt drjúpa af hveiju strái í landi tæki- færanna, Kalifomíu, eru kennara- launin þar álíka lág og á íslandi. Það er ekki á hveijum degi sem Hollywood gerir hetju úr mann- eskju sem lætur sér vel líka 24 þúsund dala árslaun. Boðskapur myndarinnar er hins vegar sá að áhugasamur kennari, sem vinnur af hugsjón og er óragur við að varpa hefðbundnum gildum og viðmiðum í skólastarfí fyrir róða, getur uppskorið ríkulega; orðið sálnaveiðari og hjálpað þeim böm- um og unglingum sem mest þurfa á raunverulegri leiðsögn að halda að forða sjálfum sér frá fangelsum, eiturlyfjum, fátækt og göturæsum. Sá boðskapur virðist víða eiga hljómgmnn um þessar mundir. Ekki spillir fyrir að í aðalhlutverki myndarinn'ar er Michelle Pfeiffer, óumdeilanlega ein fremsta kvik- myndaleikkona Bandaríkjanna og sennilega ein fegursta kona heims. Eftir þriggja ára starfsreynslu sem kennari skrifaði LouAnne Johnson bók þá sem myndin er gerð eftir. Saga hennar hét My Posse Don’t Do Homework. Bókin barst kvikmyndaframleið- endunum Don Simpson og Jerry Bruckheimer - mönnunum á bak við Top Guu, Beverly Hills Cop og Flashdance og nú síðast Crimson Tide og Bad Boys. Efni bókarinnar snerti við þeim enda segir Bruck- heimer að eins og fjölmörgum öðr- um Bandaríkjamönnum sé þeim farið að renna- til rifja ömurlegt ástand skólakerfísins í landinu. „Skólana vantar fjárveitingar og mannafla og vegna þess eigum við á hættu að missa heila kynslóð í glötun. Okkur Don langaði til að reyna að gera kennarana að hetjum aftur, sýna baráttu þeirra við kerf- ið, krakkana og umhverfí krakk- anna - sem oft er það sem helst dregur þau niður - og sýna það að kennaramir eru fyrirmyndir, sem skipta miklu máli,“ segir hann. Þeir félagar ákváðu að fá Kanadamanninn John N. Smith til að leikstýra myndinni. Það var mynd Smiths, The Boys of St. Vinc- ent, sem vakti athygli þeirra eins og margra annarra á þessum reynda kanadíska leikstjóra, sem m.a. hefur tekist flestum betur að breyta manninum af götunni í frambærilegan kvikmyndaleikara. Smith hefur mikið unnið með óreyndum leikurum, sem hann tefl- ir fram á móti þrautreyndum at- vinnumönnum. Smith, Simpson og Bruckheimer ákváðu að fara þá leiðina við gerð Dangerous Minds og manna bekkinn hennar LouAnne Johnson með því að augiýsa eftir óreyndum en áhugasömum ungl- ingum um Bandaríkin þver og endi- MICHELLE Pfeiffer er ein fárra leikkvenna sem hefur tekist að vaxa upp úr kynbombuhlutverkinu og náð þvi að öðlast viðurkenningu leikhæfileika sinna vegna. Michelle Pfeiffer, sem nú er 38 ára gömul, var hálfgerður vandræðaunglingur; fór að vísu létt í gegnum framhaldsskóla en eyddi mestum tíma sínum niðri á strönd að ná sér I lit og horfa á strákana á brimbrettunum. Hún fór að vinna 18 ára gömul á kassa í stórmark- aði og sótti kvöldnámskeið til að læra að verða hraðritari í dómsal. Einn góðan veð- urdag fékk hún það sem kalla má vitrun, og ákvað að hennar gæti beðið eitthvað ann- að og meira. Hún minntist'þess að kennari hennar í framhaldsskóla hafði sagt henni að hún hefði leik- hæfileika og til þess ;ið kom- ast í kynni við umboðsmann leikara ákvað hún að taka þátt í fegurðarsamkeppni þar sem einn slíkur var dómnefndarformaður. Aætlunin gekk upp, Michelle sigraði í fegurð- arkeppninni, varð Miss Orange County, og komst á samning hjá umboðs- manninum. Hún flutti til Los Angeles og fór að fá smáhlutverk í sjónvarps- þáttum sem þurftu á létt- klæddum ljóskum að halda. Stelpan sótti leiklistarná- mskeið áf kappi og smám saman fór fólk að taka eftir henni. Hún HAL Griffith (George Dzundza) er starfsbróðir LouAnne og bandamaður í baráttunni. löng. Úr hópi þúsunda áhugasamra var bekkurinn valinn og að mestu leyti skipaður krökkum sem ekki búa að neinu því sem hægt er að kalla reynslu í kvikmyndaleik eða vinnu framan við myndavélar. Þessum krökkum var hins vegar ekki ætlað að fara með fastmótuð hlutverk heldur var hlutverk hvers og eins þeirra sniðið að miklu leyti eftir persónuleika leikarans þannig að í stað þess að reyna að leika fengju þau að vera sem mest þau sjálf. Óskarsverðlaunahafinn Ronald Bass, sem skrifaði handritið að Rain Man, var fenginn til að breyta sögu LouAnne í kvikmyndahandrit. Lykillinn að því\að framleiðendurn- ir réðust bjartsýnir í gerð myndar- innar var hins vegar sá að Michelle Pfeiffer var óðfús að taka að sér hlutverk aðalsöguhetjunnar, Lou- Anne Johnson. „Mér fannst bókin hennar heill- andi, ekki aðeins vegna umfjöll- unarefnisins heldur fannst mér manneskjan LouAnne áhugaverð," segir Michelle. „Það er alltaf sér- staklega erfítt að leika hlutverk raunverulegrar persónu. Maður finnur til ábyrgðar sinnar gagnvart viðkomandi en í þau fáu skipti sem við þurftum að taka okkur skálda- leyfí með eitthvað í sögunni lagði ég áherslu á að ekki yrði gengið svo langt að breytingamar yrðu á kostnað þess sem LouAnne stendur í raun og veru fyrir. Við LouAnne vorum í góðu sambandi allan tim- ann meðan tökur stóðu yfír. Hún tók öllu vel og leit hlutlægt á mál- in. Það sem skipti hana mestu máli var að saga krakkanna fengi LOUANNE Johnson (Mich- elle Pfeiffer) í miðjum hópi nemenda sinna. að koma sem best fram; hún var lítið að hugsa um sitt egó.“ Eins og fyrr sagði er Dangerous Minds einhver vinsælasta kvikmynd sumarsins vestanhafs og hefur jafnframt hlotið afar jákvæða dóma gagnrýnenda, sem bera jafnt lof á leik Pfeiffer og unglinganna óreyndu. Síðastliðnar 11 vikur hefur myndin verið á listanum yfír 10 mest sóttu kvikmyndir í Bandaríkj- unum og hefur nú halað inn um 80 mihjónir Bandaríkjadala, sem er lygileg fjárhæð þegar mynd með umfjöllunarefni af þessu tagi er annars vegar. Samt er það ekki einsdæmi að myndir um kjarkmikla kennara sem ná árangri í erfiðum bekk með óhefðbundnum aðferðum verði vin- sælar. Þess eru að minnsta kosti þijú þekkt dæmi. Árið 1955 var gerð myndin Blackboard Jungle, þar sem Glenn Ford lék kennara sem reyndi að hafa áhrif á hóp vill- inga þar sem Vic Morrow og Sidn- ey Poitier voru fremstir í flokki. Sidney Poitier spreytti sig svo á hlutverki kennarans í frægasta fyr- irrennara Dangerous Minds, mynd- inni To Sir With Love, árið 1967. Tuttugu árum síðar var svo gerð myndin Stand and Deliver, þar sem Edward James Olmos reyndi að vekja áhuga á að takast á við nám- ið og lífið hjá Lou Diamond Philips og fleiri hæfileikaríkum villingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.