Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 30
"30 SUNNUDAGUR 12. NÓVKMBER 1995 MOMUNBLABIB MAGNÚS D. ÓLAFSSON + Magnús Daníel Ólafsson fædd- ist á Kambshóli í Hvalfjarðarstrand- arhreppi 20. janúar 1924. Hann lést á Landspítalanum 1. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafur Dan- íelsson og Þórunn Magnúsdóttir. Arið '> 1924 fluttu þau að ( Hurðarbaki í Hval- fjarðarstrandar- hreppi. Systkini Magnúsar eru: Sig- ríður, Ingólfur, Öskar, Stein- unn og Arni. Eftirlifandi kona Magnúsar er Kristín Jónsdóttir, f. 15. febniar 1921. Börn þeirra eru: 1) Ólafur, f. 31. janúar 1956. Börn hans eru Brynjar, f. 21. maí 1975, og Magnús Daníel, f. 6. desember 1980. Kona Ólafs er Lilja Sigmundsdóttir og dótt- ir hennar er Valgerður Gréta, f. 6. febrúar 1987. 2) Emilía, f. 20. nóvember 1957. Börn hennar eru Védís, f. 7. mars 1977, og Hallgrím- ur, f. 25. febrúar 1988. Stjúpsonur Magnúsar er Birgir Birgisson, f. 24. mars 1946. Kona hans er Guðrún Gunnarsdóttir. Börn þeirra eru Kristín, f. 18. júlí 1964, Valdís, f. 9. júní 1967, og Helgi Bjarni, f. 17. janúar 1972. Magnús átti þrjú barnabarnabörn. Magnús stundaði nám við Héraðsskól- ann i Reykholti árin 1942-44. Hann stundaði ýmis störf, en 1948 hóf hann störf við Hval- stöðina í Hvalfirði og starfaði þar til ársins 1995, lengst af sem verkstjóri. Útför Magnúsar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 13. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. LÁTINN er í Reykjavík Magnús D. Ólafsson, verkstjóri í Hvalstöð- ^ inni í Hvalfirði. Þegar Ólafur sonur hans hringdi í mig og tjáði mér að nú væri Magnús allur, flögraði hug- urinn ósjálfrátt upp í Hvalfjörð. Minningar allt frá æsku minni runnu í gegnum hugann. Það var nú aldeilis ævintýri fyrir ungan snáða eins og mig að fá að fara með pabba inn í Hvalfjörð. En það Sem situr þó mest í huga mínum —frá fyrstu ferðinni þangað ér svip- mikill maður með úfið hrafnsvart hár, skipandi fyrir með þróttmiklum rómi, teinréttur í jakkafötum, kvik- ur í spori og einstakur hláturinn var eins og punkturinn yfir þessa eftirminnilegu persónu. Það var auðséð að þar fór maður sem vald- ið hafði á þessum stað. Þar var formaðurinn sjálfur, Magnús D. í eigin persónu og einhvem veginn fannst mér strax að þama væri réttur maður á réttum stað. Og fjögurra ára gamall snáðinn fylltist virðingu fyrir þessum manni, virð- ingu sem haldist hefur fram til þessa dags. Þótt snáðinn væri lítill í loftinu, tók Magnús eftir honum -Þg létt klapp á kollinn var eins og upphafspunlrtur vináttu sem þróað- ist upp frá því. Þar strax ákvað ég að á Magnúsarvaktina skyldi ég stefna, og varð sú blessunarlega raunin. Það er nú svo að umhverfi for- eldra okkar, verður stór hluti af þeim veruleika sem við ölumst upp við. Hvalur hf. og Hvalfjörðurinn verður svo samofíð lífinu, að það er eins og það renni saman við blóð- ið í æðum manns. En Magnús var svo tengdur við staðinn að það er næstum óhugsandi að hugsa um staðinn og manninn, hvorn án ann- ars. Sjálfsagt er það erfítt fyrir 'Ökunnuga að gera sér í hugarlund mannlífið og samfélagið í Hvalnum. Á hveiju vori breyttist Miðsandur undir Brekkukambi í hið myndar- legasta þorp, þar sem fólk af öllum stærðum og gerðum kom víða að til vinnu. Þarna bjó fólkið yfir vertíðina og mikil vinna, glaðværð og rómantík réðu ríkjum. Fjöllin og náttúra fjarðarins tóku vel á móti þessum árvissu farfuglum. Og þar stóð formaður okkar og fóstri, eins og við kölluðum hann, í hlaði og vísaði okkur til híbýla okkar. Eftir- væntingin lá í loftinu og alltaf var M.D.Ó. jafnóþreyjufullur að bíða eftir fyrsta hvalnum og var nú al- deilis stuð á honum þegar hvalbátur birtist úti á fírðinum og kallað var hraustum rómi „hann er kominn innfyrir". Þá var nú næsta vers að bíða eftir skipuninni: „Komum fram, strákar," og þá var skálmað fram bryggjuna og hver tók sér sína stöðu. Formaðurinn tók alltaf á móti springnum, og síðan tók kappið við. Hlutimir áttu að gerast hratt og vel. Verðmæti voru í húfi og ekki skyldi standa upp á Magn- úsarvaktina frekar en fýrri daginn. Slíkur var hann. Trúmennskan, samviskusemin og kappið voru hon- um í blóð borin. Þegar hann fann inn á slíkt hið sama hjá sínum mönnum var hann hvað ánægðast- ur. Fyrir einhveija hefur Magnús virkað hijúfur maður við fyrstu kynni. Sannarlega var hann ekki allra, en þeim sem komust nær honum, mætti hlýtt hjarta; Það seg- ir sína sögu að þeir sem tóku tryggð við hann unnu með honum árum saman. Sumarvinnan á námsárun- um breyttist í hugsjón, og menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins mættu á Magnúsarvakt, sem jafn- ingjar. Þar knýttust bönd vináttu sem endist ævina á enda. Tryggð Magnúsar sýndi sig vel í veikindum föður míns heitins. Heimsóknir á sjúkrabeð hans ásamt einlægum og eftirminnilegum sam- tölum við okkur fjölskylduna sýndu djúpa og einlæga vináttu sem ríkti þeirra á milli. En þeir höfðu unnið náið saman lungann úr sinni starfs- ævi. Vinnusemina og trúmennsk- una áttu þeir sameiginlega, voru og líkir til atgervis. Eftirminnilegir voru hinir árlegu rengis- og kjöttúr- ar þeirra, þegar þeir keyrðu út glaðning til fólks á hveiju hausti í lok vertíðar, og voru þá víða aufúsu- gestir. Báðir voru stoltir af sínu fyrirtæki og sínum störfum. Þeir tóku lífíð með hröðu tempói og voru ekki að geyma verkin til næsta ERFI DRYKKJ U R • Glœsilegir salir • Gómsœtar veitingar • Góð þjónusta Upplýsingar í síma 588 2300 t ( I I i I l 11 I 6 r a i d H i t ( I MINNINQAR dags. Meira að segja var banalega beggja á sömu lund hröð og skörp. Móðir mín og systkini vilja færa þakklæti í þessum orðum fyrir vin- áttu og tryggð Magnúsar í garð okkar. Magnús hafði einstakt lag á því að sjá hið broslega í fari ann- arra. Hann var afar vel máli farinn, kjamyrtur og skýrmæltur. Sagna- maður var einnig í honum og húm- orinn þá jafnan við höndina. Nafn- giftir hans á öllum húsakosti hval- stöðvarinnar eru litaðar af þeim grunni. Skýr og fögur rithönd hans var og eftirtektarverð. Síðast sá ég Magnús þremur dögum fyrir andlátið. Við áttum langa stund saman, sem er mér ómetanleg. Nokkuð ljóst var hvert stefndi, en bjartsýnin var þó enn til staðar. Varð okkur tíðrætt um okkar kæra stað í Hvalfírði og enn bar hann þann draum í bijósti sínu að geta kallað í okkur strákana sína og tilkynnt okkur að vaktir skyldu settar klukkan tuttugu núll núll. Merkilegt er að sama kvöld og hann lést heyrði ég í fréttum að hvalveið- ar gætu mögulega hafíst á ný. Það hefði glatt hinn aldna höfðingja meira en flest annað. Lát akker falla, ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel þú æðandi dimma dröfn. Yor rrottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í Æginn falla, ég alla vinina heyri kalla sem fyrri urðu hingað heim. (Þýð. Valdim. Snævarr.) Nú er hann kominn í höfn á frið- arlandi og gott er að hugsa sér að þegar okkar hinsta landtaka verð- ur, að þá bíður formaðurinn tilbúinn til að taka á móti springnum. í dag, er ég rita þessi orð, var ég við hvílubeðinn hans hinsta og klappaði á kollinn hans í kveðju- skyni. Á annan veg en fram fór við okkar fyrstu kynni. Var það sem innsigli á vináttu og kærleika sem engan enda tekur. Eg og fjölskylda mín sendum okkar einlægustu samúðarkveðjur til Kristínar, Ólafs, Emmu, Birgis og þeirra fjöískyldna. Ég minnist vinar míns Magnúsar með virðingu, þökk og hlýju. Blessuð sé minning Magnúsar D. Ólafssonar. Einar Örn Einarsson, Keflavík. Hann Magnús í Hvalnum er lát- inn. Margur mun kannast við Magnús D. Ólafsson, Njálsgötu 31a, undir því nafni. Magnús vant- aði tæpa þijá mánuði upp á sjötíu og tveggja ára aldur er hann lést. Hann ólst upp við alla algenga vinnu til sjós og lands og þótti hand- bragð hans gott við það sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hóf vinnu hjá Hval hf. á fyrstu vertíð og var hann á skurðplani í hvalstöðinni í Hvalfírði. Þar vann hann óslitið uns hætt var starfsemi í árslok 1994. Fyrst framan af var það aðallega vertíðarvinna sem hann stundaði hjá Hval hf. og vann hann þá mik- ið milli vertíða við höfnina hjá Eim- skipafélagi íslands, en einnig vann hann við hreingemingar uns hann varð fastamaður allt árið við hval- stöðina. Ég kynntist Magnúsi árið 1958 er ég komst í vinnu á skurðplaninu í hvalstöðinni og lenti á sömu vakt og hann. Þá var Magnús flensari á vaktinni og tókst með okkur ágæt- ur kunningsskapur og vinátta. Árið 1961 varð Magnús verkstjóri á plani með aðra vaktina og var ég hjá honum þar til ég tók við vaktstjóm á hinni vaktinni. Unnum við síðan óslitið saman uns hætt var starf- semi í hvalstöðinni. Magnús var ákveðinn í skoðunum og fastur fyr- ir. Hann var gleðskaparmaður ef svo bar undir og kastaði gjarnan fram vísum eða flutti kvæði þegar við átti, enda átti hann létt með að yrkja. Magnús var mjög hjálp- samur og greiðvikinn og minnast hans margir með þakklæti fyrir ýmis viðvik. Ungir jafnt sem aldnir hvalmenn og starfsfólk Hvals hf. munu minnast hans með hlýhug og óskum við honum góðs byijar og góðrar heimkomu úr hans hinstu siglingu um lífsins ólgusjó. Fjölskyldu Magnúsar votta ég innilega samúð mína. Andrés Magnússon. Við Magnús D. Ólafsson hittumst fyrst í rútunni til Hvalfjarðar í byij- un júní 1950. Ég þrettán ára strákl- ingur, sem átti að verða aðstoðar- maður í ketilshúsinu í Hvalnum, en hann fulltíða maður, sem var að fara til starfa á planinu. Það var svo fyrst þremur árum síðar sem nánari kynni tókust með okkur, en ég komst þá á planið. Þar störfuðum við saman um tíu ára skeið, hann sem flensari og síðan verkstjóri frá 1961. Sjö þessara ára deildum við því fræga herbergi „Kreml" ásamt fleiri valinkunnum mönnum. Það er óhætt að segja að hann hafí verið minn helzti uppalandi og leiðbein- andi um störfín á planinu og hann var vissulega góður leiðbeinandi. Hann var sjálfur verkmaður með afbrigðum og féll sjaldnast verk úr hendi; kunni „pásum“ illa enda ákaf- lega samvizkusamur og áreiðanleg- ur starfsmaður. Honum beit vel og sérstaklega í rengisskurði svo það var létt verk að halda í hjá honum, sem ég gerði býsna oft. Magnús sá um allar vírasplæsingar í Hvalnum um fjölda ára og gerði það listavel. Starfsandi á þessum árum var mjög góður í Hvalnum (sem og síð- ar), félagsskapur náinn og sam- heldni mikil meðal vaktfélaga. Kapp var þó með mönnum sem og milli vakta og tók Magnús virkan þátt í því en gætti þó ávallt forsjár. Hann var mjög glöggur og minni hans var viðbrugðið, en hann mundi t.d. fæð- ingardaga, nafnnúmer og símanúm- er nokkurra „kynslóða" vaktfélaga sinna. Hann var fróður um menn og málefni enda víðlesinn á bundið og óbundið mál. Magnús var gaman- samur og léttur í lund. Þegar menn komu saman til fagnaðar var hann manna reifastur og kvaddi sér gjaman hljóðs þegar við átti. Flutti hann mál sitt skörulega og krydd- aði oft með bundnu máli. Sem verkstjóri reyndist Magnús mönnum sínum ávallt vel, greiðvik- inn og hjálpfús, en ákveðinn og fast- ur fyrir þegar því var að skipta. Sama er að segja um samskipti hans við aðra. Magnús var verk- stjóri í aldarþriðjung, þar af á plan- inu í um aldarfjórðung og eftir að hvalveiðar lögðust af við viðhald og eftirlit í hvalstöðinni þar til á síð- asta ári þegar hann lét af starfí fyrir aldurs sakir. Að leiðarlokum minnist ég góðs félaga og er þakklátur fyrir sam- fylgdina við hann. Kristínu og öðr- um ástvinum Magnúsar votta ég innilega samúð. Bjarni Þórðarson. Magnús Daníel Ólafsson áður verkstjóri í Hvalstöðinni. Hann ólst upp við venjuleg sveitarstörf, stund- aði sitt bamaskólanám og fór svo til náms í héraðsskólanum í Reyk- holti en það var algengt á unglings- árum hans að ungt fólk í dreifbýli léti sér nægja þá menntun sem hér- aðsskólarnir veittu og reyndist hún mörgum haldgott veganesti og mjög hvetjandi til sjálfsnáms síðar. Magn- ús reyndist góður námsmaður, minni hans var afar traust og dugn- aðurinn mikill að hveiju sem hann gekk. Hann gerðist síðan sjómaður, var á togumm og lærði þar alla sjó- vinnu. Sú kunnátta kom að góðu haldi síðar meir er hann var kominn til starfa í Hvalstöðinni. Þegar Hval- stöðin tók til starfa réðst Magnús þangað og starfaði þar allan þann tíma sem hvalveiðar vom stundað- ar. Lengst af starfstímanum var hann verkstjóri á annarri vaktinni. Því má segja að mestallt ævistarf sitt hafí hann helgað Hvalstöðinni og vann hann fyrirtækinu af dæma- fárri trúmennsku. Þeir voru mjög margir sem vom á Magnúsarvakt, oft námsmenn sem fengu sumar- vinnu í hvalnum og ýmsir mennta- menn og frammámenn þjóðarinnar lærðu að vinna þar. Vinnan í Hval- stöðinni var erfíð og óþrifaleg og oftar en ekki ákváðu starfsmenn að aldrei skyldu þeir aftur koma á vertíð, en margir komu þeir aftur og ekki síst vegna verkstjórans síns. Það reyndi oft á þolinmæði og lang- lundargeð verkstjórans þegar mest var að gera og menn urðu skap- styggir af vökum og erfiði en með ljúfmennsku sinni tókst Magnúsi að gera gott úr öllu. Það var Magnúsi og starfsmönnum hans mikil skap- raun þegar ofstækismönnum úti í heimi, sem ekkert þekktu til raun- verulegra áðstæðna, tókst að koma á banni við hvalveiðum. Nú virðist sem sé að rofa til og ef til vill hefj- ast hvalveiðar að nýju. Því miður fékk Magnús ekki að lifa og sjá það verða að veruleika og í augum starfsfélaga hans verður Hvalstöðin aldrei söm og jöfn þó að starf hefj- ist þar að nýju af því að besta félag- ann vantar í hópinn. Árið 1955 hóf Magnús sambúð með Kristínu Jónsdóttur frá Neðri- Hreppi í Skorradal. Þeim varð tveggja bama auðið,_ Emilíu, kenn- ara í Reykjavík og Ólafs, rafvirkja sem nú býr í Danmörku og auk þess gekk Magnús Birgi Birgissyni, syni Kristínar, í föður stað. Magnús var farsæll í starfi sínu sem verkstjóri og skilaði góðu ævi- starfí. Starfsfélagar hans þakka honum samveruna og senda Krist- ínu og bömum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Hjalti Jónasson. Að kvöldi 1. nóvember sl. barst okkur sú frétt að gamall félagi og náinn vinur, Magnús D. Ólafsson verkstjóri í Hvalstöðinni, væri lát- inn. Það var erfítt að horfast í augu við þessa staðreynd. Magnús hafði alltaf verið ímynd hreystinnar í aug- um þeirra sem hann þekktu en nú hafði sjúkdómurinn sem þjakaði hann náð yfirhendinni. Magnús D. Ólafsson, eða „formaðurinn" eins og hann var oftast nefndur, var fæddur að Hurðarbaki í Svínadal 20. janúar 1924. Hann fór ungur til sjós og var á togurum meira og minna þar til hann hóf störf við Hvalstöðina 1948. Það var í maí árið 1972 sem fund- um okkar Magnúsar bar fyrst sam- an. Miklar mannabreytingar urðu í Hvalstöðinni og vom óvenju margir nýliðar ráðnir til starfa þetta vor. Ekki gmnaði okkur þá að við ættum eftir að starfa undir stjórn Magnús- ar svo lengi sem raun varð á. En Magnúsi hélst einkar vel á mann- skap og átti aldrei í erfiðleikum með að manna vaktina vönum mönnum. Magnús var gæddur slíkum mannkostum að einstakt má teljast og umhyggjan fyrir lítilmagnanum var ávallt í fyrirrúmi. Átti það bæði við um menn og málleysingja. Orð- heldni, hreinskilni og greiðvikni voru einkunnarorð hans í daglegum sam- skiptum. Eins og foringja sæmdi bjó hann í Valhöll en svo nefndust vistarvemr hans í Hvalstöðinni. Var hann höfðingi heim að sækja og þangað var leitað með ýmis vanda- mál og fékkst ætíð lausn á þeim. Oft þótti okkur hann bæði strang- ur og kröfuharður enda sjálfur hið mesta hörkutól og hlífði sér í engu. Aldrei var meira að gera en þegar engin vinnsla var á planinu. Þá þeyttist hann á milli plansins og kampsins og hélt mönnum við efnið, verkefnin vom næg. Þó hafði hann alltaf á slíkum stundum tíma til að rabba um liðna tíð og segja okkur gamlar sögur úr Hvalnum eða frá togaraárum sínum. Af mörgu var að taka og frásagnarstíll Magnúsar einstakur enda hafði hann gott vald á móðurmálinu. Bestu sögugjar og vísumar voru sagðar þegar hann var að splæsa víra, umkringdur sín- um mönnum. Magnús bast sterkum vinabönd- um við starfsmenn sína og hélst sú vinátta eftir að hvalveiðar lögðust af. í okkar hópi var hann hrókur alls fagnaðar og sjaldan kom „Magnúsarvaktin" saman til að skemmta sér án þess að kallað væri á formanninn. Síðast hitti vakt- in hann í janúar 1994 í tilefni af sjötugsafmæli hans. Hans mun verða sárt saknað en minningin lifir. Við erum þakklátir fyrir að hafa átt því láni að fagna að hafa verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.