Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 10

Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Utandagskrárumræða um uppboð skuldabréfa ÞÞÞ á Akranesi Hörð gagnrýni ráðherra á Ríkisendurskoðun F JÁRMÁL ARÁÐHE RRA og dómsmálaráðherra gagnrýndu Rík- isendurskoðun harðlega á Alþingi í gær við umræður utan dagskrár um uppboð á skuldabréfum ÞÞÞ á Ákranesi. Fjármálaráðherra sagði það koma fyrir æ ofan í æ að Ríkis- endurskoðun væri að grafa undan starfí því sem unnið væri í ráðuneyt- unum og dómsmálaráðherra sagði það óþolandi bæði fyrir ráðuneytin og Alþingi að þurfa að segja að nið- urstaða Ríkisendurskoðunar væri fjarri öllu lagi. Vísaði hann þar til álitsgerða Ríkisendurskoðunar í ÞÞÞ málinu svokölluðu. Fóru ráð- herrarnir fram á það að forsætis- nefnd Aiþingis fengi óvilhalla aðila til að skera úr um það hvort ráðu- neytin hefðu farið rétt að gagnvart uppboði á skuldabréfum ÞÞÞ. Stjórnarandstæðingar tóku hins vegar undir niðurstöðu Ríkisendur- skoðunar um að hagsmuna ríkisins hefði ekki verið gætt sem skyldi í máli ÞÞÞ og að ekkert hefði enn komið fram sem hnekkti þeirri nið- urstöðu. Sagði Margrét Frimanns- dóttir, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, m.a. að sú ákvörðun ráðuneytanna að mæta ekki eða bjóða í skuldabréfin væri lítt skilj- anleg. Þá sagði Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, að þingið ætti fremur að skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að fara faglega ofan í kjölinn á þessu máli. Málshefjandi Margrét Frímanns- dóttir rakti upphaf þessa máls og sagði frá því að hinn 25. nóvember sl. hefði farið fram hjá sýslumanns- embættinu á Akranesi uppboð á tveimur skuldabréfum að upphæð samtals um 87 milljónir króna. Bréf- in hefðu síðan verið seld á 50 þúsund krónur til einstaklings sem væri ná- tengdur eigendum bréfanna, en hann hefði verið eini bjóðandinn. Tvisvar hefði verið gert fjárnám í þessum skuldabréfum vegna skulda annars eiganda bréfanna við rílrið. „Skuldirnar, hátt í tvö hundruð milljónir, eru tilkomnar vegna stór- felldra skattsvika og eina trygging ríkisins fyiir greiðslu þessara skulda voru þau tvö skuldabréf sem boðin voru upp 25. nóvember," sagði Margi’ét. Hún sagði síðar í ræðu sinni að í ljósi þessa væri sú ákvörðun ráðu- neytanna að mæta ekki á uppboðið eða bjóða í skuldabréfin lítt skiljan- leg. „Fjárhagslegir hagsmunir ríkis- sjóðs eru eins og kröfumar sýna mjög miklir. Það er því ekki nema von að við veltum því fyrir okkur Aiþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfar- andi mál eru á dagskrá: 1. Mannréttindasáttmáli Evrópu. 1. umr. 2. Almannatryggingar. 1. umr. 3. Dánarvottorð. 1. umr. 4. Almannatryggingar. 1. umr. 5. Réttarstaða íbúa á hjúkr- unar- og dvalarheimilum. Fyrri umr. 6. Blóðbankaþjónustua við þjóðarvá. Fyrri umr. 7. Þjónustu- og endurhæf- ingarstöð sjónskertra. 1. umr. 8. Félagsleg aðstoð. 1. umr. 9. Málefni aldraðra. 1. umr. 10. Átak til að draga úr reykingum kvenna. Fyrri umr. 11. Aðgerðir til að draga úr þunglyndi kvenna. Fyrri umr. 12. Almannatryggingar. 1. umr. Þorsteinn Friðrik Pálsson Sophusson Svavar Jóhanna Gestsson Sigurðardóttir hvort rétt og eðlilega hafi verið stað- ið að því að ná inn þeim kröfum sem ríkissjóður á í þessu tilviki. Hér er einnig um að ræða sérstakt mál vegna þess að krafan er vegna stór- felldra skattsvika og því horft á mál- ið í ljósi þeirrar staðreyndar. Niður- staða Ríkisendurskoðunar er sú að hagsmuna ríkissjóðs hafi ekki verið gætt sem skyldi í þessu máli, ekkert hefur enn komið fram sem hnekkir þeirri niðurstöðu," sagði Margrét. Forsætisnefnd skipi óháða nefnd Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði að það lægi fyrir í lögum sem Alþingi hefði samþykkt og gengu í gildi um mitt árið 1997 að það væri óheimilt að taka við skulda- bréfum fyrir sektargreiðslum og það væri óheimilt fyrir innheimtumenn að veita lengri tíma en eins árs frest til að gera upp sektargreiðslur. „Ríkisendurskoðun segir hins vegar að dómsmálaráðuneytið hefði átt að mæta við uppboðið og taka skulda- bréf til 20 ára sem er ekki einu sinni veðskuldabréf og ekki einu sinni með gjaldfellingarákvæðum. Það hefði verið skýrt brot á gildandi lög- um,“ sagði dómsmálaráðherra. „Dómsmálaráðuneytið er sett í þá aðstöðu að Ríkisendurskoðun segir að til að gæta hagsmuna ríkissjóðs átti dómsmálaráðuneytið að brjóta lög. Það er óþolandi fyrir dómsmála- ráðuneytið að sitja undir slíkri nið- urstöðu. Það fordæmi sem þessi af- staða Ríkisendurskoðunar gefur er það að embættismenn ríkisins geta staðið frammi fyrir þeirri spurningu að þeir þurfi og eigi að brjóta lög til þess að gæta hagsmuna ríkissjóðs Margrét Frímannsdóttir að mati Ríkisendur- skoðunar. Það er óþol- andi að setja embætti ríkisins í þessa að- stöðu. Og það er líka auðvitað óþolandi bæði fyrir ráðuneytin og Al- þingi að segja að niður- staða Ríkisendurskoð- unar sé svo fjarri öllu Iagi að hún sé í engu hafandi," sagði ráð- herra ennfremur. Ráðherra beindi síð- an þeirri tillögu til for- seta Alþingis að for- sætisnefnd þingsins myndi fá óvilhalla aðila, hugsanlega lagastofn- un Háskóla íslands eða einhverja aðra slíka aðila, til þess að leggja dóm á það hvort ráðuneytin hefðu farið rétt að gagnvart uppboði á skuldabréfum Þ.Þ.Þ. Forseti Al- þingis tók undir þessa beiðni og kvaðst skyldi taka málið fyrir í for- sætisnefnd við fyi’sta hentugleika. Ríkisendurskoðun viðurkenni mistök Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra tók fram í upphafi máls sín að fjármálaráðuneytið teldi að það hefði fyrir sitt leyti tekið eðlilegar og lagalega réttar ákvarðanir í mál- inu. Skýrsla og viðbótargreinargerð Ríkisendurskoðunar breytti engu þar um. Ráðherra var harðorður í garð Ríkisendurskoðunar og sagði m.a. að hún yrði að geta viðurkennt það þegar hún hefði haft rangt fyrir sér eða væri ekki betur að sér í lög- um eins og virtist vera þegar um væri að ræða skýrslur sem frá henni væru komnar. Ráðherra skýrði m.a. frá því að í fyrri skýrslu Ríkisendurskoðunar væri því haldið fram að fjármála- ráðuneytið hefði látið undir höfuð leggjast að mæta á uppboðið á skuldabréfum ÞÞÞ. „Þessu var auð- vitað ítarlega svarað af hálfu fjár- málaráðuneytisins og á það bent sem auðvitað Ríkisendurskoðun á að vita að það getur ekkert uppboð eða engin slík sala farið fram nema að gerðarbeiðandi sé mættur. Það ligg- ur í hlutarins eðli að sýslumaðurinn á Akranesi er mættur þar til þess að fara með þessa gerð. Hann er mætt- ur fyrir hönd fjármálaráðuneytisins eða fulltrúi hans ef verkast vill og hann er líka mættur þar fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins," sagði ráð- DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Þor- steinn Pálsson, sagði í fyrir- spurnartíma á Alþingi í gær að til greina kæmi að láta smíða nýja varðskipið hér á landi. Til þess að svo gæti orðið þyrfti hins vegar að athuga hvort unnt væri að vikja frá útboðsreglum. Sagði ráðherra ennfremur að til þess að kanna það hefði hann óskað eftir því við iðnaðaráð- herra að hann tilnefndi af sinni Varðskipið smíðað á Islandi? hálfu fulitrúa í smiðanefndina sem hann hefði gert. „Samtök iðnaðarins hafa gert um þetta mál sérstaka ályktun sem ég hef herra og bætti því við að það væri ótrúlegt að Ríkisendurskoðun skyldi ekki hafa áttað sig á þessari stað- reynd. Ráðherra skýrði einnig frá því að eftir að boðað hefði verið til sölu á skuldabréfunum hefðu fyrirmæli frá fjármálaráðuneytinu eingöngu verið þau að tilgangslaust væri að kaupa bréfin upp í skattkröfuna þar sem ljóst væri að þau dugðu ekki upp í sektina. Ráðherra benti síðan á að sýslumaðurinn hefði sjálfur getað brugðist við á uppboðinu með þeim hætti sem hann hefði haft umboð til, til dæmis með því að fresta uppboð- inu. Þá lagði ráðherra áherslu á að það væri ekki Ijóst hvort ríkið væri búið að tapa þessum peningum fyrr en það lægi fyrir hvort sektargreiðslan yrði greidd eða ekki. „Verði sektar- greiðslan greidd hefur ríkið ekki tapað neinu á þessu sem hér hefur verið rætt um í dag,“ sagði hann. Málfluf ningur ráðherra hneyksli Fjármálaráðherra sagði við lok máls sína að ráðuneytið hefði lagt sín gögn fram í þessu máli og að það væri borðleggjandi að það hefði ekk- ert gert annað í þessu máli en það sem væri löglegt og eðlilegt. Þrátt fyrir það virtist eins og Ríkisendur- skoðun gæti ekki með berum orðum dregið til baka fyrri ávirðingar sín- ar. Það væri því kominn tími til þess að þingið setti á stofn sérstaka nefnd sem færi yfir skýrslur Ríkis- endurskoðunar þannig að það kæmi ekki fýrir æ ofan í æ að hún græfi undan starfí sem unnið væri í ráðu- neytinum. „Vissulega er það stund- um þannig og oft kannski að þessar skýrslur eru með innihaldi sem hef- ur fullan rétt á sér. Og þá verðum við auðvitað að taka því. En það er líka óviðunandi fyrir Álþingi við slík- ar aðstæður að það sjálft geti ekki tekið afstöðu til skýrslnanna og gert tillögur um það hvernig eigi að bæta úr í ríkisrekstrinum," sagði fjár- málaráðherra. Fleiri þingmenn stjórnarand- stöðu tóku einnig til máls. Jóhanna Sigurðardóttir, Þingflokki jafnaðar- manna, sagði m.a. að þessi umræða sýndi að ráðherrarnir væru í vond- um málum. Svavar Gestsson, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, taldi einnig að málflutningur ráð- herranna væri hneyksli og sagði að þeir væru að notfæra sér það að þarna væri enginn sem gæti tekið upp hanskann fyrir ríkisendurskoð- un, nema þá helst forseti Alþingis. Forseti Álþingis tók hins vegar fram að hann teldi það ekki vera hlutverk sitt að verja gerðir Ríkis- endurskoðunar þótt hún væri stofn- un Alþingis. I máli sínu lagði Svavar ennfrem- ur áherslu á það að í máli ÞÞÞ hefði hagsmuna þjóðarinnar og skatt- greiðenda ekki verið gætt. Hann tók auk þess fram að hann vildi ganga skrefinu lengra en ráðherrarnir varðandi sérstaka nefnd og stakk upp á því að sérstök rannsóknar- nefnd yrði fengin til að kanna málið ofan í kjölinn á faglegan hátt. sent smíðanefndinni og óskað eftir sérstakri umfjöllun hennar um það erindi. Eg vænti þess að þegar þeirri umfjöllun er lokið og athugun á þessum aðstæðum geti legið fyrir hvort möguleiki er á því að smiða skipið hér heima sem ég tel vera mjög áhugavert fyrir okkur ef þess er nokkur kostur,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Ólík hegð- un fram- hlaups- jökla MÆLINGAR á jökulsporðum á 41 stað sýna að jöklar hopuðu á 26 stöðum, sjö þeirra ganga fram og þrír standa í stað. Oddur Sigurðsson jarðfræð- ingur segir í samtali við Morg- unblaðið að merkilegur sé sá munur sem fram hafi komið á hegðun framhlaupsjökla úr Vatnajökli annars vegar og Drangajökli hins vegar. I Drangajökli segir hann að jöklarnir séu mun hæggengari en jöklar í Vatnajökli og að ekki sé fundin nein skýi’ing á því. Það hafi ekki tekið Síðu- jökul nema þrjá mánuði að ganga fram um rúmlega einn km og Tungnárjökul um 9 mánuði. Svipað verk taki Leirufjarðarjökul og Kalda- lónsjökul um fjögur ár. Segir hann enga skýi’ingu fundna á þessum mun. „Þessi mismunur kom bæði fram á fjórða áratugnum þegar jöklar hlupu fram og aftur núna. Þeir eru miklu lengur að ryðja fram úr sér í Drangajökli en í Vatnajökli en á þessu kunnum við enga skýi-ingu. Við horfum stórum augum á þessa framhlaupsjökla en þetta er ein af gátum jöklafræðinnar sem er óleyst,“ segir Oddur og telur hvergi betra að rannsaka þessa gátu en hérlendis. Vegna sporðamælinga, sem heima- menn annist á hverjum stað, séu til mikil gögn um jöklana. Framskrið í Drangajökli en ró yfir flestum öðrun í nýjasta fréttabréfi Jökla- rannsóknafélagsins segir Odd- ur í grein að meðan ró færist yfir flesta jökla landsins sem hafi farið hamförum að undan- förnu sé Drangajökull að skríða drjúgt fram. I Leirufirði gekk hann fram um 170 metra og er framrásin þar orðið 945 metrar frá árinu 1995. Árin 1929-1942 gekk jökullinn fram um einn km en hopaði síðan um 1,3 km til 1995. Segir Odd- ur að þessi 300 metra mismun- ur gefi vísbendingu um hve mikið jökullinn í heild hafi rýrnað síðustu hálfu öldina að því tilskildu að jökullinn sé sestur að um sinn. Þá segir Oddur að jökullinn í Kaldalóni hafi tekið mikinn kipp og skriðið fram um hálfan km. Er það miklu meh-a en við fram- ganginn þar árin 1936-1940 sem var tæpir 200 metrar. í millitíð- inni hopaði jökullinn um 1,5 km og segir Oddur að hann eigi því talsverðan spöl eftir að ná fýrri mörkum enda segi heimamenn hann enn á hreyfingu. í lok greinar sinnar í frétta- bréfi Jöklarannsóknafélagsins segir Oddur að Hyrningsjökull í Snæfellsjökli og Sólheimajök- ull hafi hopað annað árið í röð. „Þeir hafa lengst af verið mjög eindregnir í viðbrögðum við veðurfari og treysti ég því að þeir hopi enn a.m.k. næstu þrjú ár vegna þess að afkoma jökla undanfarið gefur tilefni. Loftslag víðast á norðurhveli hefur farið hlýnandi nánast alla þessa öld en á íslandi er því öðruvísi farið. Eftir hlýindi á fjórða áratugnum hefur kóln- að nánast jafnt og þétt hér á landi þar til allra síðustu ár. Nú trúi ég að við séum að fá okkar skerf af ylnum, enda væri ekki annað sanngjarnt. Að vísu er náttúran betur þekkt að öðru en sanngirni."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.