Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skýrsla SUS um húsnæðismál afhent félagsmálaráðherra Skattaafsláttur komi í stað húsnæðiskerfisins Telja sparnað ríkis 1,2 milljarða króna Morgunblaðið/RAX GUÐLAUGUR Þór Þórðarson formaður SUS, Magnús Árni Skúlason og Hlynur Guðjónsson framkvæmdastjóri SUS afhentu Páli Péturssyni félagsmálaráðherra skýrslu með tillögum um úrbætur í húsnæðismálum. FULLTRÚAR Sambands ungra sjálfstæðismanna afhentu Páli Pét- ussyni félagsmálaráðherra skýrslu SUS með tillögum um nýjar lausnir í húsnæðismálum á mánudag. Skýrsluhöfundar telja húsnæðismál- in komin í óefni og sé erfítt fyrir ungt fólk að eignast húsnæði. Aukin húsbréfaútgáfa þýði aukna ríkis- ábyrgð og afleiðingar hennar séu skert lánstraust ríkissjóðs og um leið íslensku þjóðarinnar. í skýrslunni er lagt til að í stað núverandi fyrirkomulags sem felst í rekstri Húsnæðisstofnunar, fram- lögum til Byggingasjóðs ríkisins og verkamanna og vaxtabótakerfis, komi skattaafsláttur til einstaklinga sem kaupa sínu fyrstu íbúð. Afslátt- urinn myndi nema 1,2 milljónum króna fyrir einstakling, eða 2,4 millj- ónum fyrir sambýlisfólk og hjón. Sparnaður á bundinn reikning „Framkvæmdin yrði með þeim hætti að viðkomandi einstaklingur sem hefði náð 18 ára aldri eða vinnu- veitandi hans legði þá upphæð sem hann ætti að greiða í skatta inn á bundinn reikning í innlánsstofnun. Þegar að íbúðarkaupum kæmi yrði upphæðin notuð til útborgunar á íbúðinni. Ef viðkomandi vill kaupa sér íbúð þegar í stað án þess að hafa safnað inn á reikning færi skattaaf- slátturinn jafnóðum í afborganir af íbúðinni," segir Magnús Árni Skúla- son, annar skýrsluhöfunda. í skýrslunni er lagt til að þeir ein- staklingar sem hafa sl. sjö ár staðið í íbúðarkaupum í gamla kerfinu og hafí ekki fengið hærri vaxtabætur en t.d. 700 þúsund krónur, fengju ákveðinn árafjölda til að vinna skatt- fijálst fyrir mismuninum sem færi í að greiða niður höfuðstól lánsins til viðbótar við hefðbundnar afborg- anir. „Ef tiltekinni upphæð hefur verið náð að þeim tíma liðnum, myndi rík- issjóður hlaupa þar undir bagga og mismunurinn endurgreiðast úr ríkis- sjóði, þó ekki nema nýting á skatt- kortinu hafi komið til á þessum árum. Þessi leið væri því raunveruleg úrlausn á greiðsluvanda heimil- anna,“ segir Magnús. Minni greiðslubyrði í skýrslunni er m.a. tekið dæmi um ung hjón sem hafi 200 þúsund krónur á mánuði í brúttótekjur, eiga 1,1 milljón króna í sparifé og kaupa íbúð fyrir 5,5 milljónir króna. „Sam- kvæmt útreikningum Húsnæðis- stofnunar fengju þau 70% húsbréfa- lán að fjárhæð 3,9 milljónir króna. Að auki þyrfti að koma til önnur fjármögnun, t.d. bankalán að upp- hæð 550 þúsund krónur til að brúa bilið. Samkvæmt þessu yrði meðal- talsbyrði þeirra á tímabilinu um 30 þúsund krónur á mánuði að teknu tilliti til vaxtabóta, samkvæmt út- reikningi greiðslumatskerfis Hús- næðisstofnunar ríkisins. Hins vegar ef þau hefðu til ráð- stöfunar skattaafslátt að upphæð 2,4 milljónum króna til viðbótar við sparifé sitt, þyrftu þau einungis 2ja milljóna króna lán frá bankastofnun í stað helmingi hærra láns frá Hús- næðisstofnun. Greiðslubyrði af þessu láni yrði einungis rúmlega 14 þúsund krónur á mánuði. Því væri sparnaður hjónanna á ári um 190 þúsund krón- ur eða sem samsvarar einum mánað- arlaunum hjónanna,“ segir Magnús Árni. í skýrslunni er bent á að á tímabil- inu 1988-1994 hafí ríkissjóður lagt út 27 milljarða króna til húsnæðis- mála, eða tæpa 4 milljarða á ári að jafnaði. Miðað við að 1.550 aðilar, einstaklingar og hjón, hafi keypt sér íbúð í fyrsta skipti á þessu tímabili, að skiptingin sé til helminga og allir þessir aðilar hefðu getað nýtt sér 1,2 milljóna skattaafslátt, næmi heildarskattatap ríkissjóðs 2,8 millj- örðum króna. Mismunurinn, 1,2 milljarðar króna, er hreinn sparnað- ur fyrir ríkið að mati SUS. Helstu kostir hugmyndarinnar, að mati skýrsluhöfunda, eru að slíkt kerfí myndi auðvelda fólki að eign- ast húsnæði, greiðslubyrðin væri lægri og eignamyndun meiri. Fyrir- sjáanlegt væri að allar skuldbinding- ar væru hjá sömu fjármálastofnun sem auðveldaði yfírsýn og aðgerðir ef til greiðsluerfíðleika kæmi. Jafn- framt væri hægt að lækka jað- arskatta um 6% vegna niðurfellingar vaxtabóta, mismunandi þó eftir tekjuhópum, og kerfíð hvetti fólk til að sýna fram á tekjur til að komast í gegnum greiðslumat, sem myndi minnka undandrátt frá tekjuskatti. Nýju lífí væri hleypt í byggingariðn- aðinn þar sem eftirspurn eftir hús- næði ykist, í fyrstu að minnsta kosti. I fangelsi fyrir að nauðga karlmanni HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær 28 ára gamlan Kópa- vogsbúa í 15 mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað 26 ára gömlum manni að morgni aðfangadags síð- astliðins. Hann er jafnframt dæmd- ur til að greiða manninum 400 þús- und krónur í skaðabætur. Mennirnir höfðu hist á veitinga- húsi í bænum að kvöldi Þorláks- messu. Þeir þekktust ekki fyrir en urðu samferða að heimili hins dæmda þar sem þeir héldu áfram .drykkju. Kærandi bar að hann hefði sofnað en vaknað við að húsráðand- inn var að brölta ofan á honum, hafði tekið hann kverkataki, barði á honum og fletti hann klæðum. Viljalaus af skelfingu kvaðst mað- urinn hafa hlýtt meðan húsráðand- inn hafði við hann samfarir. Maðurinn kvaðst hafa grátið af sársauka en náð að reisa sig upp þannig að húsráðandinn féll í gólf- ið. Hann hafí komist hálfnakinn fram á gang og leitað ásjár í ann- arri íbúð í húsinu. Húsráðendur þar höfðu skömmu áður vaknað við grát eða vein. Þeir skutu skjólshúsi yfir manninn, sem var í skyrtu einni fata, og hringdu á lögreglu. Sá dæmdi neitaði ákærunni en játaði að hafa átt kynmök við kær- andann og sagði þau hafa verið að hans frumkvæði. Fyrir dómi sagði hann m.a. að ef hann hefði nauðgað manninum hefði það gerst í „blackouti“. Sekt mannsins var talin sönnuð. I dóminum segir að hafa verði í huga að mikill munur sé á líkams- burðum mannanna. Kærandinn sé 170 sm á hæð og 70 kg, og hafí stundað líkamlega vinnu frá ungum aldri en ákærði sé 187 sentimetrar og 84 kíló og þrautþjálfaður íþrótta- maður. Hinn mikli aflsmunur, svo og það að miða megi við að kær- andi hafi verið sofandi er árásin hófst, geri frásögn hans um van- mátt sinn og hræðsluviðbrögð skilj- anlegri og sennilegri en ella. Deila flugnmferðarstjóra og ríkisins Samgönguráðherra vonast enn eftir samkomulagi „ÉG VONA í lengstu lög að það náist samkomulag í þeirri kjara- deilu sem er uppi milli íslensku flug- umferðarstjóranna og ríkisvaldsins. Þorri flugumferðarstjóranna á ræt- ur sínar hér á landi. Þeir hafa unn- ið sér inn ákveðin réttindi á sinni starfsævi. Ég get ekki hugsað mér að þeir taki þann kostinn að fleygja þeim frá sér fyrir óvissuna," segir Halldór BÍöndal samgönguráðherra um þá stöðu sem upp er komin í deilu flugumferðarstjóra og ríkis- valdsins. Flugumferðarstjórar segja stjórnvöld vísvitandi skapa neyðar- ástand með því að framlengja að- eins uppsagnarfresti 32 flugum- ferðarstjóra í stað allra og með því færa niður öryggisþáttinn. Verði óhapp við þessar kringumstæður ætlar Félag íslenskra flugumferðar- stjóra að krefjast óháðrar erlendrar rannsóknar á tildrögum þess. „Það viðhorf er ráðandi á vinnu- markaði að stilla kaupkröfum í hóf. Það er algjörlega úr takti að hugsa sér það að flugumferðarstjórar fái launahækkanir sem eru langt um- Félag flugumferðarstjóra hleypur undir bagga með þeim sem fengið hafa uppsagnir fram það sem gerist á hinum al- menna markaði. Þeir hljóta að átta sig á þessu og trúi ekki öðru en að samkomulag takist," sagði Hall- dór. Hann sagði að ríkisvaldinu bæri engu að síður skylda til þess að hafa neyðaráætlanir tilbúnar svo hægt verði að bregðast við ástand- inu eftir áramótin. Óskuðu ekki eftir frekari viðræðum „Félag íslenskra flugumferðar- stjóra lítur svo á að það sé í kjara- deilu við ríkið. Ég hafði raunar búist við því á mánudaginn að það tækist að finna einhvem flöt á málinu til þess að halda viðræðum áfram en þeir tóku það skýrt fram að þeir óskuðu ekki eftir frekari viðræðum við mig. Ég á þó ekki von á því að allir flugumferðarstjór- Frelsi eða fjötrar kynlífsins Fundur Fræðslusamtaka um kynlíf og bameignir (FKB) um fjölskyldu- áætlun, kyn- og frjósemisheilbrigði í þjóðlegu sem alþjóðlegu samhengi verður haldinn í Kornhlöðunni, Bankastræti 2, laugardaginn 2. desem- ber, kl. 13.30. Allir velkomnir. Dagskrá: Fundarstjóri: Reynir T. Geirsson, prófessor. Kl. 13:30 Ragnheiður I. Bjamadóttir, kvensjúkdómalæknir. Hvað er kynheilbrigði? Kl. 13:40 Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona. Af hverju er kynheilbrigði kvenna pólitískt stórmál? Kl. 13:50 Rannveig Guðmundsdóttir, þingkona. Hvert er hlutverk stjórnvalda? Kl. 14:00 Ósk Ingvarsdóttir, kvensjúkdómalæknir. Hver er réttur fólks til kynheilbrigðis? KI. 14:10 Sóley S. Bender, lektor og formaður FKB. Hver er staðan á íslandi? Kl. 14.20 Umræður. Kl. 15.30 Fundarslit. ar á íslandi séu reiðubúnir að kasta því starfsöryggi frá sér sem hefur fylgt því að vinna hér við þessi störf,“ sagði Halldór. Halldór kvaðst ekki átta sig full- komlega á framtíðarsýn Karls Al- varssonar, sem á sæti í samninga- nefnd Félags íslenskra flugumferð- arstjóra, þegar hann tali um það sem góðan kost að alþjóðlegt fyrir- tæki ráði til sín menn til þess að setjast í hans stól á Reykjavíkur- flugvelli. Hann hafi sjáifur enga tryggingu fyrir því að fá þar starf. Minna öryggi Karl segir að það sé vítavert af stjórnvöldum að framlengja upp- sagnarfrest einungis hjá hluta flug- umferðarstjóra. „Með þessu er Flugmálastjórn með þátttöku samgöngu- og utan- ríkisráðuneytis að skapa neyðar- ástand og gera það nauðsynlegt að gp-ipið verði til neyðaráætlunar. Al- þjóðasamtök flugumferðarstjóra hafa varað við því að neyðaráætlan- ir séu notaðar í þessum tilgangi. Með þeim er verið að færa niður öryggisþáttinn. Eg held að það sé nauðsynlegt að það komi fram hver sé þáttur Flugmálastjórnar, samgönguráðu- neytis og utanríkisráðuneytis sé í neyðaráætluninni og þeirri ákvörð- un að framlengja aðeins uppsagnar- frest 32 flugumferðarstjóra. Verði óhapp við þessar kringumstæður mun Félag íslenskra flugumferðar- stjóra krefjast óháðrar erlendrar rannsóknar á tildrögum óhappsins," sagði Karl. Eignir auglýstar til sölu Félag íslenskra flugumferðar- stjóra hefur auglýst til sölu eignir sínar, félagsheimili á Grensásvegi, sumarhús í Aðaldal og Úthlíð. Eign- irnar eru metnar á 15-16 milljónir kr. „Við munum framfleyta okkar fólki eftir 1. janúar og þangað til það fær aðra vinnu,“ sagði Karl. Menningar- og skemmtikvöid starfsmannafélags ríkisstofnana verður haldið í kvöld, flmmtudagskvöldið30. nóvember, kl. 20.30 á Grettisgötu 89, 4. hæð. Dagskrá: Lesið úr jólabókunum. María, konan bak við goðsögnina. Ingólfur Margeirsson. Skuggar vögguvísunnar. Súsanna Svavarsdóttir. Söngvaramir Hrafnhildur Bjömsdóttir og . Garðar Thor Cortes ásamt undirleikara flytja nokkur lög. Menningar- og skemmtinefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.