Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 39 AÐSENDAR GREINAR Annað niðjamót Longættar I Richard Long - leiksoppur örlaganna FYRIR ári, nánar tiltekið 1. desember 1994, greindi ég í dá- lítilli grein í Morgun- blaðinu, frá ævintýra- legum uppvaxtarárum Richards Long (1783- 1837) verslunarstjóra á Austfjörðum, ætt- föður Long-ættar. Hann fæddist í Howd- en, smábæ í grennd við Hull í Englandi, og sleit þar barns- skónum. Á 12. ári fer hann káetu- drengur í sína fyrstu sjóferð,, en franskir sjóræningjar ræna skipið, og drengnum. Um stund var hann síðan í áhöfn með fransmönnum, vel látinn aðstoðarmaður skip- stjóra, þar til þeir stranda við Jót- land og er bjargað í land. Héraðsdómarinn í Lemvig, Hans Jacob Lindal, gengur stráksa í föð- ur stað og kennir honum verslunar- fræði. Um tvítugt ræðst Richard til Andreas Kyhn í Kaupmanna- höfn, sem hefur mikil umsvif á ís- landi, og líður ekki á löngu þar til Richard er þangað kominn verslun- arstjóri. Honum farnast vel í fyrstu, en lendir í andstreymi í nýju heima- landi, og fjárkröggum, í upphafi sökum óráðvendni og gjaldþrots Kyhns kaupmanns. Nýttist illa góð menntun Richards og málakunn- átta. Hann lést fátæk- ur maður heima hjá Þórunni dóttur sinni árið 1837, 54 ára gam- all. Richard Long eign- aðist 7 börn. Eru af- komendur þeirra kenndir við ættföður- inn frá Howden, einu nafni Longætt. Útgáfa og annað niðjamót Ýmsir hafa um dag- ana unnið að skráningu Longættar. Hafa þar Þór Jakobsson safnast mikilvægar upplýsingar, sem nýt- ast vel við frekari vinnu sem nú stendur yfir með útgáfu í huga. Tekist hefur góð samvinna um slíka útgáfu með Félagi niðja Richards Long undir forystu formanns, Ey- þórs Þórðarsonar skjalavarðar, út- gáfufyrirtækinu Þjóðsögu hf., en Páll Bragi Kristjónsson fram- kvæmdastjóri er eldmóðsmaður þessa verks, og í þriðja lagi Gunn- laugi Haraldssyni, þjóðhátta- og fornleifafræðingi, sem hefur mikla reynslu við söfnun og frágang stéttatala og niðjatala. Stofnfundur Félags niðja Rich- ards Long í fyrra var fjölsóttur og sóttu hann fimmfalt fleiri en áætlað var í upphafi. Næstkomandi laugardag, 2. desember 1995, verð- ur haldið í Átthagasal að Hótel Sögu í Reykjavík annað niðjamót Longættar. Aðalfundur félagsins Ljósmynd/Jóhannes Long FRÁ stofnfundi Félags niðja Richards Long á Hótel Sögu 2. desember 1994. Laugardaginn 2. des- ember verður haldið niðjamót Longættar, segir Þór Jakobsson. Það fer fram í Átthaga- sal Hótels Sögu. hefst kl. 14, en niðjamótið sjálft kl. 15. Aðgangseyri verður stillt í hóf, en kaffi og gosdrykkir verða á boðstólum. Niðjamótsnefnd hefur undirbúið hljóðfæraslátt, söng og upplestur um athyglisverðan ætt- ingja. Hans Jacob Lindal - staðgengill Skúla Magnússonar En hver var Hans Jacob Lindal, fósturfaðir Richards Long? Svo virðist sem tilviljun hafi ekki ráðið því, að Richard Long, fóstur- sonur Hans Jacobs Lindal í Lemvig á Jótlandi, hafi verið sendur til ís- lands ungur verslunarmaður. Fróð- ir menn, helst Einar Bragi Sigurðs- son rithöfundur, benda nú á að héraðsdómari þessi sé enginn annar en aðstoðarmaður Levetzow, stift- amtmanns yfir íslandi árin 1785- 1790, en svo segir í Vatnsfjarðar- annál yngsta: „Þetta sumar (anno 1785) kom ... Levetzow sem stift- amtmaður yfir íslandi... Hann með frú, börn, samt fullmegtugan hr. Hans Jacob Lindal og allan sinn varnað settist að Bessastöðum.“ Hans Jacob Lindal bjó sem sagt á Bessastöðum. Dvöl hins kornunga embættis- manns á íslandi var ekki tíðinda- laus. Árið 1786 leysti stiftamtmað- ur sjálfan landfógeta, Skúla Magn- ússon, og Jón son hans, frá störfum vegna ætlaðrar fjármálaóreiðu. Og Hans Jacob Lindal var settur land- fógeti meðan stóð á könnun á fjár- reiðum þeirra feðga. Var hann þá 23 ára, landfógetinn! Frávikningin stóð þó ekki lengi og voru báðir þeir feðgar komnir til sama emb- ættis árið eftir. Sr. Jón Steingríms- son eldklerkur ber yfirvaldinu, hin- um „hissuga“ stiftamtmanni Lev- etzow og „vonda þénara“ Lindal, illa söguna í Æfisögu sinni og fagn- ar brottför þeirra heim til Dan- merkur árið 1790. Nú mætti spyija sagnfræðinga. Skyldi Richard Long, fóstursonur Hans Jacobs Lindal, fyrrum stað- gengils Skúla Magnússonar, ekki hafa verið litinn hornauga strax og 'hann sté á land hér á íslandi? Enginn sona Richards Long heitir í höfuðið á velgerðarmanni hans og fósturföður. En hálfu ári eftir lát hans eignast dóttir hans, María Elísabeth Beck, son sem hún lætur heita Hans Jakob. Varð þessi dótt- ursonur ættföðurins kynsæll út- vegsbóndi á Sómastöðum í Reyðar- firði og hefur nafn hans haldist í ættinni fram á þennan dag. Höfundur er veðurfræðingur. I l Skilningur apótekara RANNVEIG Gunn- arsdóttir lyfjafræð- ingur, sem starfar tímabundið í heil- brigðisráðuneytinu, en annars sem lyfja- fræðingur á einu sjúkrahúsana í Reykjavík, skrifar grein í Mbl. 25. nóv- ember sl. sem hún kallar misskilning apótekara. Tilefnið er grein sem undirritað- ur skrifar í Mbl. 16. nóvember sl. og sagt til að koma á fram- færi leiðréttingum við hana. Meintar leiðréttingar hljóta hins vegar að vera misskilningur Rannveigar, því í greininni vitnar hún sjálf í bréf ráðuneytisins um að sjúkrahús og stofnanir á lands- byggðinni beini viðskiptum sínum til sjúkrahúsapóteka í Reykjavík. Þá er það staðreynd að sjúkra- húsapótek urðu til með nýjum lyfjalögum. Allir vita að á sjúkrahúsum eru notuð margvísleg lyf. Umsjón með þessum lyfjum hafa lyfjafræðingar sem þar starfa, en þær deildir hafa hingað til kallast lyfjabúr. Líklega hefur þessum lyfjafræð- ingum ekki líkað þetta nafn, því á undanfömum árum hafa þeir reynt að koma nafninu apótek á þessar deildir og með nýju lögun- um tókst þetta, en áður var ekk- ert til í lögum sem hét sjúkra- húsapótek. Lyfjabúrin á sjúkra- húsunum voru ein deild í starfsemi þeirra á sama hátt og þvottahús og eldhús og hafði ekkert með apótek að gera í þeirri mynd sem við þekkjum þau. Rannveig tíund- aði í grein sinni ýmis ákvæði úr eldri lögum um notkun lyfja á sjúkrahúsum, en þar er hvergi minnst á apótek. Með nýju lögun- um urðu þau hins vegar til og markmiðið að selja fólki lyf. Fyrri grein mín var skrifuð til að vekja athygli þingmanna Sjálf- stæðisflokksins á því sem þarna væri að gerast. Ríkið væri að koma sér upp apótekum og ætlaði í samkeppni við okkur apótekara og meira að segja með forrétt- indum ef Rannveig Gunnarsdóttir hefur sitt fram. Skráning S-merktra lyfja á lyfjaskrá er bundin við notkun á sjúkra- húsum en ekki veit ég við hvaða lög Rann- veig styðst þegar hún veitir sjúkrahúsaptó- tekunum þau forrétt- indi að þau ein megi selja S-merkt lyf. I greinargerð með nýju lyfjalögunum var lögð mikil áhersla á að starfsemi sjúkrahúsapótekanna væri aðskil- in frá annarri starfsemi sjúkrahús- anna til þess að hægt væri að meta kostnað af starfseminni og bjóða hana hugsanlega út. Þetta áttu ekki að vera nein forréttinda- apótek, enda stæðist það ekki samkeppnislög. Þegar sjúkrahús- lyfjafræðingarnir voru að berjast fyrir því að stofnuð yrðu apótek við sjúkrahúsin notuðu þeir óspart að þetta yrði svo mikið hagræði og mikil þjónusta við fólk eins og ekkert væri til sem héti sími, sím- bréf, heimsendingar eða þjónusta yfirleitt sem apótekin hafa veitt árum saman. Þama höfðu þeir erindi sem erfiði. í grein Rannveigar kemur fram Ákvæðin í lögum frá 1982 eiga, að mati Benedikts Sigurðsson- ar, að nægjaþörfum sjúkrahúsanna. að tilgangurinn með þessu öllu var að létta hluta af lyfjakostnaði af sjúkrahúsunum, stórum og smáum, og flytja hann yfir á Tryggingastofnun ríkisins og þeg- ar menn komust á bragðið komu áætlanirnar um tekjurnar sem hafa mætti af þessari starfsemi. Öll lyfjasala sjúkrahúsanna til al- mennings hlýtur að koma niður á apótekunum úti í bæ og ég fæ ekki trúað að það hafi verið ætlun þingmanna Sjálfstæðisflokksins að ríkið færi í þessa samkeppni og meira að segja með forréttind- um. Þegar lögin voru til umfjöllun- ar í þinginu bentum við apótekar- ar ítrekað á að þetta mundi ger- ast. Því var ekki trúað, að það, að sjúkrahúsin fengu heimildir til að bjóða lyfjaþjónustuna út, látið duga sem vörn gegn þessu. Eg lít svo á að ákvæðin í lögun- um frá 1982 hafi alveg fullnægt þörfum sjúkrahúsanna og að stofnun apóteka við þau með nýju lögunum hafi verið slys sem enn sé hægt að bæta fyrir. Höfundur er lyfsali í Keflavík. Klæðningin sem þolir íslenska veðróttu Leitið tilboða AVALLT TIL A LAGER ÞÞ &co »>. ÞORGRIMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • 108 REYKJAVlK SÍMAR 553 8640/568 6IOO,fax 588 8755. Benedikt Signrðsson Hollvinir A MORGUN, fyrsta desember, verða stofnuð Hollvinasamtök Háskóla íslands. Þegar Guð- mundur Steingrímsson, formaður Stúdentaráðs, hafði samband við mig til að vekja athygli mína á því, kom það mér helst á óvart að slíkum sam- tökum skyldi ekki þegar hafa verið komið á legg. Sjálfur gekk ég í háskóla hér vestra og hef setið í stjóm svipaðs félags- skapar utan á þeim skóla. Ég hef einatt litið á það sem ljúfa skyldu, enda alltaf haft taugar til þeirra skóla sem ég hef sótt og þess fólks sem ienti í því að reyna Ég gerist hiklaust félagi í Hollvinasamtökum Háskóla íslands, segir Ólafur Jóhann Olafs- son, enda menntun _______grundvöllur________ framtíðarinnar. að koma einhveiju gagnlegu inn í kollinn á mér. Hollvinasamtök Háskóla íslands hljóta hins vegar að verða frábrugðin sambærilegum batteríum úti í heimi að því leyti að þar verður að koma saman fólk frá öllum sviðum þjóðlífsins, og skiptir engu hvort það hefur nokkum tíma set- ið á skólabekk við Suð- urgötu. Því Háskóli ís- lands er eign þjóðarinn- ar sem hefur við hann skyldum að gegna. — Og hún við hann. Þegar ég var strákur vann ég á sumrin eins og tíðkaðist meðal ungl- inga. Sú skólaganga bjó mig ekki síður undir seinni tíma en dvöl mín í kennslutímum og fýr- irlestram á vetram. Þar lærði ég vinnubrögð og komst að því að grauturinn ratar ekki fyrirhafnarlaust í skálina. Þannig hefur ungt fólk á íslandi aldrei ein- angrast frá þjóðlífmu, eins og ég varð vitni að ansi oft hér vestra, þegar nýútskrifaðir háskólastúdentar mæta — í fyrsta sinn — til vinnu. Menntun er vitaskuld gi-undvöllur framtíðar okkar eins og annarra þjóða. Þess vegna verður að hlúa að þessum eina háskóla þjóðarinnar, efla þar rannsóknir og akademíska reisn. Á sama tíma er nauðsynlegt að sjá til þess að hann einangrist ekki og verði aldrei einhvers konar fílabeins- tum. Ég ætla hiklaust að gerast félagi í þessum samtökum — enda þótt ég hafi aldrei verið nemandi við Háskóla íslands — og ég hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Höfundur er sljómarformaður hjá Sony í Bandaríkjunum. Ólafur Jóhann Ólafsson Skólavörðustíg 10 símí 561 1300 ^ÖLLSMJÐ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.