Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLSTEINN SVEINSSON Hallsteinn Sveinsson fædd- ist á Kolsstöðum í Miðdölum í Dala- sýslu 7. júlí 1903. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 21. nóvember síðastlið- inn, 92 ára að aldri. Foreldrar hans voru Sveinn Finns- son frá Háafelli í Miðdölum, bóndi á Kolsstöðum og í Eskiholti í Borgar- hreppi og kona hans Helga Ey- steinsdóttir, ættuð úr Borgar- firði. Systkini hans voru Þórdís, f. 1884, d. 1975, Eysteinn f. 1886, d. 1915, Finnur, f. 1887, d. 1982, Bjarni f. 1890, d. 1976, Ásmundur f. 1893, d. 1982, Ingi- björg, f. 1895, d. 1989, Bene- dikt, f. 1898, d. 1967, Anna, f. 1901, d. 1994. Eftirlifandi systkini eru Sigurð- ur, f. 1904, og Þor- gerður, f. 1907, Hall- steinn flutti 1925 ásamt foreldrum og systkinum frá Kols- stöðum að Eskiholti í Borgarhreppi. Hann stundaði smíð- ar við húsbyggingar og fleira bæði, í Döl- unum og Borgar- firði. Bjó hann í Reykjavík og vann þar við smíðar til 1971. Síðustu æviárin dvaldi hann á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi. Útför Hallsteins fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Borg. SÍÐUSTU daga frá því elskulegur föðurbróðir og vinur, Hallsteinn Sveinsson, lést, hafa ýmsar hugsan- ir og myndir sótt á hugann. Lítil stúlka að leika sér að stafakubbum, sem Halli frændi smíðaði og nú hafa gengið að erfðum í þijá ætt- liði. Halli að hjálpa bróður sínum, myndhöggvaranum í Kúlunni, alltaf reiðubúinn að rétta hjálparhönd, hvemig sem á stóð. Halli að ræða við mágkonu sína, um skálar og ílát, sem hún vildi fá hann til að smíða og hún málaði síðan. Alltaf var þessi maður jafn elskulegur og tilbúinn að hjálpa og aðstoða fjölskylduna í’ Sigtúninu. Þökk sé honum. Síðar á ævinni heimsóttum við Halla frænda í vinnustofuna á Upp- landinu. Þar var ævintýraheimur. Málverk eftir marga þekktustu listamenn þjóðarinnar uppi um alla veggi og jafnvel á gólfínu innan um einföld húsgögnin. Það var myndlistin, sem átti hug hans allan. Veraldlegir hlutir skiptu ekki máli. Hallsteinn vann í mörg ár við að smíða ramma fyrir listamenn, en þeir voru ekki alltaf fjáðir og vildu borga fyrir vinnuna með listaverk- um. Oft leyfðu þeir honum sjálfum að velja verkin, sem hann fékk að verklaunum og listrænn smekkur Hallsteins og næmi hans á myndlist voru slík að hann valdi alltaf bestu myndimar. Að sitja í vinnustofunni hjá Halla og spjalla við hann um listir eða hvaðeina milli himins og jarðar var sérstök lífsreynsla. Þó að hann væri ekki mælskumaður, hafði hann þann eiginleika að geta komið mönnum á óvart með hnyttnum athugasemdum. Glettni hans og stríðni, sem aldrei varð illkvittni, voru eiginleikar, sem voru ríkir í fari hans. Hallsteinn var róttækur að lífs- skoðun og skipaði sér í hóp þeirra, sem vildu skapa betra og réttlátara þjóðfélag, þar sem hagur vinnandi stétta væri í fyrirúmi. Hann tók afstöðu með lítilmögnum þjóðfé- lagsins og lifði jafnan samkvæmt því. Halli var ekki hávær maður, við sáum hann aldrei reiðast og var hann þó engan veginn skaplaus, en honum gat sárnað, teldi hann sér misboðið eða sig órétti beittan. Manni leið alltaf vel í návist þessa einlæga geðprúða manns. Á seinni árum leituðu oft á hann hugsanir um tilgang lífsins og hvað tæki við að því loknu. Hann var leitandi sál, en hann flíkaði ekki trúarskóðunum, þær voru fyrir hann sjálfan. Eftir að Hallsteinn fluttist í Borg- ames kom hann stundum til Reykjavíkur til þess að heimsækja frændfólkið og kíkja á listina í leið- inni. Þá gisti hann oft hjá okkur. Við sjáum hann ljóslifandi fyrir okkur þar sem hann situr í sófanum með lítinn strák við hliðina á sér að teikna eða búa til eitthvað úr pappír eða bara að spjalla um lífið og tilveruna. Milli gamla mannsins og barnsins ríkir sérstakt trúnaðar- samband, traust og gagnkvæm virðing. Þeir eru vinir og skilja hvor annan. Þannig var Halli frændi. Við hjónin og synir okkar söknum góðs vinar. Ásdis Ásmundsdóttir, Helgi E. Helgason. Þegar fréttin barst um andlát móðurbróður okkar, reikaði hugur- inn ósjálfrátt til bernskuáranna. Því háttaði þannig til að Halli, eins og hann var alltaf kallaður, var einn af heimilismönnum á bernskuheim- ili okkar. Þar tók hann þátt í að byggja hús við Seljalandsveg nr. 15, með foreldrum okkar. Hann hafði þar smíðastofu og eitt her- bergi. Þar var fyrsti leikvettvangur okkar, þar sem við máttum föndra með spýtukubba og annað, sem til féll og Halli hafði auga með okkur og gætti af sinni einstöku góð- mennsku og kærleik. Hann átti org- el í herbergi sínu og þar fóru fram okkar fyrstu tilraunir til hljóðfæra- leiks. Þegar leið að fermingu okkar eldri systkinanna og þrengdist um á heimilinu fór Halli að huga að flutningi í sitt eigið húsnæði og það varð úr að hann festi kaup á „Upp- landinu", en það var lítið einbýlis- hús, sem hann nefndi svo og stóð við gamla Háaleitisveginn ofan við þar sem nú er Síðúmúli. Halli réðst fljótlega í að stækka þetta hús og skapa sér vinnuaðstöðu og tókst það þrátt fyrir alvarleg veikinda- áföll. Þarna vorum við tíðir gestir og gaman var að fylgjast með því, sem Halli var að smíða, en nú voru það aðallega málverkarammar. Á þessum árum leituðu til hans marg- ir listmálarar, bæði þekktir og líka aðrir, sem þá voru ungir og upp- rennandi. Þá var oft mikið spáð og spekúlerað í gæðum málverkanna. Greiðslur í reiðufé fyrir ramma- smíði þessa voru stundum fátæk- legar, en í staðinn fékk hann oft greitt með málverkum, auk þess sem hann keypti sjálfur. Hann minntist þess í viðtali eitt sinn að meðal þeirra fyrstu, sem hann rammaði inn fyrir hefðu verið Jó- hannes Jóhannesson og Þorvaldur Skúlason. Á þennan hátt tókst honum með tímanum að eignast mikið safn málverka. Þetta málverkasafn gaf hann síðan til Borgarneshrepps og braut þar með blað í menningarsögu þess byggðarlags. Þetta varð stofn Listasafns Borgamess. í virðingar- skyni við Hallstein sér Listasafnið um útför hans. Hallsteinn flutti ungur að árum ásamt fjölskyldu sinni frá Kolsstöð- um í Miðdölum að Eskiholti í Borgarhreppi og hafði hann ávallt sterkar taugar þangað. Hann dvaldi síðustu æviár sín í Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi þar sem hann naut hlýju og góðrar umönnunar og viljum við fyrir það hér með þakka. Með þessum fátæklegu orðum viljum við ásamt móður okkar þakka honum einstök kynni og þau góðu áhrif, sem hann hafði á líf okkar. Helga, Jón og Sigríður. Halli, en hann var oftast nefndur það, flytur að Eskiholti í Borgar- hreppi með foreldrum sínum og systkinum árið 1925. BræðurHalla, Bjami og Finnur, bjuggu áfram í Eskiholti og var Halli i vinnu- mennsku hjá þeim fyrstu árin. Hann vann einnig í smíðavinnu á bæjum í sýslunni. Þar til hann flytur til Reykjavíkur og sest að hjá Þor- gerði systur sinni og Sveini Jóns- syni manni hennar. Halli er hjá þeim þar til hann kaupir Háaleitis- braut 45, sem hann nefndi Uppland. Mér er svo í minni þegar ég var bam og Halli spilaði á orgelið og þá var oft glatt og mikið sungið í stofunni heima í Eskiholti. Hann hafði sérstakt lundarfar, alltaf lá vel á Halla, hann var mjög barngóð- ur og hændust öll börn að honum, og áttum við systkinabörnin hug hans allan fram á síðasta dag. Ég fann það best er ég sat hjá honum á sjúkrahúsinu síðustu dagana áður en hann lést. Árið 1973 verður breyting í lífi Hallsteins, þá flyst hann á Dvalar- heimili aldraðra í Borgarnesi. Og fékk þar aðstöðu við smíðar og stytti það honum mikið stundimar. hann rammaði inn myndir, smíðaði aska, kistur, borð og ýmislegt fleira. Eftir að Halli flutti í Borgarnes varð meiri samgangur á milli hans og minnar fjölskyldu. Og var aíltaf mikil tilhlökkun hjá börnunum mín- um þegar átti að heimsækja Halla. Við vomm ekki meira en sest niður þegar spurt var hvort ekki ætti að fara í smíðaherbergið. Og vom þau oft leyst út með gjöfum eftir hann. Ég gleðst yfír því sem ég á í minningunni um Hallstein. Far þú í friði, friður Guðs þig biessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Helga Sólveig Bjarnadóttir og fjölskyldur. Halli frændi var einstakur og sérstæður maður. Alla mína tíð hefur hann verið nálægur, hluti af fjölskyldunni. Tengdur öllu mínu fólki frá Eskiholti, nánast öllum afkomendum systkina sinna og miklu fleirum. Énda komu margir til að samgleðjast Halla þegar hann varð níræður. Honum var haldin góð veisla. í minningu flestra var Halli alltaf eins í útliti. Grannholda, augun tær, glott á vör, stórt nef fyrir neftóbakið og hendurnar beinaberar. Pabbi hefur sagt mér frá þeirra fyrstu kynnum. Þegar Halli og Stjáni lögðu sitt af mörkum við byggingu Svalbarðs 3. Halli hafði einstaka nærvem og húmor. Var yfírleitt ekki fyrstur til máls. Beið, leyfði öðmm að tjá sig. Dró þá oft ,jáið“. Fékk meira að heyra. Laumaði inn gullmolum. Augun vom full af glettni og það var stutt í hláturinn. Þær bernskuminningar sem ég á frá fyrstu kynnum við Halla eru mjög sterkar. Ætli það hafi ekki verið þegar ég er þriggja ára. Það var farið nokkuð reglulega að Upp- landi. Þar bjó Halli og var með sína vinnustofu. Þetta var ævintýra- heimur fyrir lítinn mann, sem þurfti að koma við allt og fará hratt yfir. Halli horfði á og hló og sagði svo: „Þú er bölvaður pikkari strákur." Og ég fékk að vera áfram pikkari, bara ef ég færi mér ekki að voða. Síðan hefur Halli eflaust tekið í nefið og sest við orgelið. Halli hafði djúpan skilning á listum og var sjálfur mikill listamaður. Af hóg- værð sinni og lítillæti þá hélt hann því aldrei á loft, heldur reyndi að styðja sem best við þá listamenn sem leituðu til hans. Hann ramm- aði inn mikið af myndum og gaf þannig mörgum myndum sína réttu og endanlegu umgjörð. í stað þess að ganga hart eftir greiðslum, fékk hann myndir fyrir vinnu sína. Hann gaf þær flestar til Borgarness þeg- ar hann fór á dvalarheimilið þar. Halli varð snemma líkamlega veikur, en sálarlega sterkur. Hann varð að stilla framkvæmdagleðina og allt sitt lífshlaup í samræmi við það, Sem krakka fannst mér alltaf skrítið að Halli væri ekki giftur, svona góður maðurinn. Hann svar- aði alltaf: „Ég hef sloppið," eða: í v i í c % < < ( I ( + Sigríður Guð- mundsdóttir fæddist 4. febrúar 1914 á Litlu-Lönd- um í Vestmannaeyj- um. Hún lést á Borg- arspítalanum 22. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Magnússon, f. 15.9. 1880, d. 19.3. 1952 og Sigríður Ólafs- dóttir, f. 23.12.1881, d. 23.12. 1952. Systkini Sigríðar: Emelia, Jóna, Lóa, Þórður, Hanna, Meyvant og El- ísa. Þau eru öll látin nema Þórð- í DAG kveð ég í hinsta sinn ást- kæra frænku mína, Sigríði Guð- mundsdóttur. Það er erfítt að sætta sig við að fleiri eiga samverustund- imar ekki eftir að verða. Það eru ófáar minningar sem þjóta í gegnum hugann þegar að kveðjustund er komið. Þær minning- ar era mér dýrmætar og ég er þakk- lát fyrir þær. Þó að Sísí hafí í raun verið frænka mín var hún í huga mínum og bræðra minna miklu frek- ar amma okkar, enda móðir okkar ur. Uppeldissystur hennar voru Jó- hanna og Ragnheið- ur sem báðar eru látnar. Sigríður átti eina fósturdóttur, Mar- gréti Sigurjónsdótt- ur, f. 9.3. 1939. Árið 1924 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Sigríður bjó síðan alla tíð, lengst af á Hringbraut 56, Reykjavík. Útför Sigríðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. alin upp á hennar heimili á Hring- braut 56. Sísí var hrein og bein í samskipt- um sínum við annað fólk. Hún var gjafmild og greiðvikin og vildi öllum vel. Mikið dálæti hafði hún á öllum bömum sem fyrir vikið sóttu í ná- vist hennar. Við systkinin og önnur frændsystkin dvöldum margar helg- amar hjá Sfsí í góðu yfirlæti og þeim stundum gleymum við aldrei. Það er erfitt að kveðja. Þó er það huggun harmi gegn að vita að nú ert þú, elsku Sísí mín, á meðal ann- arra ástvina, sem þú hefur sjálf þurft að kveðja í gegnum árin. Elsku Sísí, ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við átt- um saman. Berglind Harpa. Hver minning dýnnæt perla, að liðnum lífs- ins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærieikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Til era konur sem strá í kringum sig glaðværð, birtu og yl og sigrast á öllum viðfangsefnum lífsins hversu stór og þung sem þau era. Slíkar konur eru mikilmenni. Sigríður Guðmundsdóttir eða Sísí frænka var slíkt mikilmenni. Mín fyrsta minning um Sísí frænku er frá því ég var lítil stelpa, svona 6-7 ára, þá kom hún í jólaboð í Nökkva- vog 5 til ömmu og afa. Ég man hvað mér fannst hún fín og falleg kona, hún var í heiðbláum kjól með hvítu belti, hvítum og gylltum skóm með uppsett fallegt hárið og svo voru það augun sem ég gleymi aldr- ei, þessi dökkbrúnu fallegu og djúpu augu sem sýndu svo mikla hlýju. í þessari minningu varstu hlý, gef- andi og sterk frænka. Árin liðu og alltaf varst þú Sísí mín allstaðar hjá öllum, stóram sem smáum, sem þurftu á hjálp að halda, öll þín systraböm og böm þeirra fengu að kynnast þinni einstöku hjálpsemi, þú varst komin að hjálpa ef með þurfti og gæta að ættingjum og vinum og mættu margir þakka þér í hljóði eða senda þér kertaloga og lofa huganum að reika til þín. Það var svo snemma á árinu 1981 að Sísí kom svo mjög sterkt inn í líf mitt, ég var þá nýbúin að eign- ast dóttur mína, Elísu Maríu, og ég fluttist í nágrenni við Hringbrautina þar sem Sísí átti ætíð heima. Sísí kom þá til mín og Elísu Maríu og reyndist mér sú mesta og besta hjálp á því tímabili þegar ég var ein að basla. Sísí passaði Elísu Maríu frá því hún var nokkurra mánaða til 2 ára aldurs og ég veit að þær stundir hafa gefíð þeim báðum mikið. Stúlk- an mín fékk mikla ást og hlýju frá Sísí alla tíð síðan. Samband mitt við Sísí var einstakt á þessum árum, hún leiddi mig að sannleikanum um lífið og hvað það hefði upp á að bjóða, hún sagði mér svo margt og kenndi mér svo margt og trúði mér fyrir svo mörgu úr sínu lífi. Sísí hafði gaman af því að ferð- ast bæði innanlands og erlendis. Ég fékk að heyra margar skemmtilegar ferðasögur og sjá myndir og kort frá öllum stöðunum sem hún hafði komið til, þessu safnaði hún og geymdi vel. Þær minningar geymi ég í hjarta mínu. Eins þegar við fóram saman til Ítalíu að heim- sækja Lísu og fjölskyldu hennar. Sú ferð verður ekki aftur farin en minningin lifír og þakka þér Sísí mín hvað þú varst góður ferðafé- lagi, en ferðalagið er rétt að hefjast hjá þér, elsku frænka mín, og ég veit að þú átt eftir að sýna mér og segja mér frá því ferðalagi seinna. Vegir skilja nú um stund. Ég kveð þig, frænka, í þeirri vissu að við munum hittast í landi hinnar eilífu æsku, þar sem sá þráður sem nú hefur verið slitinn verður aftur upp tekinn. Blessuð sé minning hennar. Þín frænka, Guðveig Sigurðardóttir. Þetta er aðeins örstutt leið, ekki svipstund milli dauðans og lífsins en gjarnan hefði ég viljað fylgjast með þér þann spöl. (Þorgeir Sveinbjarnarson) Það var mjög sárt að taka því að Sísí frænka væri farin. Farin frá okkur hérna á jörðinni og komin á nýjan stað og vonandi líður henni vel á þessum nýja stað og ég veit að einn daginn mun ég hitta hana þar. Eftir þessa sorglegu frétt rifj- uðust upp í huga mínum allar þær indælu samverustundir sem ég og SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.