Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ i IÞROTTIR ÞOLFIMI Keppa um þátttökurétt á heimsmeist- aramóti ÞOLFIMIMÓT sem ræður úrslitum um hvaða íslensku kepp- erídur komast á heimsmeistaramót Alþjóðafimieikasam- bandsins 17. desember verður haldið sunnudaginn 26. nóvem- ber í Laugardalshöll. Mótið átti að vera í dag, sunnudag, en hefur verið seinkað um tvær vikur. Allt besta þolfimfólk lands- ins mætir til keppni og verður keppt í fjórum f lokkum, sam- kvæmt nýjum alþjóðareglum Fimleikasambandsins. Heimsmeistaramót Alþjóða fimleikasambandsins verður í París og stendur í tvo daga. Ann- an daginn er keppt um hveijir komast í úrslit. Þrjátíu þjóðir hafa tilkynnt þátttöku, en Alþjóðafim- leikasambandið er að halda heims- meistaramót í þolfími í fyrsta skipti. Meðal keppenda í for- keppninni hérlendis verða þrír ís- landsmeistarar; Magnús Sche- ving, sem einnig er Evrópumeist- ari, Anna Sigurðardóttir sem keppa mun með Gunnari Má Sigfússyni í flokki para og Irma Gunnarsdóttir. Sú síðastnefnda keppti á heimsmeistaramóti IAF í Japan í vor og hefur æft grimmt upp á síðkastið. „Ég er búin að æfa mjög markvisst undanfama mánuði og legga mikla áherslu á Jack Charlton leggur þjálfara- stöðuna undir ÍRLAND sækir Portúgal heim eftir viku og er sæti í úrslitakeppni Evrópu- mótsins í knattspyrnu í veði, en Jack Charlton, sem hefur verið landsliðsþjálf- ari íra síðan 1986, ætlar að hætta komist liðið ekki áfram. írar eru með eins stigs forystu á Austurrík- ismenn sera eru I þriðja sæti í sjötta riðli en Norður- írar taka á móti Austurrík- ismönnum í Belfast á mið- vikudag. Roy Keane getur ekki leikið með írum vegna meiðsla og óvíst er með fyrirliðann Andy Townsend og Steve Staunton hjá As- ton Villa en Charlton bætti í gær Chris Morris, varnar- manni Middlesbrough, Mike Milligan, miðjumanni Norwich, og Mark Kennedy, miðherja hjá Li- verpool, í hópinn. Morris lék síðast með landsliðinu í febrúar 1993, Milligan hef- ur einu sinni komið inn á í landsleik sem varamaður og Kennedy er nýliði. að ná árangri, og að komast á heimsmeistaramótið. Keppend- urnir í kvennaflokki eru allir mjög góðir, þannig að þetta verður hörð keppni," sagði Irma í samtali við Morgunblaðið. Hún er þolfímikennari í Djass- ballettskóla Báru og kennir þar þijá tíma á dag auk þess að æfa í tæpa tvo tíma á dag sem kepp- andi. „Ég er tveggja barna móðir, þannig að það er nóg að gera þessa dagana og mikið á sig lagt. Ætli ég sé ekki að sprikla fjóra klukkutíma á dag í heildina. Ég held að æfíngar mínar verði mjög frumlegar og sömuleiðis tónlistin. Það var góð reynsla að keppa í Japan í vor og nýtist mér vonandi eitthvað í næsta móti“, sagði Irma. •'«'1........ . ■ 6i Morgdnblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson I toppformi IRMU Gunnarsdóttur vantar ekkl liðleikann. Hún er meðal þeirra sem keppa mun um hver kemst á heimsmeistaramót alþjóðafimlefkasambandsins að tveimur vikum liðnum. Helgi í Stjörnuna HELGI Björgvinsson, varnarmaður sem lék með Keflvíkingum í 1. deildinni sl. sumar, hefur gengið frá félagskiptum yfir i Stjörn- una. „Mér list vel á Stjörnu- liðið enda þekki ég vel flesta leikmenn liðsins. Það er hugur í forráðamönnumfé- lagsins og því sló ég til. Ég var orðinn þreyttur á akstr- inum til Keflavíkur og því ákvað ég að færa mig nær Reykjavík og stoppustöðin er Garðabær," sagði Helgi. Hann hefur áður leikið með Fram, Víkingi og Keflavík. Sandelin nýliði ársins JARMO Sandelin frá Svíþjóð var kjörinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Sandeiin, sem er 28 ára, sigraði í einni keppni og varð í öðru sæti á tveimur mótum. Samanlagt varð hann í 21. sæti og fékk um 173.000 pund í verðlaun. Á meðal fyrrum nýliða ársins eru menn eins og Tony Jacklin (1963), Nick Faldo (1977), Sandy Lyle (1978) og Jose Maria Olazabal (1986). „Þetta hefur verið dásam- Iegt tímabil,“ sagði Svíinn í gær. „Það væri mikill heiður að feta í fótspor þeirra og vera í Evrópuliðinu í Ryd- erkeppninni 1997.“ KNATTSPYRNA Brasilíumaðurinn Juninho vill spila á Ólympíuleikunum Hrasilíumaðurinn Juninho sagði í viðtali við arg- entíska blaðið Clarin að draumur sinn væri að keppa með Brasilíu á Ólympíuleikunum í Atl- anta næsta sumar. „Brasilía hefur aldrei orðið ólympíumeistari í knattspyrnu og því er markmiðið að ná titlinum í Atlanta,“ sagði hann. „Áhersla verður lögð á undankeppnina, sem verður í Argent- ínu, og draumur minn er að vera með á Ólympíu-. leikunum, því ég vil njóta þeirrar reynslu sem því fylgir.“ Juninho, sem er 22 ára, gerði sem kunnugt er samning við Middlesbrough fyrir skömmu og lék fyrsta leikinn með liðinu um liðna helgi. Hann brást ekki stuðningsmönnum liðsins og lagði upp mark í 1:1 jafntefli gegn Leeds en fari sem horfír getur svo farið að Boro verði án hans í allt að átta leikj- um á tímabilinu. Hvergi betra en í Englandi % 4 Miðjumaðurinn var tekinn af velli þegar 11 mín- útur voru eftir af leiknum gegn Leeds en var ánægður með byijunina. „Ég hélt að það yrði erfið- ara fyrir mig að aðlagast. Miðað við að ég hafði ekki leikið í mánuð var þetta góð byijun og ég fann varla fyrir þreytu þegar ég fór út af.“ Hann hrósaði einnig ensku knattspyrnunni. „Fyrirkomu- lagið í Englandi er að mínu skapi og ég held að skipulagið sé hvergi betra í heiminum." Juninho lék með Brasilíu gegn Argentínu í ágóða- leik í vikunni og vann Brasilía 1:0 í frekar döprum leik á River Plate leikvanginum í Buenos Áires. Juninho, sem leikur í treyju númer 10 eins og Pele gerði á sínum tíma er hér á fullri ferð í leikn- um en Argentínumennirnir Leonardo Astrada (númer 5) og Fernando Caceres geta lítið annað gert en hlaupið á eftir og fylgst með töktum kapp- i i 4 4 4 í í 4 4 4 4 4 Reuter ans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.