Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Járn, viður, eir MYNDLIST Listasafn íslands ÞRÍVÍDD Guðmundur Benediktsson. Opið alla daga nema mánudaga frá 12-18. Til 10. desember. Aðgangur ókeypis. SÉ LITIÐ til baka og á þróun rýmislistar hér á landi kemur helzt tvennt í ljós, hið fyrsta hve högg- myndalistin var lengi einangruð og stéttin fámenn, og svo hve mynd- höggvurum fjölgar ört við stofnun sérdeildar í skúlptúr við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1979 eða ’80, í skólastjóratíð Einars Hákon- arsonar. Framan af öldinni var einungis um einn starfandi myndhöggvara að ræða, sem var brautryðjandinn Einar Jónsson, en á þriðja og fjórða ára- tugnum komu þeir fram Ríkarður Jónsson, Asmundur Sveinsson og Siguijón Ólafsson, og má segja að þeir hafi verið alltyfirgnæfandi stærðir meðan þeir voru og hétu, að ógleymdri Nínu Sæmundsson, sem vann mestmegnis að list sinni í Bandaríkjunum. Ymsir ágætir hæfi- leikamenn voru starfandi i faginu, t.d. Marteinn Guðmundsson og Guð- mundur frá Miðdal, en það var svo ekki fyrr en með Ragnari Kjartans- syni, bræðrunum Guðmundi og Jóni Benediktssyni og Jóni Gunnari Arna- syni að markverðar stærðir sóttu á vettvanginn. Það má lengi velta því fyrir sér, hvers vegna sérdeild við MHÍ var ekki stofnuð löngu fyrr, og hví öll viðleitni er skaraði rúmtak var lengstum kennd í námskeiðaformi og þeim stuttum. Fjöldi nemenda skiptir hér engu máli, því hveiju þjóð- félagi eru slíkir svo mikilvægir að kennarastóll er réttlætanlegur utan um einn framúrskarandi nemanda, og mun frekar en 10 miðlunga. Þótt Guðmundur Benediktsson hafi starfað að höggmyndalist frá miðbiki aldarinnar, var það ekki fyrr en hann hóf að vinna í eirmyndir, að athygli manna fór að beinast að honum í vaxandi mæli. Ekki svo að hann hafi ekki gert markverð verk áður, heldur var sleginn nýr og ferskur tónn með þessum verkum, auk þess sem þau voru langtum fremri öllu því sem hann hafði áður gert og samstiga því framsæknasta sem ver- ið var að gera á vett- vanginum hér á landi. Með þeim var hann ein- faldlega kominn upp að hlið þeirra Ásmundar og Sigutjóns, en naut hvorki sömu hvatningar né meðbyrs sem fyrirrennarar hans. Hefðu þess- ar myndir þó tekið sig mjög vel út í stækkuðu formi, því þær búa marg- ar hveijar yfír þeim upphafna „monumentala" krafti sem er kostur allra mikilsverðra minnisvarða á op- inberum vettvangi. Þá er meira af listamanninum sjálfum í þeim en nokkru því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur fyrr og síðar, og verkin voru um leið „últra móderne" er þau komu fram, eins og listamenn kom- ast stundum að orði til áherzluauka. Guðmundur hafði ekki til að bera þá næstum lífsnauðsynlegu hæfíleika hér á landi, að trana sér fram og vaða yfir aðra, en hins vegar naut hann handlagni sinnar og menntunar sem smiður. Var nauðsynlegur mað- ur í innviðum FÍM um árabil og sá sem skilaði einna raunhæfustu starfi ,í sýningarnefnd. Má þess geta sér- staklega hér, því þakkir liggja ekki á lausu í þeim samtökum, einkum má nefna hlut hans að Samnorrænu sýningunni að Kjarvalsstöðum 1972, en hún hefði aldrei gengið jafn snurðulaust fyrir sig án hans aðstoð- ar, sem var allstaðar ef á þurfti að halda. Átti hann stóran hlut í að sanna, að þetta var i raun ekki úrelt sýningarform, heldur hafði verið illa staðið að málum lengi vel, því sýning- in gekk mun betur en í annan tíma og hinir norrænu listamenn og gest- ir sem furðu lostnir. Má segja að Kjarvals- staðir hafi verið eins og aðaljámbrautar- stöð á háannatím- anum síðustu helgina. Eru .mehn merkilega fljótir til að gleyma hér í stað þess að heiðra viðkomandi og minnast skal þess, að hér var um hugsjóna- eld að ræða o'g nær alltaf ólaunað starf. - Guðmundur var ekki í sama mæli menntaður mynd- höggvari og fyrir- rennarar hans, og því þurfti hann lengri aðlögunartíma til að koma að sjálfi sínu og þroska hugsæið, sem er svo stór þáttur í listinni. Þetta kom þó allt með eirmyndunum og því sem fylgdi, énda höfðu sumir á orði er þeir báru nýjustu verk hans augum á sýningunni, að hann, þessi sjötíu og fimm ára maður, væri einna yngstur myndhöggvara á landinu! En hvað sem líður nýjustu verk- unum, sem maður er enn varla búinn að melta, er það skoðun mín að eir- myndirnar muni halda nafni Guð- mundar lengst á lofti og þá öðru fremur fyrir hina dijúgu efniskennd og mjúku lífrænu form, sem hafa einhvern veginn svo ríkan samhljóm með íslenzkri sögu og mennt. íslenzkir myndhöggvarar hafa hingað til ekki haft aðgang að verk- stæði, þar sem sérmenntaðir fag- menn aðstoða þá við útfærslu verka í vandmeðförnum og/eða hættuleg- um efnum, svo sem algengt er er- lendis, frekar en t.d. grafíklistamenn, og það stendur íslenzkri myndlist mjög fyrír þrifum. Þannig hafa ís- lenzkir myndlistarmenn og þá helzt myndhöggvarar orðið að hætta við ýmis efni og mikilvæga tilraunastarf- semi, vegna þess að þau voru einfald- lega of hættuleg, eða aðstaða var ekki nægilega forsvarleg, þannig að þeir lögðu heilsu sína að veði við útfærslu verka sinna. Af þeim sökum Guðmundur Benediktsson Ljósmynd/ Guðm. Pálsson EIRMYND frá 1977, um 1983. varð Guðmundur að hætta við eirinn, aðþrengdur með vinnuaðstöðu og afleita loftræstingu. Geta menn sjálf- ir um dæmt við skoðun sýningarinn- ar, hve mikill skaði það var íslenzkri myndlist, og er þetta þó einungis eitt dæmi af mörgum er skarar vinnuaðstöðu og tómlæti. Fram kemur í aðfararorðum, að Guðmundur tilheyri kynslóð, sem lendir á milli listamanna sem helguðu sig abstraktlist undir frelsismerkjum stríðsáranna og hinna sem ruddu braut framúrstefnu sjöunda áratug- arins. Að mínu mati er hér um miskiln- ing að ræða og fljótfæmislega sögu- skoðun, sem hlutdrægir eru duglegir að halda fram, því að September- menn og Súmmarar eiga hér ekki allan heiðurinn, heldur einnig mark- tækur fjöldi listamanna utan samtak- anna. En það hefur einfaldlega verið vanrækt að halda þeim fram, eða reynt að bera hlut þeirra fyrir borð, en það er ekki hægt og er verk metnaðarfullra, stórhuga og hlut- lægra söguskýrenda að bæta hér úr. Sýningin í Listasafninu er mikill sigur fyrir Guðmund Benediktsson og hann fær hér síðbúna viðurkenn- ingu, og er mikilvægt að menn séu hér með á nótunum. Naumast er þó hægt að nefna þetta yfirlitssýningu, því hér vantar svo margt og fullmik- il áhersla lögð á að búa til heild- stæða framkvæmd fyrir fagfólk, frekar en að kryfja Iist og feril Guð- mundar og veita mannlegri hlýju í framkvæmdina. Sýningarskráin er vel úr garði gerð, en fleiri þurfa að skrifa í slík rit og þá er æskilegt að auka myndafjöldann, sem mun gera þau skilvirkari og eigulegri heimild um listamennina. Bragi Ásgeirsson Verið velkomin á gjafavöru- og húsbúnaðarsýningu um helgina. Opið laugardag kl. 10-18 Sunnudag kl. 14-18 Mörkinni 3, sími 588 0640 Morgunblaðið/Ásdís Islenska mafían ÞESSA dagana er verið að æfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur nýtt íslenskt leikrit eftir Kjartan Ragn- arsson og Einar Kárason, sem heitir íslenska mafían. Þegar Ijósmyndari Morgun- blaðsins kíkti yfir götuna var ver- ið að flytja í hús hluta af leikmynd- inni, sem eins og sjá má, eru göm- ul og ónýt bílhræ. Það er Axel Hallkell Jóhannesson sem hannar leikmyndina. Ekki vildi hann láta nokkuð uppi um hlutverk bílhlut- anna enda algjört leyndarmál fram að frumsýningu, sem verður 28. desember næstkomandi. við hrukkurnar! ÚTSOMJSTAÐIR: Akranes Apólek, Akurcyrar Apótek, Apótek Austurbæiar, Apótek Auslurlands, Arbæ|ar Apólck, Blöraluós Apótek, Borgar Apólek, Borgaraes Apótck, Brelöholts Apótek, Garöabæ|ar Apótek, Gratarvogs Apótek, lláaleitis Apótek, llafnar Apólek Höfn, Hafnarf)arðar Apótck, Heba Sigfufirói, Holls Apótek, Hraunbergs Apótek, Húsavtkur Apótek, Hygea Reykiavfkur Apóteki, löunnar Apótek, Ingólfs Apótek, IsaflarBar Apótek, Keflavíkijr Apótek, Kópavogs Apótek, Laugamesapótek, Ijísala Hólmavfkur, tyfsala Vöpnallaröar, l<yfsalan Stiiðvarnröi, Mosfells Apótek, Nesapótek Eskinröi, Ncsapótek Nrakaupstaö, Nes Apótek Seltjarnarn., Noröurbæjar Apótek, Olafsvfkur Apólek, Sauðárkróks Apólek, Selfoss Apótek. Stykklsliólms Apólek, Veatmannaeyta Apótek. Vesturbæiar Apótek. Melit )ios j Á augu: Eye Gontour Á andlit: Light Texture og ROC Enrich Texture. LACMARKS OFNÆMI ENGIN ILMEFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.