Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Kvikmyndahátíðin í Berlín opnuð með sýningu myndarinnar The Boxer Kvikmyndahátíðin í Berlín, Berlinale, telst til mikilvægari atburða í evrópskum kvik- myndaheimi og hefur hún á undanförnum árum fengið álíka mikla umfjöllun á al- þjóða vettvangi og hátíðirnar í Feneyjum og Cannes. Hátíðin hófst síðastliðinn mið- vikudag með sýningu myndarinnar „The Boxer“ í leikstjórn Jim Sheridan. Rósa Guðrún Erlingsdóttir var viðstödd opnun- ina og blaðamannafund að lokinni frum- ÆSKUÁSTIN kviknar aftur hjá Day-Lewis og Watson. sýningu myndarinnar. HÁTÍÐIN er nú haldin í 48. skipti og tekur til sýningar á sjöunda hundrað kvikmynda, en aðeins tuttugu þeirra keppa um Gullna bjöminn. Sannur kvik- myndaunnandi myndi þó halda því fram að sjálfa paradís hátíðarinnar væri að finna í hinum flokkum hótíð- arinnar, þ.e. Panorama og Forum. í Panorama-flokknum er leitast við að gefa yfírsýn yfir alþjóðlega kvik- jnyndaframleiðslu síðastliðins árs með tilliti til áhrifa á þróun evrópsks kvikmyndaiðnaðar, og er sérstök áhersla lögð á að velja myndir sem fást við samfélagsleg málefni nútím- ans. Takmark Forum-flokksins er ann- ars vegar að kynna myndir frá öllum heimshornum og hins vegar að leiða athygli áhorfenda að Iistrænu sem og samfélagslegu gildi kvikmynda- framleiðslu. Forum-flokkurinn hefur verið rómaður fyrh' pólitíska hug- myndafræði sem byggist á mann- hyggju. Handan pólitíski-ar hags- munabaráttu er leitast við að gefa óháðum kvikmyndum, jafnvel þeim sem búa við ritskoðun í heimalandi sínu, möguleika á alþjóðavettvangi. ■K-Hem dæmi má nefna kvikmyndir frá Asíu, jafnvel N-Kóreu. Stjörnur hátíðarinnar í ár eru meðal annarra Quentin Tarantino með myndina „Jackie Brown“, Coen bræðurnir sem kynna nýja mann- ránsmynd „The Big Lebowski", og enn og aftur eru söguhetjurnar aumkunarverðir tómhyggjumenn. Robert Altman byggir nýjustu mynd sína „The Gingerbreadman" á sögu efth' metsöluhöfundinn John Gris- ham. Tveir þekkth' írskir leikstjórar keppa til verðlauna: Jim Sheridan með mynd sína „The Boxer“ og Neil Jordan með myndina „The Butcher Boy“. Danska myndin „Barbara“ eftir _Nils Malmros er eini fulltrúi Norður: íandanna í samkeppnisflokknum. í Panorama verður sýnd íslenska myndin Perlur og svín í leikstjórn Oskars Jónassonar. Forseti dóm- nefndarinnar er að þessu sinni leik- arinn Ben Kingsley sem varð heims- frægur efth' að hafa leikið Gandhi í samnefndri mynd Richard Atten- boroughs. Við opnunarhátíðina lét hann þau orð falla að evrópskur kvikmyndaiðnaður væri kraftmesti og fjölbreytilegasti miðillinn á heimsmarkaðinum í dag. Opnunarmyndin: „The Boxer“ Leikstjórinn Jim Sheridan er þekkt nafn á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Fyrh' fjórum árum vann hann Gullna björninn íyi'ir mynd sína In the Name of the Father, sem auk þess var tilnefnd til sjö ósk- arsverðlauna. Daniel Day-Lewis var þá tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir aðalhlutverk en hann hafði þeg- Tir hlotið óskarsverðlaunin fyrir frá- EMILY Watson, Daniel Day-Lewis og leikstjórinn Jim Sheridan. Meðal nýrra samstarfsmanna Sheridans er Emily Watson sem til- nefnd var til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Breaking the Waves. Þeg- ar leikstjórinn var spurður að því hvers vegna hann hafí valið Watson í aðalhlutverkið á móti Day-Lewis, sagðist hann hafa séð Breaking the Waves eins og allir aðrir, og heillast af stórkostlegum leik hennar og kraftmikilli útgeislun sem þörf var á í hlutverk Maggie á móti Danny Flynn (Day-Lewis) sem er ansi innhverfur eftir fjórtán ára fangelsisvist. Heiður að opna hátiðina Sheridan sagði það vera mikinn heiður að vera með opnunarmynd hátíðarinnar og að það væri vissu- lega mikilvægt fyrir gengi myndar- innai'. Nú þegar hafa fleiri séð Hnefaleikarann á Bretlandi en í nafni föðurins (In the Name of the Father). Sú síðarnefnda var mjög umdeild á Bretlandseyjum á sínum tíma, enda myndin hörð ádeila á breskt réttarkerfi. Sheridan segir Hnefaleikarann líklegan til valda fjaðrafoki á Norður-írlandi þar sem tekið er á viðkvæmum málum á við- kvæmum tímum. Því var ákveðið að taka myndina í Dublin þó svo að sögusviðið sé Belfast. Sheridan segir að það hefði verið brjálæði að taka myndina í Belfast þar sem það hafi komið fyrir að menn hafi verið skotnir til bana við upptökur. Tíu ár eru liðin frá því að Sheridan fékk hugmyndina að Hnefaleikaran- um. Myndin, sem upphaflega átti að fjalla um írska hnefaleikarann og þjóðhetjuna Barry McGuigan, varð á endanum að uppskáldaðri sögu um fyrrverandi IRA-meðliminn og hnefaleikahetjuna Danny Flynn. Þrátt fyrir að handritið um McGuig- an hafi aldrei farið í framleiðslu kom hann þó talsvert við sögu við gerð hinnar endanlegu útgáfu myndarinn- ar. Landsliðsþjálfarinn fyrrvérandi þjálfaði Day-Lewis í tvö ár áður en tökur hófust og jafnframt þær sext- án vikur sem tökurnar stóðu yfir. McGuigan segir Day-Lewis vera fyllilega keppnishæfan og færan um að keppa við hvern sem er af tíu bestu hnefaleikamönnum landsins. Hann segist einnig vera fullviss um að hann hefði getað gert hann að hnefaleikamanni á heimsmælikvai'ða ef hann hefði fengið hann í þjálfun fyrir tvítugt. Hörð ádeila á írska lýðveldisherinn En Hnefaleikarinn er langt frá því að vera hnefaleikamynd í ætt við Raging Bull þó svo að formið minni á hefðbundna hnefaleikamynd: bai'- dagar í upphafi, um miðbik og í lok myndarinnar. Sheridan segist í rauninni ekki hafa haft neinn áhuga á því hver ynni leikina. Og þegar hann er spurður að því hvers vegna hann hafi gert þessa mynd segir hann eina ástæðuna vera þá að það sé ráðandi viðhorf margra kaþólikka að Bretar hlusti bara á ofbeldi. Sheridan segir það sorglegt að börnin alist upp í þeirri hugmynda- fræði. Starfsemi IRA sé ekki lengur stríð heldur hryðjuverkastarfsemi handan allra pólitískra leikreglna. Sheridan er ljóst að menn ná engum pólitískum árangri án baráttu en er þó þeirrar skoðunar að hún verði að fara fram eftir ákveðnum leikreglum. Sheridan segist sjálfur hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum á sínum tíma en ofbeldið hafi alltaf aftrað honum frá stuðningi við starfsemi IRA. bæran leik í fyrstu mynd Sheridans: My Left Foot. Nú hefur Sheridan fengið Day- Lewis til liðs við sig í þriðja sinn, að þessu sinni fyrir myndina The Boxer (Hnefaleikarinn). Áuk þess að vera leikstjóri myndarinnar er Sheridan einnig framleiðandi hennar ásamt Arthur Lappin og handritshöfundur ásamt Terry George, en þeh' Lappin og George voru einnig samstarfs- menn Sheridans við gerð myndai'- innar In the Name of the Father. Eftir frumsýningu Hnefaleikarans sátu Sheridan og Lappin fyrir svörum hjá blaðamönnum. í HRINGNUM gilda ákveðnar leikreglur. Gegn baráttu án leikreglna teflir Sheridan hnefaleikum. Það sem heillar Sheridan við hnefaleika er sú staðreynd að þó svo að hnefaleikar- inn berjist gegn hættulegum and- stæðingi, fylgir hann samt sem áður ákveðnum reglum. Barist er með hönskum og það er alltaf ákveðinn hreinleiki, virðing og reisn til staðar hjá þeim aðskildu aðilum sem berj- ast. Sheridan dregur upp mynd af hnefaleikafélagi unglinga í Belfast. Margh' hinna ungu efnilegu hnefa- leikara gerðust liðsmenn IRA og létu lífið á unga aldri. Aðrh' fengu langa fangelsisdóma. Aðalpersóna myndarinnar Danny Flynn vai' einn þeiira. Efth' fjórtán ára fangelsisvist snýi' IRA-meðlimurinn fyi-rverandi aftur á heimaslóðir. Sú Belfast sem bíður Dannys er líkt og fyrr borg óöryggisins; hryðjuverk, skotárásir og brynvagnar ráða þar ríkjum. Danny reynh' að stuðla að ein- hverju uppbyggilegu í þessu um- hverfi með því að endurvekja hnefa- leikafélagið sem hann æfði í sem unglingur. Þegar allt er á öðrum endanum geta hnefaleikar verið góð leið til þess að losa um spennuna. Með því að berjast með drengilegum hætti innan ákveðinna reglna vonast Danny til þess að laða fólk að göfug- leika baráttunnar. Hann leitast við að fá andstæðinga úr hinum hluta borgarinnar og reynir þannig að brúa bilið milli kaþólikka og mót- mælenda. Fólkið hefur tapað niður leikreglunum og jafnframt sýn á það hvað það vill í framtíðinni. Konur fórnarlömb þjóðernishyggju En það eru ekki bara hanskarnir sem bíða Dannys í gamla hverfinu heldur einnig æskuástin Maggie. Danny var átján ára þegar hann fékk fangelsisdóminn og neitaði í framhaldi af því að hafa samband við umheiminn. Maggie giftist besta vini Dannys, en hjónabandið var ham- ingjusnautt og eiginmaðurinn var kominn bak við lás og slá áður en sonur þeirra fæddist. Fórnarlömb IRA eru ekki bara það saklausa fólk sem lætur lífið í hryðjuverkum. Örlög eiginkvenna þehra IRA-manna sem afplána langa fangelsisdóma eru hluti af hinni bældu menningu norður-írsku þjóð- arinnar. Sheridan telur þjáningu þessara kvenna hafa fengið litla at- hygli fram til þessa. Hann segir allar ólöglegai' stofnanir byggja á hlýðni, aga og íhaldssömum hefðum sem vei'ðrn- til þess að konur þessa samfé- laga lifa oft við ömurlegar aðstæður. IRA-fangarnir líta svo á að ótryggð eiginkvennanna myndi grafa undan aga hersins, og því eru kon- urnar undir stöðugu eftirliti. Þannig er tryggð kvenna líkt við almennan stuðning írsku þjóðarinnar við mál- staðinn. Eiginmaður Maggie ætlast til þess að hún fórni sér líkt og konu fanga sæmir. En ástir kvikna á ný milli Dannys og Maggie, ást sem að þessu sinni er forboðin og hættuleg. Sem dóttii' IRA-leiðtoga er ætlast til þess að Maggie sé öðrum konum til fyrh'myndai' og því hvíla augu samfé- lagsins stöðugt á gamla parinu. En Maggie verður ljóst að hún getur ekki lengur lifað því lífi sem hún hef- ur lifað fram til þessa. Auk þess að vera hnefaleikamynd og samfélagsá- deila er Hnefaleikarinn því einnig hin sígilda ástarsaga um elskendur sem samfélagið hafnar. Sheridan segir það alltaf vera þess virði að berjast fyrir ástinni. Vonar að myndin hafi áhrif á friðarviðræðurnar Friðaiwiðræðunum miðar hægt áfram og það er því skiljanlegt að Sheridan skuli hafa tekið aftur upp þráðinn þai' sem frá var horfið í myndinni í nafni fóðurins. í Hnefa- leikaranum beinist gagnrýnin fyrst og fremst gegn ofbeldi harðlínu- manna IRA sem eru á móti friðarvið- ræðum, málamiðlun og vopnahléi. Aðspurður hvort hann telji lausn á deilunni mögulega segh- Sheridan: „Fólk er þreytt á þessu. Ég lít á það sem skyldu mína að vera jákvæður. Harðlínumenn IRA sjá enga ástæðu til þess að vera jákvæðir. Fari þeir til fjandans. Við verðum að vera já- kvæð.“ Sheridan segist vongóður um að kvikmyndin geti haft jákvæð áhrif á þróun mála á Norður-Irlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.