Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 52
Póstleggiö jólabögglana tímanlega til fjarlœgra landa. póstur og sími varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands ' Bankl allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, StMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆH 85 SUNNUDAGUR12. NÓVEMBER1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR.. MEÐ VSK Breytt framkvæmd varnarsamnings íslands og Bandaríkjanna Fækkað hefur um 7 40 hermenn í vamarliðinu VARNARLIÐSMENN á Keflavíkurflugvelli eru nú 744 færri en fyrir tæpum tveimur árum. Er það nálega tvöfalt meiri fækkun en íslensk stjórnvöld áætluðu í byijun síðasta árs þegar samkomulag náðist við ríkisstjóm Bandaríkjanna um breytingar á varnarviðbúnaði í Keflavík. Hins vegar vinna næstum því jafn margir íslend- ingar og áður hjá vamarliðinu og verktökum þess. Ríkisstjórnir íslands og Bandaríkjanna gerðu í byijun árs 1994 sameiginlega bókun um fram- kvæmd vamarsamnings ríkjanna frá 1951. Þar var meðal annars kveðið á um fækkun orrustu- flugvéla í Keflavík og að fyrirhugað væri að leggja niður tvær smærri deildir flotans. Á þeim tíma voru tólf F-15 ormstuflugvélar í Keflavíkur- stöðinni en á þessu ári hafa þær yfirleitt verið sex, að sögn Grétars Más Sigurðssonar, skrif- stofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, og aldrei færri en fjórar eins og kyeð- ið var á í samkomulagi ríkjanna. Unnið að sparnaði Svipuðu eftirliti hefur verið haldið úti en með færri Orion kafbátaleitarvélum. Fimm vélar ann- ast eftirlitið í stað sex til sjö áður. Á sínum tíma var gert ráð fyrir að sérstakri hlustunarstöð og fjarskipta- og miðunarstöð í Rockville yrði lokað en eftir því sem næst verður komist hefur það ekki verið gert. Fulltrúar vamarliðsins og utanríkisráðuneytis- ins vinna saman að tillögum um sparnað í rekstri Keflavíkurstöðvarinnar, að sögn Helga Ágústs: sonar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins. í því sambandi hefur verið unnið að útboði vöm- kaupa og þjónustu, meðal annars á fólksflutning- um, hótelbókunarkerfí varnarliðsmanna og út- gáfu tímarits varnarliðsins. Jafn margir íslendingar Þessar breytingar hafa leitt til þess að her- mönnum í varnarliðinu hefur fækkað úr 2.864 í janúar 1994 í 2.120 í lok september síðastlið- inn. Hafa því 744 varnarliðsmenn snúið heim og er þetta fjórðungs fækkun. Heldur minni fækkun hefur orðið í skylduliði vamarliðs- manna. Nú búa 4.364 varnarliðsmenn og fólk þeim tengt á Keflavíkurflugvelli á móti 5.708 fyrir tæpum tveimur árum. Á sínum tima áætl- uðu íslensk stjómvöld að breytingamar leiddu til þess að hermönnum myndi fækka um 380. Grétar Már segir þó að ekki hafi verið gerðar meiri breytingar á varnarviðbúnaði en gert var ráð fyrir þegar bókunin við vamarsamninginn var gerð. íslenskir starfsmenn vamarliðsins era lítið eitt færri en í janúar 1994 en jafn margir vinna hjá verktökum varnarliðsins, eftir þvi sem næst verður komist. í heildina vinna litlu færri íslend- ingar á Vellinum, en þar hafa undanfarin ár unnið 1.650 manns yfír vetrartímann. ■ Fjórðungi færri/12-13 Áfylling í háloftunum F-15 Eagle frá Keflavíkurflugvelli er hér tengd við Boeing KC-135 flugvél vestur af Snæfellsnesi. í pípunni rennur eldsneyti. Þessi aðferð við áfyllingu gerir kleift að fljúga orrustuflugvélum eins lengi og smurolían og flugmaður- inn endast. ■ Fljúgandi oliuskip/18b Sjúklingur kærir dreif- ingu nekt- armyndar RANNSÓKNARLÖGREGLU ríkisins berst eftir helgi kæra vegna dreifíngar læknis/lækna á mynd af kviði og kynfæram sjúklings. Kærandinn Ásdís Frímannsdóttir fer fram á að hann/þeir verði sviptir lækna- leyfi og myndin verði gerð upptæk. Ásdís gekkst undir iýtaað- gerð vegna slits á kviði á einka- stofu í Reykjavík haustið 1993. Fyrir aðgerðina var tekin mynd af kviði hennar og niður á kynfæri. Aðgerðin hafði alvar- leg eftirköst í för með sér og hefur Ásdís þurft að fara í sex aðgerðir til að bæta hana. Stuðst var m.a. við myndina af kviði og niður á kynfæri hennar _við gerð einkaörorku- mats. Ásdísi brá hins vegar heldur betur í brún þegar hún fékk í hendurnar nektarmynd- ina af sjálfri sér með öðrum gögnum vegna matsins á lög- fræðiskrifstofu lögfræðings nefndarinnar. Hún telur að læknir/Iæknar hafi brotið trún- að við hana með því að láta myndina af hendi og kærir til RLR eftir helgi. ■ Krafist/4 ■ Morgunblaðið/Baldur Sveinsson Queen Elizabeth II væntan- leg hingað QUEEN Elizabeth II, eitt þekkt- asta skemmtiferðaskip heimsins, er væntanleg til Reykjavíkur 8. júlí á næsta ári. Skipið er 69.053 tonn að stærð og getur flutt 1.830 farþega. Það er 293'/2 m að lengd og 32,09 m að breidd og ristir 9,9 metra. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurhöfn mun skipið hafa viðdvöl einn dag, kemur að morgni en fer síðdegis. Skipið kemur hingað frá Skotlandi og heldur áfram til Norður-Noregs. Hefur siglt með 1,5 milljón farþega Queen Elizabeth II er eitt þekktasta skemmtiferðaskip heimsins og er það í eigu Cunard- skipafélagsins. Það fór í jómfrúr- ferðina frá heimahöfninni Sou- thampton til New York árið 1969, og árið 1975 fór skipið í fyrstu hnattsiglinguna. Árið 1986 var skipinu breytt úr . gufuskipi og settar í það dísel- og rafvélar, en sú breyting kostaði 160 milljón pund og tók 179 daga. Verulegar endurbætur voru svo gerðar á skipinu 1994 og kostuðu þær 60 milljónir punda. Queen Elizabeth II hefur alls siglt um 3,5 milljónir sjómílna á þeim tæplega 26 árum sem skipið hefur verið í siglingum og far- þegafjöldinn er orðinn um 1,5 milljónir. Skattar af bifreiðum tæpir 18 milljarðar í ár SKATTAR af bifreiðum verða tæpir 18 milljarðar kr. á þessu ári og aukast um tæplega einn milljarð kr. frá fyrra ári. Ríkisvaldið hefur beint skattlagn- ingu af bílum meira yfír á bifreiðanotkunina en bifreiðakaupin og jafnframt aukið skattlagninguna. Skatttekjur af bifreiðakaupum voru áætlaðar 3.528 milljónir kr. 1994 en samkvæmt fjárlögum ársins 1995 vora þær 3.841 milljón kr. Skatttekjur af bifreiðanotkun voru samkvæmt áætlun 1994 11.721 milljón kr. en 12.191 milljón kr. samkvæmt fjárlögum 1995. Þær tekjur kunna að verða meiri vegna aukins bílainnflutnings. Hallgrímur Gunnars- son, formaður Bílgreinasambands Islands, segir að ríkissjóður yrði ekki af skatttekjum þótt vörugjald af bílum í efstu flokkum yrði lækkað. „Það er betra fyrir ríkið að fá 40% gjald af 100 stórum bflum en 60% gjald af tíu bflum. Auk þess myndu skattar af þessum bílum skila sér í notkun- inni. Það er ekki endilega víst að það sé þjóðhags- lega hagkvæmt að flytja inn smábíla sem þarf að afskrifa hraðar, því dýrari bílar eru oftast vand- aðri og endast lengur," sagði Hallgrímur. Hann bendir á að lækkun vörugjalds af bílum í vöru- gjaldsflokki 2, úr 45% í 40%, hafí skilað sér í aukn- urn innflutningi og auknum tekjum ríkissjóðs. Fækkun kraftmeiri bíla Hins vegar hafi innflutningur á bílum með vélar- stærð yfír 2.000 rúmsentimetrum að slagrými dreg- ist verulega saman. 616 bflar í þessum flokki vora fluttir inn fyrstu níu mánuði þessa árs af 5.150 bílum, eða 12% af heildarbflafjöldanum, þar af er töluvert um dísilbíla. Aðeins 27 bílar af þessum 616 eru venjulegir fólksbílar. „Þessi markaður er hruninn vegna skattastefn- unnar. Menn kaupa jeppana áfram einfaldlega vegna þess að þörf er fyrir þá úti á landi. Það er búið að ofskattleggja stærri bílana og bílkaupendum hefur verið beint inn á minni bíla,“ segir Hallgrímur. „Okkar krafa er sú að þessi sjónarmið verði tekin upp og vegin. Frá sjónarhóli neytenda er keppikeflið að bílverð sé lægra og frá sjónarhóli innflytjenda skiptir mestu máli að stöðugleiki ríki í þessum málum. Gjöldum á bíla hefur að meðal- tali verið breytt á átján mánaða fresti síðastliðin 8 til 9 ár. Hringlandaháttur í gjöldum hefur verið bílgreininni óhemju dýr því hann leggst ofan á og magnar þær sveiflur sem annars eru í þjóðfélag- inu. Þetta er skortur á ögun í verklagi og það þarf að gefa pólitísk fyrirheit sem staðið verði við um grundvallarendurskoðun á þeim leikreglum sem eiga að gilda," segir Hallgrímur. ■ Bílar 96/C

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.