Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTA MARGRÉT SIG URÐARDÓTTIR 4- Ásta Margrét * Siguröardóttir fæddist 25. septem- ber 1924 í Vest- mannaeyjum. Hún lést 19. nóvember síðastliðinn i St. Jósefsspítala, Hafn- arfirði. Foreldrar Ástu voru Sigurður Einarsson og Mar- grét Jónsdóttir, J>au létust þegar Ásta var barn að aldri og ólst hún upp hjá föðursystrum sín- um, Ingpi og Guð- björgu. Eftirlifandi yngri bróð- ir Astu er Árni en þau voru aðskilin við lát foreldra sinna. Ásta giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Ágústi Guðjóns- syni, 27. september 1947. Barn Ástu fyrir hjónaband er Sigurð- ur Grétar, f. 6. mars 1946, börn hans eru Ágústa Dröfn, f. 15. apríl 1973, sonur hennar er Krístjan Alexander, f. 26. júní 1993; Hilmir Freyr, f. 17. jan- úar 1976, og Eva Björg, f. 28. apríl 1983; fóstursonur Sigurð- ar er Snæbjöm, f. 28. janúar 1967. Sigurður Grétar kvæntist Matteu Pétursdótt- ur, þau skildu. Börn Ágústs og Ástu em 1) Guðjón Vilberg, f. 1. september 1948, kona hans er Sigurbjörg Ágústs- dóttir, f. 2. nóvem- ber 1947. 2) Erna Krístín, f. 20. nóv- ember 1952, börn hennar em Ásta Hjördís, f. 15. febr- úar 1973, og Jón Ágúst, f. 6. ágúst 1978. Erna giftist Valdimar Jónssyni, þau skildu. Sambýlismaður Emu er Ólafur Már Magnús- son, f. 20. desember 1955. 3) Þuríður Jóna, f. 2. ágúst 1962, gift Valdimar K. Guðlaugssyni, f. 5. mars 1962, synir þeirra eru Þorsteinn Ingi, f. 25. mars 1985, Tryggvi Karl, f. 6. október 1987, og Krístinn Öm, f. 16. október 1992. Ásta starfaði i áratugi við ræstingar á Borgarbókasafn- inu. Útför Ástu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í DAG verður til grafar borin okkar aldurtila svo snögglega en aðeins elskuleg tengdamóðir, Ásta M. Sig- ein vika leið frá því að hún lagðist urðardóttir. Engan óraði fyrir því inn á St. Jósefsspítala þar til hún að veikindi hennar yrðu henni að andaðist. Veikindi hennar reyndust t Maðurinn minn, ALFREÐ BÚASON, andaðist á gjörgæsludeild Borgarspítalans 28. nóvember. Hrefna Jónsdóttir. t HALLGRÍMUR HALLGRÍMSSON, Túngötu 2, Grindavík, andaðist sunnudaginn 26. nóvember. María Michaelsdóttir. t Frændi minn,. INGÓLFUR TH. GUÐMUNDSSON fyrrverandi deildarstjóri, Fornhaga 23, Reykjavík, lést á heimili sinu 28. nóvember. Haukur Bachmann. t Elskulegur eiginmaður minn, JÓNATANJÓHANNESSON sjómaður, Laufásvegi 5, verður jarðsettur frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 1. desember kl. 15.00. Þórunn Sigríður Gi'sladóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN DIUÁ ÓLAFSDÓTTIR, Höfn, Melasveit, sem andaðist í Sjúkahúsi Akraness sunnudaginn 26. nóvember, verður jarðsungin frá Leirárkirkju laugardaginn 2. desember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Sjúkrahús Akra- ness. Lúðvík V. Jónsson, Pálfna Sighvatsdóttir, Margrét J. Jónsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Ólafína I. Palmer, barnabörn og barnabarnabörn. MIIMNINGAR meiri en svo að mannshöndin gæti komið til hjálpar. Ásta hélt heimili eftirlifandi eig- inmanni sínum, Ágústi Guðjóns- syni, fram á síðustu stundu. Þróttur hennar og kraftur einkenndi mjög heimilishald hennar. Snyrti- mennska og hreinlæti voru henni í blóð borin og öll umhirða var þann- ig að hrein unun var á að horfa. Það var sama hvort um var að ræða tiltekt á heimilinu, I garðinum eða sjálfum bílnum. Allt var tandur- hreint og fagurt. Hún var með ein- dæmum skipulögð til vinnu og lauk flestöllu sem hún tók sér fyrir hend- ur á methraða og var ekki í rónni fyrr en öllu var lokið. Böm Ástu voru henni mikils virði og tíður gestur var hún á heimilum okkar. Sjaldnar en ekki hafði hún í farteskinu smávægilegan varning sem kom okkur vel og ekki síst bamabömum hennar. Spurðist hún mikið fyrir um heilsufarið á bænum og hvatti okkur stöðugt að leita til lækna teldi hún ástæðu til þess. Slíka umhyggju er ekki á hvers manns valdi að hafa en Ásta vissi hvað það gat þýtt ef slíkir hlutir voru virtir að vettugi. Ásta var gjarnan ómyrk í máli og dró enga dul á skoðanir sínar, hvort sem þær lágu að amstri hvers- dagsleikans, einstaklinga eða hluta. Þannig fengum við að kynnast henni sem heilsteyptri og góðri manneskju og við vissum hvar við höfðum hana allan tímann. Hún var akkerið í fjölskyldunni og slíkri kjöl- festu er erfitt að sjá á bak. Elsku Gústi. Við sem horfum á eftir Ástu þinni vitum að hún hugs- aði mjög vel um þig og hún var þér allt í þessu lífi. Við styrkjum þig og biðjum góðan Guð að geyma hana hjá sér. Henni munum við aldrei gleyma. Valdimar K. Guðlaugsson, Ólafur M. Magnússon. Nú er hún amma Ásta dáin og við sjáum hana ekki oftar með afa. Amma og afí voru alltaf saman. Þau komu oft í heimsókn til okkar og þá átti amma yfirleitt eitthvað í veskinu sínu og þegar einn af okkur átti afmæli komu amma og afi alltaf með pakka fyrir okkur alla. Amma passaði afa mjög vel og hún vildi alltaf að honum liði sem best. Það var alltaf svo gott að heimsækja þau. Það var svo hreint og fínt hjá henni ömmu. Allt í röð og reglu, úti og inni. Við strák- amir hjálpuðum pabba að slá garð- inn fyrir ömmu og afa. Alltaf var gott að fá eitthvað í svanginn eftir sláttinn og þá beið amma með vöffl- ur eða annað góðgæti fyrir okkur. Við söknum ömmu Ástu en vitum líka að söknuðurinn er mestur hjá afa Gústa. Við munum hana hressa og káta og vonum að henni líði vel hjá Guði og sé ekki lengur lasin. Elsku afí, Guð styrkir okkur öll. Þorsteinn Ingi, Tryggvi Karl og Kristinn Örn. Heima hjá mér var hún kölluð Ásta Gústi. Hún var gift Ágústi bróðir föður míns. Það hefur alltaf verið mikill sam- gangur á milli bræðranna og fjöl- skyldu þeirra. Ég gisti oft hjá þeim hjónum þegar ég var lítil stelpa. Það var alltaf gott að vera hjá Ástu, hún var alltaf kát og hress og stutt í brandarana hjá henni. Ég man eftir rauða hárinu henn- ar, sem var hennar mesta prýði, ég man að það hreinlega heillaði mig. Hún hugsaði vel um manninn sinn og börn. Heimilið hennar var óaðfinnanlegt aldrei sá maður ryk- kom hjá henni. Hún hefur reist sér stóran minn- isvarða, ekki úr steini og heldur ekki með ævisögu, heldur með börn- um sínum. Þau koma öll vel til manns, og eru heiðvirt og gott fólk eins og Gústi er og Ásta var. Sérhver kona getur ekki beðið um meira en það að vita að hún hafi gefið fjölskyldu sinni öruggt skjól. Minnisvarðinn hennar er lif- andi og mun halda áfram að lifa í barnabörnum hennar. Þetta eru lít- il og fátækleg orð um svo mikla konu. Elsku Gústi minn, Grétar, Beggi, Ema Kristín, Þurí og barnabörn, þið hafíð misst mikið og við munum öll sakna hennar. Ég bið Guð að blessa ykkur öll og gefa ykkur frið og huggun. Ég -læt fylgja ljóð eftir afa okkar. Ó, líttu nú, Guð, í líkn og náð til líðandi bama þinna. Láttu þitt guðdóms gæskuráð þau gleði og huggun finna. .Enginn af mönnum orkað fær angur hjartans að lina; þerraðu, Drottinn, tárin tær, er titra á hvörmum vina. Tak þú nú, Jesús, hlýtt í hönd hveijum, sem raunir þjaka. Leystu þau hörðu harmabönd, er hjörtunum angur baka. (Guðjón Pálsson) Margrét Annie og fjölskylda. Milli námsáfanganna og körfu- boltasigranna kom elsti sonurinn, Valdimar Karl, eitt sinn heim með gullfallega og hægláta bekkjarsyst- ur, Þuríði Jónu Ágústsdóttur. Framtíðin var ráðin og ekki löngu seinna hitti ég foreldra stúlkunnar, Ágúst Guðjónsson og Ástu Mar- gréti Sigurðardóttur, sem við kveðjum í dag. Ásta var greinilega mikil kjöl- festa í fjölskyldunni og tóku þau hjón Valdimari strax opnum örm- um. Ásta hafði misst foreldra sína ung úti í Vestmannaeyjum, faðir hennar, Sigurður Einarsson, fórst við bjargsig, en móðir hennar, Margrét Jónsdóttir, veiktist heift- arlega nokkru seinna, en hafði komið yngra barni sínu, Árna, í fóstur til frændfólks síns undir Eyjafjöllum, áður en hún lést. Ásta ólst aftur á móti upp hjá föðursystr- um sínum að Norðurgarði í Vest- mannaeyjum. Gefur augaleið þvílíkur harmur það var fyrir ungt stúlkubarnið að missa báða foreldra sína og sjá af bróður sínum í aðra sveit. Þrátt fyrir einstakt atlæti frændfólks í uppvextinum hefur þessi hörmulegi atburður markað óafmáanleg spor í sálu hennar. Sorgin gleymir eng- um og þeir sem alast upp með henni mega oft ekkert aumt sjá. Þetta var einmitt skýrasti þátturinn í fari Ástu, sem lýsti af kærleik og góðmennsku, borið samt oft BJÖRN RÚNARSSON + Björn Rúnarsson fæddist 30. nóvember 1975 á Akra- nesi. Hann lést í Landspítalan- um 11. júní 1995 og fór útförin fram 19. júní. KÆRI Björn! í tilefni af 20 ára afmælisdegin- um þínum ætla ég að hripa niður nokkrar línur. Þegar ég hitti þig síðast aðeins viku fyrir andlátsdag- inn þinn datt mér ekki í hug að þetta væri í síðasta skiptið sem við hittumst hérna megin. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Að fá þessa hræðilegu veikinda- frétt, síðan andlátsfrétt stuttu seinna, er meira en maður getur sætt sig við, þetta lamar mann al- veg. Þegar ég áttaði mig á að þetta væri raunveruleiki fóru að koma myndir af þér upp í hugann hjá mér. Fyrsta myndin var er við sát- um tvö við eldhúsborðið heima hjá þér, þú að segja mér frá vinnunni þinni sem mér fannst þú svo ánægð- uppi af hressilegu viðmóti, blandað kímni. Þar sem hún sat í fjölskyldu- boðum var jafnan ys og þys litla fólksins, sem leitaði stöðugt til ömmu með ráð, að ógleymdri enda- lausri gjafmildi hennar. í uppvextinum í Vestmannaeyj- um gekk Ásta að öllum almennum störfum, þótt kjörin hafi ábyggi- lega markast af kreppuárunum og bágindum atvinnulífsins í kjölfar þeirra. Sautján ára gömul ræður hún sig svo kaupakona að Skógum undir Eyjafjöllum. Þar er hún á ættarslóðum móður sinnar og Ey- fellingar orðlagðir snillingar til hugar og handa, atorkumenn og gleðimenn. Nokkrum árum seinna fór hún í vinnu til Reykjavíkur og árið 1946 eignast hún elsta barn sitt, Sigurð Grétar Eggertsson, trésmið. Hún flyst með hann ungan sem ráðs- kona til Guðjóns Pálssonar verk- stjóra hjá Vegagerðinni og sálma- skálds frá Stokkseyri. Þar kynnist hún eftirlifandi manni sínum, Ág- ústi bifreiðastjóra, syni Guðjóns, og ganga þau í heilagt hjónaband 27. september 1947 oghófu búskap á Hverfísgötu 100. Árið 1951 byggja svo ungu hjónin Hólmgarð 13 og hefur það verið heimili þeirra æ síðan. Jafn starfsamri konu og Ástu féll ekki verk úr hendi og ásamt heimilishaldinu vann hún áratugum saman við ræstingar á Borgarbóka- safninu. Ásta unni líka heitt sinni fögru Bústaðakirkju, var í kvenfé- laginu og tók heilshugar þátt í uppbyggingarstarfí kirkjunnar með sr, Olafi Skúlasyni, núverandi bisk- upi, og sr. Solveigu Láru Guð- mundsdóttur, aðstoðarpresti hans. Þá átti kvenfélagið Heimaey ekki svo fáar stundir hennar, en í því félagi eru brottfluttar konur úr Vestmannaeyjum. Börn Ástu og Ágústs eru: Guðjón Vilberg, yfirverkstjóri hjá Reykja- víkurborg, kvæntur Sigurbjörgu Ágústsdóttur; Erna Kristín, banka- mær, en sambýlismaður hennar er Ólafur Már Magnússon, útgefandi. Börn hennar og Valdimars Jóns- sonar verkamanns eru Ásta Hjör- dís, förðunarmeistari, og Jón Ág- úst. Yngst er svo Þuríður Jóna, kennari, gift Valdimari Karli Guð- laugssyni, viðskiptafræðingi, og eru synir þeirra Þorsteinn Ingi, Tryggvi Karl og Kristinn Örn. Börn Sigurðar Grétars og Matteu Pétursdóttur eru Ágústa Dröfn, sonur hennar er Kristjan Alexander; Hilmar Freyr og Eva Björg. Uppeldissonur Sigurðar er Snæbjörn Ólafsson. Bróðir Ástu er eins og áður seg- ir Árni, sem lengi bjó að Steinum undir Éyjafjöllum, en er nú hesta- hirðir á Selfossi. Fyrir tuttugu og tveimur árum kenndi Ásta þess meins, sem aftur tók sig upp í sumar og hefur lagt svo margan að velli. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði eftir stutta en stranga legu. Andlát hennar kom flestum á óvart og ég bið algóðan Guð að styrkja Ágúst, börnin og barnabörnin öll, ættingja og vini í þeirra sáru sorg. Alvaldur drottinn ræður, hann gaf lífið og tekur það, því erum við hans hvort sem við lifum eða deyjum. Kærleik- ans Guð leggi Ástu sér að hjarta. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. ur með. Þú náðir í bók til að sýna mér betur á mynd hvar þú hafðir verið að vinna og hvar þú ættir að fara að vinna. Ég sé enn fyrir mér glampann í augunum þínum er þú bentir mér á mynd af hálsinum sem þú hugð- ist aka yfir á fína jeppanum þínum og stytta þér þannig leið heim úr vinnunni. Óg þá vaknar spurningin: Af hverju máttir þú ekki klára þessi störf? Ég fæ víst engin svör. Já, svona er lífið er oft sagt og við fáum engu um breytt. Þakka þér fyrir stutt en góð kynni. Sendi kveðjur heim að Þver- felli. Þín frænka, Ráðhildur Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.