Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 36

Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Stærðfræði Hefðbundnar kennslubækur í stærðfræði hafa ekki fengið góða dóma en nýtt kennsluefni gefur nemendum færi á að beita skapandi hugsun. Gunnar Hersveinn kynnti sér stærðfræðikennslu í Hafnarfirði og á Alftanesi og hvaða stefnu megi fínna í markmiðum um kennsluna fyrir næstu kynslóð. Stærðfræði sem vekur umræðu með nemendum • Betri tíð virðist vera að renna upp fyrir stærðfræðinema í skyldunámi • Markmiðið er að skapa jákvætt viðhorf til greinarinnar með breyttum aðferðum V SLENSKT skólafólk hefur undanfarin ár unnið að því að efla stærðfræðikennsluna í grunnskólum og var það starf hafið áður en hin víðkunna TIMSS-könnun um raungreina- þekkingu skólabarna í heiminum var birt. Hins vegar var hún sem byr í seglin. Anna Kristjánsdóttir, prófessor í stærðfræði við Kenn- araháskóla Islands, hefur staðið ~%rir námskeiðum síðustu þrjú ár um CGI aðferðina, þrautalausnir, og vefsíðuna www.ismennt.is/vef- ir/heilabrot og kennarar víða um land hafa breytt um form á stærð- fræðikennslu. Nýjar aðferðir hafa falist í því að virða aðferðir bamsins til að, kom- ast að réttum niðurstöðum. Útbúið hefur verið nýtt námsefni sem telst á tilraunastigi og er það kennt meðfram hefðbundnum bókum frá áttunda áratugnum, en samkvæmt niðurstöðum Geoffreys Howsons sem bar saman kennslubækur í tengslum við TIMSS-könnunina eru venjulegar stærfræðibækur í flestum löndum tilbreytingalausar . pg staðlaðar eða m.ö.o. leiðinlegar. w Nemendur öðlist trú á stærð- fræði sem tæki í lifínu Þrautalausnir hefur hins vegar náð vinsældum og hefur foi-vinnu- hópur að markmiðum stærðfræði- kennslu í endurskoðaðri aðal- námskrá lýst því hvað fæst með þeim og lagt til: „Að þung áhersla verði lögð á að nemendur geti tjáð sig um aðferðir sínar og lausnir á stærðfræðiverkefnum, bæði í töl- uðu máli og skriflega,“ og „að áhersla verði lögð á að æfa nem- endur í að leysa þrautir þar sem þeir þurfa sjálfir að finna þær lausnaraðferðir sem henta.“ ^ Þrautalausnir eru í tillögum for- vinnuhópsins einnig settar sem eitt af lokamarkmiðum stærðfræði- náms í grunnskóla og segir þar m.a.: „Að nemandi skilji að unnt er með skipulögðum vinnubrögðum og hugkvæmni að leysa verkefni af margs konar tagi, þótt engar leið- beiningar liggi fyrir um hvernig það skuli gert; fái trú á stærðfræði sem tæki sem má nota til að leysa erfið verkefni; öðlist skilning á stærðfræðilegum hugtökum með þvi að nota þau við lausnir ólíkra þrauta þannig að hann treysti sér til að nota þau einnig undir öðrum kringumstæðum." Sterkur vilji virðist vera meðal kennara um að betri tíð renni upp í stærðfræðikennslu á íslandi. Samstarf við merka rannsókn- arstofnun í Utrekt Meðal þeiiTa sem hafa unnið að breytingum í stærðfræðikennslu er Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar en hún hóf í haust tveggja ára átak til að efla þessa kennslu í grunnskól- um bæjarins. Atakið er margþætt og felst m.a. í upplýsingaöflun, námskeiðum fyrir kennara, fund- um fyrir foreldra og þróunarstarfi úti í skólunum. „Það er mikilvægt að varðveita skapandi hugsun með börnum og leyfa þeim að þróa með sér eigin leiðir að lausnum," segir Guðný Helga Gunnarsdóttir sem hefur umsjón með þessu stærðfræðiverk- efni. „Um eitt hundrað kennarar sækja hingað námskeið í stærð- fræði og við fylgjum þeim vel eftir og höfum kynnt þetta foreldrum." Magnús Baldursson og Guðjón Olafsson á Skólaskrifstofunni fóru til Hollands og náðu góðu sam- bandi við sérfræðinga hjá Freu- denthalstofnuninni í Utrecht þar en hún er ein helsta rannsóknar- og þróunarstofnun á sviði stærð; fræðimenntunar í heiminum. í kjölfarið kom hingað dr. Jan de Morgunblaðið/Árni Sæberg FÖSTUDAGINN 13. febrúar, var 7. bekkur í Álftanesskóla að glíma við dæmi um fjölnotasal í Hólaskóla. Sigurður Magnús Sigurðsson í prósentureikingi með hjálp Svövu Rós Sveinsdóttur. NOKKRIR 10 ára nemendur voru í stærðfræðistofunni að setja saman farartæki úr legókubbunum og að reikna áhrif hjólastærðar á hraða. Orri Már Kristinsson einbeitir sér. Lange og dr. Marja van den Heu- vel-Panhuizen frá stofnuninni og héldu fyrirlestra fyrir kennara. Guðný segir að Skólaskrifstofan hafi síðan verið í sambandi við Freundenthalstofnunina og meðal annars fengið að styðjast við nýtt efni, sem stofnunin þróaði í sam- vinnu við Wisconsin-háskólann í Bandaríkjunum, handa 5.-8. bekk. Einkenni þessa stærðfræðiefnis er að leitað er dæma úr umhverfi bamanna þannig að þau fáist við raunveruleg viðfangsefni úr dag- legu lífi. Núna stendur yfir hjá Guðnýju stærðfræðinámskeið fyrir kennara barna í 3.-6. bekk og er lögð áhersla á þrautir og þrauta- lausnir og aðrar breyttar áherslur í reikningskennslunni. Tvö sumar- námskeið eru einnig í undirbúningi með leiðbeinendum frá Freudent- halstofnuninni. Fagstjói-um í stærðfræði gefst svo kostur á ferð til Hollands, þar sem bæði verður farið í skóla og á námskeið. Kennarar í Hafnarfirði hafa tek- ið stærðfræðiátakinu fagnandi og hafa einnig kennarar í næstu ná- grannasveitarfélögum verið með í því. Alftanesskóli er einn þeirra. Heimsókn í Álftanesskóla Erla Guðjónsdóttir, skólastjóri Alftanesskóla, segir að í vetur hafi verið lögð sérstök rækt við stærð- Viðamikið fræðslustarf í Hafnarfírði skólar/námskeið skjalastjórnun Inngangur að skjalastjórnun Námskeið haldið 2. og 3. mars. (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 13.000. Bókin, „Skjalastjómun" innifalin. Skráning hjá Skipulagi og skjölum í síma 564 4688, fax 564 4689. Skjalastjórnun 2: Skjöl í gæðaumhverfi Námskeið haldið 9. og 10. mars. (mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 13.000. Námskeiðsgögn o.fl. innifalið. Skráning hjá Skipulagi og skjölum - í síma 564 4688, fax 564 4689. SKÓLASKRIFSTOFA Hafnar- fjarðar hefur staðið fyrir öflugu fræðslustarfi í vetur sem kennar- ar hafa sótt stíft. Skrifstofan er til húsa á tveimur hæðum á Strand- götu 31 og hjá henni eru 25 starfsmenn á launaskrá. Hún skiptist í þrjú svið: leikskóladeild, þjónustudeild og rekstrardeild, og verður þjónustudeildin aðeins skoðuð hér. Undir þjónustudeildina fellur endurmenntun, fræðslufundir, ráðstefnur og þróunarstarf en einnig ráðgjöf og þjónusta fyrir einstaklinga og hópa. Magnús Baldursson er framkvæmdasljóri fræðslusviðs, Guðjón Ólafsson deildarsljóri þjónustudeildar og Þórleif Drífa Jónsdóttir er kennslufulltrúi. Deildin stendur í vetur fyrir 17 fræðslufundum og 13 mismunandi námskeiðum sem sum hver eru haldin nokkrum sinnum. Nefna má námskeið um kennslu barna með tilfinninga- lega erfiðleika og hegðunar- vanda, um tónmennt, tölvur, stærðfræði og námskeið handa foreldrum um hvernig þeir geti aðstoðað börn sín í samræmdu prófunum. „Fræðslustarfið er mjög vel sótt,“ segir Guðjón Ólafsson, „skólaárið 1996-97 kom til dæmis hver kennari hingað 5 sinnum til að sækja þjónustu." Hann segir að í húsinu sé öll þjónusta vegna sérkennslu og þurfi því ekki að leita til annarra sveitarfélaga. Einnig er þar að finna allar námsbækur Náms- gagnastofnunar og aðrar sem gefnar eru út í Hafnarfirði. Grunnskólarnir sem deildin þjónar eru Lækjarskóli, Öldutúns- skóli, Víðistaðaskóli, Engidals- skóli, Setbergsskóli og Hvaleyrar- skóli og einnig tónlistarskóli og Námsflokkar Ilafnaríjarðar. Skól- ar á Álftanesi, Garðabæ og Kópa- vogi hafa einnig verið í samstarfí við Skólaskrifstofuna. Stærðfræðikennsla er sérstakt áhugamál á Skólaskrifstofunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.