Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ Færanleg endurvinnslustöð Hringrásar fyrir brotajárn nú á Isafírði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson FÆRANLEG endurvinnslustöð Hringrásar vinnur nú brotajárn á Isafirði. Utanríkisráðherra um stofnun sakamáladómstóls SÞ Mikilvægasta framlag til réttlætis frá stofnim SÞ „Umhverf- isvæn lausn“ EINAR Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri Hringrásar ehf. segir hagsmunamál fyrir Vestur- land að fá endurvinnslustöð á Grundartanga, „þetta er um- hverfisvæn og hagkvæm lausn.“ Hringrás hefur verið gefið vil- yrði stjórnvalda um lóð á Grund- artanga undir starfsemi sína, fyrir móttökustöð, endurvinnslu og útfiutning á brotajárni frá Vesturlandi. Einar segir hugmyndir enn á frumstigi og að fyrirtækið hafi ekki haft tækifæri til að kynna sína starfsemi fyrir hlutaðeig- andi aðilum, „en það hefði vita- skuld verið betra áður en það komst í fjölmiðla," segir Einar. „Við eigum eftir að ræða við fulltrúa sveitarsljórna á svæðinu en vonum að þeir átti sig á því að þetta er mjög umhverfisvænn kostur og það er alrangt að rugla endurvinnslu á brotajárni saman við stóriðju, við erum lítið þjónustufyrirtæki og starfsemin ekkert í lfkingu við það sem fyr- ir er í nágrenninu." Einar segir að stefnt sé að því að reisa manir í kringum stöðina með því að ryðja upp jarðvegi og gera umhverfi þannig úr garði að ekki verði um sjónmengun að ræða. „Það hefur verið reynt að velja þessum stöðvum þannig stað að þær séu sem minnst áberandi. En það fellur alltaf til brotajárn og það þarf að koma því burt.“ Einar segir Grundartanga uppfylla þau skilyrði sem mót- tökustöð brotajárns þarf að upp- fylla, auðvelt aðgengi og að stutt sé í útskipunarhöfn. „Þetta er hagkvæmur kostur. Við erum með færanlega endurvinnslustöð sem við flytjum á milli söfnunar- staða á landinu." Ospektir við Hafnargötu í Keflavík TALSVERT var kvartað undan óspektum og ónæði vegna drykkjuláta á Hafnargötu í Keflavík aðfaranótt gærdagsins. Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglu og hlaut fórnarlamb áverka á nefi. Einnig var glei-flösku kastað í bifreið með þeim afleiðing- um að bíllinn skemmdist lítillega. Bfl stolið I gærmorgun klukkan sex heyrðu síðan starfsmenn SES-verktaka á Fitjabraut í Njarðvík að bíll var ræstur fyrir utan vinnustað þeirra. Fóru þeir út í glugga og sáu þar dökkhærðan mann aka sendibíl fyr- irtækisins á brott. Lögregla í Reykjanesbæ leitar nú bílsins, sem er með skráningarnúmerið II 076, og biður þá sem verða hans varir að láta lögreglu vita. ♦ ♦♦ Ólæti í Gjá og títlaga TIL slagsmála kom á veitingastaðn- um Gjánni á Selfossi aðfaranótt laugardagsins og var maður, sem veittist að dyravörðum staðarins, færður í fangageymslur lögreglu. Lögreglan á Selfossi hafði einnig af- skipti af ólátum gesta á veitinga- staðnum Útlaganum í Hruna- mannahreppi en skakkaði leikinn áður en til átaka kom. „ÉG TEL þetta vera mikilvægasta framlag til aukins frelsis, réttlætis og mannréttindaverndar frá stofn- un Sameinuðu þjóðanna. Ég held að það sé líka alveg Ijóst að þetta muni auka mjög líkur á friði í heiminum því að þegar búið er að stofna þenn- an dómstól og hann farinn að starfa getur enginn verið óhultur með þá hræðilegu glæpi sem hafa verið framdir í heiminum, allt fram á okk- ar tíð. Því miður hafa ýmsir komist undan réttlætinu í gegnum tíðina," sagði Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra í samtali við Morgun- blaðið um þá ákvörðun að setja á stofn alþjóðlegan sakamáladómstól, en stofnsáttmáli hans var sam- LUNDAVEIÐI hefur verið góð i Vestmannaeyjum það sem af er lundatíma. Veiði hófst 1. júlí og veiði: tímabilið stendur til 15. ágúst. í fyrrasumar var lundaveiði afar slök og höfðu lundaveiðimenn engar skýringar á því en vegna einhverra náttúruskilyrða lét lundinn lítið sjá sig. Það var því talsverður spenning- ur í veiðimönnum um hvernig veiðin yrði í sumar og þeir hafa ekki orðið fyrir vonbrigðum. í flestum úteyjum er nú búið að veiða meira en allt sumarið í fyrra og virðist veiði alls þykktur á alþjóðlegri ráðstefnu Sa- meinuðu þjóðanna sl. fostudags- kvöld. Fram að þessu hafa alþjóðlegir dómstólar, sem fjallað hafa um þjóð- armorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi, einungis starfað tíma- bundið og tekið á staðbundnum stríðsglæpum. Halldór sagði mikil- vægt að þessi nýi dómstóll yrði starfræktur allt árið. Hann yrði því í grundvallaratriðum ólíkur dóm- stólnum sem settur var á fót eftir stríðið í Bosníu. Þar með yrði tryggt að þeir sem stæðu fyrir stríðsglæp- um og mannréttindabrotum yrðu sóttir til saka, óháð því hvar og hvenær glæpirnir væru framdir. staðar vera mjög góð þrátt fyrir ein- muna blíðu og ríkjandi norðlægar áttir sem ekki hafa talist til bestu lundaveiðiátta í Eyjum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust frá veiðimönnum í Eyj- um má reikna með að búið sé að veiða um 400 kippur, 40.000 lunda, það sem af er lundatíma. Mest hefur veiðin verið í Ystakletti, rúmar 90 kippur, 9.000 fuglar. Þar hefur veiðin þó ekki verið meiri en í fyrra en þá veiddust í Ystakletti um 140 kippur, 14.000 lundar, á lundatímanum. Ekki hægt að standa utan við dómstólinn Halldór sagðist ekki hafa trú á að þjóðir myndu neita að skrifa undir stofnsáttmála dómstólsins. „Þjóðir sem það gerðu yrðu fordæmdar um allan heim sem þjóðir sem ekki virtu mannréttindi. Ég hef ekki nokkra trú á að margar þjóðir treysti sér til að standa utan við þennan dómstól.“ Bandaríkin, Indland og nokkur fleiri lönd hafa sett fram ákveðna fyrirvara við aðild að dómstólnum. Halldór sagðist ekki hafa trú á að at- hugasemdir þessara landa yrðu til að koma í veg fyrir aðild þeirra að dóm- stólnum. Of mikið væri í húfí. 200 lítrar af gambra gerðir upptækir LÖGREGLAN á Selfossi gerði 200 lítra af gambra upptæka á fóstudagskvöld. Gambrinn var á framleiðslustigi, að sögn lögregl- unnar. Á sama stað fundust einnig suðutæki sem ætluð voni til landa- framleiðslu og lagði lögregla hald á þau. Eigandi gambrans og suðutækj- anna hefur ekki komið við sögu lögreglu áður. / Hélt hnatt- ferð sinni áfram FLUGKAPPINN á fisinu, Brian Milton, hélt för sinni í kringum hnöttinn áfram í gærmorgun. Milton lagði af stað frá Höfn um tíuleytið í þungskýjuðu veðri. Á föstudag gerði Milton til- raun til að yfirgefa Höfn, hann lagði af stað um níuleytið en varð að snúa við eftir klukku- stundar flug vegna þoku. Að sögn lögreglu á Höfn á hádegi í gær var ekki annað vitað en Milton hefði getað haldið ferð sinni til Bret- landseyja áfram. A_________________________ ► 1-56 Meö fyrirhyggjuna í farteskinu ►Augu æ fleiri opnast fyrir þvi að ástæða er til að huga að sparn- aði til elliáranna. / 10 Heldur Menem krúnunní? ►Forseti Argentínu hyggst kýja fram stjómarskrárbreytingu, öðru sinni, til að tryggja sér eitt Igör- tímabil til viðbótar. /12 Frumvarp um gagna- grunna á heilbrigðis- sviðl séð að utan ►íslenskar heilbrigðisupplýsingar eru dýrmæt auðlind. /18 Eins og þruma úr heiðskíru lofti ►Bandaríski stjarneðlisfræðing- urinn Jack G. Hilis er íslenskur að uppruna en hefur alið nær allan sinn aldur vestra. /24 Sjálfstæði í stað miðstýringar ►I Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Þórólf Gísla- son kaupfélagsstjóra KS. /26 B________________________ ► 1-16 Bátasmiðurinn á Bjargi ►Á Bjargi á Djúpavogi smíðar Snorri Gíslason bátalíkön. Bátarnir þykja listasmíði. /1,2,8-9 Fjársjóðir uppi á hálofti ►Friðrik Weisshappel er að gera upp elsta steinbæ í vesturbænum í Reykjavík. /4 Safnið út tii fólksins ►Rætt við safnstjórann í Byggða- safni Skagfirðinga í Glaumbæ. /6 Spunl og orðfimi ►Rappið ertónlistarform sem sækir stöðugt í sig veðrið. /10 c FERÐALOG ► 1-4 Umfjöll og firnindi í þoku og sól ►Það er margt hægt að gera í vikulangri ferð til Færeyja. /2 Ótakmörkuð fjöl- breytní í gönguleiðum ►Reykjanesfólkvangur býður upp á skemmtilegar gönguleiðir. /4 ÍD BÍLAR ► 1-4 6 nýir bílar fyrir aldamót ►Nýir bílar sem eiga eftir að vekja talsverða athygli eru væntanlegir frá framleiðendum. /2 Heimilisbíllinn gas- knúinn í f ramtíðinni? ►Volvo V70 bíl, sem gengur bæði fyrir gasi og bensíni, hefur verið hértil reynslu./4 Eatvinna/ RAÐ/SMA ► 1-16 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 42 Leiðari 28 Stjömuspá 42 Helgispjall 28 Skák 42 Reykjavíkurbréf 28 Fólkífréttum 46 Skoðun 31 Útv./sjónv. 44,54 Minningar 32 Dagbók/veður 55 Myndasögur 40 Mannl.str. llb Bréf til blaðsins 40 Dægurtónl. 13b ídag 42 INNLENDAR FI ÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson LUNDINN háfaður í Eyjum. Góð lundaveiði í Vestmannaeyjum Meira veitt en allt sumarið í fyrra Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.