Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FÍ H skráir tónleika- hald FÉLAG íslenskra hljómlistar- manna hefur tekið að sér að skrá tónleikahald á höfuðborg- arsvæðinu og víðar, sé þess ósk- að. Mun félagið jafnframt dreifa upplýsingar tii fjölmiðla. Um er að ræða nýbreytni í starfsemi félagsins en að sögn Bjargar Óskarsdóttur hjá FIH hefur aðgengilegum upplýsing- um af þessu tagi lengi verið ábótavant. Segir hún að markmiðið sé að halda upplýs- ingum um tónleikahald til haga á einum stað. Við skráningu óskar FÍH eft- ir upplýsingum um flytjendur, dagsetningu, stað, tíma og höf- unda verka sem flutt eru. Myndlistar- menn mótmæla FUNDUR í félagi íslenskra myndlistarmanna, FÍM, sem haldinn var nýlega mótmælir harðlega þeirri ákvörðun borg- aryfirvalda Reykjavíkur að kaupa Ásmundarsal við Freyju- götu og breyta húsinu í bama- heimili - „því húsi sem gegnt hefur merkilegu hlutverki í sögu íslenskrar myndlistar... Fundurinn harmar að borgaiyf- irvöld og eigandi hússins, Arki- tektafélag Islands, skyldu ekki hafa í heiðri þá ósk Ásmundar Sveinssonar að húsið yrði eftir hans dag ævinlega nýtt í þágu listarinnar", eins og segir í til- kynningu FÍM. LISTIR Nemendur Söngskólans fluttu atriði úr Carmen í Þjóðleikhúskjallaranum BRÉFDÚETT. Stefán Helgi Stefánsson í hlutverki Don José og Elín Huld Árnadóttir sem Michaela. Morgunblaðið/Sverrir JÓNA Fanney Svavarsdóttir í hlutverki Carmen syngur Segui- dilla og heillar Don José svo að hann fer í fangelsi fyrir vikið. VIÐ ERUM á torgi í Sevilla á Spáni árið 1820. Öðrum megin á torginu er herskáli en hinum megin vindlingagerð. Hermenn standa vörð við skálann þegar foringi þeirra, Moralés, sér fallega stúlku, Micha- elu, nálgast. Hann gefur sig á tal við hana og kemst að þvi - sér til mikilla vonbrigða - að hún er að leita Don José, sem er einn- ig foringi í hernum; Moralés segir henni að José komi bráðlega. Við vaktaskipti hermannanna kemur hópur barna sem hermir eftir þeim. Á meðan birtist Dan José og Moralés segir honum að falleg stúlka leiti hans. Ungur yfirforingi, Zun- iga, sem er nýkominn til starfa í herdeild- inni, stendur hjá þeim og spyr hvort eitt- hvað sé til í þeim sögum sem fara af feg- urð stúlknanna í vindlingagerðinni hinum megin torgsins. Rétt í því kemur askmal- andi flokkur ungra manna sem bíður eftir Astog afbrýðisemi því að stúlkumar í vindlingagerðinni taki sér matarhlé. Stúlkurnar koma fljótlega út og syngja vindlingasönginn, Iofsöng mun- úðar og reyks. En um leið og sígaunastúlk- an Carmen birtist fær hún óskipta athygli ungu mannanna; hún ögrar þeim með söngn- um um hina fijálsu og viðsjárverðu ást, Habanera. Eini karlmaðurinn á torginu sem hún hefur áhuga á virðir hana hins vegar ekki viðlits, Don José. Eftir misheppnaða tilraun til að ná athygli hans stofnar hún til slagsmála á meðal ungu mannanna á torg- inu. Hún er handtekin og færð í gæslu Don José. Hún syngur Seguidilla og heillar hann svo að hann sleppir henni lausri. Fyrir vik- ið er hann fangelsaður. Þar með er lokið fyrsta þætti óperunnar Carmen eftir franska tónskáldið Georges Bizet (1838-1875). Umfjöllunarefni hennar er ást og afbrýði - og kemur kannski engum á óvart. Á þriðjudagskvöld fluttu nemendur ópemdeildar Söngskólans í Reykjavík nokkur atriði úr Carmen í Þjóðleikhúskjall- aranum undir sljórn Iwonu Jagala og Garð- ars Cortes. Hlutverkum óperunnar, sem flutt var í íslenskri þýðingu Þorsteins Valdi- marssonar, var skipt á nemendurna, til dæmis skiptu fimm söngkonur með sér hlut- verki Carmenar. Undirtektir gesta voru geysigóðar og var nemendahópurinn ítrek- að klappaður upp. JÓIAHLAÐBORÐ Frá 1. til 23. desember bjóðum við okkar ljúffenga jólahlaðborð. Opið alla daga frá 12 - 14 og 18 - 22. Verð kr.1390.- í hádeginu og 1990.- á kvöldin. Pantið tímanlega í síma 568-9566 Munið skötuhlaðborðið í hádeginu á Þorláksmessu. SCANDIC ESJA Matargestir eru sjálfkrafa þátttakendur í ferðahappdrætti. Kór Öldutúnsskóla 30 TÓNLIST Hljómdiskar DAGUR ER RISINN Stjómandi: Egill R. Friðleifsson. Upptakæ Bjami Rúnar Bjamason og Jón Þór Hannesson. Útgefandi: Kór Öldutúnsskóla. Dreifíng Skifan. ÞESSI geisladiskur er gefinn út í tilefni 30 ára afmælis Kórs Öldutúns- skólans, en stofnandi kórsins og stjórnandi var Egill R. Friðleifsson. „Markmiðið var að gefa nemendum skólans kost á að þjálfa raddir sínar og þroska músíkaiska hæfíleika." Það markmið hefur aldeilis borið árangur, ef litið er yfír feril kórsins undir öruggri leiðsögn og mjög vand- virkri stjóm Egils. Þessi hljómdiskur ber vott um það. Fágaður og fínn kórsöngur, sem rís hæst í síðustu (og erfiðustu) verk- unum. Ave Maria og Kvöldljóð Zoltáns Kodály eru ákaflega fagrar og innlifaðar tónsmíðar - og mjög vel sungnar. Kannski er þó galdra- þulan hans Arne Mellnás (Aglepta) hápunkturinn á þessum hljómdiski - hvað varðar sönginn sjálfan. Skemmtilegur og mjög fínn vitnis- burður um músíkalskt „uppeldi" og kórstjórn Egils R. Friðleifssonar. Búlalúa Páls P. Pálssonar (við ljóð Steins Steinars) er fín tónsmíð og viðeigandi framhald. Hljómdiskurinn endar á Salutatio Marie eftir Jón Nordal. Þetta yndislega og djúpa tónverk er samið um íslenskt kvæði frá 15. öld. Það er í sér ekkert undrunarefni þótt kórinn hafi komið víða fram á 30 ára ferli, farið 15 sinnum utan og sungið í fjölda landa í 5 heimsálf- um við góðan orðstír. Ætíð hefur verið lögð sérstök áhersla á kynningu íslenskrar tónlistar, og stór þáttur í starfí kórsins er flutningur kórverka íslenskra tónskálda, en mörg þeirra hafa samið verk fyrir hann. Þessi hljómdiskur er fallegur vitn- isburður um kórinn sjálfan og frá- bært starf stjórnanda hans. Hljóðritanir eru yfirleitt með ágætum. Oddur Björnsson 2Q°/^)afs|áttur af drögtum, pilsum og úlpum med ekta skinni. '/u r' 0 I I oO i i.l-i * jUtar • ék Dragt Buxnmkmgt pils gardeur a3-4m- W.39ft" Úlpm mlskivmi JCSMk' mim- msm* - > i \ \ i \ I > s i > i i i h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.