Morgunblaðið - 17.02.1998, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.02.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís LAUGAVEGUR var lokaður fyrir bílaumferð um tíma á sunnudaginn á meðan flutningur hússins stóð yfir. Ekið með hús af Laugavegi í Grímsnes TVÍLYFT hús sem stóð á Lauga- vegi 53 var flutt í heilu lagi í áföngum frá Reykjavík á Selfoss í fyrrinótt og þaðan átti svo að halda áfram með húsið að Sól- heimum í Grímsnesi seint í gær- kvöldi og í nótt. Sólheimar hafa eignast húsið en byggja á verslun- ar- og íbúðarhús á lóðinni við Laugaveg þar sem húsið stóð. Notaður var öflugur flutninga- bíll frá fyrirtækinu Gunnari Guð- mundssyni hf. sem ók í fyrsta áfanga með húsið að Rauðavatni á sunnudag. Því næst var var farið með húsið yfir Heliisheiði á Selfoss í fyrrinótt. Tókust flutningar vel þrátt fyrir talsverða hálku á heið- inni. I gærkvöldi stóð til að húsið yrði flutt í Sólheima. Húsið er tví- lyft, alls níu metra hátt og voru gerðar ýmsar ráðstafanir svo koma mætti húsinu heilu á áfanga- stað, þurfti m.a. að ijúfa straum á raflínum sem farið var undir á leiðinni. Að sögn Guðmundar Ar- manns Péturssonar, forstöðu- manns í Sólheimum, verður húsið notað fyrir nokkra íbúa Sólheima og hefur því þegar verið fundinn staður. Guðmundur sagði að þrátt fyrir að húsið væri á góðum grunni og hefði verið vel byggt í upphafi þyrfti að gera á því tölu- verðar lagfæringar en það var byggt snemma á öldinni. Bæjarstjóri Borgarbyggðar um sameiningu Mýramanna Skynsemin látin ráða fremur en tilfinningar Morgunblaðið/Theodór KOSIÐ um sameining-u í Borgarfirði. Ibúar sameinaðs sveitarfélags verða kringum 2.400. SAMEINING f BORGARFIRÐI SAMÞYKKT Stækkað svæði Atkvæði Auðirog Sveitarfélag fjöldi kjcrskrá greiddu ógiidir Nei Já Álftaneshreppur 96 68 61 0 24 37 Borgarbyggð 2.083 1.456 486 10 64 412 Borgarhreppur 133 37 67 2 16 49 ÞverárWíðafhr. 72 55 50 2 17 31 SAMTALS 2.384 J.676 664 14 121 529 Já, htutfalí 60,7% 84,8% 73,1% 62,0% SAMEINING fjögurra sveitarfé- laga í Mýrasýslu var samþykkt á af- gerandi hátt með 529 atkvæðum gegn 121 í kosningunum sl. laugar- dag. íbúar nýja sveitarfélagsins verða um 2.400 talsins. Aðspurður kvaðst Oli Jón Gunn- arsson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, vera mjög ánægður með niðurstöð- una og einnig hversu skýr og af- dráttarlaus hún væri. „Niðurstaðan er jafnvel jákvæðari en ég þorði að vona,“ sagði Óli Jón. „Eg tel að menn sem áður voru á móti hafi greinilega látið skynsemina ráða frekar en tilfinningar sínar.“ Aðspurður um nafn á sveitarfé- laginu sagði Óli Jón að nafnið Borg- arbyggð rúmaði meira en það gerði í dag og hefði verið hugsað þannig er það varð til, en í sjálfu sér væri ekki búið að ákveða neitt í þessu sambandi. „Við stigum fyrsta skref- ið í sameiningarmálum árið 1994 og erum að stíga annað skrefið núna í þessum kosningum." Víðtækari sameining hugsanleg Aðsgurður um þriðja skrefið sagði Óli Jón: „Maður horfir á það að öll skynsemi hnígur að því að allt svæðið norðan Skarðsheiðar og vestur í Eyja- og Miklaholtshreppi verði sameinað í eitt sveitarfélag í framtíðinni. Þetta er mjög heild- stætt þjónustusvæði sem er á mjög mörgum sviðum í samvinnu, eins og í heilsugæslu og í dvalarheimilis- málum og fleiru." Þorkell Fjeldsted, hreppsnefnd- armaður í Borgarhreppi og formað- ur sameiningarnefndarinnar, kvaðst vera mjög sáttur við niðurstöðuna. „Þetta er þróunin, fólki fer fækk- andi í sveitinni og það er betra að hafa góða þjónustu á einum stað en að hafa lítið sem ekkert út um allt,“ sagði Þorkell og bætti við: „Kynn- ingin gekk mjög vel og mér farmst strax mjög jákvæður tónn í fólki. Við héldum fjölmenna fundi í Val- felli og Lyngbrekku þar sem sans- einingarmálin voru kynnt og folk ræddi málin ofan í kjölihn.” Norrænar kirkjur þinga með fulltrúum kirkna í suðurhluta Afríku Mikilvægt að hver kynnist aðstæð- um annars TVEIR fulltrúar íslensku þjóðkirkj- unnar voru nýverið á fundi fulltrúa kirkna á Norðurlöndum með fulltrú- um kirkna í suðm’- og austurhluta Afríku sem haldinn var í Mósambik. Hafa slíkir fundir verið haldnir reglulega síðustu 10 árin en auk þess að skiptast á skoðunum um reynslu hafa norrænu kirkjurnar stutt marg- vísleg verkefni hjá þeim afrísku. „Kirkjumar á Norðurlöndum hafa tekið þátt í samræðum við þessar kirkjudeildir um stefnumál og síðan hafa norrænu kirkjuhjálparstofnan- irnar stutt margs konar verkefni meðal þjóða í suðurhluta Afríku og raunar víðar. Þessi samskipti eru báðum aðilum mikilvæg og geta allir lært af því að kynna sér aðstæður hver hjá öðrum,“ segir séra Þoi-vald- ur Karl Helgason biskupsritari sem sótti fundinn ásamt Jónasi Þórissyni, framkvæmdastjóra Hjálparstofnun- ar kirkjunnar. Jónas er tengiliður ís- lensku kirkjunnar við þetta sérstaka verkefni. Þorvaldur segir verkefnið hafa byrjað þegar kirkjurnar í Afríku áttu í erfiðleikum og þörfnuðust stuðnings, m.a. vegna aðskilnaðar- stefnu stjómvalda í Suður-Afríku og umræðu innan kirkna og samtaka í norðri og suðri um aðstöðumun fólks í þessum heimshlutum. „Þarna koma saman fulltrúar mikilla andstæðna í heiminum og umhverfið er gjörólíkt í norðri og suðri en þarna bera menn saman bækur sínar, þeir kynna okk- ur hvað er að gerast á sínum vett- vangi og við á okkar,“ sagði Þorvald- ur Karl ennfremur. Þá skoðuðu þeir Jónas og Þorvald- ur Karl framgang verkefna sem Hjálparstofnun kirkjunnar hefur fjármagnað, m.a. stuðning við konur í Mósambik. „Allar norrænu kirkju- hjálparstofnanirnar hafa stutt mikið þróunarstarf í þessum löndum og Hjálparstofnun kirkjunnar lagði til dæmis fram fjái-magn til að endur- bæta brunna og vatnsból og nú styrldr stofnunin sérstakt verkefni meðal kvenna sem Lútherska heims- sambandið stjórnar," segir Þorvald- ur og telur það athyglisvert og mjög þakklátt verkefni. Mikilvæg verkefni til stuðnings konum „Það gengur út á að styrkja kon- ur, ekki síst einstæðar, til að sjá sér farborða. Konum hefur til dæmis verið lánað fé til að kaupa saumavél sem þýðir að þær geta unnið fyrir sér með saumaskap og oftast eru nokkrar konur saman um ákveðin verkefni á þessum sviðum. Þær end- urgreiða síðan lánið þegar starfsem- in hefur komist á legg og fá jafnvel áfram lítils háttar styrk til að þróa hana enn frekar," segir Þorvaldur Karl. Hann segir verkefni sem þetta sérstaklega mikilvægt þessum kon- um sem oft eru ekkjur eða að karl- arnir hafi haldið til nálægra landa í atvinnuleit og dvelji þá þar langdvöl- um. Séra Þorvaldur Kai-1 er að lokum spurður hvað sitji eftir að lokinni ferð sem þessari: „Mér fannst merkilegast að kynn- ast því hvemig kirkjudeildir hafa af- skipti af efnahagsmálum og raunar öllum þjóðmálum og láta til sín taka. Við sáum til dæmis hvernig kirkju- deildir mótmæltu harðlega vaxta- hækkun og færðu rök fyrir því að þar væru stjómvöld að ráðast á kjör þeirra sem ekkert ættu en væru að reyna að rétta úr kútnum eftir ára- tuga erfiðleika. Á þessu sviði em kirkjumar duglegar og hafa sér- fræðinga á öllum þessum sviðum í þjónustu sinni.“ Á NÝJ y M STAÐ Hans Petersen hf. hefur flutt skrifstofur sínar og heildsölu að Suðurlandsbraut 4frá Lynghálsi og hefur fengið nýtt símanúmer. Nýtt símaRÓnw er 570 llÍANsftmttN Þ V I ENQUR O A QAH E R U E I N S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.