Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Leikarinn Paul Eddinffton látinn Neitaði að láta bugast Leikarinn vinsæli Paul Eddington, sem varð heimsfrægur fyrír leik sinn í sjón- varpsþáttunum „Já, ráðherra“ lést um síð- ustu helgi eftir langvarandi og erfíð veik- indi. Eddington var ekki einungis frábær leikari heldur lét hann sig þjóðfélagsmál af ýmsum toga varða og naut aðdáunar fyrir æðruleysi sitt og sálarstyrk. LEIKARINN Paul Edd- ington, sem fór með hlut- verk ráðherra og síðar forsætisráðherra í sjón- varpsþáttunum vinsælu, Já, ráð- herra! og Já, forsætisráðherra!, barðist við alvarlegan og fágætan húðsjúkdóm, meira en helming ævi sinnar. Banamein hans var fágætur húðkrabbi, mycosis fungoides. Sjúkdómsins varð hann var árið 1958 og lýsti hann sér í upphafi sem verkir í vinstri mjöðm. Þeir voru greindir sem liðagigt þrem- ur árum síðar. Árið 1964 var vaxandi rauður blettur kominn fram á mjöðminni en sérfræðing- um tókst ekki fyrr en 21 ári síð- ar, eða 1985, að greina kaunið, sem reyndist vera ólæknandi af- brigði húðkrabba. Olli það því að hann var alsettur dökkum útbrot- um og sárum um líkamann síð- ustu árin. Sjúkrameðferð hafði gert hann svo til óþekkjanlegan. Til viðbótar var hann sykursjúkl- ingur. Eddington lét hins vegar krankleika ekki aftra sér frá því að starfa í leikhúsi eða sjónvarpi og hefur verið borið lof á hann fyrir þrautseigju og þolgæði. Hann vann hug og hjörtu bresku þjóðarinnar og reyndar fleiri fyrir rullu stjórnmálamanns- ins Jims Hackers í framangreind- um sjónvarpsþáttum. Nutu þeir feykilegra vinsælda og þóttu raunverulegir. „Við hjónin megum vart stíga fæti á erlenda jörð, þá er reynt að fara með okkur beint til stjórnarleiðtogans," sagði hann eitt sinn. Alvarlegri hlið vinsæld- anna var sú, að eitt sinn sýndu hryðjuverkamenn honum banatil- ræði en sprengjan, sem honum var ætluð, sprakk ekki. Af kvekurum kominn Paul Clark-Eddington fæddist 18. júní 1927 í London. Afi hans, vatnslitamálarinn William Clark, tók upp ættarnafn móður sinnar, Eddington, til þess að vera ekki ruglað saman við annan lista- mann. Bæði Clarks- og Eddingtoh- ættimar komu úr röðum kvekara á 17. öld. Móðir Pauls var hins vegar af írsku bergi brotin og ólst hanri því upp í kaþólskum sið. Faðir hans var ijárhættuspil- ari og lét almennt reka á reiðan- um við að framfleyta fjölskyldu sinni, sem leiddi til þess að Paul gekk í samtals 16 skóla. Foreldr- ar hans skildu þegar hann var á Það breyttist þó er hann fékk hlutverk í sjónvarpsþáttunum Sældarlíf. Eftir það fékk hann mörg bitastæðari hlutverk í leik- húsum Lundúna. Árið 1981 gekk hann til liðs við breska þjóðleik- húsið og fyrsta rullan á sviði þess var Georg í leikritinu Hver hræð- ist Virginíu Woolf? „Hann er stór- kostlegur leikari," lýsti Laurence Olivier lávarður yfir. Hins vegar var Eddington ekki yfir sig hrifinn í þjóðleikhúsinu. Um dvöl sína þar sagði hann eitt sinn að hún hefði verið „andstyggileg fram í fingur- góma.“ Gott skopskyn Paul Eddington þótti hafa ein- staklega gott skopskyn og sá allt- af eitthvað spaugilegt við lífið og tilveruna, jafnvel í sorglegustu atburðum. Hann var einstakur fagmaður, einlægur kvekari og tók þátt í baráttu áhugamanna um kjarnorkuafvopnun, tók m.a. eitt sinn þátt í mótmælasetu slíkra á Trafalgar-torgi. Sömu- leiðis beitti hann sér opinberlega gegn reykingum. Þá sat hann í opinberum nefndum, m.a. um jafnréttismál og umbætur í fang- elsis- og refsimálum. Hann var sæmdur CBE-orðunni 1987. Árið 1952 kvæntist Eddington eftirlifandi konu sinni, Patricia Scott, en þeim varð þriggja sona og einnar dóttur auðið. Kynntust þau í leikhúsi í Sheffield. PAUL Eddington í hlutverki hins tækifærissinnaða ráðherra Jim Hacker í þáttunum „Já, ráðherra!". táningsaldri. Móðir hans sneri baki við kaþólskri trú og sendi soninn í heimavistarskóla kvek- ara árið 1937, þegar hann var 10 ára gamall. Að skólagöngu lokinni fékk Eddington starf sem glugga- skreytingamaður í stórverslun í Birmingham. Hann ákvað hins vegar að reyna fyrir sér í leiklist- innni þegar hann heyrði að stúlka, sem hann hafði leikið á móti í skóla, hefði innritast í leik- listarskóla fyrir verðandi at- vinnuleikara. Eddington knúði dyra hjá Crescent-leikhúsinu í Birming- ham og bar upp erindið: „Mig langar að verða leikari," sagði hann einfaldlega. Frumraun hans á leiksviðinu var að leika lög- reglumann í leikritinu „Fullt hús“ eftir Ivor Novello. Gekk honum vel á sviði og starfaði við leikhús í Birming- ham, Sheffield, Bristol og Ipswich næstu árin. Hins vegar hafði hann fyrir fjölskyldu að sjá og þess vegna féll hann fyrir freistandi tilboði um starf að við- skiptum. Af því varð þó aldrei því eiginkonan setti honum stól- inn fyrir dyrnar. „Yfirgefi þú leikhúsið," varaði hún hann við „þá er ég farin frá þér.“ Eintóm gamanhlutverk Fjárhagslega var fjölskyldunni borgið er Paul Eddington fékk hlutverk í sjónvarpsþáttunum um Hróa hött og árið 1961 fékk hann fyrsta hlutverkið í Vesturbæjar- leikhúsum Lundúna; lék rabbína í Tíunda manninum eftir Paddy Chayefsky. Allt til 1970 jék hann ekkert annað en gamanhlutverk í leikhúsinu eða óþokka og drullu- sokka í sjónvarpi. Að þrotum kominn Veikindi Eddingtons ágerðust en hann hélt samt áfram að starfa í leikhúsinu æðrulaus. Oft með helstu leikstjórum hvers tíma og skærustu stjörnum. Hef- ur ha-n sjaldan hlotið jafn góða dóma og fyrir mótleik sinn gegn Harold Pinter 1993 í Einskis- manns landi. Síðasta hlutverk hans á sviði í Vesturbæjarleik- húsi var í nýrri leikgjörð Heima eftir David Storey. Þá var Edd- ington orðinn fársjúkur, afsk- ræmdur í andliti, augun sokkin. Leikur hans hafði engu að síður djúp áhrif á þá er á horfðu. Leikurinn reyndi mikið á Edd- ington. Var hann að þrotum kom- inn eftir hverja sýningu og þurfti að halda kyrru fyrir á daginn til að safna kröftum fyrir næstu sýningu. En andinn bugaðist aldrei. „Ég iðrast einskis," ritaði hann í endurminningar. „Ég hef átt yndislegar stundir um dagana og, ólíkt mörgum sem átt hafa glaðan dag, hef ég uppskorið ríkulega í staðinn." Reuter Kannski ónýtt en ömgglega dýrt Rússland Deilt um kosn- ingalögin Moskvu. Reuter. Semur Clin- ton við Fid- elCastro? Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hefur boðist til að beita neitunarvaldi gegn frumvarpi á Bandaríkjaþingi um hertar refs- iaðgerðir gegn Kúbu verði póli- tískir fangar í landinu látnir laus- ir. Sagt er, að Fidel Castro, for- seti Kúbu, hafi fallist á það. Dagblaðið The Washington Times sagði frá þessu á föstudag og hafði eftir heimildum, að um þetta hefði samist í Bandaríkja- ferð Castros í síðasta mánuði. Castro mun hafa verið sagt, að Clinton væri ekki fráhverfur hertum refsiaðgerðum en gæti líka haldið því fram, að þær spilltu fyrir ef farið væri að láta pólitíska fanga lausa. Hópar, sem berjast fyrir mann- réttindum á Kúbu, telja, að þar séu 1.000 til 1.500 pólitískir fang- ar, sem dæmdir hafi verið fyrir aðild að ólöglegum samtökum, fyrir að ófrægja Castro og að hafa reynt að leita hælis í erlend- um sendiráðum í landinu. BELGÍSKI veitingamaðurinn Sonny Breine fann fjórar flöskur af Bordeaux-víninu Mouton Rothschild frá árinu 1893 er ver- ið var að gera upp kjallara veit- ingastaðar hans, ’t Ghewat í Wervick í norðurhluta Belgiu. Fundust flöskurnar í leynihólfi í kjallaranum. Breine segir 90% líkur á að vínið sé varla drykkjar- hæft lengur en það skipti litlu máli. Flöskur af þessu tagi séu keyptar af söfnurum til að geyma en ekki til að neyta. Hann hyggst -selja þrjár flöskur á uppboði en halda einni sjálfur. Nýlega seld- ust flöskur af Mouton Rotschild 1946 á tæpar 250 þúsund krónur stykkið á uppboði í Belgíu. „Mín- ar verða dýrari,“ segir Breine. VÍKTOR Tsjemomyrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, sagði á föstu- dag, að þingkosningarnar yrðu að fara fram á tilsettum tíma, 17. desember, hvað sem liði ágreiningi um kosningalögin. Tsjernomyrdín sagði í viðtali við fréttastofuna Itar-Tass, að kosn- ingamar yrðu að fara fram á aug- lýstum tíma en hæstiréttur Rúss- lands hefur beðið stjórnlagadóm- stólinn að kveða upp úrskurð um kosningalögin. Sumir þingmenn efast um lög- mæti þeirrar greinar laganna, sem segir, að flokkur verði að fá minnst 5% atkvæða til að fá mann kjör- inn. Segja þeir, að afleiðingin geti orðið sú, að þingið endurspegli ekki þjóðarviljann þar sem aðeins fáir flokkar af þeim 42, sem bjóða fram, muni fá menn kjöma og alls ekki víst, að þeir verði fulltrú- ar meirihluta kjósenda. Kosningum frestað? Fréttaskýrendur segja, að hugsanlega verði þessi ágreining- ur notaður til að fresta kosning- unum en kommúnistar, sem er spáð miklu fylgi, segjast munu beijast gegn því. Nokkrir kunnir kaupsýslumenn, sem styðja flokk Tsjernomyrdíns og telja hann tryggingu fyrir stöðugleika í Rússlandi, sögðu í vikunni sem leið, að þeir myndu styðja hvaða aðgerðir sem væri til að koma í veg fyrir valdatöku kommúnista. Ekki hefur enn verið ákveðið hve- nær stjórnlagadómstóllinn tekur málið fyrir. Tsjernomyrdín og Pavel Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, sögðu á föstudag, að Borís Jeltsín forseti væri á góðum batavegi og starfsdagur hans á sjúkrahúsinu lengdist stöðugt. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.