Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ l Nýjar bækur • ÍSLENSKI kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur; Atburðir við vatn er skáldsaga sem færði höfundi sínum, Kerstin Ekman, Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á síðasta ári. Á Jónsmessunni árið 1974 kemur Annie Raft ásamt dóttur sinni til smábæjar í Norður-Svíþjóð og ætl- ar að setjast að í sveitakommúnu þar sem elskhugi hennar, Dan, er fyrir. Henni til undrunar kemur Dan ekki til að taka á móti þeim. Sverrír Hólmarsson þýddi bókina sem er 430 bls. Hún kostar 890 kr. Þetta erallt aðkoma er skáld- saga eftir Hallgrím Helgason. Bókin fjallar um stormasaman fer- il dáðrar iistakonu, Ragnheiðar Bimu, allt frá getnaði til nýjustu sigra hennar í lífi og list. Bókin er 434 bls. og kostar 899 kr. Forboðna borgin er skáldsaga eftir William Bell. Alex Jackson er sautján ára skólastrákur sem fer með pabba sínum til Kína að taka fréttamyndir fyrir sjónvarpsstöð. Atburðir taka óvænta stefnu og allt í einu er hann staddur á Torgi hins himneska friðar í Peking þar sem kínverski herinn ræðst á náms- menn sem hafa gert uppreisn gegn kerfinu. Guðlaug Richter þýddi bókina sem er 195 bls. og kostar 799 kr. Veruleikinn á röngunni BOKMENNTIR Smásögur Jólasögur úr samtímanum eftir Guðberg Bergsson. 104 bls. Útg. Forlagið. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 1995. Verðkr. 1.980. BÓK þessa tileinkar Guðbergur Friedrich Nietzsche sem »hélt því fram í fúlustu alvöru við andlátið árið 1900 að guð kristinna manna væri löngu dáinn úr leiðindum«. Ekki verður annað sagt en heim- spekingar 19. aldar ætli að endast vel skáldum vorum. Tilvitnun Guð- bergs í Nietzsche má þó teljast yfir- varp eitt fremur en andi Nietzsches svífí yfir vötnunum í þáttum þess- um. Einhvers staðar er Freud líka nefndur til sögunnar og gegnir svip- uðu máli um tillegg hans. Þetta eru jólasögur með öfugu formerki, koma sáralítið nálægt jólunum og enn síður nálægt þeirri tilfinningu sem hinn dæmigerði íslendingur hefur fyrir þeirri stórhátíð. Fyrir guðdóminum, lifandi né dauðum, fer ennþá minna. í raun eru þetta skopsögur þar sem lágkúru ís- lenskra smáborgara er brugðið upp í ýmsum myndum. Latir eru þeir, hirðulausir og hræddir hver við annan og þess vegna leiðitamir og skjótir að fylgja al- mennu fordæmi í hvaða mynd sem það birtist. Búi þeir í blokk hirða þeir lítt um sameignina; nenna ekki að þrífa. Þar til Jesúbarnið kem- ur og allir verða góðir; eða að minnsta kosti skárri. En Jesúbarnið er ekki jólabarnið dæ- migerða, reifað og liggjandi í jötu. Miklu fremur getur það kall- ast umskiptingur eins og þeim er lýst í þjóð- Guðbergur Bergsson nær að hann virði það fyrir sér sem athugull en jafnframt þónokkuð sposkur áhorfandi. Hann kafar ekki djúpt en sér því betur það sem hann vill sjá. Þess vegna tekst honum svo oft að gera mikið úr litlu, lýsa manngerð með fáum dráttum. Allmikill stigsmunur er á sögum þessum og Músin sem læðist en eðlismunur enginn. Þeim sem lesið hafa síðari bækur Guðbergs koma jólasögur þessar enn siður á óvart. Höf- sögum og skáldskap. Það er »með svart hár og mikið, hrokkið skegg, klætt hvítri skikkju«. Það tekur eér strax fyrir hendur að skúra stigann og gerir íbúunum þar með skömm til svo þeir sjá sitt óvænna og bæta samstundis ráð sitt!« Guðbergur útmálar íslenskt mannlíf, séð að norðan og neðan; sýnir raunveruleikann á röngunni og lætur skáldfákinn pijóna undir sér á skeiðvöllum hugarlands. Að hann skoði lífið skyggnum augum - það er of mikið sagt. Hitt er sönnu undurinn er enn að lýsa hinu sama, atferli landans og innræti eins og það birtist í daglega lífinu, eða öllu heldur eins og það kraumar undir yfirborði daglega lífsins. Innantómt getur það sýnst og fáfengilegt, til- gangslaust og gleðisnautt. Þess vegna er 'svo stutt í grettuna undir spariandlitinu, stellingin svo afkára- leg miðað við stöðuna, lífið svo grát- broslega tilgerðarlegt og rangsnúið þegar því er brugðið undir smá- sjána. Stríð og streð lífsbaráttunnar verður að vanabundinni áráttu, stjórnleysi tilfinninganna við undir- leik frumhvatanna er einatt að berj- ast vonlítilli baráttu við hömlur sam- félagsins sem er eins og einstakling- urinn, argsamt og smámunasamt. Stríðni Guðbergs birtist ekki hvað síst í þolfimi hans að henda á lofti grafalvarleg dægurmál. Hann kann að snúa út úr alvörunni, beija á bresti hugsjónanna og klæða visku spakvitringanna í trúðs gervi. Kvennaguðfræðin fær sinn skammt í síðustu sögunni sem ber fyrirsögn- ina: Telpan Jesú bjargar karlmanni frá drukknun á Kanaríeyjum. Sam- kvæmt orðum Guðbergs er sagan sú »mest í ætt við samtímann«. Rök þau, sem þar eru færð fyrir því að guðdómurinn sé kvenkyns, ber varla að taka alvarlega. Ekki er þó þar með sagt að þau séu hald- lausari en hver önnur. Jólasögur úr samtímanum er ekki besta bók Guðbergs. Það er á fárra færi að skrifa sinn Tómas Jónsson nema einu sinni. Og húmor- inn verður þunglamalegri þegar árin færast yfir, það er eins og hvert annað dapurlegt lögmál. I raun er þetta dæmigerð bók höf- undar sem hefur náð fullri leikni í aðferð sinni og getur beitt henni í það óendanlega þótt honum liggi ekki alltaf jafnmikið á hjarta. Guð- bergsaðdáendur munu örugglega hafa gaman af. Um viðbrögð hinna verður engu spáð. Erlendur Jónsson Ást og dauði • UNDIR verndarhendi saga Bjarna Kristjánssonar miðils er komin út. Steinunn Eyjólfsdóttir skráði. „Bjarni Kristjánsson er meðal virtustu miðla þjóðarinnar en jafn- framt einn þeirra yngstu. í þessari bók gerir hann grein fyrir þeirri skoðun sinni að allir menn séu undir guðlegri verndarhendi, svo framarlega sem þeir viljá það sjálf- ir. Eitt dæmi þess er hans eigin ævi. Þrátt fyrir óvenju erfiða bemsku og andstætt umhverfi, hefur hann náð langt á hinni and- legu braut og vinnur nú eingöngu við að hjálpa öðrum," segir í kynn- ingu. • LJÓSHEIMAR, Guðspekisam- tökin í Reykjavík, hafa sent frá sér nýja bók „Hinn kyrri hugur“. Bókin sem er 93 síður í vasabroti er fyrsta bók White Eagle sem þýdd hefur verið á íslensku og inni- heldur spakmæli hans. Nafn bókarinnar er fengið úr einu spakmælanna sem er: „Leyndardómur styrkleika felst í hinum kyrra huga. “ Bókin er meðal annars seld í versluninni Betra lífi íBorgar- kringlunni og á skrifstofu Ljós- heima, Hverfisgötu 105, fimmtu- daga frá kl. 14-17. Ljósheimar hafa einniggefið út bækurnar,, 17 þrep til fullkomnunar", „Andleg uppbygging mannsins", „Lögmál ljóssins", „Hvíta bræðralagið" og „ Skerpið sjónina “. • FRANK og Jói: Strandvegs- málið eftir Franklin W. Dixon í þýðingu Gísla Ásmundssonar. „Frank og Jói eru synir frægs rannsóknarlögreglumanns ogeru þeir ákveðnir í að feta í fótspor föður síns, en þeir vilja vinna sjálf- stætt og án hjálpar hans .Og verk- efnin eru á hveiju strái. Frank og Jói lenda í margvíslegum ævintýr- um við að upplýsa þau mál sem þeir fást við.“ Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 1.380 kr. • KIM og félagar eftir Jens K. Holm í þýðingu Knúts Kristins- sonar er komin út. Kim og félagar er fyrsta bókin í bókaflokknum um Kim og félaga hans, sem nú er verið að gefa út á ný. „Kim er hörkuduglegur strák- ur og lendir í mörgum æsandi ævintýrum ásamt félögum sínum, þeim Brilla, Eiríki og Kötu.“ Utgefandi er Skjaldborg hf. Verð 1.280 kr. BOKMENNTIR Skáldsaga DYRNARÞRÖNGU eftir Kristínu Ómarsdóttur. Mál og menning — 200 síður. 2.980 kr. KRISTÍN Ómarsdóttir hefur í öll- um sínum verkum fengist við að lýsa ólíkum tilbrigðum ástarinnar. Með einföldu og oft naífu tungu- máli rissar hún upp myndir af átökum elskenda, af samskiptum foreldra og barna, af þrá eftir að langanirnar verði uppfylltar, af þrá eftir því að finna einhvers konar hamingju í öryggislitlu lífi. Styrkur þessara lýsinga hefur ein- att falist í óvæntu sjónarhomi þeirra. Með því að sviðsetja hversdags- legar aðstæður í drauma- og furðu- heimum ímyndunar- aflsins tekst Kristínu með lúmsku skopskyni að nauðaeinfalda og oft eilítið bamalegri málnotkun að draga fram það sem máli skiptir í samskiptum mannanna. Hún nær oft að segja í örfáum línum það sem við öll vildum alltaf segja um ástríður og einmanale- ika en aldrei gátum. í einu smábroti eða ljóði þræðir hún hárfínt jafnvægi á milli fáránleikans og tregans með öryggi sem er hennar sérgrein. Hún hefur þráð sérstaka aðferð í skáldskap sínum, sérstakan tón sem ekki verður ruglað við tón annarra skálda. Þessi nýja skáldsaga markar á engan hátt nein kaflaskil í þessari þróun. Strax í fyrstu málsgreinun- um má eygja framangreind stílein- kenni og það má ljóslega greina rödd sögumannsins sem Kristín notast oft við í verkum sínum. Rödd sem er kankvís og hnyttin, eilítið tryllt og segir jafnt frá furð- um sem ósköp hversdagslegum viðburðum í sama yfirvegaða tón- irum. Og líkt og oft áður í textum Kristínar er lesandinn hér staddur í ímynduðu landi. Aðalpersóna sögunnar, Þórunn, er á ferðalagi og kemur til borgarinnar Dyrnar þröngu á Sikiley. Sikiley er víst fræg fyrir baðstrendur sínar en Dyrnar þröngu er langt inn í landi þar sem engar strendur er að finna og þangað slæðast ekki margir ferðamenn. Þórunn hefur brugðið sér þangað í stutt frí á meðan maður hennar liggur veikur á spít- ala í einum baðstrandarbæjanna og hún er vart komin til borgarinn- ar er hún er hrifin inn í heim þar sem ástríður og þrár stýra ferð persónanna. Sagan er súrrealísk sviðsetning á villuráfi Þórunnar um völundarhús tilfínninganna, fjarri kjölfesti borgaralegrar til- vistar sinnar, fjarri fjölskyldu og forvitnum augum nágrannanna heima á íslandi. Hún er stödd í ríki draumsins þar sem allt sem fyrir verður umbreytist í tákn grimmdar og kynferðislegra lang- ana. í þijá daga ráfar hún um borgina, nýt- ur ásta, hafnar ágengum aðdáendum sínum en hrífur þá aftur til sín. Fólk er drepið og rís aftur frá dauðanum og að lok- um drepur Þórunn sjálf, drepur vegna ástar, eða bara vegna þess að. Því þetta er heimur þar sem hið illa og hið unaðs- kennda renna saman í ósundur- greinanlega heild. Þar sem vald- beitingin og grimmdin eru óijúfan- legur hluti ástarinnar. Þessi grimmdar- og ástarsaga hverfist um vald og valdbeitingu. í hálfrökkri nautnaheimsins sem Kristín lýsir hefur ferðamaðurinn þurrkað út línuna á milli þess leyfí- lega og þess óleyfilega, milli þess góða og hins illa. Aðkomumaður- inn nýtur valds síns. Dyrnar þröngu er fátæk borg og Þórunn sem fulltrúi hins velstæða, ljós- hærða og freka norðurálfubúa verður að upphafinni mynd sem hinir innfæddu þrá að höndla. Samskipti aðkomumannsins og hinna innfæddu. Báðir aðilar þrá framandleikann, þrá að höndla hið dýrmæta í fjarlægðinni í gegnum líkama elskhugans en af því að aðstaða þeirra er ójöfn verða ástríðumar að blóðugri valdabar- áttu. Hið góða er þegar upp er staðið hið illa, það er ekki hægt að skilja þar á milli. Unaðurinn byggir á kúgun og tortímingu. Að endingu drepur Þórunn þann sem ef til vill elskár hana til að viðhalda frelsi sínu eða kannski bara vegna þess að. Munurinn á þessu tvennur er alltaf óljós. Þessi súrrelíski heimur þar sem samband orsaka og afleiðinga lýt- ur rökfræði draumsins með öllum sínum furðulegu þráhyggjum, með ofbeldi sínu, nautnum og ógrund- uðu ákvörðunum, er heimavöllur Kristínar. Hún hefur með hverri nýrri bók haldið áfram að kanna þennan völl í ýmsum tilbrigðum. I þetta skipti hefur skáldsögu- formið orðið fyrir valinu og það sem ef til vantar upp á að þessi annars mjög forvitnilega bók nái fullum slagkrafti er ákveðinn skortur á innri spennu í textaheild- inni sem kannski má skrifa á reikning formsins. Sú draum- kennda atburðarás sem sagan byggir á teygir lopann og pijónar atriði við atriði sem mörg hver bæta ekki neinu nýju við. Grunn- þættir frásagnarinnar eiga á hættu að ganga sér til húðar vegna þess að einhæfni málfarsins nær ekki að gera tilbrigðunum nógu sannfærandi skil. Tungumálið hættir smám saman að vekja upp tilfinningu furðunnar og þar með tilfinninguna fyrir ástríðunum og grimmdinni og verður matt og þreytt. Ef til vill felst svarið við þessu vandamáli spennufallsins í því formi sem Kristín þreifaði fyr- ir sér með í „Einu sinni sögum“ (1991) og byggðist á mjög strangri uppröðun stuttra prósabrota sem öll endurtóku sömu formúlurnar. Tungutak Kristínar og skáldheim- ur eru nefnilega þegar allt kemur til alls fremur takmörkuð en þessi takmörk eru án efa helsti styrkur hennar um leið og þau birta einn- ig hennar helsta veikleika. Þegar best tekst til, eins og stundum í þessari sögu, verða þessar tak- markanir til að skapa fyndin og nýstárleg sjónarhorn, andrúmsloft sérstakrar veraldar sem aðeins Kristín nær að framkalla, en til að viðhalda þessari spennu þarf strangt aðhald sem samsvarar takmörkum tungumálsins og skáldheimsins og það vill stundum slakna um of á því í langri sögu. Kristján B. Jónasson Nýjar bækur Tilfinn- ingar ein- staklings ÚT ER komið Bergmál tímans brot- ið gler eftir Lárus Hinriksson, fyrsta ljóðabók hans, en áður útkomnar skáldsögur eftir Lárus eru Gátuhjól- ið 1993 ogLúpína 1994. „Þessi bók er ort um hringrás tímans og um til- finningar ein- staklings (sálar) sem fæðist og gleypir fyrsta súr- efnið áður en naflastrengurinn er í sundur,“ segir í kynningu. Lárus gerði myndirnar í bókina og verða þær sýndar í Deiglunni á Akureyri 2.-16. des. Útgefandi er IS-EY útgáfan á Akureyri. Bókin var prentuð í G. Ben Eddu, Kópavogi, og kostar kr. 1.450. Frásagn- ir lækna FIMM læknar segja frá er komin út. Önundur Björnsson skráði. Læknarnir segja frá sjálfum sér, skoðunum sínum og læknisferli, en þeir eru: Árni Björnsson fyrr- verandi yfirlæknir lýtalækninga- deildar Landspít- alans, Björn Ón- undarson fyrrver- andi héraðslæknir og heimilislæknir í Reykjavík til margra ára, Hrafnkell Helga- son yfirlæknir á Vífilsstöðum, Pétur Pétursson frá Höllustöðum, heimilislæknir á Ak- ureyri og Þorgeir Gestsson fyrrver- andi héraðslæknir og heimilislæknir í Reykjavík. Útgefandi er Setberg. í bókinni eru 65 myndir og hún er 256 blaðsíð- ur. Bókin kostar 3.250 kr. Kristín Ómarsdóttir Lárus Hinriksson Önundur Björnsson I H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.