Morgunblaðið - 17.02.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.02.1998, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 15 mánaða fangelsi fyr ir ofbeldi og nauðgun Morgunblaðið/Halldór DOKTOR Kristján Steinsson. Doktorsvörn við Háskólann ÞRJÁTÍU og eins ára garaall mað- ur hefur verið dæmdur í Héraðs- dómi Reykjaness til að sæta 15 mánaða fangelsi fyrir að beita fyrr- um sambýliskonu sína líkamsmeið- ingum og nauðga henni aðfaranótt fimmtudagsins 31. júlí 1997. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, um 180 þúsund krónur í laun verjanda og saksóknaralaun og að greiða fyrr- um sambýliskonu sinni 300 þúsund krónur í bætur og laun lögmanns hennar. Lögmaður konunnar gerði kröfur um tvær milljónir króna auk dráttarvaxta í miskabætur, en dóm- inum þótti að með því sem upplýst var fyrir dómi um alltíð og náin samskipti ákærða og konunnar eftir að brot var framið, rétt að bótafjár- hæð var ákveðin miklum mun lægri en krafist var. Óstöðugur framburður Sannað þótti að ákærði hefði gengið berserksgang, brotið og bramlað húsgögn og rifið hurðir af svefnherbergisskápum umrædda nótt. Þá þótti einnig sannað að ákærði hefði veitt sambýliskonu sinni marga alvarlega áverka á höfði, hálsi, handleggjum, búk og læri, með höggum og spörkum, með því að draga hana á hárinu og með því að kasta í hana hleðslutæki fyrir borvél. Framburður ákærða um at- burði umrædda nótt hafi verið óstöðugur og um sumt ótrúverðug- ur. Sú skýring hans að sambýliskona hans hefði hlotið áverka við að detta og reka sig á fengi ekki staðist að mati dómsins. Fjarstæðukennt verði að teljast að þau hafi elskast á eðlilegan og óþvingaðan máta að undan gegnum þeim líkamsmeið- ingum sem sannaðar þóttu. Fram- burður sambýliskonunnar hafi hins vegar verið stöðugur og hún verið sjálfri sér samkvæm í frásögnum fyrir lækni á Neyðarmóttöku, fyrir lögreglu og fyrir dómi. Frásögn hennar sé styrkt af frá- sögnum og vottorðum þeirra lækna sem hana rannsökuðu í kjölfar um- ræddra atvika, sem breyti þó ekki að konan sé sönn að því að hafa bor- ið rangt fyrir lögreglu um samskipti sín og ákærða eftir umrædda nótt, en í ljós kom að þau hefðu haft náið samneyti oftar en einu sinni þá mánuði sem í hönd fóru eftir að konan lagði fram kæru um líkams- árás og nauðgun. KRISTJÁN Steinsson læknir varði doktorsritgerð sína við Háskóla Is- lands um helgina. Ritgerðin heitir: „Systemic Lupus Erythematosus. Epidemiology, Pathogenesis and Genetics with Special Reference to the Complement System." I ritgerðinni er fjallað um sjúk- dóminn rauða hunda og hvernig erfðafræðilegir þættir hafa áhrif á alvarleg sjúkdómseinkenni. Orsak- ir sjúkdómsins eru að mestu óþekktar, en ýmislegt bendir til þess að um samspil erfða- og um- hverfisþátta sé að ræða. Að mati Kristjáns eru rannsóknir sem auka þekkingu á orsökum og meingerð rauðra hunda mikilvægar m.t.t. bættrar meðferðar og munu einnig nýtast hvað varðar aðra skylda sjúkdóma. Rannsókn Kristjáns á nýgengi sjúkdómsins á árinum 1975-1984 sýnir greinilega fjölgun nýgreindra tilfella. Sjúkdómurinn er mun al- gengari meðal kvenna en karla (7:1). Sjúklingarnir eru almennt eldri og sjúkdómseinkennin vægari hér á landi samanborið við flestar erlendar rannsóknir. Andmælendur við doktorsvörn- ina voru Gunnar Sturfelt, dósent frá háskólanum í Lundi, og Reynir Arngrímsson, dósent við Háskóla Islands. Einar Stefánsson, forseti læknadeildar, stjórnaði athöfninni. Var skipan hótelnefndar til úthlutunar á fjármagni til heilsárshótela ólögleg? I í » í I t » I í i I Ráðuneyti véfengir álit umboðsmanns Alþingis og leggur fram ný gögn Umboðsmaður Alþingis hefur gefið út álit um að skipan nefndar til að út- hluta 20 milljónum króna til að bæta rekstrarstöðu heilsárshótela hafi verið ólögleg og nefndin því ekki bær til að úthluta fénu. Mál þetta hefur vakið nokkrar deilur og meðal annars verið rætt utan dagskrár á Alþingi. Sam- gönguráðuneyti hefur nú krafíst þess að álitið verði endurskoðað á þeirri forsendu að valdsvið Ferðamálaráðs hafí ekki verið skert og er þess nú beðið að umboðsmaður svari. SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur farið þess á leit að Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Alþing- is, endurskoði álit um skipan nefndar, sem átti að úthluta 20 milljónum króna til að bæta rekstr- argrundvöll heilsárshótela hér á landi, þar sem hún hafi verið ólög- leg. Umboðsmaður sagði að sam- kvæmt lögum hefði samgöngu- ráðuneytinu ekki verið heimilt að skerða valdsvið Ferðamálaráðs ís- lands með því að skipa nefndina. Umboðsmaður tók málið fyrir eftir að borist höfðu kvartanir frá tveimur aðilum í hótelrekstri, sem ekki fengu hluta af fénu. Ekki skerðing? I bréfi frá samgönguráðuneytinu til umboðsmanns dagsettu 30. jan- úar eru lögð fram ýmis gögn til að sýna fram á að „úthlutun styrkj- anna var alfarið gerð í samræmi við vilja og samþykkt Ferðamála- ráðs frá 31. janúar 1995“ og síðan er bætt við: ,,[Þ]ví var í raun ekki um neina skerðingu á ákvörðunar- valdi Ferðamálaráðs að ræða. Samgönguráðuneytið hafði engin áhrif á störf þessarar nefndar enda var enginn fiilltrúi ráðuneytisins í nefndinni." Innan ráðuneytisins er talið að ályktun umboðsmanns um að ráð- herra hafi ekki haft vald til að skipa nefndina þar sem Ferða- málaráð hefði ekki framselt ákvörðunarvald sitt á þessu sviði hafi orðið til vegna misskilnings, sem orðið hafi vegna svars ráðu- neytisins við erindi umboðsmanns í janúar. I svarinu, sem ráðuneytið sendi umboðsmanni, er brugðist við ósk hans um að gerð verði grein fyrir skipan hótelnefndarinnar: „Uthlut- unamefndin var skipuð fulltrúum frá Ferðamálasjóði, Ferðamálaráði og fjárlaganefnd Alþingis. Þar með var tryggt að hlutaðeigandi aðilar, þ.á m. Ferðamálaráð, áttu aðild að undirbúningi málsins og tillögu um úthlutun á styrkjum til hótela á ár- inu 1995.“ Samþykkt á fundi Ferðamálaráðs Umboðsmaður Alþingis taldi þetta svar ekki fullnægjandi eins og fram kom í áliti hans. Hefur ráðuneytið því lagt fram frekari gögn til að sýna fram á það að skip- an nefndarinnar til að fjalla um skiptingu fjárins hafi verið gerð með umboði Ferðamálaráðs. Þar á meðal er fundargerð ráðsins frá 31. janúar þar sem skipan hennar var samþykkt: ,,[S]amþykkt var tillaga formanns um að leggja til að komið verði á fót þriggja manna starfs- hópi til að fjalla um skiptingu fjár- ins. Lagt er til að í hópnum eigi sæti einn fulltrúi frá Ferðamála- ráði, einn frá svokallaðri „hótel- nefnd“ [Alþingis] og einn frá Ferðamálasjóði.“ Fundur Ferðamálaráðs var hald- inn 31. janúar 1995. 2. febrúar skrifar fjárlaganefnd Alþingis bréf og greinir frá fjái’veitingunni, en það hafði hins vegar einnig verið gert munnlega nokkrum dögum fyrir fundinn þannig að stjórn Ferðamálaráðs var þá kunnugt um alla málavöxtu, að því er segir í bréfi samgönguráðuneytis. Hefði átt að fela Ferðamálaráði Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um 20 milljónirnar hafi samkvæmt ákvæðum fjárlaga nr. 158/1994 átt að fela Ferðamálaráði íslands: „Þar sem ráðið framseldi ekki ákvörðunarvald sitt á þessu sviði og með því að æðra stjórnvaldi var að lögum ekki heimilt að skerða valdsvið Ferðamálaráðs með slíkri ráðstöfun, var nefnd sú, sem sam- gönguráðherra skipaði hinn 10. maí 1995 til þess að gera tillögu tU hans um úthlutun fjárins, ekki bær til þess að annast það verkefni. Var því að lögum ekki staðið rétt að út- hlutun þess fjár, sem hér um ræð- ir.“ Umboðsmaður segir í álitinu, sem var birt 8. janúar, að í lögun- um sé ótvírætt að það sé eingöngu á valdi Ferðamálaráðs og eftir at- vikum framkvæmdastjórnar þess að setja á laggirnar sérstaka und- irnefnd, sem hefði það verkefni með höndum að ráðstafa fénu. Það sé í samræmi við það meginsjón- armið í stjórnsýslurétti að ákvörð- un um framsal á lögbundnum verkefnum stjómvalds verði ein- göngu tekin af því sjálfu og skýr lagafyrirmæli kveði ekki á um heimildir æðra stjórnvalds í þess- um efnum. Umboðsmaður Alþingis skrifaði samgönguráðuneytinu bréf vegna þessa máls og bað um gögn sem bárust í febrúar á liðnu ári. I bréfi ráðuneytisins fyrir ári segir að þar sem úthlutunamefndin hafi verið skipuð fulltrúum frá Ferðamála- sjóði, Ferðamálaráði og fjárlaga- nefnd Alþingis, hafi það verið tryggt „að hlutaðeigandi aðilar, þ.á m. Ferðamálaráð, [ættu] aðild að undirbúningi málsins og tillögu um úthlutun á styrkjum til hótela á ár- inu 1995“. Ekki fjallaö um hæfi manna í nefndinni í áliti umboðsmanns segir að hvorki sé talin ástæða til þess að fjalla um hæfi þeirra manna, sem skipuðu hina sérstöku úthlutunar- nefnd, né starfshætti hennar. Tilefni þess að umboðsmaður Al- þingis tók þetta mál fyrir var kvörtun tveggja aðila vegna máls- meðferðar ráðuneytisins við út- hlutun styrlga að upphæð 20 millj- ónir króna, sem vora veittir sem aukafjárveiting fyrir tilstilli fjár- laganefndar á fjárlögum ársins 1995. Þessi fjárveiting var ákveðin eftir að nefnd, sem skipuð var árið 1993 til að kanna rekstrargrund- völl heilsárshótela á landsbyggð- inni og leita leiða til að styrkja hann, hafði skilað áliti. Þegar mælt var fyrir fjárveitingunni á þingi sagði formaður fjárlaganefndar að hún ætti að gera skuldbreytingar heilsárshótelum mögulegar. Nefnd samgönguráðherra skil- aði endanlegu áliti fyrri hluta árs 1995 og lagði þar til „við sam- gönguráðherra að skipaður [yrði þriggja] manna starfshópur sem í [ættu] sæti fulltrúar frá Ferða- málasjóði, Ferðamálaráði og sam- gönguráðuneyti". Taldi 11 hótel styrkhæf Halldór Blöndal samgönguráð- herra skipaði nefndina í maí 1995 til að gera tillögu um ráðstöfun fjárins. Þorleifur Þór Jónsson var skipaður fulltrúi Ferðamálaráðs, Björn Jósef Arnviðarson fulltrúi Ferðamálasjóðs og Sturla Böðvarson úr „hótelnefnd" AI- þingis. Nefndin lagði fram mat um að 11 hótel teldust styrkhæf og segir í áliti umboðsmanns að samgönguráðuneytið virðist hafa óskað eftir því þegar það lá fyrir að formleg umsókn um styrk kæmi frá hverju þeirra. Þegar þær höfðu borist var tilkynnt um úthlutun styrksins. Þeir aðilar, sem kvörtuðu við umboðsmann, sögðu að úthlutunin hefði átt sér stað án undangeng- innar kynningar eð auglýsingar. Því hafi keppinautum ekki gefist p kostur á að sækja um styrki og |, keppa um þá á jafnréttisgrundvelli. ^ Leynd hefði hvílt yfir málinu á P meðan samgönguráðuneytið og hin sérstaka úthlutunamefnd höfðu það til meðferðar og aðeins þeim, sem úthlutun fengu, hefði verið kunnugt um ráðstöfun fjárins fram að úthlutun. Umræddir aðilar hafi þannig ekki fengið tækifæri til að kynna málstað sinn fyrir ráðheraa w eða nefndinni áður en ákvörðun I- hefði verið tekin um úthlutun f styrkjanna. |y Þessir aðilar reka hvorir tveggja hótel og telja engan vafa leika á því að þau séu heilsárshótel og falli undir þær forsendur, sem ráðu- neytið segir úthlutunarnefndina hafa gefið sér við mat á styrkhæfi einstakra hótela. Annar þeirra er Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar. L Styrkurinn var veittur árið 1995 til 11 hótela og samtaka svo- nefndra Regnbogahótela. » Utandagskrárumræður Mál þetta var tekið fyrir í utan- dagskrárumræðum á Álþingi ný- lega í liðinni viku og spurði Lúðvík Bergvinsson, þingflokki jafnaðar- manna, forsætisráðherra þá hvort samgönguráðherra yrði látinn sæta pólitískri ábyrgð. Lög hefðu p verið brotin með skipun nefndar- fe innar þar sem hún hefði eingöngu ^ átt að vera á valdi Ferðamálaráðs. w Þá hefði Samkeppnisráð komist að þeirri niðustöðu í september 1996 að vinnureglur þriggja manna nefndarinnar hefðu brotið í bága við samkeppnislög. Davíð Oddsson forsætisráðheiTa sagði í umræðunum að álit umboðs- manns hefði á engan hátt rýrt stöðu ^ samgönguráðherra í ríkisstjóm og P bætti við að hann teldi fullmikið |) gert úr þessu máli miðað við efni þess og aðstæður. Davíð lagði áherslu á að Ferðamálaráð hefði undirbúið skipun úthlutunarnefnd- ar og einu afskipti samgönguráð- herra af því hefðu verið að skipa hana. Hefði ráðherra ekki undirrit- að skipun nefndarinnar hefði ekkert verið út á afgi’eiðslu þess að setja. Umboðsmaður Álþingis hefur k ekki svarað beiðni samgönguráðu- neytis um að málið verði endur- £ skoðað, en búast má við að svar p berist fljótlega. .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.