Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fá aðstoð í greiðsluerfiðleikum en áfram með of háa greiðsiubyrði Skipting skulda þeirra sem sóttu um greiðsluerfiðleíkaián Meðalupphæðir í þús. kr. ■— ' Byggmgarsj. Lán tll ríkisins íbúðakaupa úr... Eftirst- Vanskil Húsbréfadeild Eftirst. Vanskil Byggingarsj. verkamanna Eftirst Vanskil Bankalán Eftirst. Vanskii Lífeyrissjóðs- !án Eftirst. Vanskii Annað Eftirst. Vanskil Samtals Eftirst. Vanskil Heildar- skuldir Heildar- iaun Hiutfali, Skuidir/ laun* Húsbréfadeild 900 150 3.650 500 0 0 1.050 250 600 100 250 50 6.450 1.050 7.500 2.100 3,6 Byggingarsj. ríkisins 2.750 350 0 0 0 0 950 200 850 100 100 50 4.650 700 3.950 1.840 2,9 Byggingarsj. verkamanna 100 0 0 0 5.950 450 900 200 250 50 200 100 7.400 800 8.200 1.660 4,9 * Ekki er talið heppilegt að íbúðarkaupandi skuldi meira en sem nemur tvöföldum árslaunum. Uggvænleg skuldasöfnun Rekstrarstjórí Húsnæðisstofnunar telur að aðstoð við fólk í greiðsluerfíðleikum hafí hjálpað mörgum að brúa bil vegna tímabund- innar tekjulækkunar og að losa sig út úr erfiðleikunum með sölu eigna. Bretland Skæðari flensa þar en hér ÍSLENDINGAR þurfa ekki að ótt- ast sérstaklega inflúensufaraldur í Bretlandi enda er inflúensan sú sama og gengur hér á landi að sögn Matthíasar Halldórssonar aðstoðar- landlæknis. Inflúensa hefur gengið í Bret- landi síðustu vikurnar og hefur hún verið sérstaklega skæð í miðhéruð- um Englands. Matthías sagðist ekki hafa neinar upplýsingar frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni um að inflúensan í Bretlandi væri á ein- hvern hátt sérstök. Hún væri af A-stofni eða sú sama og gengi hér. Hún gæti þó komið harðar niður í Bretlandi því heilbrigðisástandið væri víða ekki eins gott og hér og færri væru bólusettir. Matthías sagði að íslendingar væru nálægt því að eiga heimsmet í bólusetningum. Fjörutíu þúsund íslendingar hefðu verið sprautaðir við inflúensu í fyrra og fjöldinn væri líklega svipaður í ár. Bólusetn- ing gerði lítið gagn eftir að inflúens- an væri farin að ganga eins og nú. Helstu einkenni inflúensu eru þúrr hósti, hiti, höfuðverkur og beinverkir. Oft Ieggst fólk í viku eða svo en eldra fólk og veikbyggð- ir getur veikst verr. -------------- Leiðrétting vegna fréttar um kjaramál MISSKILNINGUR varð I samtali blaðamanns við Davíð Oddsson um kjaramál í blaðinu í gær. Um var að ræða að ASÍ myndi bera fyrir sig að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar stæðist ekki í launanefnd og sagði forsætisráðherra að það væri fyrir- sláttur, en ekki hugmyndir VSI um að vísa málinu til félagsdóms yrði kjarasamningum sagt upp. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær sagði Davíð að staðið hefði verið við yfirlýsingu ríkisstjómar- innar, sem gefin var í tengslum við gerð kjarasamninga í febrúar. „ÞAÐ ER meginniðurstaða mín að með skuldbreytingum er hægt að koma til aðstoðar nokkuð stórum hluta þeirra lántakenda sem lent hafa í greiðsluerfiðleikum vegna tekjuskerðingar," segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Hús- næðisstofnunar ríkisins, í samtali við Morgunblaðið. Hann tók saman greinargerð og lagði mat á aðstoð sem lánastofnanir hafa undanfarin tvö ár veitt íbúðakaupendum sem lent hafa í greiðsluerfiðleikum. í skýrslunni kemur einnig fram að margir umsækjendur skulda gríðar- lega mikið vegna íbúðarkaupa og eru með mikið í vanskilum. Brúar bil Grétar segir að það veki vissu- lega athygli, eins og bent var á í frétt hér í blaðinu í gær, hvað hátt hlutfall þeirra sem fá aðstoð séu áfram með allt of mikla greiðslu- byrði. Fram kemur í skýrslunni að aðeins 42% umsækjenda koma greiðslubyrði sinni niður fyrir 30% af tekjum fyrir skatta en 58% - þar með talinn sá þriðjungur um- sækjenda sem ekki uppfyllir skil- yrði um lán - á áfram að greiða íánardrottnum sínum meira en þriðjung launa sinna í hveijum mánuði. Segir Grétar að þessa nið- urstöðu verði þó að skoða út frá því að aðstoðin hafi beinst sérstak- lega að þeim sem orðið hefðu fyrir tekjuskerðingu, til dæmis vegna atvinnumissis eða launalækkunar. „Þó greiðslubyrðin sé áfram of há, hefur aðstoðin verið veitt á þeim forsendum að verið sé að brúa bil þar til tekjur aukist á ný eða að fólk fái svigrúm til að selja hús- næðið,“ segir Grétar og bendir á að stórum hluta þeirra sem fá að- stoð sé ráðlagt að selja. Erfitt sé að selja íbúð á fijálsum markaði eða jafnvel útilokað ef áhvílandi lán eru í vanskilum. „Svona víðtæk aðstoð gerir fólki oft á tíðum kleift að bíða launa- hækkunar eða losa sig við hús- næði. Það er því niðurstaða mín að líklegt sé að aðstoðin hafi þrátt fyrir allt skilað nokkuð góðum ár- angri.“ Hann segir að ekki sé hægt að segja til um endanlega niður- stöðu bví lítið megi bregða út af hjá þessum fjölskyldum til að illa fari. Milljón í vanskilum í greinargerð Grétars kemur fram að margir þeirra sem sótt hafa um aðstoð skulda mjög mikið, eru með erfiða greiðslubyrði og mikið í vanskilum. í könnun sem Grétar gerði á högum 275 umsækj- enda sem fengu afgreiðslu hjá Hús- næðisstofnun fyrstu fimm mánuði þessa árs kemur þetta skýrt fram. Sem dæmi má nefna að meðal- skuld umsækjanda sem fengið hafði húsbréf til að kaupa íbúð var 7,5 milljónir, að meðtöldum eldri hús- næðislánum, bankalánum, lífeyris- sjóðslánum ofl., og þar af var lið- lega ein milljón í vanskilum. Meðal- skuld þeirra sem fengu lán hjá Byggingarsjóði ríkisins er 5,3 millj- ónir kr. og vanskil 700 þúsund. Meðalskuld fólks sem fékk lán úr Byggingarsjóði verkamanna er 8,2 milljónir og þar af vanskil 800 þúsund. Grétar segir að íjöldi um- sókna eftir húsnæðislánakerfum bendi til þess að vandi íbúðaeigenda sé á vissan hátt óháður því húsnæð- islánakerfi sem í boði er. Vandi þeirra sem hafa eingöngu fengið lán úr Byggingarsjóði ríkisins sé svip- aður og vandi þeirra sem fengið hafa húsbréfalán. Fram kemur að greiðslubyrði þeirra sem sótt hafa um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika hjá Hús- næðisstofnun er alla jafna þannig samsett, að innan við helmingur hennar stafar af lánum viðkomandi hjá stofnuninni. Sem dæmi bendir Grétar á að greiðslubyrði hjóna eða sambýlisfólks, sem fengu húsbréfa- lán til kaupa á íbúð og yfirtóku lán úr Byggingasjóði ríkisins. Telur hann að greiðslubyrði þeirra geti verið um 82 þúsund krónur á mán- uði að jafnaði en hafa ber í huga að uppsöfnuð vanskil eru ekki talin með. Af þessari greiðslubyrði eru 29 þúsund vegna lána hjá Hús- næðisstofnun en meirihlutinn vegna bankalána, lífeyrissjóðslána og ann- arra húsnæðisskulda.. Skuldir tvöfalt hærri en mælt er með Skuldir umsækjenda eru í flest- um tilvikum þre- til fimmföld árs- Iaun þeirra, ef marka má meðaltals- tölur. Grétar J. Guðmundsson minnir í þessu sambandi á þá þu- malfingursreglu sem oft er notuð við ráðgjafarstörf, að íbúðakaup- endur miði við að skulda ekki meira en sem nemur tvöföldum árslaunum sínum. Miðað við þetta eru skuldir þeirra sem sóttu um aðstoð gjarnan tvöfalt hærri en ráðlegt er. Hæstar eru skuldirnar, miðað við laun, hjá þeim sem fengið hafa lán úr Bygg- ingasjóði verkamanna til kaupa á félagslegum íbúðum en hlutfalls- lega lægstar hjá þeim sem fengu almennt húsnæðislán úr Bygginga- sjóði ríkisins, fyrir daga húsbréfa- kerfisins. Grétar segir í samtali við Morg- unblaðið að það sé uggvænlegt hvað fólk skuldi mikið en bendir jafn- framt á að könnunin byggi á úrtaki verst setta fólksins, þess sem sé komið í vandræði. Hann bendir einnig á að þriðjungi umsækjenda hafi verið synjað um greiðsluerfið- leikalán vegna þess að staða þess hafi verið orðin svo slæm að ekki var talið mögulegt að aðstoða það. FASTEIGNA MARKAÐURINN HF ÓÐINSGÓTU4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 Félag íslenskra flugumferðarstjóra auglýsir til sölu eftirtaldar eignir: Félagsheimili á Grensásvegi 16 2. hæð, 87,7 fm að stærð. Húsnæðið er salur með skrifstofuaðstöðu og snyrtingu. Góð aðkoma og inn- koma frá bílastæðum. Sumarhús í Aðaldal, S-Þingeyjarsýslu Húsið er 38,2 fm að stærð og er staðsett á fallegum stað nærri Laxá. Sumarhús íÚthlíð í Biskupstungnahreppi Húsið er 68,9 fm að stærð og ailt hið vandaðasta og stendur á fallegum stað með miklu útsýni. Heitt vatn, heitur pottur og góð sóiverönd. Kauptilboð óskast í framangreindar eignir. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Jón Guómundsson, sölusljóri, lögg. lasteignasali. Ólafur Slefánsson, viösk.fr. og lögg. fasteignasali I FASTEIGNAMARKAÐURINN HF Sendiherra íslands hitti forsætisráðherra Neðra-Saxlands Lýsti ánægju með eignaraðild Samheija INGIMUNDUR Sigfússon, sendi- herra íslands í Þýskalandi, átti í gær fund í Hannover með Gerhard Schröder, forsætisráðherra Neðra- Saxlands. Ingimundur segir að ríkisstjórn Neðra-Saxlands hafi komið þó nokkuð við sögu er viðræður stóðu yfir um kaup Samheija á Akureyri á helmingshlut í fyrirtækinu De- utsche Fischfang Union en það hef- ur bækistöðvar í borginni Cuxhaven í Neðra-Saxlandi. „Við ræddum þau mál og lét Schröder í Ijós mikla ánægju með að íslendingar væru komnir inn í fyrirtækið og ég fann greinilega að hann var sannfærður um að það væri mjög af hinu góða.“ Schröder lýsti á fundinum yfir áhuga á því að koma til íslands á næsta ári, meðal annars til að heim- sækja Samheija. „Hann hefur mik- inn áhuga á íslandi og lét í ljós einlægan áhuga á að koma. Fjöl- skyldan á íslenskan hest og sagðist hann jafnvel hafa áhuga á að koma til íslands í frí. Hann er áhugasam- INGIMUNDUR Sigfússon sendiherra ræðir við Gerhard Schröder, forsætisráðherra Neðra-Saxlands. Reuter. ur um land og þjóð og ég hafði mikla ánægju af að hitta hann og finna þennan einlæga áhuga og velvild í garð íslendinga,“ sagði Ingimundur. Einnig var á fundinum rætt um stöðuna í þýskum stjórnmálum og þá ekki síst innan Jafnaðarmanna- flokksins, þar sem nýlega urðu for- mannsskipti. Schröder er einn helsti leiðtogi þýskra jafnaðarmanna. Með Ingimundi á fundinum var Wolf Grútter, ræðismaður Islands í Hannover. > > > > > I I I I I I i I / 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.