Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 41 J 1 I i j I 0 I 1 'i I I J * I J t i i 4 I € I Í d Í i Hófhirða II Stíumar betri fyrir hófa og fætur STÖÐUGT færist í vöxt að hesta- menn breyti hesthúsum sínum úr básafyrirkomulagi yfir í stíur sem er tvímælalaust til bóta frá flestum hliðum séð. Hvað varðar hófa og fæt- ur er mun betra að hross séu laus í stíum en standi á básum. Hrossin geta hreyft sig sem þýðir að blóð- streymi til hófa verður heldui' meira en í kyrrstöðu eða því sem næst á básum. Þá eru einnig meiri líkur á að hrossin standi á rakara undirlagi í stíum en í þurrum básum. Þær rakadrægu góðar I stíuhúsum er ýmist mokað út daglega, á nokkurra daga fresti eða mánaðarlega og er þá talað um safnstíur. Er þá safnað taði og tölu- verðu magni af spónum undir hrossin í u.þ.b. einn mánuð. Raka- stig undirlagsins fer þá eftir því hversu mikið af spónum er borið undir hrossin daglega. Óhætt er að segja að safnfyrirkomulagið sé að mörgu leyti það besta sem völ er á fyrir hrossin séu spónabirgðir alltaf nægar og vel borið undir. Hrossum líður vel á mjúku og volgu undirlag- inu og engin hætta er á ofþomun í neðri hluta hófa. Ókosturinn hvað varðar hófana er hinsvegar sá að hóftunga og hófbotn vilja „soðna“ vegna rotnunar og jafnvel hita- myndunar í safninu. Einnig vill brenna við að rotnun verði of mikil eins og til dæmis hóftungurot. Hóftungan verður mjög efnislítil og dregur það úr virkni hófsins. Sé naumlega borið undir eykst nei- kvæð rotnun í hóftungu og einnig hófbotni. Velgjan í undirlaginu virðist hinsvegar heldur auka hóf- vöxtinn. Besta undirlag sem líklegast er völ á í dag eru rakadrægu gúmmí- motturnar sem hleypa bleytu í gegnum sig. Hægt er að hafa nokk- urra daga safn á þeim en líklega er best að mokað sé daglega. Mottur þessar halda vel í sér raka og tryggja í flestum tilvikum eðlilegt rakastig í neðri hluta hófa. Rakastig hófa fylgir loftraka Mikil fylgni er á milli loftraka og rakastigs í hófum. Hófar þorna til að mynda mjög fljótt þegar langvarandi þurrkakaflar eru og gildir þar einu hvort hross séu á húsi eða úti. Það sem hestamenn verða sérstaklega að gæta að er þegar hófar þoma í hófhvarfinu. Er þá best að bera á mýkjandi áburð eins og júgursmyrsl, vasilín svo ekki sé nú talað um ýmsar tegundh' af hófáburði. Vara ber þó við því að sumar tegundir era vaxtahvetjandi og er varasamt að nota slíkan áburð að staðaldri. Mælt er með að slíkar tegundir séu ekki notaðar lengur en tíu daga í senn. I hóf- botninn og á hóftungu er gott að bera á tjörablandaðan áburð sér- staklega ef mikil rotnun hefur átt sér stað. Þegar hestar eru settir á lokaða botna er ávallt gott að bera tjöraáburð á, sama hvort notað er fyllingarefni eða ekki. Alltof algengt er að sjá innistöðu- hross með glerharða hóftungu, homþófa og hófbotn. Virðist sem mikill hluti hestamanna gefi þess- um þætti hirðingarinnar engan gaum fyrr en í óefni er komið. Vatn hefur löngum verið talið það besta á hófinn en ljóst má öll- um vera að það eitt að skola hófa daglega dugar skammt til að við- halda eðlilegu rakastigi í hófum. Hinsvegar má hiklaust mæla með daglegri skolun hófa og fóta sér í lagi hrossa undir álagi. Þeir sem hafa ár eða lækjarsprænur nærri hesthúsum geta endað alla reiðtúra á því að láta hestinn standa nokkr- ar mínútur í vatninu. Bæði til að skola hófa og kæla fætur. Þeir sem ekki hafa slíkar aðstæður geta búið til kar með sírennsli utan við hest- húsin t.d. úr steinsteypu uþb. 40 sentimetra djúpt og látið hestana standa í því. Full ástæða er til að ít- reka að það að bera tað undir hrossin til að mýkja hófa er ekk^- góður kostur og mörg betri ráð til sem gefa betri heildarárangur. Hált á svellinu þessa dagana I lokin er full ástæða til benda hestamönnum á að athuga vel skafla undir hrossunum því víða era mikil svellalög um þessar mundir og hætta á að hrossin geti snúið sig. I snjóleysinu undanfamar vikm' hafa skaflar slitnað óeðlilega mikið og hafi menn notað gamlar skeifur undh- hrossin má gera ráð fyrir að^ skaflar séu famir að láta mjög á sjá. Þeim, sem ætla að keppa á næst- unni, er rétt að benda á að gott er að skipta um fjaðrir og setja svo- kallaðar broddfjaðrir í stað þeirra hefðbundnu. Þær tryggja mun betra grip sem kemur sér vel í beygjum ef keppt er á hringvöllum. Þá er hægt að bjarga sér með broddfjöðram ef skaflamir era orðnir gripalitlir og ekki hægt að jáma upp af einhverjum ástæðum. I næsta homi verður fjallað um val skeifna með tilliti til virkni hófs- ins. Valdimar Kristinsson IÐNÞING 1998 Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið föstudaginn 20. febrúar nk. í samkomusalnum Gullhömrum, í Húsi iðnaðarins að Hallveigarstíg I. 10:00 Formót: Niðurstöður úr stefnumótunarvinnu Samtaka iðnaðarins. Opinn fundur með þátttöku stjórnar og ráðgjafaráðs. 11:45 Mæting og móttaka fundargagna. 12:00 Iðnþing sett. Hádegisverður í boði Samtaka iðnaðarins. 13:15 Ræða formanns Sl, Haraldar Sumarliðasonar. Ræða iðnaðarráðherra, Finns Ingólfssonar. 14:15 Hlutfallsleg fækkun starfsmanna í iðnaði. Afleiðing efnahagsmistaka eða eðlilegrar þróunar efnahagslífsins? De-lndustrialization: The Case of lceland. - R.E. Rowthorn, prófessor í hagfræði við háskólann í Cambridge. Umræður og fyrirspurnir. I5:I5 Hlé. 15:30 Aðalfundarstörf og úrslit kosninga. 16:45 Ályktun Iðnþings afgreidd. 17:00 Þingslit. 19:30 Hóf Samtaka iðnaðarins í veislusalnum Gullhömrum, Hallveigarstíg I. (3) SAMTÖK ■ ■■ IÐNAÐARINS HALLVEIGARSílG 1 • PÓSTHÓLF 1450 • 121 REYKJAVÍK • SÍMI 511 5555 • FAX 511 5566 HEIMASfÐA www.si.is • TÖLVUPÓSTUR mottaka@si.is Byrjenda og framhaldsnámskeið - byrja 16. og 17. feb. 5 vikna lokuó námskeið sem fer að mestu fram á spinninghjólunum en einnig verður farið í tækjasal og gerðar kvió- og teygjuæfingar. • Fitumælt i byrjun og lok námskeiðs. • Regluleg viktun. • Fræðslufundur um mataræði. • Mappa meó ýmsum fróðleiksmolum. % ¥ Leiðbeinendur: ^ % Ágústa Hrönn og Þórhalla 5 vikna frábært námskeió fyrir byrjendur þar sem farið verður i alla þá leikfimi sem að Þokkabót hefur upp á að bjóða. • Fitumælt í byrjun og lok námskeiðs. • Regluleg viktun. • Fræðslufundur um mataræói. • Mappa með ýmsum fróðleiksmolum. t Leióbeinandi: Ágústa Hrönn % Vetur í Allir sem gerast „Meólimir" í febrúar fá frítt árssundkort i sundlaug Seltjarnarness Síóast var uppselt og færri komust aó en vildu. Tryggóu þér pláss strax! Þokkabót á netinu www.islandia.is/thokkabot Nánari upplýsingar og skráning í síma 561-3535 Netfang: thokkabot@islandia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.