Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 47 MINNINGAR „Ég gifti mig þegar ég verð 100 ára.“ Halli hafði mikla réttlætis- kennd. Sagði oft að hann væri eini „kommonistinn á landinu" og fram- sóknaríhaldið væri það versta sem yfir þessa þjóð hefði gengið. Oft hefur hann notið þess að stríða bræðrum sínum, bændunum, svolít- ið, en þeir voru hallir undir Fram- sókn. Hann gat mjög auðveldlega fengið menn til að segja sína mein- ingu, en skaut síðan góðlátlega jnn háðskum glósum. Þannig náði hann umræðunni á fullt skrið og svo hló hann að allri vitleysunni sem menn gátu látið út úr sér. Halli var svo lánsamur að fá aðstöðu í kjallara dvalarheimilisins fyrir smíðar sínar. Hann hafði sitt sérstaka handbragð. Hann var lista- smiður. Flest skyldmenni hans eiga smíðisgripi eftir hann, s.s. aska, skálar, kistla, blómasúlur og skúlp- túra. Hann hafði ótrúlega skapandi I og fijóa hugsun alveg fram undir það síðasta. Hann hvatti alla sem höfðu áhuga á listum áfram og var mjög stoltur yfir því að hann ætti myndir eftir mörg „barnabörnin“. Sálarstyrkur Halla og hreinlyndi var mikið. Ég var svo lánsamur að fá að vera með honum í nokkrum bæjarferðum. Fór með hann á sýn- ingar, heimsóknir og nokkrum sinn- um bauð ég honum út á veitinga- hús. Það eru mjög eftirminnilegar J stundir. Honum fannst það nú held- I ur fínt en naut þess vel að borða, fá mátulega mikið af vini og taka vel í nefið. Mér er síðan mjög eftir- minnileg síðasta heimsóknin sem við fórum til Önnu, systur Halla. Hún var á Grund. Við gengum inn til hennar. - Anna hafði alltaf ver- ið mér mjög góð. Þegar ég var drengur og kom við hjá henni í sælgætisgerðinni Víkingi, minntist hún þess að ég hefði sagt: „Ég kom I nú bara í heimsókn.“ Þá hló hún • og maður fékk góðan mola. Anna var nánast komin út úr þessum heimi. Þama sat ég með þeim systk- inum í hárri elli. Þegar við kvödd- umst, hallaði Halli sér að systur sinni og sagði: „Jæja, Anna mín, þetta verður í síðasta sinn sem við hittumst hér.“ Sem og varð. Elli kerling var gengin ansi nærri. Halli 1 tók á lífinu eins og það var. i Halii frændi var líka vinur okk- a ar. Honum var annt um að okkur ' liði vel. Hann hafði mjög gaman af því að hitta fólk. Vera með í líf- inu. En eins og oft vill verða, þá eru daglegu verkin mörg og oft verður ræktarsemin við þá sem okkur þykir virkilega vænt um og standa manni nærri minni en maður vildi sjálfur. Nú hafði ég ekki séð Sísí áttum saman, þegar hún var að passa mig þegar ég var lítil. Sísí var sú besta, hún var alltaf að gefa mér styttur, nælur, bangsa og alls- konar hluti sem hún bjó til og ég mun nú eiga í minningu um hana. Ég hlakkaði alltaf til að fara í heim- sókn til hennar alveg síðan ég man eftir mér og þar til ég fór síðast til hennar, en samt innst inni fann ég að ferðirnar til hennar mundu ekki verða fleiri einn daginn. Og nú er komið að því, nú fæ ég ekki framar að njóta nærveru hennar og það er mjög sárt að hugsa til þess. En ég mun nú ekki gleyma henni heldur hugsa og heimsækja hana þar sem hún mun hvíia, og hver veit nema ég muni finna nærveru hennar þar. Elsku Sísí, þú varst mín besta frænka, þú áttir alltaf einhvern hluta í mér og munt alltaf eiga þenn- an hluta í mér. Sísí, þú varst mjög indæl og góð kona. Elsku Gréta og íjölskylda. Megi Guð styrkja okkur í sorg okkar allra sem þekktum og þótti vænt um hana Sísí okkar. Sísí, ég veit að þú munt vaka yfir okkur, vonandi líður þér vel núna og megi guð blessa þig. Hárið líkist hvítum snjó, höndin stirð og fætur, ennþá leynist ylur þó innst við hjarta rætur. (Margrét Jónsdóttir) Hvíl þú í friði, þín, Elísa María. Halla síðasta árið. Ég hugsaði oft til hans. Ekki alls fyrir löngu sótti að mér og ég fann neftóbakslyktina hans og þá vissi ég að ekki væri langt eftir. Með miklu þakklæti og virðingu kveð ég Halla. Eftir kynni við slíka menn getur maður betur tekið á eigin lífi, reynt að taka hlutunum eins og þeir eru, vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér, umburðar- lyndur, vinnusamur, segja sína skoðun og vinna sér virðingu og vinsemd af eigin verðleikum. Gera það besta úr þeim möguleikum sem maður hefur. Ég þakka öllum sem hafa verið nálægir Halla á hans löngu lífsleið. Mín von er sú að sálin hans Halla fái nú þann sterka „líkama" sem hún á skilið og hann fái tækifæri til að takast á við „stór“ listaverk. Þorvaldur Ingi, fjölskyldan Svalbarði 3. Velgerðarmaður og vinur okkar hjóna, Hallsteinn Sveinsson er lát- inn í hárri elli, eftir viðburðaríkt æviskeið. Fyrstu bemskuminningar mínar er bundnar Halla. Foreldrar mínir höfðu fengið hann til þess að smíða nýtt íbúðarhús á Flóðatanga. Hann var þá nýstiginn upp úr erfíðum veikindum, hafði farið í höfuðaðgerð og var með djúpan skurð bak við annað eyrað. Einnig var hann veikur í maga og nærðist mest á allskyns grösum, sem við systkinin tíndum í hlaðvarpanum svo sem arfa, njóla, hvönn og gott ef ekki túnfífla líka. Meltingartruflanir og höfuðverkur urðu fylgikonur hans alla tíð. Halli var smiður af guðs náð. Hann sá smíðisgripi úr margskonar efni, viðarbútum, járnadrasli og kýrhornum. Ég man að hann spurði eitt sinn með þeirri glettni sem honum var eiginleg, hvort ekki væri brátt komið að förgun á fal- lega hyrndri kú, sem var þá á besta mjólkurkúaaldri. Smíðisgripir hans sjást víða á heimilum frænda hans og vina. Halli kom með framandi sjónar- mið í friðsælt bændasamfélagið í Stafholtstungunum. Hann var rót- tækur sósíalisti og slík sjónarmið áttu ekki upp á pallborðið hjá bænd- um á tímum rita Laxness um ís- lenska bændasamfélagið. Sósíalist- ar þóttu varla í húsum hæfír og ættu helst að sendast í einu lagi til Rússlands. Þeir hófsamari tóku ekki alveg svona djúpt í árinni og sögðu þegar mest gekk á: „Þetta eru nú menn eins og við.“ Þrátt fyrir þessa skoðun Halla á þjóðmálum var hann víðast aufúsugestur. Hann hafði mjög gott' skopskyn og talaði í sér- stökum hálfkæringi og ekki var alltaf auðvelt að vita við hvað hann átti. Gamansemi hans og glettin tilsvör gerðu hann að nærverugóð- um manni. Eftir að hafa stundað smíðar í Borgarfirðinum í nokkur ár flutti Halli suður til Reykjavíkur og hélt áfram smíðum. Hann kom sér upp verkstæði þar sem hann gerði við mublur og smíðaði hluti úr margs- konar efniviði, m.a. smíðaði hann mikið af römmum fyrir listamenn. Hann fór að safna málverkum aðal- lega eftir samtíma málara, sem hann hafði trú á og átti orðið mjög gott safn málverka, þegar hann gaf Borgarnesbæ safnið. Við fengum stundum lánuð málverk hjá Halla og var alltaf eftirsjá að verkunum, þegar hann fékk þau til baka. Eftir að Halli flutti upp í Borgar- nes hélt hann áfram smíðum sínum. Hann verðlagði vinnu sína af mik- illi hógværð og lét ekki markaðslög- mál ráða neinu um verðið á sínum góðu gripum. Hann notaði við- skiptafræði Björns í Brekkukoti og seldi vöru á því verði sem kostaði að framleiða hana. Hann var neyslugrannur og eyddi ekki í óþarfa, nema ef vera skyldi í neftób- ak, sem hann brúkaði óspart. Þrátt fýrir litlar tekjur kom hann miklu í verk. Hann var potturinn og pannan í því að steypa Sonator- rek Ásmundar í varanlegt efni og koma því upp á Borg á Mýrum. Einnig var hann hjálparhella nafna síns og frænda við að koma verkum eftir hann, þ.e. Hallstein Sigurðs- son, upp í Borgarfírðinum. Eftir að Hallsteinn fluttist í Borg- arnes kom hann gjaman til Reykja- vikur ef eitthvað var um að vera í listalífinu. Stundum kom hann þá í heimsókn til okkar og oft með skál, ask eða afsteypu af listaverki vafið inn í gamlan Þjóðvilja og spurði eitthvað á þessa leið: Haldið þið að þið getið notað þetta? Eftir að hann hafði þegið kaffisopa eða fengið „bragð“ og við spjallað sam- an um stund stóð, Halli á fætur og sagði: „Erum við ekki búin að segja það sem með þarf?“ tók hatt sinn og kvaddi. Við Gerða eigum Halla margt að þakka, ekki síst þá góðu gripi sem hann smíðaði eða steypti handa okkur. Þrátt fyrir þrálát veikindi átti Halli að mörgu leyti góða ævi. Meðan honum entist heilsa vann hann á verkstæði sínu. Hann hélt sínum andlega styrk og sjón til loka- dags og hafði ánægju af lestri góðra bóka. Gott var að heimsækja hann, hvort sem var á Upplandið eða á dvalarheimilið í Borgarnesi. Mér fannst ég alltaf hafa eitthvað til hans að sækja og víst er að minn- ingarnar um hann munu endast vel. Olafur Jóhannesson. Hallsteinn Sveinsson dvaldi hjá~ foreldrum sínum á Kolsstöðum til ársins 1925 er þau fluttu í Eskiholt í Borgarhreppi í Mýrasýslu. Þar var hann til ársins 1943 er hann fór til Reykjavíkur þar sem hann bjó til ársins 1971. Þar fékkst hann meðal annars við smíðar og útskurð. Hann laut lítils háttar höfði og skáskaut augum sem lýstu af glettni í áttina til mín og yfir andlit- ið færðust brosviprur iðandi af kímni og ef til vill svolítilli kerskni: „Ég veit ekki. Hvað finnst þér - hvernig fínnst þér svona myndir?" svaraði hann síðan spurningu minni um álit hans á mynd sem við vorum að virða fyrir okkur. Þannig kom hann mér fyrir sjónir fyrst þegar ég hitti hann og æ síðan þegar leið- ir okkar lágu saman, hvort það var í Safnahúsinu, heima hjá honum á Dvalarheimilinu eða á ferðalagi til Reykjavíkur að skoða sýningar eða verk einhvers. Þá var stutt í glettn- ina og skoplegar athugasemdir, stundum var reyndar svolítill brodd- ur í athugasemdunum, rétt til að skerpa meðvitund okkar hinna um hverfulleika alls sem fyrir okkur ber og þess að til eru fleiri sjónar- horn en okkar eigin. Við sem vinn- um og höfum unnið í Safnahúsinu í Borgarnesi eigum lengi eftir að sakna þess sárt að fá ekki að heyra hans skoðanir á mönnum og mál- efnum. Á árunum 1970 og 1971 varð það að ráði að Hallsteinn fluttist upp í Borgarnes á Dvalarheimili aldraðra þar, sem þá var nýlega byggt. Hann átti landskika í Reykjavík sem Reykjavíkurborg keypti af honum fýrir allháa upp- hæð og greiddi fyrir með reiðufé og ríkisskuldabréfum. Einnig átti hann og tók með sér stórt safn lista- verka sem hann hafði eignast á árum sínum í Reykjavík, aðallega á sjötta og sjöunda áratugnum. Mörg verkanna hafði hann fengið sem greiðslu fyrir viðvik eins og smíði ramma um myndir listamanna og önnur hafði hann fengið gefín af öðrum tilefnum. Þetta voru verk eftir marga okkar þekktustu og ástsælustu listamenn og nægir þar að nefna Þorvald Skúlason, Sverri Haraldsson, Valtý Pétursson, Haf- stein Austmann og svo bróður hans Ásmund Sveinsson. Þessar eignif, listaverk og fé, gaf hann Borgarneshreppi og varð gjöf- in upphaf að Listasafni Borgamess sem var svo stofnað skömmu síðar. Þama var um 120 listaverk að ræða og vemlega fjárhæð. Upp frá því hefur Listasafn Borgamess vaxið og dafnað og Hallsteinn sífellt að bæta við það og lætur nærri að hann hafí gefíð safninu um 150 verk alls. Þess utan hafa verið keypt verk og safninu hafa borist gjafir á þeim ámm sem það hefur starfað og má þar til dæmis nefna höfðing- lega gjöf frænda og nafna Hallsteins sem barst nú fyrir örfáum vikum frá Hallsteini Sigurðssyni. Þá átti hann einnig mikinn þátt í að sett hafa verið upp útilistaverk hér í Borgamesi, t.d. Óðinshrafninn í Skallagrímsgarði og Sonatorrek á Borg, sem bæði em eftir bróður hans, Ásgrím Sveinsson. Hann beitti sér fyrir því að þetta væri gert og lagði fram fé til þess frá sjálfum sér til þess, þannig að hann var að sinna sínu áhugamáli hér allan þann tíma sem heilsa hans leyfði. En hvar em öll þessi verk, kann einhver að spyrja. Útilistaverkin veit fólk um, en ég er ekki viss um að Borgnesingar og Borgfírðingar ^ geri sér grein fyrir að undanfarin liðlega 30 ár hafa verk úr Lista- safni Borgamess prýtt margar op- inberar skrifstofur og stofnanir í Borgamesi, t.d. Heilsugæslustöð- ina, skrifstofur sveitarfélagsins, skrifstofur Kaupfélags Borgfírð- inga, sýsluskrifstofurnar og nokkr- ar fleiri. Það má því segja að gjöf Hallsteins hafi glatt augu okkar sem á þessa staði höfum komið og veitt okkur ánægju undanfarin ár. Það er fyrir hans tilstilli að við höfum haft íslenska myndlist í kringum okkur öll þessi ár. Við eig- um honum mikið að þakka sem ein- staklingar og við eigum honum einnig mikið að þakka sem samfé- lag sem nú á slíkan fjársjóð sem það safn er, sem hann færði okkur. Við kveðjum nú mann sem markaði djúp spor í sögu þessa samfélags -eg þökkum af alhug fyrir það sem hann gerði fyrir okkur. Fyrir hönd stjórna Listasafns Borgarness, Safnahúss Borgar- fjarðar og bæjarstjórnar Borgar- byggðar færi ég ættingjum Hall- steins samúðarkveðjur og bið þann sem ætíð stendur með okkur öllum að vera þeim styrkur. Guðmundur Guðmarsson. • Fleiri minningargreinar um Hallstein Sveinsson biða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. - NÝJAR ÍBÚÐIR í GULLSMÁRA 5, KÓPAVOGI - MIKIÐ ÚTSÝNI - FRÁBÆRT VERÐ - GÓÐUR STAÐUR! Allar íbuöir meö óvenju íburöarmiklum og vönduöum mahóníinnréttingum 3JA OG 4RA HERB. ÍBÚÐIR AFHENDAST FULLBÚNAR DÆMI UM AUPTILBOÐ Dæmi: Kjör miöast við 70% húsbréf. FJARFESTIN Fasteignasala hf., Borgartúni 31, S. 562-4250 Hilmar Óskarsson, Pétur Þ. Sigurösson hdl. ✓ Baðherbergi með fallegum flísum. ✓ Sérgeymsla í kjallara. Lyfta. ✓ Góðar svalir. ✓ Húsið verður fullfrágengið að utan. ✓ Fullfrágengin lóð ásamt malbikuðum bílastæðum. Kauptilboö í 3ja herb. íbúö 7.200.000,- Viö undirsk. kaupsamnings 400.000,- Húsbréf 5.040.000,- Eftir 6 mán. frá kaupsamn. 352.000,- Eftir 9 mán. frá kaupsamn. 352.000,- Eftir 12 mán. frá kaupsamn. 352.000,- Eftir 15 mán. frá kaupsamn. 352.000,- Eftir 18 mán. frá kaupsamn. 352.000,- BYGGINGARAÐILI BYGG Byggingarfélag Gylfa og Gunnars Komið og fáið myndabækling
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.