Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 56
)6 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ýie&triu dnhi/em i 'tnna. unniÍt i)L verélauruí' d hundasýninyu? ) Ljóska VOU LOOK TIRED..00A5 THERE A LOT OF ACTION ON THE WE5TERN FRONT? ^Jfl .... ,© 1994 Umted Feature Syndicate. Inc. \IW I MU5T BE OUT OF MT $ h f MIND..AFTER THE FIFTH )| i |R00T BEER, I REENLI5TEPÍ )% ^ ^iíl í :£ Þú virðist vera þreyttur ... var mikið um að vera á vesturvíg- stöðvunum? Ég hlýt að vera alveg frá mér ... eftir fimmta rótarbjórinn gekk ég aftur í herinn. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Af líkama og sál Frá Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur: ALMENNT heilsufar okkar veltur ekki hvað síst á hinu mikla sam- spili sálar og líkama. Þetta samspil á sína álagspunkta gegnum líf og starf. Flest þekkjum við þá streitu er því fylgir að þurfa að taka próf af einhveiju tagi. Einnig þekkjum við flest þá þreytu er því fylgir að hafa vakað fram á nótt, og ætla sér stórræði daginn eftir, Líkami okkar kallar á næringu sér til handa, til þess að geta viðhaldið starfsemi sinni. Sú næring er matur og hvíld. Sálin kallar einnig á næringu. Sú næring er einkum fólgin í því, að maðurinn sé ánægður með hlut- skipti sitt í lífinu. Ef maðurinn er ekki ánægður, þá skapast vanda- mál, sem oft og iðulega vefja sinn vef í kringum hann og hans líf. Ánægjan verður ekki keypt fyrir peninga, hana verður hver að leita uppi og meta samkvæmt sínum eig- in staðli. Líkt og ofneysla matar er óholl fyrir líkama okkar, þá er síendurtekin mötun í sjónrænu formi óholl sálinni. Sál okkar hefur þörf fyrir að skapa og tjá, til þess að geta þroskast og tekið framforum. ímyndunaraflið gegnir þar lykilhlutverki. Lestur skáldsagna til dæmis, getur þjálfað ímyndunaraflið verulega, en sjón- varpsgláp í óhófí drepið það niður. Þótt við getum með ýmsu móti reynt að stuðla að almennu heil- brigði okkar, fer ekki hjá því að sjúkdómar muni heimsækja okkur. Suma þeirra erfum við meira að segja frá forfeðrum vorum. Rann- sóknum fleygir fram á hinum ýmsu sviðum læknisfræði, samt virðist vart nægu fjármagni varið á þann þátt enn sem komið er. Afskaplega athyglisverð frétt þótti mér koma frá Danmörku á öldum ljósvakans, nú í haust. Frá því var skýrt að Danir hefðu, í leit sinni að sparnaði í heilbrigðiskerf- inu, fundið það út að notkun sýkla- lyfja væri kolröng. I stað þess að gefa sjúklingum fyrirmæli um að taka lyfín reglulega yfir sólarhring- inn, þá væri mönnum gert að taka skammtana inn frá morgni til kvölds. Með þessu skammtamagjni, að því er sagði í fréttinni, myndi líkam- inn því mynda höfnunarviðbrögð, sem aftur leiddi til þess að lengri tíma tæki að vinna á sýkingunni. Því þyrfti jafnvel að skrifa út á ný, aðra umferð af hinu sama lyfi, til handa sama sjúklingi. Sem sagt með því að vekja sjúkling á nótt- unni, til þess að taka inn sýklalyfja- skammt, gæti meðferðin virkað betur, ásamt því að spara þjóðfélag- inu nokkrar milljónir króna í formi minni lyfjanotkunar. Enn sem kom- ið er hefí ég ekki séð nánari umfjöll- un um þessa frétt frá Danmörku, en lýsi hér með eftir frekari upplýs- ingum um þetta efni. GUÐRÚN MARÍA ÓSKARSDÓTTIR, formaður Samtakanna Lífsvog. Hápólitísk aðgerð á kostnað BSRB Frá Helga Eiríkssyni: UNDANFARNA daga hafa birst auglýsingar í sjónvarpi og útvarpi þar sem BSRB úthrópar fjárlaga- frumvarpið, telur það andsnúið sjúklingum og öryrkjum og fleiri þjóðfélagshópum. Þessi auglýsinga- herferð er sjálfsagt kostuð af BSRB og er hápólitísk að allri gerð, þann- ig að ekki fer á milli mála, að hér er ekki um hefðbundna kjarabar- áttu að ræða heldur beint innlegg í pólitíska umræðu dagsins. Nú er það kunnara en frá þarf að segja að Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, situr á þingi fyrir Alþýðubandalagið og er því í stjórn- arandstöðu. Það þarf því ekki að leita langt til að sjá að þarna er þingmaður í stjómarandstöðu að nota sér aðstuðu sina Lií að ganga í sjóði félagsmanna BSRB til að halda fram ákveðnum pólitískum sjónarmiðum. Til þess notar hann peninga sem safnað hefur verið saman með fé- lagsgjöldum BSRB. Þau eru dregin af launum þeirra, hvort sem þeir vilja éða ekki og látnir í sjóði BSRB. Síðan notar Ógmundur þá sömu peninga í sínum eigin pólitíska til- gangi, án tillits til þess hvort að hver og einn félagi í BSRB hafi viljað láta fara þannig með þá pen- inga sem af honum hafa verið dregnir. Það er ekkert að því að Ögmund- ur Jónasson mótmæli fjárlagafrum- varpinu. Það er hans fullkomni rétt- ur sem þingmanns stjórnarandstöð- unnar. Hann á bara að gera það fyrir sína eigin fjármuni en ekki misnota sér aðstöðu sína sem for- maður BSRB, um leið og hann er þingmaður, og taka peninga frá félagsmönnum BSRB í þeim beina tilgangi að halda fram sínum eigin sjónarmiðum á stjórnmálavettvang- ínum. Sjálfsagt hefur hann fengið eitt- hvert samþykki fyrir þessum pen- inganotum hjá stjórn BSRB en það breytir ekki því að þarna er verið að taka peninga af félagsmönnum BSRB á mjög vafasaman hátt án þess að þeir fái nokkuð við gert og nota það fé síðan í beinni pólitískri /baráttu á eigin vegum. Löglegt en siðlaust, eins og Vil- mundur heitinn orðaði það. HELGIEIRÍKSSON, Laugarásvegi 57, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.