Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 23 ÖSSUR hf. og dótturfyrirtæki ÖSSUR hf. 30 starfsmenn Móðurfyrirtækið sér um þróun og framleiðslu á fhlutum fil útflutnings r~ ÖSSUR USA 10 starfsmenn (4 (slenskirog 6 Bandarískir) Fratnleiðir sílikonhulsur og selur á Bandaríkjamarkaði ~~r— ÖSSUR UK 3 starfsmenn (Svíi sem starfaði áðurhjá fyrirtækinu íslandi og 2 Bretar) Sér um dreifingu, sölu og þjónustu ÖSSUR stoðtæki 9 starfsmenn Sérhæfirsig í innanlandsþjónustu ÖSSUR Luxemborg Áætl. 5-7 starfsm. ( Þar at einhv. ísl.) Verður væntanlega stofnað á næstunni. Verður markaðs- og dreifingarfyrirtæki f. Evróþu og Afríku. --------1 ÖSSUR ASÍA (? starfsmenn) Framtíðarsýn er að þarsjái þrjú fyrirtæki ýmist um framleiðslu, sölu eða markaðs- setningu á Asíu- markaði. Á íslandi eru nokkur hundruð manns með gervilimi. Hlutfallið er hærra á Norðurlöndum og segir Tryggvi Svein björnsson ástæðuna vera fleiri aflim- anir þar vegna sjúkdóma. „Það er þó einnig að verða breyting í þessa átt hérá landi,“ segir hann. sem átti sér stað fyrir skömmu, hefur Össur náð yfirburðastöðu á þessum markaði. Mun starfsemi hans í fyrstu falla undir móðurfyrir- tækið Össur hf. en framtíðaráform eru þau að samræma rekstur Össur stoðtækja og Hjálpartækjabankans. „Þannig fáum við hagræðingu á innanlandsþjónustunni," segir Tryggvi. - Hvað með vöruþróun, er stöð- ugt verið að þróa eitthvað nýtt? „Aðalsmerki okkar og lykillinn að velgengni fyrirtækisins er þróun- in. Það skiptir máli að vera á undan öðrum,“ svarar hann. Um 5-6 manns vinna að þróunarvinnu og koma þeir úr margvíslegu um- hverfi. í hópnum. eru stoðtækja-, vélaverk- og efnaverkfræðingar. Vaxtarverkir Tryggvi segir að hraðri uppbygg- ingu fyrirtækis fylgi miklir vaxtar- verkir og sé Össur hf. engin undan- tekning þar á. „í fyrstu var lögð mikil áhersla á þróunarvinnu og þá var lítið um fjármagn. Takmarkað- ur skilningur var hjá Trygginga- stofnun, sjóðakerfmu og fleirum. Sjálfsagt fannst þeim þeir gera sitt besta miðað við venjur íslendinga. Ifyrirtækið átti enga fasteign og því var ekki hægt að fá lán. Okkur hefur tekist að byggja fyrirtækið fjárhagslega upp innan frá og nú erum við búin að ná í skottið á okkur.“ Aðspurður um samstarfið við Tryggingastofnun segir Tryggvi að með stofnun Össurar hf. hafi komið fram nýjungar sem voru dýrari en þær sem fyrir voru á markaði. „Þeg- ar flett er í gögnum fyrirtækisins sést að stánslaus styrr hefur verið við Tryggingastofnun frá byijun. Þegar ég kom hér inn voru sam skiptin ekki mikil og ég gerði til raun til að fara af stað með ákveðnt vinnu og samstarf. Það tókst að hluta en samt hélt áfram ákveðin neikvæðni í garð þessara fyrir- tækja. Tryggingastofnun var sem sagt ekki þjónustustofnun heldur hálfgert lögguveldi á þessa starf- semi,“ segir hann. - Er það enn þannig? „Já og nei,“ svarar hann. „Trygg- ingstofnun hélt útboð á flestöllum stoðtækjum fyrir ári. Þetta var mjög einkennilegt útfærsla á út- boði, því samið var meira og minna við alla. Mér fannst þetta vera meira í samræmi við verðkönnun á markaðnum. Niðurstaða okkar er sú að spamaður hjá Trygginga- stofnun hafi verið mjög takmarkað- ur,“ segir .Tryggvi og bætir við að Össur hf. hafi komið ágætlega út og því megi þeir vel við una. „Útboðið var á sínum tíma kært til Samkeppnisstofnunar en ekkert svar hefur borist ennþá. Það hlýtur þó að fara að líða að því,“ segir hann í lok viðtalsins. Ráðstefna Rauða kross íslands um skipulag sjúkraflutninga í tengslum við aðalfund sinn gengst Rauði kross íslands fyrir ráðstefnu um skipulag og framkvæmd sjúkraflutninga. Ráðstefnan verður haldin á Scandic Hótel Loftleiðum föstudaginn 17. nóvember. Hún hefst með skráningu og afhendingu gagna kl. 9.30 og henni lýkur kl. 16.00. Frummælendur: • Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra • Jón Viðar Matthíasson, aðstoðarslökkviliðsstjóri í Reykjavík • Magnús Hreinsson, formaður RKÍ-deildar Djúpavogs • Svanhvít Jakobsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu • Þórir Sigurbjörnsson, fulltrúi RKÍ í sjúkraflutningaráði • Jón Baldursson, yfirlæknir slysadeildar Borgarspítalans • Dr. Eelco H. Dykstra, forstöðumaður CIEMS, evrópskrar upplýsingamiðstöðvar um sjúkraflutninga • Úlfar Hauksson, formaður heilbrigðis- og almannavarnanefndar RKÍ Ráðstefnustjóri verður Guðjón Arngrímsson blaðamaður. Upphaflega var fyrirhugað að halda ráðstefnuna 27. október en þá var henni frestað. Þeir sem áður létu skrá sig eru velkomnir á ráðstefnuna nú og aðrir geta látið skrá sig á skrifstofu RKÍ í síma 562 6722 fyrir 16. nóvember. Þátttaka er án endurgjalds. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Vorum að taka upp þessa frábœru brjóstahaldara sem er aÓeins einn af ^ okkar frölbreytta úrvali í öllum skálastœrðum og X) með breiðum hlírum til styrktar. ^ Fáanlegir í mörgum fallegum litum. Stærðir: 32-44, C, D, DD og E. * VERSLUNiN EG&ÞU Laugavegi 66, sími 551-2211 miðvikudaginn 15. nóv. 1995 kl. 08.00 - 09.30, i Átthagasal Hótels Sögw VALFRELSI í LÍFEYRISMÁLUM VERDUR ÓHJÁKVÆMILEGT AD AFNEMA SKYLDUAÐILD AÐ LÍFEYRISSJÓÐUM? Fyrir nokkrum misserum kom út skýrsla nefndar innan Verslunarráðsins um ný viðhorf í lífeyrissjóða- og lífeyrismálum þjóðarinnar, sem vakti mikla athygli og umræður. Nú hefur hliðstæð nefnd innan VI endurmetið stöðuna í þessum málum miðað við nýjustu upplýsingar og forsendur. Niðurstöður hennar verða kynntar á fundinum. Kyrming Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðsins * Alit og afstaða Arna Harðardóttir, deildarstjóri hjá Landsbréfum hf. Hrafn Magnússon, framkvstj. Sambands almennra lífeyrissjóða Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra Fyrirspumir og athugasemdir fundarmanna Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.200.- Fundurinn er opinn en tilkynna verður þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins, 588 6666 (kl. 08 - 16). VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.