Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 68
Afi þegar þörf krefur! RISC System / 6000 <o> í NÝHERJI OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 I4P Vecttf MORGVNBLADIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SlMBRÉF 669 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI^XENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ríkisstjórnin lofar aðgerðum til að greiða fyrir sátt á vinnumarkaði Auknar líkur á samkomu; lagi að mati forseta ASI Hlíf o g Eining sögðu upp samningum í gær - Búist við að VSÍ bæti við tilboð sitt Morgunblaðið/Árni Sæberg FORYSTUMENN og starfsmenn Alþýðusambands íslands skoða tilboð ríkisstjórnarinnar. F.v. Jón Karlsson, Snær Karlsson, Hervar Gunnarsson, Ástráður Haraldsson, Magnús L. Sveinsson og Björn Grétar Sveinsson. „EFTIR daginn í dag hafa líkur frekar aukist á því en hitt að það verði hægt að komast hjá uppsögn samninga,“ sagði Benedikt Davíðs- son, forseti ASÍ, að loknum fundi formanna lands- og svæðasam- banda ASÍ í gærkvöldi. Skiptar . skoðanir voru á fundinum. Ekki hefur enn fengist niðurstaða í við- ræðum launanefndar aðila vinnu- markaðarins en í dag mun ráðast hvort samkomulag næst eða samn- ingum verður sagt upp fyrir mið- nætti. Síðdegis í gær gaf ríkisstjómin út yfirlýsingu um aðgerðir vegna kjaramálanna en þær eru taldar kosta ríkissjóð um einn milljarð kr. og er þá ótalinn kostnaður sveitar- félaga. „Ég tel að það væri afar sérstætt ef að kjarasamningum yrði sagt upp við núverandi aðstæður," sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra. Trúnaðarmannaráð Verkalýðs- félagsins Einingar á Akureyri sam- þykkti í gærkvöldi með 28 atkvæð- um gegn 4 að segja upp samningum og trúnaðarmannaráð Hlífar í Hafnarfírði samþykkti samhljóða tillögu um uppsögn samninga. Mörg félög frestuðu í gær að taka endanlega afstöðu til uppsagnar og fólu stjómum félaganna að taka ákvörðun í dag. Að sögn Benedikts má búast við að vinnuveitendur bæti í dag við fyrra tilboð sitt, sem hljóðaði upp yé. um 5-600 millj. kr. viðbótar- greiðslur til launþega. „Við leggjum mjög mikið upp úr því að ná þessu dæmi saman og munum ræða það við okkar félaga í sambandsstjóm- inni á morgun (fímmtudag)," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ. Frádráttur lífeyrisiðgjalda eykur kaupmátt Skv. yfírlýsingu ríkisstjómarinn- ar er fallið frá áformum í ijárlaga- frumvarpi um afnám tengingar at- vinnuleysisbóta og launa um næstu áramót og munu bæturnar þá hækka um 2.700 kr. en það er tal- -Jð kosta ríkissjóð 150 millj. kr. Einn- ig hækka bætur almannatrygginga 1. janúar en það er talið kosta 450 millj. kr. og loks ákvað ríkisstjómin að viðbótarfrádrætti lífeyrisiðgjalda launþega frá tekjuskatti, sem átti að taka gildi 1. júlí 1996, verði flýtt og komi til framkvæmda 1. janúar og viðbótarfrádráttur 1. júlí 1997 komi til framkvæmda 1. júlí á næsta ári. Þetta er talið kosta ríkis- sjóð 400 millj. kr. í yfirlýsingunni segir einnig að verði samningum sagt upp falli hún úr gildi og út- gjaldaþættir febrúaryfirlýsingar verði endurskoðaðir. Skv. lauslegu mati ASÍ þýðir flýting skattfrelsis lífeyrisiðgjalda að skattleysismörk verða 60.660 kr. á næsta ári og hækka nokkuð frá fj árlagafrumvarpi sem mun hafa í för með sér 0,5% kaupmátt- araukningu. Hins vegar telur ASÍ að enn vanti um 400 kr. upp á að skattleysismörkin hækki í það horf TVÖFALT fleiri GSM-símakort en GSM-símtæki seljast hér á landi, að mati viðmælenda Morgunblaðs- ins úr hópi farsímakaupmanna. Þetta bendir til að um helmingur allra GSM-símtækja hér á landi sé keyptur erlendis og fluttur inn af einstaklingum. Nú eru skráð um átta þúsund GSM-símakort hjá Pósti og síma. GSM-símafélög á Norðurlöndum, í Bretlandi og víðar hafa verið með kostaboð á símtækjum til að laða að sér viðskiptavini. Samkvæmt upplýsingum Toll- sem yfírlýsing ríkisstjómarinnar frá í febrúar fól í sér. Björn Grétar Sveinsson, formað- ur VMSÍ, sagði aðgerðir ríkis- stjómarinnar ekki fela í sér fullar efndir á yfirlýsingu hennar frá í febrúar. Sambandsstjórn Verka- mannasambandsins kom saman seint í gærkvöldi en veruleg óánægja er innan VMSÍ með tilboð ríkistjórnarinnar. Aðgerðir til lækkunar matvælaverðs Samningsaðilar hafa sent ríkis- stjóm sameiginlegar tillögur um aðgerðir til að spoma gegn hækkun matvælaverðs, og eru þær taldar geta leitt til 0,5-0,6% lækkunar gæslunnar á Keflavíkurflugvelli mega einstaklingar koma með sím- tæki til eigin nota án þess að greiða af því, sé verðmæti þess sannanlega undir 18 þúsund kr. Síðastliðið sumar var hægt að fá GSM-síma í Noregi sem kostuðu verðlags. í yfírlýsingu ríkisstjómar segir að hún muni leita leiða til að koma í veg fyrir að verðlagsbreyt- ingar á grænmeti og afurðum svína og alifugla raski forsendum samn- inga. Launanefnd kemur saman kl. 9.30 í dag og að sögn Benedikts hafa fulltrúar ASÍ í nefndinni skil- yrt umboð til að leggja endanlegt mat á hvort forsendur séu til að segja upp samningum. Kl. 11. koma sambandsstjórn og stjómir aðildarfélaga VSÍ til fundar. Kl. 14 er svo boðaður annar fundur formanna ASÍ. ■ Falliðtilaðstuðla/4 ■ BSRB sátt við/2 1 krónu norska (um 10 kr. íslensk- ar), væri keypt ársáskrift að síma- fyrirtæki. Blaðið hefur heimildir fyrir því að margir íslendingar hafí nýtt sér þetta boð. í Danmörku hefur verið hægt að fá GSM-síma á 8 þúsund krónur og töluvert af Sóttum starfsleyfi fyrir álver Columbia MARKAÐSSKRIFSTOFA iðnaðar- ráðunej’tisins og Landsvirkjunar (MIL) sækir á næstu dögum um starfsleyfi fyrir 60.000 tonna álver bandaríska Columbia-fyrirtækisins við Gmndartanga. Að sögn Andrés- ar Svanbjörnssonar, verkfræðings hjá MIL, er umsóknin til þess ætluð að flýta fyrir framkvæmdum, taki Columbia þá ákvörðun að reisa ál- verksmiðju sína á íslandi. Andrés segir að jafnframt sé nýtt deiliskipulag Grundartanga ásamt umhverfismati í vinnslu af sömu ástæðu. Bera saman kostnað Columbia mun ákveða sig í des- ember, en fyrirtækið ætlar að velja á milli íslands og Venezuela. Að sögn Andrésar eru Columbia-menn nú að bera saman kostnaðaráætlan- ir fyrir löndin tvö. -----».♦ ■ ♦-- Árbæiarsafn eignast mið- aldamót fyrir silfurmuni ÁRBÆJARSAFN fær í dag afhent 600 sandsteypumót fyrir skart- gripi og borðbúnað og eru þau elstu úr kaþólskri tíð, eða frá miðöldum. Auk þess sem mótin eru merkar minjar hyggst Árbæj- arsafn láta steypa muni eftir þeim og selja til að auka tekjur safns- ins. Mótin voru í eigu Dóru Jóns- dóttur, gullsmiðs í Gullkistunni, en áður átti faðir hennar, Jón Dalmannsson, þau og svo aðrir gullsmiðir þar á undan, mann fram af manni. Helga María Bragadóttir, safn- vörður markaðs- og rekstrarmála Árbæjarsafns, segir að safnið hafi lengi haft augastað á sandsteypu- mótunum. „Borgarráð hefur nú samþykkt að kaupa mótin af Dóru á 2 milljónir króna. Við höfum hug á að nota mótin til að fram- leiða silfurhnífapör og aðra muni. Þannig gætum við aflað safninu sértekna, líkt og svo algengt er á söfnum erlendis." Helga María segir að á Árbæj- arsafni sé gullsmíðaverkstæði og í samningnum við Dóru Jónsdótt- ur felist að hún hafi umsjón með framleiðslu muna næstu tvö árin. þeim borist hingað. Einn farsímakaupmaður fullyrti að hér væri töluvert af stolnum sím- um í umferð. Annar sagði mikla eftirspurn eftir hleðslutækjum fyrir farsíma í verslun hans og þótti það benda til þess að fólk hefði keypt þjófstolna síma. Algengt er að fólk leiti til um- boðsmanna hér á landi með bilaða og skemmda farsíma. Ef ekkert ábyrgðarskírteini er til staðar reyn- ist viðgerðin oft dýr. ■ Samkeppni í fjarskiptum/32 Hér á landi hafa verið seld tvöfalt fleiri GSM-símakort en símar Annar hver GSM-sími keyptur erlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.