Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 19 Danska stjórnin knýr fram fjárlög Nær að sundra hægri öflunum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA stjórnin sló tvær flug- ur í einu höggi í gær, þegar hún náði samkomulagi við íhaldsflokk- inn um fjárlögin, og sundraði um leið íhaldsflokknum og Vinstri (Venstre). Spurningin er nú hvort þetta hefur áhrif á samstarfið á hægri vængnum. Uffe Ellemann-Jensen, formaður Vinstri, var gallsúr eftir að sam- komulag hinna flokkanna lá fyrir, en sagði að ergelsið myndi fljótt gufa upp, um leið og hann lýsti einlægri aðdáun á pólitískum hæfí- leikum Mogens Lykketoft fjármála- ráðherra. Hans Engell, formaður íhaldsflokksins, segir samstöðu um hertar reglur um atvinnuleysisbæt- ur fyrir öllu, jafnframt því sem miklum niðurskurði til varnarmála hafi verið afstýrt. Deilt um atvinnuleysisbætur Helsta deiluatriði fjárlaga- gerðarinnar hefur verið atvinnu- leysisbætur til ungs fólks undir 25 ára aldri. Þegar í sumar var ljóst að danska alþýðusambandið væri fúst til að fallast á hertar reglur um greiðslur til ungs fólks til að koma í veg fyrir að fólk dagaði uppi á bótum. Þegar stjórnin kynnti hugmyndir sínar um atvinnuleysis- bætur í haust fengu þær dræmar undirtektir frá íhaldsflokknum og Vinstri. Hins vegar létu áhrifamik- il öfl í atvinnulífinu í ljós ánægju með hugmyndir stjórnarinnar. í viðræðunum undanfarna sólar- hringa kom í ljós að íhaldsflokkur- inn vildi mikið vinna til að semja, þar sem atvinnulífið væri sátt við stefnuna í fjárlagagerðinni. Stjórn- in kom einnig til móts við flokkinn með því að leggja af stóreigna- skatt og bæta kjör húseigenda. Vinstri stóð hins vegar fast á sínu. Leitt er að því líkum að flokk- urinn hafí haft áhuga á að hindra íjárlagagerð, svo ekki væri annað en að efna til kosninga, en flokkur- inn stendur mjög vel í skoðana- könnunum með um þriðjung kjós- enda að baki. Bæði Ellemann-Jensen og Hans Engell, formaður íhaldsflokksins, undirstrikuðu hins vegar í gær að flokkar þeirra væru eðlilegir sam- starfsflokkar, þrátt fyrir uppákom- una nú. Til þess er tekið í dönskum fjölmiðlum að samband flokksform- annanna sé ekki sérlega innilegt og hafi aldrei verið. Hinn glaðlegi og góðlegi Engell er maður mála- miðlana, meðan Ellemann-Jensen er óbanginn við að storka og egna á mjög ódanskan hátt, kannski af því að i æðum hans rennur spænskt blóð. Reuter Egypska sljórnarflokknum spáð stórsigri í kosningum Ásakanir nni víð- tæk kosningasvik Kaíró. Reuter. NÝTT þing var kjörið í Egyptalandi í gær og hreyfingar íslamskra stjórnarandstæðinga sökuðu lög- regluna, starfsmenn á kjörstöðum og stjórnarflokkinn um „svívirðileg kosningasvik" víða um landið. Stjórnarandstæðingarnir sögðu að lögreglan hefði handtekið hund- ruð íslamskra heittrúarmanna, sem tóku þátt í kosningabaráttunni, full- trúar stjórnarandstöðunnar hefðu ekki fengið aðgang að nokkrum kjörstöðum og dæmi væru um að kjörkassar hefðu ekki verið tómir þegar kosningarnar hófust. Vatn á myllu öfgamanna? Fréttaritari Reuters kvaðst hafa séð 16 ára unglinga, tveimur árum undir kosningaaldri, ganga út úr kjörklefum í heimabæ Atefs Sedkis forsætisráðherra. Talsmaður Verkamannaflokks- ins, sem höfðar einkum til íslam- skra heittrúarmanna, sagði augljóst að yfirvöld hefðu gert allt sem þau gætu til að koma í veg fyrir að ísl- amskir frambjóðendur færu með sigur af hólmi í kosningunum. Hann kvaðst óttast að þetta yrði til þess að ungir Egyptar snerust á sveif með herskáum hreyfingum sem sniðgengu kosningarnar og vilja stofna íslamskt ríki með vopnaðri uppreisn. Fregnir hermdu að ofbeldisseggir á vegum stjórnarflokksins, Lýðræð- isflokks Egyptalands, hefðu ráðist á leiðtoga Múslimska bræðralags- ins, Mamoun el-Hodeidi, á kjörstað í Kaíró. Hodeidi, sem er 86 ára fyrrverandi dómari, væri nú rúm- fastur á kosningaskrifstofu flokks- ins. 3.980 frambjóðendur börðust um 444 þingsæti í 222 kjördæmum. Flestir þeirra buðu sig ekki fram í nafni flokka en hundruð frambjóð- endanna eru í flokkujn sem snið- gengu síðustu þingkosningar árið 1990. Stjórnarflokknum spáð 80% Lýðræðisflokkurinn var með mikinn meirihluta á gamla þinginu og búist er við að hann fái um 80% þingsætanna í kosningunum. Hosni Mubarak forseti sagði að ekki yrði stokkað upp í stjórninni eftir kosn- ingarnar. Lýðræðisflokknum stafaði mest hætta af íslömsku frambjóðendun- um, sem eru flestir í Verkamanna- flokknum og Múslimska bræðralag- inu en buðu sig fram sem óháðir. Yfirvöld hafa bannað Múslimska bræðralagið, sem er fjölmennasti flokkur íslamskra bókstafstrúar- manna og vill stofna íslamskt ríki með friðsamlegum hætti. Sjötug ballerína RÚSSNESKA ballettdansmærin Maya Plisetskaja hélt upp á sjö- tugsafmæli sitt í vikunni með því að dansa á sýningu Bolshoj-ball- etflokksins á Svanavatninu sem haldin var henni til heiðurs. Pli- setskaja hefur stundað listdans í hálfa öld og sýningargestir sögðu að helmingi yngri dans- mær hefði verið fullsæmd af frammistöðu hennar á sýning- unni. Á myndinni hneigir hún sig fyrir áhorfendum, sem klöppuðu henni ákaft lof í lófa að sýning- unni lokinni. ----» ♦■♦-- Castro heim- sækir Kína Peking. Reuter. FIDEL Castro, forseti Kúbu, hóf sína fyrstu opinberu heimsókn í Kína í gær. Sendiherra Kúbu í Pek- ing sagði, að Castro vildi læra af markaðsumbótunum í Kína. Castro ræddi ekki við fréttamenn og fyrstu ummerkin um „hina sósíölsku efna- hagsbyltingu" sá hann út um gluggann á þýskri glæsikerru. Bresk fjárlög valda vonbrigðum London. Reuter. BRESKIR íhaldsmenn urðu fyrir nokkrum von- brigðum með fjárlagafrumvarpið, sem lagt var fram á þingi í fyrradag, og telja, að það breyti litlu um stöðu flokksins hjá kjósendum. Segja þeir, að betur verði að gera á næsta ári eigi Ihaldsflokkurinn að geta gert sér vonir um að sigra í næstu kosningum. íhaldsmenn vonuðu, að með fjárlagafrumvarp- inu tækist þeim að vinna aftur á sitt band óánægða kjósendur, til dæmis með skattalækk- unum, en frumvarpið einkennist fyrst og fremst af mikilli varkárni. Á fjármálamarkaði hefur því verið tekið heldur fálega vegna fyrirætlana um auknar, opinberar lántökur á næsta ári og ónógs niðurskurðar og skattgreiðendum finnst skatta- lækkunin of lítil. í fjárlagaræðu sinni boðaði Kenneth Clarke fjármálaráðherra verulega aukin útgjöld til heil- brigðis-, mennta- og lögreglumála en á móti koma auknar álögur á tóbak og bensín. Þá verður skor- ið niður á ýmsum öðrum sviðum félagsmála og í rekstrarkostnaði ríkisins. Auðveldar vaxtalækkun Skattalækkunin er rúmlega 19.000 ísl. kr. á ári fyrir bresku meðalfjölskylduna en hagfræðing- ar segja, að þessi hóflega lækkun auðveldi hins vegar Clarke að lækka vexti og ná þannig þeim 3% hagvexti, sem spáð er í fjárlagafrumvarpinu. John Redwood, sem tókst á við John Major forsætisráðherra í leiðtogakjöri innan íhalds- flokksins í júlí sl., sagði, að líta yrði á fjárlaga- frumvarpið sem fyrstu útborgun, sú næsta yrði að koma að ári. Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, kvaðst ekki mundu vinna gegn þeim skattalækk- unum, sem boðaðar væru í frumvarpinu. Þær kæmu sér vel fyrir venjulegar írjölskyldur, sem borguðu nú 7% hærri skatt en 1992. Hann bætti því hins vegar við, að hefði frumvarpið átt að laga stöðu íhaldsflokksins, þá myndi það mistak- ast. Reuter Lúkashenko á kjörstað Kosið í Hvíta- Rússlandi ÞINGKOSNINGAR fóru fram í Hvíta-Rússlandi í gær og ftjálslyndir stjórnarandstæð- ingar sögðust vona að kjörið yrði þing sem gæti staðið uppi í hárinu á Alexander Lúkas- henko forseta. Kosið var í 141 kjördæmi, en þar þurfti að endurtaka kosningar sem fóru fram í maí og voru úrskurðað- ar ógildar vegna lítillar kjör- sóknar. Um helmingur þing- sætanna hafði verið auður. Lúkashenko mætti á kjör- stað í Minsk en sagði blaða- mönnum að hann hefði gert atkvæðið ógilt. Stjóm hans hefur tekist að vinna bug á óðaverðbólgu en hún hefur lít- ið gert til að koma á fíjálsum markaðsbúskap og lífskjörin í Hvíta-Rússlandi eru enn verri en í Rússlandi. Nasisti fær fangelsisdóm AU STURRÍ KISM AÐURINN Edwin Neuwirth fékk í gær eins árs skilorðsbundinn fang- elsisdóm fyrir að afneita því að útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum hefði átt sér stað. Dómurinn var kveðinn upp vegna ummæla Neuwirths á blaðamannafundi þegar hann tók á móti rússneska þjóðemissinnanum Vladímir Zhírínovskíj árið 1993. Að- spurður um gasklefa nasista sagði hann þá: „Ég veit ekkert um þá. Fram hafa farið rann- sóknir sem sýna að gasklef- arnir vom ekki til.“ Berlusconi mætir ekki SILVIO Berlusconi, fyrrver- andi forsætisráðherra Ítalíu, kvaðst í gær ekki ætla að mæta á fund sem saksóknarar í Mílanó höfðu boðað hann á í dag til að yfirheyra hann um meint brot fyrirtækja hans á lögum um Qármögnun fiokka. Berlusconi áréttaði þá afstöðu sína að ásakanir saksóknar- anna væru liður f pólitískri ófrægingarherferð gegn sér. Pólland í OECD? GRZEGORZ Kolodko, Qár- málaráðherra Póllands, spáði því í gær að landið fengi aðild að Efnahags- og framfara- stofnuninni (OECD) um mitt næsta ár. Hann sagði mikil- vægt að þetta gengi eftir þar sem annars væri borin von að Pólveijar gætu gengið í Evr- ópusambandið fyrir aldamót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.