Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg SEX F-15C Eagle-orrustuflugvélar hafa yfirleitt verið á Keflavíkurflugvelli það sem af er þessu ári,- helmingi færri en á árinu 1993. HERÆFINGIN Norður-Víkingur er haldinn annað hvert ár, í samræmi við samkomulag íslendinga og Bandaríkjanna. NÚ eru 2.120 hermenn í Varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli, 744 færri en þar voru í jan- úar 1994 þegar íslend- ingar og Bandaríkja- menn náðu samkomu- lagi um breytta fram- kvæmd varnarsamnings rikjanna frá 1951. Minni fækkun hefur orð- ið í skylduliði varnarliðsmanna en þó eru 600 færri makar og börn en fyrir tæpum tveimur árum. Alls eru 4.364 Bandaríkjamenn á Keflavíkui’flugvelli og hefur þeim fækkað um 1.344. íslenskum starfsmönnum varnarliðsins og verktaka hefur ekki fækkað að sama skapi. Þeir hafa verið um 1.650 undanfarin ár en eru líklega lítið eitt færri nú. Hugmyndir um mikinn niðurskurð Á árunum 1992 og 1993 fóru fram viðræður milli íslendinga og Bandaríkjamanna um það hvaða varnarstyrkur í Keflavík teldist hæfilegur til vamar íslandi, eftir lok kalda stríðsins. Á ákveðnu stigi viðræðnanna komu Bandaríkja- menn með tillögur um að draga verulega úr varnarviðbúnaði í Keflavík, meðal annars að hætta að hafa hér orrustuþotur og sinna loftvörnum landsins frá Bandaríkj- unum. Það hefði þýtt að þyrlu- björgunarsveitin hefði einnig verið flutt [ burtu og ýmis önnur þjón- usta. íslensk stjórnvöld töldu mik- ilvægt að hafa áfram viðunandi loftvarnir og í þeim tilgangi væri nauðsynlegt að hafa orrustuþotur staðsettar hér. Ríkisstjórnir landanna komust að samkomulagi sem gengið var frá í sameiginlegri bókun um framkvæmd varnarsamnings ríkj- anna frá 1951, sem Willian J. Perry, þáverandi varavarnarmála- ráðherra og núverandi varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, og Jón Baldvin Hannibalsson, þáver- andi utanríkisráðherra, undirrit- uðu 4. janúar 1994. Þar er kveðið á um fækkun orrustuflugvéla á Keflavíkurflugvelli og að fyrirhug- að væri leggja niður tvær smærri deildir flotans. Á blaðamannafundi sem-haldinn var til að kynna sam- komulagið kom fram hjá utanríkis- ráðherra að samtals myndi her- mönnum á Keflavíkurflugvelli fækka um 380 til ársins 1997. Að meðaltali sex orrustuflugvélar Á árinu 1993 voru tólf F-15 orrustuflugvélar á Keflavíkurflug- velli. í bókuninni segir að fækka eigi orrustuflugvélum, en viðhalda að minnsta kosti fjórum í því skyni að tryggja áfram virkar loftvarnir á íslandi. Samkvæmt upplýsingum Grétars Más Sigurðssonar, skrif- stofustjóra varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, er ijöldi F-15 vélanna breytilegur en oftast hafa verið sex orrustuflugvélar í Keflavík á þessu ári og aldrei færri en fjórar í einu. Skipulagi og aðstöðu til að halda úti orrustuflugvélum hefur verið viðhaldið, í samræmi við bókunina. Þannig hefur eldsneyt- isflugvél verið hér eins og áður og fjórar björgunarþyriur með til- heyrandi liði. Flotaflugstöðin hefur verið starfrækt og íslenska ratsjárkerf- ið, í samræmi við samkomulagið frá ársbyijun 1994. Grétar Már segir þó að starfseminni sé haidið úti með færri Orion-kafbátaleitar- flugvélum. Nú fer eftirlitið fram með fjórum bandarískum vélum og einni hollenskri í stað 5-6 bandarískra og einnar hollenskrar áður. Grétar Már segir að eftirlitið sé svipað og áður en áhafnimar séu látnar vinna meira til að halda uppi sömu starfsemi með færri vélum. Bandarískum her- mönnum í Vamarlið- inu á Keflavíkurflug-- velli hefur fækkað um fjórðung á tæpum tveimur árum, mun meira en reiknað var með. íslenskum starfs- mönnum Vamarliðsins hefur hins vegar ekki fækkað að sama skapi. Helgi Bjarnason skrífar um fram- kvæmd bókunar ís- lendinga og Banda- ríkjamanna um vam- arviðbúnað á Keflavík- urflugvelli sem nú er verið að endurskoða. Ákveðið var að heræfingarnar Norður-Víkingur færu fram á ís- landi annað hvert ár og var slík æfíng haldin hér í sumar. í bókuninni kemur fram að tvær smærri deildir flotastöðvarinnar hætti starfsemi, samkvæmt ákvörðun beggja ríkisstjórna. í fréttum Morgunblaðsins kom fram að hér væri átt við sérstaka hlust- unarstöð (SOSUS) þar sem 140 hermenn störfuðu og fjarskipta- og miðunarstöð í Rockville þar sem 90 menn störfuðu. Hlustunarstöð- in átti samkvæmt þessum heimild- um að hætta í áföngum til ársins 1997 en hin stöðin átti að hætta strax. Grétar Már og Helgi Ág- ústsson, ráðuneytisstjóri utanrík- isráðuneytisins, segjast ekki geta rætt um stöðu þessarra mála. Þeir vekja athygli á því að í bókuninni séu þessar tilteknu stöðvar ekki nefndar sérstaklega. Þeir stað- festa þó að báðar stöðvarnar séu enn í rekstri og framtíðin verði að leiða það í Ijós hvort svo verði áfram eða ekki. Unnið að sparnaði „Báðir aðilar samþykkja að gera það sem í þeirra valdi stendur til að draga úr kostnaði við rekstur Keflavíkurstöðvarinnar,“ segir í bókuninni frá 4. janúar 1994. Grétar Már og Helgi segja að unnið hafi verið þessum þætti málsins og sé vinnan langt komin. Vilja þeir ekki ræða einstaka þætti. Fram hefur komið í Morg- unblaðinu að unnið hefur verið að útboði á vörukaupum og þjónustu. Grétar nefnir hótelbókunarkerfi á varnarsvæðinu, fólksflutninga og útgáfu tímarits varnarliðsmanna, White Falcon, sem dæmi um slík útboð. Hann segir að búið sé að bjóða út ákveðna þætti í starfsem- inni á íslenskum markaði og fleiri möguleikar séu opnir. Tilgangur- inn sé að spara í rekstri varnarliðs- ins og laga hann að íslenskum reglum um útboð. Ekki liggja fyr- ir tölur um hvað útboð hafa spar- að varnarliðinu mikla fjármuni. Fram hefur komið í fréttum að einni flugbraut hafi verið lokað í sparnaðarskyni og segja Helgi og Grétar að það hafi komist að fullu til framkvæmda á síðasta ári. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í viðtali við Morg- unblaðið í sumar að hann hefði spurt aðila á Keflavíkurflugvelli hvort ekki væri ódýrara fyrir þá að geta reiknað með því að geta nýtt Egilsstaðaflugvöll sem vara- flugvöll fyrir kafbátaleitarvélar í stað flugvalla á Skotlandi. Sagðist hann reikna með að Bandaríkja- menn vildu nýta sér það til þess að draga úr kostnaði. Helgi Ág- ústsson segir að þetta hafi verið boðið fram og sé enn til skoðunar. Segir Helgi að íslensk stjórnvöld séu opin fyrir ýmsum sparnaðar- leiðum. Verið sé að skiptast á skoðunum við Bandaríkjamenn og ekki eðlilegt að ræða einstaka þætti á þessu stigi. Aukin þátttaka íslendinga í þyrlubjörgun í bókun bandaríska varavarnar- mála.ráðherrans og íslenska utan- ríkisráðherrans frá því í ársbyijun 1994 segir að fyrir lok þessa árs muni ríkin tvö takast á hendur viðræður til að kanna möguleika á að íslendingar axli aukna ábyrgð á sviði þyrlubjörgunarstarfa. Emb- ættismenn utanríkisráðuneytisins veijast frétta af framkvæmd þessa ákvæðis. Segja einungis að enn sé áhugi fyrir þessu og verið sé að vinna að málinu í utanríkisráðu- neytinu. í lokagrein bókunarinnar segir að ríkin muni efna að nýju til sam- ráðs í því skyni að endurskoða ákvæði samkomulagsins og kom- ast að sameiginlegri niðurstöðu fyrir lok þessa árs. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra sagði að loknum fundi með Warren Chri- stopher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, í síðustu viku að hann byggist við að Bandaríkjamenn myndu áfram hafa sama varnar- viðbúnað á Keflavíkurflugvelli og þeir hafa haft síðastliðin tvö ár. Fram kom hjá ráðherranum að hann vonaðist til að viðræðum um framhaldið lyki fyrir árslok. 744 færri hermenn Umræddar breytingar á varnar- viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli hafa leitt til verulegrar fækkunar hermanna í Varnarliðinu, og mun meiri fækkunar en íslenski utan- ríkisráðherrann taldi þegar sam- komulagið var kynnt. í lok septem- ber síðastliðins voru 2.120 her- menn í liðinu á móti 2.864 í jan- úar 1994. Hefur því fækkað um 744 varnarliðsmenn eða um 26%. Heldur minni fækkun hefur orð- ið í skylduliði varnarliðsmanna. Nú eru 2.244 makar og börn í varnarstöðinni á móti 2.844 fyrir tæpum tveimur árum. Fækkað hefur um 600 eða 21%. Sýnir þetta að hlutfallslega færri einhleyping- ar eru nú í varnarliðinu enda hef- ur í mörg ár verið unnið að því að auka hlutfall fjölskyldumanna. Nú búa 4.364 varnarliðsmenn og fólk þeim tengt á Keflavíkur- flugvelli á móti 5.708 í janúar 1994. Hefur Bandaríkjamönnum á Vellinum því fækkað um 1.344 á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.