Morgunblaðið - 17.02.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.02.1998, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞETTA gengfur ekki, það væri saga til næsta bæjar ef við töpuðum á því að þú kannt enga blautlega brandara, Árni... Samkomulag um losun á þrávirkum efnum SAMKOMULAG hefur náðst milli iðnríkja í Evrópu og Norður- Ameríku um takmörkun á notkun og losum ákveðinna þrávirkra líf- rænna efna. Magnús Jóhannesson, ráðu- neytisstjóri í umhverfísráðuneyt- inu, segir samninginn vera mikið Wolfgang A. Mozart: ánægjuefni. Hann nái hins vegar einungis til takmarkaðra lands- svæða og því verði hann einungis að teljast áfangi í baráttunni gegn notkun þessara efna. „Þetta eru efni sem berast langt að með loft- og hafstraumum og hafa tilhneig- ingu til að setjast á köldum svæð- Töfraflautan, forleikur Aríur úr Töfraflautunni og Brúbkaupi Fígarós Exultate Jubilate Myndir á sýningu um,“ segir hann. „Þau eru enn víða notuð í þróunarlöndunum og vandamálið verður því ekki að fullu leyst nema með alþjóðlegum samningum sem ná til allra þjóða heims.“ Samkomulagið er í formi við- auka við CLRTAP-samninginn, um mengun sem berst í lofti, og er gert af Efnahagsstofnun Evr- ópu (ECE), Bandaríkjunum og Kanada. I viðaukanum eru eftir- talin tíu efni sett á útrýmingar- lista; Aldrin, chlordane, chlorder- one, dieldrin, endrin, heptaklór, hexabromobiphenyl, hexachloro- benzene, mirex og toxaphene. Að auki er það markmið sett að notk- un PCB verði hætt í löndum Aust- ur-Evrópu og að notkun skor- dýraeitranna DDT og HCH verði takmörkuð. Þá er gert ráð fyrir því að losun díoxíða og fúrana verði takmörkuð. Efnin sem um ræðir eyðast seint í náttúrunni. Þau hafa fund- ist í íslensku sjávarfangi og þó mengun af völdum þeirra virðist vera minni hér við land en annars staðar á norðurslóðum er hún að mati íslenskra stjórnvalda ein helsta framtíðarógnin við nýtingu íslensks sjávarfangs. Samningurinn sem gengið var frá á föstudag verður undirritaður í Árósum í júní. ------*-♦-•----- Notkun bíl- belta athug’uð SAMSTARFSNEFND lögregluliða á Suðvesturlandi hefur ákveðið að gangast fyrir umferðarátaki dagana 17. til 23. febrúar næstkomandi. Að þessu sinni verður athygli lög- reglu sérstaklega beint að notkun öryggisbelta og öryggi bama í um- ferðinni. Modest Mussorgsky: Suriáii( - 1 UU (?) Sinfóníuhljómsveit Islands Háskólabíói við Hagatorg Sími: 562 2255 Fax: 562 4475 Nánari upplýsingar á sinfóníu- vefnum: www.sinfonia.is Miöasala á skrifstofu hljómsveitarinnar og vib innganginn Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20:00 Hljómsveitarstjóri: Guöni Emilsson Einsöngvari: Þóra Einarsdóttir Kynnir: Hákon Leifsson Frásagnir asískra kvenna á íslandi Hefur rætt við á annað hundrað asískar konur dag, þriðjudag, heldur Elizabeth Fullon fyrir- lestur í Odda um fræði- manninn sem viðfang, - asíska konu á íslandi. Hún notar myndlíkinguna að ganga með tvö höfuðföt, stundum setur hún upp hatt filippseysku konunnar á Islandi en á öðrum stund- um ber hún hún höfuðfat fræðimannsins. Þetta getur oft valdið togstreitu við öfl- un og túlkun rannsóknar- efnis. Elizabeth er filippseysk- ur-bandarískur doktor- snemi og vinnur að rann- sókn á frásögnum asískra kvenna á íslandi um líf þeirra hér með styrk frá Fulbright-stofnuninni. Hún valdi konur frá Filippseyj- um, búsettar á Islandi, í rann- sóknina. - Hvers vegmi valdirðu fil- ippseyskar konur á Islandi í rannsóknina? „Mér fannst Island tilvalið þar sem landið er lítið og íbúar þess einsleitari hópur en t.d. í Banda- ríkjunum þó vissulega búi hér fólk alls staðar að úr heiminum." Hún dvaldi hér um skeið fyrh- tveimur árum og fékk þá auga- stað á landinu fyrir rannsóknina. Elizabeth hefur talað við á annað hundrað asískar konur, flestar eru frá Filippseyjum. Rannsókn- in er hálfnuð og hún er ekki farin að vinna úr gögnum. - Hvað muntu fjalla um í fyr- irlestri þínum? „Eg mun meðal annars ræða um fræðilega þætti og hvernig fræðimenn reyna að láta rödd viðmælenda sinna njóta sín. Þá mun ég einnig ræða kosti þess og galla fyrir fræðimanninn að vera hluti ákveðins menningar- hóps en vera um leið meðal ókunnugra í samfélaginu." - Hver er tilgangurinn með rannsókninni? „Ég fiutti sjálf frá Filippseyj- um til Bandaríkjanna á sínum tíma og hef lengi haft áhuga á því hvernig menning og einstakling- ur móta hvort annað. Rannsókn sem byggist á frásögnum fíl- ippseyskra kvenna á íslandi bregður ekki einungis ljósi á samfélag innflytjenda heldur segir einnig ýmislegt um það samfélag sem þeir flytja í. Stjórnvöld á Islandi ættu því að geta notið góðs af rannsókn sem þessari sem veit- ir innsýn í líf þessara nýju Islendinga. Rannsóknin varpar einnig ljósi á hvernig Islendingar með sína menningarsögu og málhefð bregðast við nýbúum." - Hvernig hefur það verið fyrir þig sem fræði- mann að ræða við filippseyskar konur og vera sjálf filippseysk? „Það getur verið flókið að vera fræðimaður frá sama menningar- heimi og þeir sem verið er að rannsaka. Filippseyskar konur búast við að ég sýni vissa hegðun þar sem ég á rætur mínar að rekja til sömu menningar og þær. Ég á að þekkja þeirra hugsunar- hátt. Sem dæmi má nefna að samkvæmt filippseyskum hefð- um spyrja einungis mjög nánir vinir ágengra spurninga. Mér líðst því ekki sem fræðimanni að ► Elizabeth Fullon er fædd í Baguio á Filippseyjum árið 1953. Hún lauk BA-prófi frá háskólanum í Filippseyjum og MA-prófí frá Harvard-háskóla. Elizabeth hefur starfað sem blaðamaður bæði á Filippseyj- um og í Bandaríkjunum og hef- ur kennt samskiptakenningar við Massachusetts-háskólann í Amherst. Elizabeth stundar nú dokt- orsnám við Massachusetts-há- skóla og hlaut Fulbright-styrk til að rannsaka samskipti menningarhópa. Hún vinnur að þessari rannsókn hérlendis. spyrja ágengra spuminga að sama skapi og ef fræðimaðurinn væri t.d. islenskur." Elizabeth segist hafa gefíð sér góðan tíma til að kynnast við- mælendum sínum áður en hún tók við þá formleg viðtöl. Hún eyddi mánuðum í að fylgjast með lífi filippseyskra kvenna á íslandi til að skilja hvað skiptir þær máli og hvemig þeim líður. - Þú talar um að skilgreining- argeti haft mismunandiþýðingu eftir löndum ? „Filippseyskar konur skil- greina vald með sínum hætti. Þar öðlast konur vald á heimilinu með vináttu, hollustu og hjálpsemi. Ef fólk leggur sig fram um að hjálpa þér stendurðu í þakkarskuld við það og með þeim hætti öðlast fil- ippseyskar konur vald.“ - Hvernig hefur þér fundist að vinna rannsóknina hér á landi? „Kenningar líta oft vel út á prenti. Þær breytast hins vegar þegar farið er að nota þær og ég varð vör við það í þessari rannsókn. Hún var á hinn bóginn mjög gefandi, ég eign- aðist marga góða vini, bæði filippseyska og íslenska og hef fengið að kynnast þessu fallega landi. Því meira sem við lærum um aðra því betur kynnumst við okkur sjálfum og það á við að þessu sinni. Að vera filippseysk-banda- rísk sjálf og rannsaka fil- ippseyskar konur á íslandi hefur fengið mig til að taka undir orð Snorra Hjartarsonar skálds sem sagði: Hver vegur að heiman er vegurinn heim.“ Elizabeth flytur fyrirlesturinn á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum. Hann verður fluttur á ensku og haldinn í Odda, stofu 201 og hefst klukk- an 12. „Persóna og menning sam ofin í sam- skiptaferli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.