Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.11.1995, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær dóttir okkar, systir og frænka, JÓHANNA BJÖRGÓLFSDÓTTIR, Heiðarbraut 5c, Keflavik, lést 21. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 1. desember kl. 13.30. Unnur Jóhannsdóttir, Björgólfur Stefánsson, Oddný Björgólfsdóttir, Björgólfur Stefánsson yngri, Jóhann Björgólfsson, Þórólfur Beck, Vilborg Einarsdóttir, Ólöf Oddný Beck. t Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, ÁSLAUG ÞORSTEINSDÓTTIR frá Dýrastöðum, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness að morgni 28. nóvember, verður jarðsung- in frá Borgarneskirkju laugardaginn 2. desember og hefst athöfnin kl. 13.00. Jarðsett verður í heimagrafreit að Dýra- stöðum. Halldór Klemensson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar og mágkona, SESSELJA J. GUÐMUNDSDÓTTIR BANKS, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudag- inn 1. desember kl. 15.00. Vilhelm R. Guðmundsson, Alda Sigurvinsdóttir, Jóhanna Guðmundsdóttir, Jónas Steinþórsson, Alda Guðmundsdóttir, Páll Halldórsson, Guðmunda Rowland, William Rowland. t Útför föður okkar, tengaföður, afa og langafa, DANÍELS Á. DANÍELSSONAR fyrrv. héraðslæknis á Dalvík, fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, föstudaginn 1. desember, kl. 10.30. Guðný Daníelsdóttir, Páll Kristjánsson, Friðrik Danfelsson, Ingibjörg K. Benediktsdóttir, Bjarni Daníelsson, Valgerður Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, BJÖRN O. ÞORLEIFSSON sjómaður, Hverfisgötu 39, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, föstudaginn 1. desember kl. 13.30. Þorleifur Björnsson, Ragna Björg Björnsdóttir, Guðrún Björnsdóttir, Guðmundur R. Guðmundsson, Elín Björnsdóttir, Sturlaugur Björnsson, Guðbjörg Björnsdóttir, Sigurður Sveinbjörnsson, Björn Grétar Sigurðsson, Alma Jónsdóttir, Jóhanna Þorleifsdóttir, Sigríöur Þorleifsdóttir, mágur, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HJALTA SIGURÐSSONAR fyrrum bónda, Hjalla, Blönduhlíð, Skagafirði. Aðstandendur. ENGILBERT EGGERTSSON + Engilbert Egg- ertsson vél- stjóri fæddist 14. nóvember 1928_að Kolviðarhóli, Ölf- usi. Hann lést á heimili sínu 22. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Eggert Engilbertsson og Guðríður Gunn- laugsdóttir. Systk- ini Engilberts eru Hulda, Guðrún og Jón. Árið 1951 kvæntist hann Lau- feyju Kristjánsdóttur, f. 1932. Börn þeirra eru 1) Hafdís, f. 1951, flugfreyja, gift Baldvini Steindórssyni, f. 1951, sálfræð- ingi, og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 2) Kristján, f. 1954, verkfræðingur, og á hann tvö börn. Árið 1960 kvæntist Engilbert seinni konu sinni, Þórunni Böðvarsdóttur, f. 1933. Börn þeirra eru 1) Björk, f. 1961, hjúkrunarfræðing- ur, og Örn, f. 1963, vélfræðingur, kvæntur Svein- björgu Jónsdóttur, f. 1963, og eiga þau þijú börn. Engil- bert stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík á árun- um 1945-1948. Nám í plötu- og ketilsmíði í stál- smiðjunni í Reykja- vík 1945-1949. Hann lauk vélskóla- prófi 1952 og starfaði sem vél- sljóri á togurum 1952-1953. Eftir það var hann verkstjóri hjá Stálsmiðjunni til 1971, en þá hóf hann störf þjá Björgun hf. sem verkstjóri til 1988. Síð- astliðin ár starfaði hann sjálf- stætt. Utför Engilberts fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. MIG LANGAR til að minnast tengdaföður míns Engilberts Eg- gertssonar vélstjóra og þakka hon- um samfylgdina tæpa þrjá áratugi. Þegar að slíkri kveðjustund er kom- ið, eins og nú hefur orðið, hvarflar hugurinn yfír samverustundir á liðnum árum og það verður ein- hvern veginn skýrara hvernig mann við erum að kveðja. Þetta hefur fyrir mig verið sérlega góð og skemmtileg samfylgd. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓHANNAÞÓREY DANÍELSDÓTTIR frá Blikalóni, Æsufelli 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. desember kl. 13.30. Hulda Þórisdóttir, Magnús Mariasson, Þorsteinn Þórisson, Svava Sveinsdóttir, Jón Skúli Þórisson, Svana Ragnarsdóttir, Jónatan Þórisson, Ragnhildur Jónsdóttir, Daniel Eyþór Þórisson, Kári Þórisson, Guðrún Jóhannesdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR Ijósmóðir, Þingvallastræti 16, Akureyri, áður Nýrækt, Fljótum, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 1. desember kl. 13.30. Sfmon Jónsson og börn. Innilegar kveðjur og þakkir til þeirra fjölmörgu, ættingja og vina, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ÞORLEIFS INGVASONAR og LILJU ÓSKAR ÁSGEIRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til allra, er stóðu að björgun og leit að þeim, er lentu í snjóflóðinu á Flateyri 26. október. Guð blessi ykkur öll. Ingvi Þórðarson, Auður Þorkelsdóttir, systkyni og aðrir vandamenn. Kristrún Kalmannsdóttir, Kristrún Ragna Elvarsdóttir, Guðrún Helga Elvarsdóttir, systkini og fjölskyldur þeirra og aðrir vandamenn. Engilbert var annálaður dugnað- arforkur og hreystimenni. Hann var sérlega vinnusamur maður og virt- ist ætíð sækja mikla gleði í sér- hvert verk, sama hvert það var. Að gera út trillu hér áður fyrr, hann „Óla“ sinn, ásamt fullri vinnu og halda bátnum alltaf í „topp- standi", að byggja húsið í Funafold, meira og minna sjálfur og hafa gaman af því, að endurbyggja Sunnuhvol í Hveragerði ásamt Jóni bróður sínum, æskuheimili þeirra, sem þeir breyttu í sumarbústað fjöl- skylda sinna. Það var sko ekki logn- mollan í kringum þá bræður þegar þeir gengu saman til verka, eins gott að geta svarað fyrir sig og oft nánast stöðug skemmtidagskrá í gangi. Ákafinn í Engilbert til verka var slíkur, að ef hann átti leið um þar sem menn voru við smíðar, þá var eins gott að halda fast um ham- arinn, þessa reynslu hafði ég alla vega oftar en einu sinni. Það var ekki ónýtt að eiga slíkan mann að, ef maður þurfti á hjálp að halda, ósérhlífinn þúsundþjalasmiður, því erfiðara sem verkið var, því skemmtilegra og alltaf til í að glett- ast, segja sögur eða hlusta á sögur. Þær eru góðar minningarnar frá hinni árlegu fjölskylduhátíð að Sunnuhvoli, þegar Engilbert þandi „nikkuna" undir söng fram á nótt og Jón bróðir lék með á gítarinn og börnin og barnabörnin allt í kring, þá líkaði honum lífið. Eins og margir af sinni kynslóð - og reyndar eins og við flest - var Engilbert ekki vanur að tjá sig mikið um sínar dýpri tilfinningar, það var því einkar ánægjulegt og gefandi að sjá hvernig hann gerði það meir og meir af einlægni og hugrekki, þegar hann varð fyrir hjartaáfalli fyrir nokkrum árum og svo jafnframt í þeim veikindum sem að lokum lögðu hann að velli. Hann tók því með æðruleysi, sagði að vissulega fyndist sér það sárt að þurfa að fara svo snemma en ef svo ætti að vera, þá tæki hann því. Það er dýrmætt fýrir alla að- standendur þegar þannig er hægt að búa sig undir það sem verða vill, sjá dauðann sem eðlilegan en oft sáran hluta af lífinu og geta gefið tilfínningum sínum nauðsyn- legt rými. Og gott var til þess að vita að honum tókst að komast heim í Funafold, húsið sem honum þótti vænt um og kveðja þaðan í hlýju umhverfi þeirra sem elskuðu hann. Elsku Þórunn, þú sem hefur ver- ið æðrulaus og sterk, og ykkur bömum Engilberts og öðrum að- standendum, votta ég mína dýpstu samúð og þakka eftirminnilegum og sterkum persónuleika samfylgd- ina. Baldvin. Elsku yndislegi tengdafaðir minn, nú ertu farinn frá okkur, það verður erfitt að hugsa sér lífið án þín. Eg hefði ekki getað átt betri tengdaföður en þig. Þú varst mér svo góður, svo hjálpsamur og vildir allt fyrir mig gera, svo ekki sé minnst á börnin mín, þau hafa misst svo mikið, þau elskuðu afa sinn mjög heitt. Crfisdrykkjur ð Vcttlngohú/ið GAPi-inn Simi 5S5-4477 ERFIDRYKKJUR P E R L A N 'sími 562 0200 Erfidryfcfiiur frá kr. 590 pr. mann Sfmar: 551 I 247 55 I I440
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.