Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýtt gervihnattaeftirlitskerfi til reynslu hjá Flugbjörgunarsveitinni „Bylting í leitar- og björgunarstarfi“ FLUGBJÖRGUNARSVEITIN í Reykjavík hefur nú til reynslu nýtt eftirlits- og öryggiskerfi fyrir ferðalanga í óbyggðum. Grétar Bjarnason framkvæmdastjóri sveitarinnar segir það boða „bylt- ingu í leitar- og björgunarstarfi hérlendis". Kerfið byggist á litlum sendum er gefa frá sér merki sem gervihnettir nema og staðsetja ferðalanginn með 300 metra ná- kvæmni. Flugbjörgunarsveitin vinnur að þessu verkefni í samvinnu við Rad- íómiðun hf. og Argos í Frakklandi en það fyrirtæki hefur sett upp gervihnattanet til eftirlits í lofti, á láði og legi. Samstarfið við Argos hófst í vor. Verkefnið var kynnt á sýningu í tilefni af 45 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar um síð- ustu helgi. Ferðamenn staðsettir nákvæmlega Gervihnettir fyrirtækisins fara þrisvar á klukkustund yfir Island, skima yfir landið í 10 mínútur í senn og nema merki frá sendum. Staðsetning berst síðan til mót- tökustöðvar í Frakklandi sem sendir upplýsingar áfram til tölvukerfis björgunarmiðstöðvar Flugbjörgun- arsveitarinnar á fjörutíu mínútna fresti, en sá tími styttist niður í tutt- ugu mínútur innan skamms. „Þetta gengur þannig fyrir sig að áður en lagt er af stað gerir ferða- Iangurinn áætlun sem við merkjum inn á kort. Hann ákveður síðan hversu mikið frávik frá fyrirhugaðri leið hann telur eðlilegt, sem gæti t.d. verið 2-5 kílómetrar en innan þessarar viðmiðunar er öryggis- svæði. Fari ferðamaðurinn út fyrir þetta öryggissvæði lætur kerfið vita um leið þannig að við getum fylgst með honum og gert viðeigandi ráðstaf- Morgunblaðið/Þorkell SENDIR af því tagí sem um ræðir, ásamt korti á tölvuskjá hjá björg- unarmiðstöð Flugbjörgunarsveit- arinnar í Reykjavík þar sem leið ferðalangs er mörkuð inn á. anir ef stefnt er í tvísýnu eða inn á hættulegt svæði, áður en illa fer, Við sjáum hvar viðkomandi er stadd- ur hverju sinni og hvert hann fer. Allt björgunarstarf verður markviss- ara og einfaldara og á að kosta minna í kjölfarið." Hægt er að koma fyrir endurvarpa í flugvél Landhelgisgæslunnar sem nemur merki frá sendum, bæði frá þeim sem eru í neyð og þeim björg- unarmönnum sem eru á leið til við- komandi, og gefur björgunarmiðstöð upplýsingar um staðsetningu á allt að 15 sekúndna fresti. Grétar segir að lendi ferðalangur í vandræðum á fyrirfram ákveðinni slóð sinni eða innan öryggissvæðis, geti hann ýtt á neyðarhnapp á sendinum sem gef- ur þá merki um að eitthvað bjáti á. „Þegar neýðarkall berst látum við lögreglu í viðkomandi umdæmi vita, sem myndi eflaust hafa sam- band við svæðisstjórn björgunar- sveita er hæfi þá eftirgrennslan eða leit eftir þörfum," segir Grét- ar. Stefnt á almenna notkun Flugbjörgunarsveitin leitar nú eftir góðum kortagrunni fyrir þetta kerfi og hefur m.a. staðið í viðræðum við Landmælingar ríkis- ins vegna þessa. Kerfið er enn sem komið er aðeins til reynslu hjá félögum Flugbjörgunarsveitarinn- ar, en stefnt er að því að setja það í almenna notkun innan tíðar. Þá mun almenningur eiga kost á að leigja sendi áður en haldið er upp á öræfi og setja ferðaáætlun inn á töivukerfi sveitarinnar, eins og áður sagði. Þeir sem munu not- færa sér þessa þjónustu, geta val- ið sér kenniorð á ferðaleið sína, þannig að óviðkomandi geta ekki aflað sér upplýsinga um ferðir þeirra. Grétar segir að ekki sé búið að ganga endanlega frá samningum við Argos, en markmiðið sé að kostnað- ur við að leigja sendi verði áþekkur og leiga á farsíma í dag. Kostnaður við kerfið skipti milljónum, en of snemmt sé að gefa upp nákvæmar tölur í því sambandi. Hann segir sveitina ekki geta gert kröfu um að slíkir sendar verði skyldubúnaður fyrir ferðalanga í óbyggðum, einkum að vetrarlagi, en jákvætt væri ef fólk fyndi hjá sér hvöt til að nota þessi tæki að staðaldri. Um þessar mundir er að störfum nefnd á vegum Landhelgisgæslunn- ar sem vinnur að reglum um notkun neyðarsenda hérlendis, og kveðst Grétar gera ráð fyrir að sveitin muni skila henni tillögum. Gjörgæsludeild Borgarspítalans 25 ára Þörfin eykst stöðugt Gjörgæsludeild Borg- ■ arspítalans er 25 ára um þessar mundir. Af því tilefni er í dag efnt til stutts málþings í fundarsal á 1. hæð G- álmu um ýmis atriði sem varða gjörgæsludeildir. Málþingið hefst kl. 13.15 með ávarpi Sigríðar Snæ- björnsdóttur hjúkrunarfor- stjóra, sem er málþings- stjóri. Að því búnu ávarpar Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra málþingið, Ólafur Þ. Jónsson yfir- læknir íjallar um starfsemi deildarinnar fyrr og nú, Már Kristjánsson læknir íjallar um sýkla og gjör- gæsludeildir, Kristín Gunnarsdóttir deildarstjóri flytur erindi um hjúkrun á gjörgæsludeild, Sigrún Stefánsdóttir ræðir um fjölmiðla í gjörgæslu, Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur fjall- ar um andlega umönnun aðstand- enda og Niels Chr. Nielsen for- stöðulæknir flytur erindi um kostnað við gjörgæslu. Hvernig hefur starfsemi gjör- gæsludeildarinnar þróast á þess- um 25 árum? Gjörgæsludeild Borgarspítalans var stofnuð haustið 1970 eftir að menn höfðu verið búnir að hug- leiða málið um nokkurt skeið og kynna sér starfsemi af þessu tagi erlendis í nokkur ár áður. Niður- staðan var sú að talið var nauð- synlegt að hafa sérstaka deild fyrir veikustu sjúklingana og mun þetta hafa verið fyrsta almenna gjörgæsludeildin, sem sett var á laggirnar hér á landi. Fram til þessa höfðu veikustu sjúklingarnir verið hafðir inni á sjúkradeildum, venjulega á sérstofum. Fjöldi sjúklinga á gjörgæslu- deildinni var 200-300 á ári fyrstu árin eftir að deildin var opnuð en hefur stöðugt fjölgað. Undanfarin ár hefur fjöldinn verið um 450-600 manns á ári. í sama húsnæði og gjörgæsludeildin erum við einnig með svokallaða vöknun, þar sem sjúklingar jafna sig eftir skurðað- gerðir og þar hafa á þessu tíma- bili dvalist fleiri tugir þúsunda. 'Hver er skýringin á þessari miklu fjölgun sjúklinga á gjör- gæsludeild? Fjölgunin stafar jafnt af því að við erum nú gera meira af stærri og erfiðari aðgerðum en áður. Þá er einnig verið að gera aðgerðir á miklu eldra fólki, sem er þá oft með ýmsar bilanir í mörgum lík- amskerfum. Einnig hefur orðið mikil fólksfjölgun í landinu á tíma- bilinu. Þróunin hefur verið sú síðustu árin að flestir sjúklingarnir eru lagðir inn í tengslum við langar og stórar skurðaðgerðir. --------- Þetta er stærsti einstaki þátturinn. Aðrar al- gengustu ástæðurnar fyrir því að fólk er lagt inn á gjörgæsludeild eru höfuðslys, heilablæðingar, öndun- arbilanir, hjartastopp, fjöláverkar, blæðingar frá meltingarvegi, lyfjaeitranir og alvarlegar sýking- ar. t hverju felst starfið helst á gjörgæsludeild og hvernig hefur það breyst á undanförnum árum? Það þarf að fylgjast mjög grannt með lífsmörkum margra sjúklinga, þar á meðal meðvitund, og -grípa strax inn í ef eitthvað fer út fyrir mörkin. Þá eru mjög margir sjúklingar hjá okkur í önd- unarvél og einnig er lyfjameðferð oft mjög nákvæm og margþætt Ólafur Þ. Jónsson ► Ólafur Þ. Jónsson er yfir- læknir á svæfinga- og gjör- gæsludeild Borgarspítalans. Eftir að hafa lokið læknis- fræðinámi við Háskóla Islands fór hann í framhaldsnám við Massachussets General Hospit- al í Boston og varð sérfræðing- ur í svæfinga- og gjörgæslu- lækningum árið 1969. Hóf hann störf á Borgarspítalanum sama ár. Hann á sæti í undir- búningsnefnd vegna málþings í tilefni 25 ára afmælis Borgar- spítalans. Eiginkona hans er Bára Þorgrímsdóttir hjúkrun- arfræðingnr og eiga þau þrjá syni. _______________ og sama getur átt við um vökva- og næringarmeðferð. Það hafa orðið talsvert miklar tækniframfarir frá því að deildin var opnuð. Ný tæki og betri vakt- arar hafa komið til sögunnar. Ný tækni hefur einnig gert okkur kleift að að hafa nákvæmari vökt- un en áður. Nefna má tækni til að mæla þrýsting í lungnaslagæð- um, mæla hjartaútfall, þrýsting í höfuðkúpu og fleira. Náttúrlega er einnig komin meiri þekking á þessum málum og meðferð sjúk- dóma. Læknar sjúklinga halda áfram að fylgja þeim eftir þegar þeir eru á gjörgæsiudeild. Ávallt er svæf- ingalæknir að störfum á gjör- gæsludeild allan sólarhringinn. Hjúkrun er oft erfið á þessari deild og geysilega mikilvæg. Hún er mjög krefjandi og erfið jafnt andlega sem líkamlega. Það er heilmikið aðlögunarferli þegar nýir hjúkrunarfræðingar koma inn á deildina vegna þess hversu flók- in og margþætt meðferðin er. Hver er kostnaður við gjör- gæslu og hafið þið orðið vör við niðurskurð til heilbrigðismála? ---------- Það er ljóst að gjör- gæslumeðferð kostar mjög háar fjárhæðir. Hún er miklu dýrari en meðferð annarra sjúkl- inga. Við höfum ekki „Miklu dýrara en önnur meðferð” fundið fyrir niðurskurði með sama hætti og aðrir nema kannski helst í kringum tækjakaup. Gjörgæslan hefur vissan forgang þannig að hún er opin allt árið og engar sumarlokanir. Við höfum hins vegar ekki fengið allan þann bún- að sem við höfum óskað eftir. Þróunin næstu árin verður væntanlega í þá átt að sjúklingum mun halda áfram að fjölga, ekki síst vegna áframhaldandi þróunar í lækningum. Þá fjölgar öldruðum stöðugt og því verður vaxandi eft- irspurn eftir gjörgæslu í framtíð- inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.