Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 37 FRÉTTIR Gunnlaugnr Sigmundsson telur bruðlað í húsnæðismálum Byggðastofnunar Kostnaður við breytingar á húsinu 55 millj. Rýnt í kindagarnir Morgunblaðið. Iinausum, Meðallandi. HELSTI spámaður Skaftár- hreppsins hefur Iitið inn í kind til að sjá þá veðurreynd sem búast má við fram á næsta vor, svo sem venja er. Veturinn byrjar vel, segir hann, en allslæmt kast verður um jólin og nokkuð eftir þau. Eftir það batnar tíðin en versn- ar aftur þegar líður að vori og hætt er við vorkuldum. Fréttaritari Morgunblaðsins Kasti spáð um jólin bar það á spámanninn að þetta væri stæling á skagfirska garnaspádóminum, en hann leiddi þá með vitni sem stað- festu að rétt væri með farið og staðreyndir lægju til grundvall- ar spádóthinum. Svo er að sjá hveiju fram vindur. Þótt vetur sé genginn í garð hefur hann lítið minnt á sig i Skaftárhreppi. Rignt hefur allmikið en góðir dagar komið á milli. 22 þúsund fjár slátrað Iflá Sláturfélagi Suðurlands á Kirkjubæjarklaustri hefur verið slátrað 21.846 fjár, þar af 902 ám sem ríkið kaupir vegna hag- ræðingar í sauðfjárrækt. GUNNLAUGUR Sigmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, sagði í umræðurii á Alþingi í fyrradag að bruðlað hefði verið með fé skattgreiðenda er hús I Byggðastofnunar að Engjateigi 3 var keypt og endurinnréttað fyrir starfsemi stofnunarinnar. Benti þingmaðurinn á að einka- fyrirtæki, sem áður hefðu starfað í húsinu, hefðu komið helmingi fleira starfsfólki fyrir í húsinu en stofnunin gerði nú. Byggðastofn- ; un andmælir því að starfsmenn fyrirtækjanna hafi verið svo marg- ir, en upplýsir að kostnaður við breytingar á húsi stofnunarinnar hafi verið 55 milljónir króna. Kaupverð þess var 66 milljónir. í skýrslu um starf Byggðastofn- unar árið 1994, sem Davíð Odds- son forsætisráðherra flutti á þingi í gær, kemur fram að kostnaður við kaup og endurbætur á Engja- teigi 3 hafi verið 120 milljónir króna. Nýjum innréttingum kastað út Gunnlaugur Sigmundsson sagð- ist þekkja til fyrri starfsemi í hús- inu. Þar hefði Islenzk forritaþróun verið í hálfu húsinu með 24 starfs- menn eða jafnmarga og starfi hjá Byggðastofnun, og mönnum þótt rúmt um sig. Þýzka stórfyrirtækið I Hoechst, eitt hið ríkasta í heimi, hefði jafnframt verið þar með Félagsdómur um mál Baldurs Málið flutt I 22. nóv- 1 ember MÁLFLUTNINGUR í Félagsdómi í máli Vinnuveitendasambands ís- lands gegn verkalýðsfélaginu Baldri á Isafirði verður 22. nóvem- ber. Búast má við að úrskurður falli degi síðar. Vegna anna dóm- ( enda var ekki unnt að hafa mál- i flutning fyrr. VSÍ kærði uppsögn Baldurs á ' kjarasamningum til Félagsdóms. Baldur er eina verkalýðsfélagið sem hefur sent VSÍ skriflega yfír- Iýsingu um uppsögn samninga. Nokkur félög hafa samþykkt á félagsfundum að segja upp samn- ingum. útibú og ]oks heildverzlun húseig- andans, Ásgeirs Einarssonar, sem aukinheldur hefði átt þar stóra íbúð. „Allt þetta hús þarf nú undir ríkisstarfsmenn í Byggðastofnun, 25 manns, þar sem áður rúmaðist hátt í tvöfaldur þessi mannafli hjá einkaframtakinu," sagði Gunn- laugur. „Innréttingar í húsinu voru allar nýjar, veggir, teppi og gluggatjöld. Þessu var öllu kastað út þegar Byggðastofnun flutti inn. Ég spyr: Er þetta nauðsynlegt til þess að starfsemi Byggðastofnun- ar geti farið fram með þeim hætti, sem við séum ánægð með? Ég held að við ættum að hætta svona bruðli. Það er nóg annað við skatt- peninga þjóðarinnar að gera.“ Innréttingar hentuðu ekki í tilkynningu, sem Byggðastofn- un sendi frá sér í gær, kernur fram að vegna ítrekaðra tilmæla Hús- eigna ríkisins hafi Byggðastofnun fallizt á að selja hlut stofnunarinn- ar í húsinu við Rauðarárstíg 25 á 150 milljónir króna. Húsið að Engjateigi hafi þá verið keypt á 66 milljónir. „Húsið hafði verið notað og innréttað fyrir starfsemi þriggja sjálfstæðra fyrirtækja og voru starfsmenn þeirra rúmlega 30. Að Engjateigi 3 starfa nú tæplega 30 starfsmenn en það eru 25 starfsmenn Byggðastofnunar og 4 starfsmenn Lánasjóðs Vest- ur-Norðurlanda,“ segir í tilkynn- ingunni. Þar kemur einnig fram að inn- réttingarnar, sem í húsinu voru, hafi ekki hentað stofnuninni. Hús- ið hafi því verið innréttað að nýju og þess meðal annars gætt að það stæðist kröfur um aðgengi fatl- aðra. „Kostnaður vegna breytinga, raflagna, öryggismála o.fl. varð 55 m.kr.,“ segir Byggðastofnun. Bent er á að heildarverðið hafí því orðið 121 milljón króna og hafí fjármagn bundið í húsnæði í Reykjavík minnkað um 30 milljón- ir við þessa breytingu. Til sýnis í dag milli kl. 11.00 og 15.00 þjónustuíbúðir við Hrafnistu Nú er þetta glæsilega hús viö Kleppsveg 62 meö 38 séreignaríbúöum tilbúö til afhendingar. Af því tilefni bjóöum viö almenningi aö skoöa húsiö milli kl. 11.00 og 15.00 í dag. Viö vekjum athygli á á því aö enn eru nokkrar 2ja og 3ja herbergja íbúðir ósel- dar. Húsiö tengist þjónustukerfi DAS á Hrafnistu og er teiknað af Halldóri Guömundssyni arkitekt. Allt skipulag og hönnun miöast viö óskir og þarfir eldri borgara. Húsvirki hf. byggir húsiö sem er sérlega vandaö. Áhersla hefur veröi lögö á aö viðhald veröi í lágmarki í framtíðinni. Húsið ert.d. einangrað aö utanverðu og klætt með álklæðningu sem ekki þarf aö mála. Sölumenn okkar og starfsmenn Húsvirkis veröa á staðnum í dag og veita allar upplýsingar. —Jfr SUÐURLANDSBRAUT 52 v/FAXAFEN <\ HUSAKAUP fosteignaviösMfilum 568 2800 FASTEIGNAMIÐLUN 568 2800 t Félag R Fasteignasala . erokeop/e Piaásr!Afhi/erji/ þar-f&u a,U-&aS spyr/a-um- titqanuf -fo/ke ? David Waisglass Gordon Coulthart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.