Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 29

Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 29 Morgunblaðið/Jón Svavarsson Tristan Gribbin, leikkona að baki Brynju Benediktsdóttur, höfundi og leiksljóra, en hún situr á milli, Ragnhildar Rúrikssdóttur, sem mun leika íslenzku útgáfuna, og Ingibjargar Þórisdóttir, aðstoðarleik- stjóra. Vínlands- ævintýrið LEIKLIST Vinnustofur leikara N k e ni iii t i li ú s i n ii FERÐIR GUÐRÍÐAR (THE SAGA OF GUÐRÍÐUR) Höfundur enskrar útgáfu: Brynja Benediktsdóttir með aðstoð Tristan Gribbin. Leikstjóri: Brynja Bene- diktsdóttir. Lcikari: Tristan Gribbin. Hljóðmynd: Margrét Örnólfsdóttir. Leikmynd og grímur: Rebekka Rán Samper. Búningar: Filippía Elísdótt- ir. Ljósahönnun: Jóhann Pálmi Bjarnason. Sunnudagur 15. febrúar. í HAUKSBÓK Landnámabókar, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða er sagt frá fundi nýs lands suður og vestur af Grænlandi um síðustu árþúsundamót sem nefnt var Vínland. Þangað fóru norrænir menn í leit að gulli og grænum skógum og fundu hið síðarnefnda. Landnámstilraunir þeii'ra runnu út í sandinn vegna fjandskapar frum- byggjanna. Aratugum saman var deOt um sannleiksgildi sagnanna á alþjóða- vettvangi en eftir að ótvíræðar minjar um búðir norrænna manna fundust á L’Anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands hefur sagnfræðilegt gildi hinna fornu sagna verið óumdeilanlegt. Þessar heimildir hafa verið afar vinsælt umfjöllunarefni fræðimanna, jafnt frá Norðurlöndunum sem Ameríku og má t.d. minna á kenningar Páls Bergþórssonar um þetta efni. Atburðir þeir sem sögumar byggja á hafa orðið myndlistar- mönnum, skáldum og rithöfundum yrkisefni. Sérstaklega hafa kven- persónur sagnanna orðið þeim hugleiknar. Sem dæmi má nefna að breski rithöfundurinn Maurice Hewlett skrifaði eina af fjölda skáldsagna sinna er byggja á ís- lenskum arfí um persónu Guðríðar Þorbjarnardóttur og nefndi „Gud- rid the Fair“. Fyrir örfáum árum samdi kanadíski höfundurinn Joan Clark skáldsögu um kynsystur sína Freydísi er heitir einfaldlega „Eiriksdottir" og svo má minna á kynngimagnað myndverk Ellenar Birgis af Freydísi með bragðið sverðið. Biynja Benediktsdóttir hefur undanfarið unnið við samningu leikverks um persónu Guðríðar Þorbjarnardóttur. I kjölfar einleiks þess sem hér er til umfjöllunar eiga að fylgja aðrir slíkir á sænsku og íslensku og vonandi verk um sama efni stærra í sniðum áður en lýkur. Brynja sækir efnivið sinn aðallega í Eiríks sögu rauða, enda er frásögn hennar af Guðríði fyllri og hún þar sveipuð helgiljóma, en nokkuð hefur farið eftir tíðaranda hvort Eiríks saga eða Grænlend- inga saga hefur fallið betur í kramið hjá þeim sem um sögurnar hafa fjallað. Uppvöxtur Guðríðar á Islandi er látinn liggja milli hluta en sjónum beint að sögu hennar í þremur hjónaböndum og tveimur heimsálfum. Brynja kemur ótal efnisatriðum að og fylgir sögunni nokkuð ná- kvæmlega. Þegar hún bregður þar út af gerir hún það af dramatískri nauðsyn, og styðst þá m.a. við reynslu sína með Inúk-hópnum. Þessi atriði lífga upp á einleikinn og er hægt að fallast á þau flest nema hvað sagnfastir menn munu án efa sjá eftir brjósti Freydísar. Brynja leikur sér einnig með tungutak verksins til að það beri keim að íslensku máli og framburði en einstaka sinnum teflir hún á tæpasta vað (t.d. „smail by small“) og fetar þar í fótspor Eiríks Magn- ússonar og Williams Morris sem voru sakaðir um að fyrna svo málið á enskum þýðingum sínum á forn- sögunum að merkingin færi for- görðum. Tristan Gribbin fer með hlut- verk Guðríðar og allra annarra sem við sögu koma. Hún hefur til að bera öryggi, kraft, sterka svið- snánd og góða framsögn. Það sem er minnisstæðast í túlkun hennar er hvernig hún með líkamanum öll- um túlkar jafnt fólk sem fugla. Hér verður sem oftar að frekjan Frey- dís verður eftirminnilegri en hin góða Guðríður. Leikstjórnin er hugvitsamleg og mörg atriðin áhrifamikil í hinni miklu nálægð sem rýmið krefst. Búningar Filippíu Elísdóttur voru einfaldir og stílhreinir. Rebekka Rán Samper hefur málað á baktjaldið nútíma Vínlandskort ski-eytt sæskrímslum sem fengin eru að láni úr eftirmynd af íslands- korti Ortelíusar. Einfaldur ljósa- búnaður var nýttur svo vel að einskis varð saknað og hljóðmynd Margrétar Örnólfsdóttur var áleit- in og áhugaverð þó að gefa hefði mátt meiri tíma í að vekja og deyfa sum tónbrotin. Þessi einleikur Brynju Bene- diktsdóttur er þarft framtak og vel heppnað. Það verður gaman að fá að fylgjast með í framtíðinni hvernig verkið þróast. Með smá yf- irlegu hefur það alla burði til að verða einstakt framlag til að minn- ast 1000 ára afmælis fundar Vín- lands. Justin Lavender syngur í Astardrykknum BRESKI tenórsöngvarinn Justin Lavender mun syngja hlutverk Nemorinos á tveimur sýningum Is- lensku óperunnar á Astardi'ykknum eftir Gaetano Donizetti næstkom- andi fóstudag og laugardag. Hljóp hann í skarðið fyrir Italann Roberto Iuliano síðastliðinn laugai'dag, þegar sá síðarnefndi gekk úr skaftinu vegna veikinda. Eftir helgi er ráð- gert að Björn Jónsson taki við hlut- verkinu. Svo sem fram hefur komið átti Iuliano í erfiðleikunum á frumsýn- Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM, mið- vikudaginn 18. febrúar kl. 12.30, leikur Anna Guðný Guðmundsdótt- ir píanóleikari sónötu í F-dúr KV 332 eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Sónötuna samdi Mozart er hann var 27 ára gamall og átti þá átta ár eftir óhf- uð. Anna Guðný brautskráðist frá Anna Guðný Tónlistarskólan- Guðmundsdóttir um í Reykjavík árið 1979 og stundaði framhaldsnám við Guild- hall School of Music and Drama með sérstaka áherslu á kammer- tónlist og meðleik með söng. Til ingunni vegna eymsla í hálsi. Söng hann tvær sýningar að auki en ákveðið var að hann drægi sig í hlé að hinni síðari lokinni, á föstudaginn var, þar sem hann hafði ekki enn náð fullri heilsu. Var Lavender þá kvadd- ur á vettvang en þeir Iuliano starfa fyrir sama umboðsaðila í Englandi. Lavender er enginn nýgræðingur á sviði óperutónlistar, hefur sungið við helstu óperuhús heims, svo sem La Scala, Covent Garden og Vínar- óperuna. Á þessu starfsári hefur hann haldið röð tónleika með Vinar- viðbótar hefur hún sótt námskeið og einkatíma. Anna hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníu- hljómsveit íslands, Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Kammersveit Reykjavíkur og líka leikið á fjölda kammertónleika bæði hér á landi og erlendis. Hún er lausráðin við Sinfóníuhljómsveit íslands og kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún hlaut 12 mánaða starfslaun árið 1995 frá íslenska ríkinu. Verð aðgöngumiða er kr. 400, ókeypis fyrir handhafa stúdenta- skírteina. Dagskrá Háskólatón- leika má nálgast á vefnum. Slóðin er: http://www.rhi.hi.is/~gunnag/ tonlist/tonleikar.html sinfóníunni og sungið hlutverk Don Josés í Carmen í Royal Albert Hall. Héðan fer Lavender til New York, þar sem hans bíður verkefni við Metropolitan-óperuna. Þá hefur hann tekið þátt í mörgum hljóðritunum á óperum, meðal ann- ars I Puritani eftir Bellini, þar sem ein eftirsóttasta sópransöngkona heims, Edita Gruberova, söng á móti honum. Þá hefur Lavender tekið þátt í að syngja Messías eftir Hándel inn á plötu, auk valinna aría efth' Rossini og Donizetti. * Islenska uppspretta ljóða „SÁNGEN om Múna“ nefnist ljóðabók eftir Svíann Roland Persson. Hann er einn þeira Svía sem yrkja um fornnoræn efni og sækja oft orð og yrkis- efni í fornnorrænu. Múna segir hann í skýringum að styðjist við íslenska orðið muna. Víða í bókinni er vikið að fornnor- rænum og íslenskum efnum en líka sótt í brunna arabísku og hinna ýmsu fomfræða. „Sángen om Múna“ sem er tíunda bók Rolands Perssons er 111 síður með skýringum. Útgefandi er forlagið Procyon í Álmhult í Svíþjóð. Píanóleikur á Háskóla- tónleikum í hádeginu Það eru allar líkur á því að þú finnir kæliskáp hjá okkur við þitt hæfi Kaeliskáp ar í ótrúlegu úrvatí á goðu uerði! 4^indesif [SeNERAL FROST ^ OBMSSON Umboðsmenn Lágmúla 8 • Sími 533 2800 AEG Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellic Hellissandi. Guðni Hallgrlmsson, Grundarfirði. Ásubúö.Búðardal Vestflrölr: Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvik.Straumucísafiröi.Norðurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEAbyggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufiröi Kf. Þingeyinga, Húsavík.Uö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Ntopnfiröinga, Vopnafiröi.Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfirði KASK, Höfn. Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, KirHubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.