Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 57 ______BREF TIL BLAÐSINS_ Halldór Laxness ástmaður og hjáguð Frá Baldrí Hermannssyni: FYRIR nokkrum árum las ég smá- sögu um gamalt skáld, sem fellir hug til frægrar ekkju, útlendrar, og er svo að sjá sem hún endurgjaldi þær tilfinningar. Þetta var yndisleg saga, mígfyndin, ljómandi vel skrif- uð, persónur allar svo lifandi og raunverulegar. Það var ekki vandasamt að sjá fyrir sér Halldór Laxness sem skáld- ið góða, og frú Picasso sem ekkj- una, og þess gat ég mér til, að höf- undur sögunnar, sem var Hrafn Gunnlaugsson, myndi hafa nokkuð fyrir sér í efni hennar. Sagan sýndi svo ekki varð um villst, að Hrafn Gunnlaugsson er einn af okkar bestu smásagnahöf- undum fyrr og síðar, kannski sá besti, og í raun og veru þykir mér honum oft takast betur upp á því sviði en kvikmyndagerð, þótt ólíku sé þar saman að jafna. Hitt fannst mér þó meir um vert, að þama var fundin dýrmæt heimild um Halldór Laxness, og þótti mér þá sem Hrafn hefði auðgað til muna þá mynd, sem íslendingar hafa gert sér af honum. Yfirleitt hefur Halldór komið fyrir sem fágaður undir- hyggjumaður, vægðarlaus, kaldhæð- inn, stundum andstyggilegur í tils- vörum, en þama birtist hann ljóslif- andi sem tilfinningaríkur ástmaður. Tvöfalt líf Á seinni árum hafa fræðimenn flett ofan af þjónustu Halldórs við Jósef Stalín og verður ekki lengur hjá því litið, að Halldór lifði tvöföldu lífi - annað fór fram í ljóma bók- menntafrægðar, hitt í skuggasund- um heimskommúnismans. Þessar afhjúpanir eru ískyggilegar, og eru þó nær öll skjöl um hann órannsök- uð, þau sem varðveitt eru í skjala- söfnum kommúnista í Rússlandi, svo að margt á enn eftir að koma í dagsljósið um feril Halldórs Lax- nes_s. Ég hef áður, fyrir tveimur áratug- um, lýst á prenti aðdáun minni á Halldóri, og þarf ekki að endurtaka þau orð hérna, en hitt vil ég segja, að smásaga Hrafns um Halldór er í alla staði kærkomin gjöf, og ekki síst nú, þegar naprir vindar upp- ljóstrana næða um Halldór. Þetta er falleg saga, hugnæm, um gamlan mann sem verður ungur í annað sinn, og það er ég viss um að seinni tima fólk mun kunna Hrafni þökk fyrir að haldá til haga þessum at- burðum. Geðþekk lýsing Það er fróðlegt að minnast þess, að nú á dögum eru íslendingar þakklátir fyrir hverja örðu fróðleiks, sem fyrri tíðar menn héldu til haga um annan meistara, Snorra Sturlu- son, og þótt frásögn Sturlu frænda hans Þórðarsonar sé hvergi nærri hlutlaus, þá værum við nú fátækari þjóð ef við hefðum hana ekki. Og þá er að minnast Njáluhöfundar, þess dularfulla manns, en ótaldar eru þær stundir, sem gáfaðir menn hafa nagað handarbökin og reynt að geta sér til um hann - sjálfur þekki ég menn sem myndu gefa aleiguna til að vita hver hann var og hver urðu örlög hans forðum daga. Halldór Laxness er einn sviprík- asti íslendingur 20. aldar, og þótt margt sé um hann vitað, sjá menn núna, að við vissum miklu minna en við héldum; smásaga Hrafns er til þess fallin að lýsa upp hlið, sem engar sögur fóru af, og það er geð- þekk lýsing í gamansömum dúr, en eins og spakmælið segir: við hlæjum að þeim sem við elskum. Hneykslaðar konur Nýlega las Hrafn upp sögu sína í útvarp og flutti hana af snilld, enda er hann frábær eftirherma, en sá flutningur fór fyrir btjóstið á tveimur konum, Guðrúnu Péturs- dóttur og Gunnhildi Jónsdóttur, og hafa þær báðar skrifað greinar í Morgunblaðið, útblásnar af for- dæmingu og hneykslun. Ég held að þessar konur verði að sætta sig við þá staðreynd, að Halldór Laxness er ekki aðeins hluti af lífí þeirra sjálfra, heldur islensku þjóðarinnar, og það er ekki við öðru að búast en svo mikilsháttar maður verði skáldum söguefni, á sama hátt og Halldór gekk manna lengst í því efni, að tefla fram þekktum samtímamönnum í sögum sínum. Gunnhildur Jónsdóttir kallar það siðleysi, er Hrafn notar Halldór sem fyrirmynd, en mætti ég spyija Gunnhildi: kona góð, hefur þú ekki lesið ritverk Halldórs Laxness? Hef- urðu ekki séð hvernig hann teflir fram Ólafi Thors, Bjarna Ben, Ósk- ari Halldórssyni, skáldinu á Þröm, Einari Benediktssyni og mörgum, mörgum fleiri nafntoguðum mönn- um? Og Guðrún, þú sem talar um að skáldið sé ekki iengur í stakk búið til að bera hönd fyrir höfuð sér; var Einar Benediktsson í stakk búinn til að bera hönd fyrir höfuð sér, þegar Halldór lék hann sem harðast? Ég held að konum þessum sé vænlegast að ýta til hliðar öllum ásökunum um siðleysi, því slíkar ásakanir hæfa Halldór sjálfan miklu harðar en Hrafn Gunnlaugsson. Umdeildur hjáguð Ég vil að endingu segja þetta. Halldór Laxness er stórbrotinn mað- ur, en hann er líka margbrotinn og því fer víðsfjarri að öll kurl séu til grafar komin um lífsferil hans. Bjánum er fijálst að hafa hann sem einskonar hjáguð, hafinn hátt yfir bresti dauðlegra manna. Þeir mega blóta guðinn Laxness, ræða um hann í hálfum hljóðum með glýju í augum og smjaður á vör, en þeir verða að una því þótt aðrir lítj á hann sem venjulegan, dauðlegan mann. Halldór gerði margt vel, en sumt vann hann illa. Hann var umdeildur meðan hann var upp á sitt besta, hann er umdeildur enn og verður umdeildur næstu áratugi, kannski næstu aldir. íjónkun hans við Stal- ín verður mörgum þyrnir í augum, og skáldskapur hans er ekki heldur hafinn yfir gagnrýni, þótt Guð- mundur Andri Thorsson sé farinn að skipa Islendingum að vera á einu máli um þá Halldór og Hrafn; rit- stíll Halldórs, til dæmis, sem mörg- um þykir kynngimagnaður, finnst öðrum tilgerðarlegur og fráhrind- andi; sumum fínnst sögur hans gæddar göfugum boðskap, aðrir sjá í þeim áróður og þráhyggju; sumum finnst þær skemmtilegar, öðrum blátt áfram leiðinlegar. Eitt er þó víst: Halldór markaði djúp spor í þjóðlífið, og vonandi fylgja nú fleiri í kjölfar Hrafns Gunnlaugssonar, rifja upp kynni sín af Halldóri, komandi kynslóð og okkur öllum til fróðleiks og skemmt- unar. Og þá mætti Halldór vel við una ef allir minntust hans jafn fal- lega og Hrafn í sinni sögu. BALDUR HERMANNSSON, Krummahólum 8, Reykjavík. Á ríkið sér hlutverk í íslenskri ferðaþjónustu? FtF Félag háskólamcnntaðra ferðamálafræðinga Málþing haldið á vegum Félags háskólamenntaðra fer- ðamálafræðinga (FHF) 1. desember 1995 Fundarstaður: Grnnd Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Fundarstjóri og stjórnandi pallborðsumræðna: Júlíus Sigurbjörnsson, deildarstjóri. Fundarritari: Sigrún H. Sigmundsdóttir, ferðamdlajræðingur. Þáttökugjald: 1.000 - krónur (innifalið er kaffi og veitingar að loknu pinginu). Skráning: Sími 586 1313 og 511 3500 DAGSKRÁ Setning málþings: 14:00 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður FHF. Framsöguerindi: 14:10 Tómas Ingi Olrich, alþingismaður og varaformaður Ferðamálaráðs. 14:40 Kristín Halldórsdóttir, alpingismaður og furrv. form. Ferðamálaráðs. 15:10 Fundarhlé. 15:30 Erla Sigurðardóttir, ferðamálafræðingur. 16:00 Fundarhlé. 16:15-18:00 Pallborðsumræður. Þátt.: Tómas Ingi Olrich, Kristín Halldórsdóttir, Erla Sigurðardóttir, Paul Richardson, framkvæmdastjóri Ferðapjónustu bænda, Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, ferðamálafræðingur, Magnús Oddsson, ferðamálastjóri. 18:00 Fundarslit - veitingar. — — HÓTEL REYKJAVlK ncs IŒLAND SAfiMU UIAVEL Útgáfiln Stmriniuilerúlr L teásyn AUSTURLANDS TRAVEL FLUCLEIDIR , innanlandsK AskuR fO, Nýjar vörur í hverri viku til jóla. Litlu klemmurnar og trétölurnar komnar. Sýnikcnnsla 30. nóv. og 1. des. kl. 14-17 í applikeringu með límefninu vinsæla sem þolir þvott. ^Frú ‘BóthiCdur, BútasaumsversCun \Suðurtandsbraut 20, sími SS3-3770.Veríð velkomin. Félagar athugið! Smalað verður í hausthögum félagsins laugardaginn 2. desember. Bílar verða í Arnarholti kl. 11.00 - Saltvík kl. 13.00 Þeir sem vilja fá hross úr Geldinganesi, vinsamlega hafið samband við skrifstofuna í síma 567 2166. Fákur fdes. ■ - Kynning p I SériræðingurokkariSystemProiessional I hárvörum leiðbeinir viðskiptavinum og ■ gestumokkarumvalognotkunSP.sem U fæsteingönguáhárgreiðslustofum. brtu velkomin í VALHÖLL Herdís, Helga, Inga og Sigga, Óðinsgötu 2, sími 552-2138. rvrir pær sem i hafa fagra leq Þeqar þú kaupir Oroblu sokkabuxur eóa OneTouch háreyðinqarvörur færð Kynninq föstudaqinn 1. desembpr kl. 13:00 -18:00 INGOLFS APÓTEK KRINGLUNNI, SfMI: 568 9970 OROBLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.