Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 13 I----7=:a Jan.'94 Varnarliðsmenn 2.864 Skyldulið þeirra 2.844 SAMTALS: 5.708 30/9 ‘95 FÆKKUN 2.120 744 -26% 2.244_____600 -21% 4.364 1344 23,5% íslenskir:____________Jan.'94 30/10 '95 FÆKKUN Starfsm. varnarliðsins 972 945 27 3% Starfsmenn verktaka_______681_______691*_________________ SAMTALS: 1.653 (1.636) .Jan.c þessum tíma, eða um liðlega 23%. Íslenskum starfsmönnum Varn- arliðsins hefur lítið fækkað á þessu tímabili. Að meðtöldum starfs- mönnum Ratsjárstofnunar voru 945 starfandi í lok október á móti 972 í ársbyijun 1994. Á þessum tíma hefur því fækkað um 27 eða 3%. Ekki liggja fyrir nýjar tölur um heildarfjölda starfsmanna hjá verktökum sem vinna fyrir varnar- liðið. Þeir voru 681 í janúar 1994 og fjölgaði reyndar á því ári þann- ig að þeir voru orðnir 691 í janúar síðastliðnum. Starfsmannafjöldinn er breytilegur eftir árstíma. Samkvæmt upplýsingum Stef- áns Friðfinnssonar, forstjóra ís- lenskra aðalverktaka, eru nú um 350 starfsmenn hjá fyrirtækinu en þeir voru 318 í ársbyijun 1994. Stefán segir að starfsmönnum sé heldur að fækka um þessar mund- ir og áætlar að starfsmannafjöldi sé svipaður og fyrir tæpum tveim- ur árum, að teknu tilliti til árs- tíma. Framtíðin er að venju óviss í þessum rekstri og Stefán bendir á að þó áhugi sé á töluverðum framkvæmdum á næsta ári sé ekki búið að ganga frá fjárveiting- um og tímasetja framkvæmdir. Jón Halldór Jónsson, forstjóri Keflavíkurverktaka, segir að starfsmenn séu um 150 eins og verið hafi á sama árstíma síðastlið- in tvö ár. Reyndar hafi ársstörfum fjölgað um fimm í byijun þessa mánaðar þegar fyrirtækið tuk að sér rekstur hótelbókunarkerfis varnarliðsmanna eftir útboð. Auk þessarra verktaka eru hópar starf- andi hjá ræstingarverktökum og fleiri verktökum. Ef miðað er við að starfsmenn verktakanna séu jafn margir og í byijun þessa árs eru íslenskir starfsmenn Varnarliðsins og verk- taka alls 1.636 en þeir voru 1.653 í byijun árs 1994. Samkvæmt þeim forsendum hefur orðið óveru- leg fækkun íslenskra starfsmanna á Keflavíkurflugvelli. Eins og gert var ráð fyrir Grétar Már Sigurðsson telur að öll fyrirhuguð fækkun varnarliðs- manna sé nú komin fram. Eins og fram hefur koipið hefur þeim fækkað um 744 en íslensk stjórn- völd áætluðu að breytingar á varn- arviðbúnaði sem samkomulag varð um í árs’byijun 1994 hefði í för með sér að hermönnum myndi fækka um 380. Grétar Már vill ekki fjölyrða um þetta mat íslend- inga á sínum tíma. Bendir hann á að ekki sé kveðið á um fjölda her- manna í umræddu samkomulagi og fullyrðir að ekki hafi orðið meiri fækkun en upphaflega stóð til. Loks nefnir hann að einhver breyting hafí orðið á verkaskipt- ingu milli varnarliðsmanna og ís- lenskra starfsmanna, meðal ann- ars í kjölfar útboða á þjónustu. Það hafí leitt til þess að íslenskum starfsmönnum hafi fækkað minna en varnarliðsmönnum. Kostnaður við fækkun Embættismenn utanríkisráðu- neytisins segjast ekki hafa upplýs- ingar um kostnað við rekstur Varnarliðsins eða hvað hann hafí minnkað við umræddar breyting- ar. Grétar Már segist vera að reyna að fá um þetta upplýsingar en segist ekki geta opinberað þær þótt það tækist. Ljóst er að fækkun í Varnarlið- inu hefur töluverðan kostnað í för með sér i upphafi og að sparnaður- inn kemur seinna fram. Þannig má benda á kostnað við pökkun og flutning á búslóðum varnarliðs- manna. 20% aukning hjá Sölu varnarliðseigna Af þessu leiðir að mikil aukning hefur orðið á umsvifum Sölu varn- arliðseigna, eða tæplega 20% mið- að við sama tíma á síðasta ári. Salan fyrstu níu mánuði ársins nemur 170 milljónum kr. Sala bif- reiða er uppistaðan í veltunni. Samkvæmt upplýsingum Alfreðs Þorsteinssonar forstjóra er áætlað að seldir verði 390 bílar og tæki á þessu ári. Eru það 10% fleiri bílar en á árinu 1994 og 17% fleiri en 1993. Söluaukningin er meiri veg:na þess að dýrari bílar hafa verið til sölumeðferðar á þessu ári í kjölfar fækkunar í flughernum. LISTIR Morgunblaðið/Silli LEIKSTJÓRI, ljósameistari, höfundur og leikarar hylltir að sýningu lokinni. Gaura- gangur á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. LEIKFÉLAG Húsavíkur frum- sýndi fyrir skömmu sjónleikinn Gauragang eftir Ólaf Hauk Sím- onarson, sem viðstaddur var frum- sýninguna. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir og er þetta fjórða verkið, sem hún setur upp eftir Ólaf Hauk. Tónlistin er eftir Ný dönsk og sljórnar henni Valmar Valjaots. Lýsingu stjórnar David Walters, sem jafnframt gerir leikmyndina ásamt Sigrúnu. Aðalhlutverkið, Ormur, er burðarás sýningarinnar en hann leikur Friðfinnur Hermannsson. Það má segja að leikritið standi eða falli með Ormi, þó hin 25 önn- ur hlutverkin verði einnig að vera vel gerð, til að skapa heilsteypta sýningu, og það eru þau. Mjög er vandað til þessarar sýningar og hljómsveitinni er hag- aniega fyrir komið á sviðinu og er mikilsvert að vera með „lif- andi“ músík. Hljómsveitina skipa Valmar Valjaots, Sigurður Illuga- son, Hallgrímur Sigurðsson og Stefán Helgason. Að sýningu Iokinni voru leikar- ar, leikstjóri, ljósameistari og höf- undur ákaft hylltir með lófataki og blómum. Gauragangur hefur áður verið sýndur í Þjóðleikhúsinu og gekk þar í tvö ár og sáu það þá 40 þúsund manns, á öllum aldri, þó álitið hafi verið að það höfðaði frekari til hinna yngri. Búast má því við að aðsókn hér verði mikil, þegar Norðlendingum gefst kost- ur að sjá verkið flutt af þeirri snilld sem þessi sýning ber vott um. Formaður leikfélagsins er nú Regína Sigurðardóttir. Morgunblaðið/Silli NATALIA Chow sópransöngkona og Helgi Pétursson orgelleikari Tónlistardögum Dómkirkjunnar að ljúka Orgel- og söng- tónleikar í dag TÓNLISTARDÖGUM Dómkirkjunn- ar á þessu hausti lýkur með orgel- og söngtónleikum í kirkjunni í dag kl. 15. Þar syngur sópransöngkonan Natalia Chow og á orgelið leikur Helgi Pétursson. Natalia syngur verk eftir Bach, Handel, Bizet, Kaldalóns og fleiri og Helgi flytur orgelverk eftir J.S. Bach og Buxtehude. Natalia hefur lokið MA námi frá University of Reading, starfað sem söng- og píanókennari við tónlistar- skólana á Húsavík og Laugum og organisti við Húsavíkurkirkju ásamt Helga. Helgi lauk 8. stigi í orgelleik og lokaprófí frá tónfræðideild Tón- listarskólans í Reykjavík og MA prófi í örtölvutækni í tónleikakennslu frá háskólanum í Reading í Englandi. Hann kennir nú á píanó, orgel og tónfræði við Tónlistarskóla Húsavik- ur og er organisti við Húsavíkur- kirkju. Nýjar bækur • ÚT ER komin þriðja og síðasta bókin um Línu Langsokk í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Lína Langsokkur í Suðurhöfum segir frá ferðalagi Línu ásamt Tomma og Önnu til Suðurhafseyja. „Línu munar ekki um að stjórna skipinu Æðikollu yfir ólgandi brim- öldu og ægilegar grynningar, að yf- irbuga hákarl eða leika á tvo harð- svíraða bófa. En þótt gaman sé að leika sér í sólinni er best af öllu að koma aftur heim og renna sér á skíð- um ofan af þakinu á Sjónarhóli," segir í fréttatilkynningu. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 112 bls. prentuð í Svíþjóð og kostar 1.389 kr. Ingrid Vang- Nyman myndskreytti. (^rty í /ondon 3ANGUR JÓLANNA MEÐ SLÍKUM GLEÐI- Æ GLÆSIBRAG. TEKIST HEFUR A\ HVERGI í HEIMI ER INNGANGUR JÖLANNA MEÐ SLlKUM GLEÐI- ÖÖ GLÆSIBRAG. TEKIST HEFUR AÐ FÁEIN VIÐBÓTARSÆTI í HINA RÓMUÐU JÓLAFÖSTUFERÐ 10. - 14. DESEMBER. DVÖL Á HÁKLASSAHÓTELI í HJARTA BORGARINNAR, RÉTT VIÐ OXFORD STREET. ÁÆTLUNARFLUG MEÐ FLUGLEIÐUM. FARARSTJÓRN INGÓLFUR GUÐBRANDSSON. Á DAGSKRÁ STENDUR M.A. ÞETTA TIL BOÐA: 1) Kynnisferð um fagurskreytta heimsborgina í fyigd Ingólfs, sem gjörþekkir London og sögu hennar. 2) Glæsilegar óperusýningar í COVENT GARDEN og ÞJÓÐARÓPERUNNI, eða vinsælustu söngleikirnir. 3) Stórtónleikar í BARBICAN og ROYAL FESTIVAL HALL með heimsfrægum listamönnum. 4) Ljúffengir kvöldverðir á völdum veitingastöðum, m.a. enskur jólakvöldverður. ferðaskrifstofan 5) Mesta vöruúrval Evrópu á hagstæðu verði við allra hæfi. GRÍPIÐ ÞETTA EINSTÆÐA TÆKIFÆRI í ÖÐRUVÍSI BORGARFERÐ. TILBOÐSVERÐIÐ GILDIR AÐEINS TIL 15- NOV. FERÐASKRIFSTOFAN HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavík, sími 562-0400, fax 562-6564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.