Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Boðar róttækar breyt- ingar á Ihaldsflokknum London. Reutes. WILLIAM Hague, leiðtogi breska Ihaldsflokksins, boðaði í gær um- fangsmiklar breytingar á skipulagi og starfsháttum flokksins. I ræðu sem hann flutti á fundi með þing- mönnum Ihaldsflokksins og blaða- mönnum sagði hann þetta yrði rót- tækasta uppstokkun er gerð hefði verið á skipulagi flokksins á öld- innk „Ég kynni ykkur hér róttækustu og umfangsmestu breytingar á stjórnmálaflokki í breskri nútíma- stjómmálasögu, róttækustu breyt- inguna á Ihaldsflokknum frá tím- um Disraelis," sagði Hague. Benjamin Disraeli var þekktsti stjómmálaleiðtogi íhaldsmanna á síðustu öld og gegndi embætti for- sætisráðherra á áranum 1874-1880. Hague, sem tók við embætti af John Major í kjölfar ósigurs flokksins í þingkosningum í maí á síðasta ári, sagðist stefna að því að gera Ihaldsflokkinn að „lýðræðis- legasta flokki Bretlands“. Meðal þeirra breytinga sem Hague kynnti er að hætt verður að taka við fjárframlögum frá erlend- um aðilum og að opinberlega verð- ur greint frá öllum framlögum yfír 5000 pund. Þá hyggst hann reyna að laða að nýja flokksfélaga, ekki síst úr hópi yngri kjósenda, með því að veita flokksmönnum aukin áhrif á stefnumótun og taka upp atkvæðagreiðslur meðal flokks- manna um frambjóðendur og flokksleiðtoga. Greidd verða atkvæði um tillög- urnar í næsta mánuði en fulltrúar Verkamannaflokksins gerðu lítið úr þeim í gær. Barbara Roche, ráð- herra í iðnaðarráðuneytinu, sagði tillögurnar fáránlegar og að enginn fulltrúi í hinni nýju stjóm flokksins hefði verið kosinn beinu kjöri af flokksfélögum. Reuters. WILLIAM Hague, leiðtogi Ihaldsfloklcsins, kymiir fyrir- hugaðar breytingar á starfshátt- um flokksins í ræðu á veitinga- húsinu Atrium í Westminster. Yfírkjörstjórn á Indlandi segir kosningarnar fara „tiltölulega“ rólega af stað ffcrark; Reuters INDVERSKIR slökkviliðsmenn berjast við að slökkva eld, sem braust út eftir að sprengja sprakk í bíl í borginni Coimbatore í suðurhluta landsins. 52 skæru- liðar felldir í Alsír i París. Reuters. B ALSÍRSKAR hersveitir felldu 52 , múslímska uppreisnarmenn í hern- " aðaraðgerðum undanfama daga og hafa náð á sitt vald einum helsta leiðtoga útlaga í Alsír og 150 mönn- um hans, að því er alsírsk blöð greindu frá í gær. Að minnsta kosti 36 óbreyttir borgarar voru felldir suður af Al- geirsborg á laugardag og í Saida- héraði, samkvæmt upplýsingum al- ! sírskra embættismanna. Á sunnu- | dag var lögreglumaður myrtur í Al- . geirsborg og tilræðismaðurinn " komst undan. Fjórtán ára gömul stúlka slapp frá uppreisnarmönnum er tekið höfðu hana höndum fyrir hálfu ári og veitti stúlkan hermönnum upp- lýsingar er leiddu til þess, að gerð var árás á búðir uppreisnarmann- anna í Medea-héraði, um 70 km suð- ur af Algeirsborg, að því er Le Mat- I in greindi frá. Tuttugu og þrír upp- I reisnarmenn vora felldir og aðgerð- k um var haldið áfram. í héraðinu Tlemcen, sem er rúm- lega 400 km austur af Algeirsborg, felldu hermenn 10 uppreisnarmenn sem vora í felum á búgarði. í Telagh, skammt frá Tlemcen, vora 17 uppreisnarmenn felldir á sunnu- dag að sögn blaðsins L’Authent- ique. Þar hafði fjöldi óbreyttra , borgara verið myrtur, m.a. voru 10 r skomir á háls fyrir tæpri viku. Sérsveit GIA í haldi I Sautján óbreyttir borgarar og hermenn hlynntir stjómvöldum voru felldir í Saida á laugardag, en þar hafa hermenn nú á valdi sínu 150 manna sérsveit Herdeildar íslams (GIA), og er Antar Zouabri, leiðtogi GIA sagður vera þeirra á meðal. Að sögn L’Authentique gáfu , þrír fyrrverandi GIA-liðar upplýs- ingar er leiddu til handtökunnar. Zouabri er 29 ára og tók við leið- | togahlutverki í GIA í júh' 1995 er þáverandi yfirmaður Herdeildar- innar lét lífið í átökum. Zouabri hef- ur oftar en einu sinni verið sagður fallinn. Fleiri en 50 hafa látist í sprengju- tilræðum Nýju Delhi. Reuters. YFIRKJÖRSTJÓRN á Indlandi sagði í gær, að fyrsti kjördagurinn af fimm í þingkosningum í landinu hefði farið tiltölulega friðsamlega fram. Að minnsta kosti 13 manns fórust þó í sprengjutilræðum í gær og alls 54 um helgina. Alls máttu 250 milljónir manna kjósa í gær, á fyrsta kjördegi, en kjörsókn var lítil, trúlega á bilinu 50 til 55%. Hinar 350 milljónimar á kjörskrá kjósa 22., 23., 28. febrúar og 7. mars. I nyrstu héruðunum þar sem snjóþyngsli eru mikil verður kosið í júní. Að minnsta kosti 13 manns létu líf- ið í sprengjutilræðum í Biharríki og er þá mannfallið um helgina í öllu landinu 54 manns. í borginni Coimbatore þar sem kosið verður um næstu helgi hefur hver sprengj- an sprungið á fætur annarri og þar hafa meira en 200 manns slasast auk þeirra, sem hafa látið lífið. Herskáir múslimar undir grun Engin samtök hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér en lögregluna granar herskáa múslima um hryðjuverkin. Voru tvenn samtök þeirra bönnuð um helgina og margir handteknir. Sex múslimai- týndu lífí þegar lög- reglan umkringdi hús þeirra á sunnudag og virðist sem þeir hafi fyrir slysni sprengt sprengju, sem þeir voru með. Þá hefur innanríkis- ráðherra Indlands einnig gefíð í skyn, að Pakistanar, erkifjendm- Indverja, hafí haft hönd í bagga með hryðjuverkamönnunum. Á sumum stöðu hafa stuðnings- menn þjóðernissinnaðra hindúa, Bharatiya Janata-flokksins, verið sakaðir um að stela kjörkössum og á nokkram svæðum hefur fólk ekki þorað á kjörstað af ótta við sprengjutilræði og hótanir maóista, sem eru andvígir kosningunum. Ringulreið á þingi Kjörsókn á Indlandi hefur farið minnkandi frá kosningunum 1984 þegar hún var 64% og verður líklega ekki nema rétt 50 nú. Er Janata- flokknum spáð langmestu fylgi en ólíklegt er, að hann fái einn meiri- hluta. Bendir flest til, að sama ringulreiðin verði á þingi og verið hefur síðustu árin. Sonia Gandhi, ekkja Rajivs Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra, virðist hafa tekist að hressa nokkuð upp á fylgið við Kongressflokkinn en hann má þó muna sinn fífil fegurri. Gagnrýni vex á áform | um myntbandalag ’ Brussel, Berlín. The Daily Telegraph. AFORMIN um að koma á Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, um næstu áramót, mega þessa dagana þola gagnrýni efa- semdaradda úr mörgum áttum. Nú era aðeins fáeinir mánuðir þar til leiðtogar Evrópusambandsins (ESB) taka um það ákvörðun hver aðildarríkjanna 15 teljast hæf til að gerast stofnaðilar að myntbanda- laginu, en nýjasta áhlaup þýzkra efasemdamanna um ágæti þess gæti orðið til þess að öll áformin frestuðust. Stjómlagadómstóll Þýzkalands er nú með til athugunar kæru fjögurra þekktra þýzkra háskólamanna, sem með því að fá dómstólinn til að taka málið íyrir vonast til að stofnun EMU frestist, líkt og gildistaka Ma- astricht-sáttmálans frestaðist á sín- um tíma um hálft ár vegna þess að stjómlagadómstóllinn þurfti sinn tíma til að skera úr um hvort hinn nýi grandvallarsáttmáli ESB samræmd- ist þýzku stjómarskránni eður ei. Við þessa tilraun fjórmenning- anna þýzku til að knýja fram frestun á myntbandalaginu bætist vaxandi óróleiki meðal athafnamanna og hagfræðinga í fleiri ESB-löndum um það hversu skynsamlegt það sé að halda EMU-áformunum til streitu. Möguleikinn á írestun áformanna er því komin á dagskrá, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Forystumenn evrópskra iðnrek- enda og jafnvel sumir meðlimir framkvæmdastjómar ESB hafa áhyggjur af því að EMU verði að veraleika á þeim tíma sem að hefur verið stefnt - en muni valda von- brigðum. Þeir era hræddir um að myntbandalagið muni ekki skila þeim hagvexti og framfóram sem stuðningsmenn þess binda vonir við. Ekki er talið síður líklegt að EMU leiði til aukins atvinnuleysis og hafi neikvæðar pólitískar afleiðingar. Kohl talinn mega vara sig Nýjustu skoðanakannanir í Þýzkalandi benda til að 70 af hundraði landsmanna kæri sig ekki um að markinu verði skipt út fyrir hinn nýja Evrópugjaldmiðil, evróið. Það era þvi ýmis teikn á lofti fyrir Helmut Kohl kanzlara, sem hefur gert myntbandalagið að helzta bar- áttumáli sínu í baráttunni fyrir end- urkjöri sínu í haust. Hann stendur frammi fyrir sívaxandi andstöðu heima fyrir við áformin. , Einn af áhrifamestu bandamönn- um Kohls gaf í skyn í viðtali sem P birtist i gær að „einstaka bjánar" | kynnu að freista þess að koma öðr- um manni í hlutverk kanzlaraefnis Ki-istilegra demókrata (CDU) fyrir kosningamar til sambandsþingsins í haust. Michael Glos, leiðtogi þingmanna CSU, systurflokks CDU í Bæjara- landi, á sambandsþinginu í Bonn, sagði að þótt hann gæti ekki ímynd- j að sér að mögulegt væri að „vinna kappreiðar með því að skipta um 1' hest á miðjum endasprettinum,“ þá | væri ekki hægt að vernda stóran flokk íyrir „heimsku einstakra manna“. Talsmenn flokksforystu CDU brugðust við þessum ummælum með því að lýsa því yfir að flokkur- inn stæði „heill og óskiptur“ að baki Kohl. En ummæli Glos endurspegla áhyggjur innan ríkisstjórnarflokk- j, anna af mögulegum afleiðingum þess fyrir kanzlarann hve almenn- r ingur er neikvætt stemmdur í gai'ð } EMU-áformanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.