Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ REIKNIFORM- ÚLA f ÞÁGU LÝÐRÆÐIS NORÐURLAND EYSTRA VESTFIRÐIR REYKJAVIK REYKJANES Mmm* tÞingmannatala kjördæmanna nú ... og eins og hún yrði, ef vægi atkvæða yrði jafnt EKKI er um það deilt meðal fræðimanna félagsvísinda nútím- ans, að lýðræði sé stjórnskipulag þar sem grundvallarvald ríkisins sé í höndum meirihluta ríkisborgar- anna. Þeir eigi sameiginlega sjálfs- ákvörðunarréttinn um ríkisskipun- ina, séu eigendur og uppspretta æðsta valdsins innan ríkisins. Til þess að tryggja ár- angursríkari stjómun en fæst með beinu lýð- ræði, veita þeir, við að- stæður fulltrúalýðræð- is, fulltrúum sínum, þingmönnum og öðrum handhöfum valdsins, valdaumboð sitt til fárra ára í senn í frjáls- um kosningum við þær aðstæður, að ríkisborg- ararnir njóti jafnréttis, eigi jafnan kosninga- rétt, njóti frelsis innan lögbundins skipulags, þ.á m. tjáningarfrelsis, framboðs- og félagafrelsis. Jafnrétti borgaranna til áhrifa á meðferð ríkisvaldsins er því einn af homsteinum lýðræðisins. Jafn kosningaréttur telst því til mann- réttinda þar sem óbrenglað lýðræð- isskipulag er framkvæmt. En við lifum ekki í fullkomnum heimi. Lýðræðisskipulagið er víða framkvæmt með ýmsum takmörk- unum. Grófasta dæmið er breska konungsríkið með lávarðardeildina og fomaldarlega kjördæmaskipun. Önnur arfleifð frá timum kon- ungseinveldis og sérréttindaaðals er sú, að takmarka kosningaréttinn við eignamenn og karlmenn. Þannig höfðu t.d. ekki nema 2,7% bresku þjóðarinnar kosningarétt árið 1832, aðeins 17,6% árið 1918, og hann komst ekki upp í 69% fyrr en 1951. Ströng og stöðug varðstaða sér- hagsmunamanna um óbreytt ástand svo þeir fengju áfram notið ójafnaðar sérréttinda sinna stóð lengi í vegi þess, að gert væri upp við ýmsar úreltar og óréttlátar erfðavenjur fortíðar, sem útilokuðu almenning frá jöfnum áhrifúm á meðferð valdsins. Staða lýðræðisins hefur þó smátt og smátt verið að vænkast. Ríkisskipunin hefúr vfð- ast hvar haldið áfram að þróast frá sérréttindaveldi aðals og eigna- manna til lýðræðis. Því hefur fylgt þróun í átt til jafnréttis allra borg- aranna til áhrifa á meðferð ríkis- valdsins. Ymsar fomeskjulegar leifar af misrétti, sem fylgdi fyrri forrétt- indastéttum, lifa þó enn laumulega góðu lífi og takmarka fyllstu fram- kvæmd lýðræðisins í nútíðinni. Vanþrdað lýðræði á íslandi Við trúum þvi yfirleitt, að hér á landi sé framkvæmt hið fúllkomn- asta lýðræði. Því miður er þetta aðeins að tak- mörkuðu leyti rétt. Brandtex fatnaður (G/bG& \____i________ Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Ýmsar takmarkanir eru og hafa verið á framkvæmd lýðræðisins hér á landi. Yfirleitt era þær eftir- legukindur frá fortíðinni, sem eiga upprana sinn í danska konungsein- veldinu og lögbundnum sérréttind- um, sem það „gaf ‘ okkur. Kosningarétturinn er í orði kveðnu jafn á lögbókum okkar allt frá 1874. Hver kjós- andi hefur eitt atkvæði og aðeins eitt. En í reynd er kosn- ingarétturinn og hefur lengi verið ójafn og í hróplegri mótsögn við lög um eitt atkvæði hvers kjósanda sam- kvæmt jafnréttiskenn- ingu lýðræðisins. Sögulegan uppruna þessa misréttis er að finna í danska kon- ungseinveldinu, sem „gaf‘ okkur stjómar- skrá í sinni mynd árið 1874 án þess að þjóðin eða þingið mótaði efhi hennar eða veitti form- legt samþykki. Sú stjómarskrá takmarkaðist við „hin sérstöku málefni Islands", en landið var skilgreint sem „óaðskilj- anlegur hluti Danaveldis". Þar fylgdu einnig með æði marg- ir aðrir ólýðræðislegir „baggar“. Einn var sá, að löggjafarvald Al- þingis var takmarkað við „sérmál- in“, sem talin vora upp í textanum. Öll önnur mál vora sammál. Attu Islendingar engan hlut að löggjöf um þau heldur urðu þeir að taka við þeim eins og danska þingið sam- þykkti þau, líkt og EES- og EB- ríkin þurfa nú að taka við löggjöf bandalagsins. Annar var sá, að af 36 þingmönn- um skyldu 6 vera „konungkjömir“. Konungur gat þannig dembt einum sjötta þingmanna á þjóðina óspurða. Þar að auki var almennur kosningaréttur takmarkaður við 25 ára aldur, bændur, sem greiddu skatt, kaupstaðar- og þurrabúðar- menn, sem greiddu minnst 8-12 krónur í útsvar á ári, embættis- og lærdómsmenn. Konur höfðu ekki kosningarétt. Kjördæmaskipunin var auk þess verulega brengluð frá sjónarmiði jafnréttisreglu lýðræðis- ins. Þessar takmarkanir á kosninga- réttinum höfðu það í fór með sér, að aðeins 8,8% þjóðarinnar áttu kosn- ingarétt 1874. Með stjómarskrárbreytingu 1915 var konungskjörið afnumið, konur fengu takmarkaðan kosn- ingarétt og kosningaréttur var að öðra leyti rýmkaður. Þetta leiddi til þess, að í kosningunum í október 1916 höfðu 31,7% þjóðarinnar kosn- ingarétt; 1937 57,1%, og í síðustu kosningum 1995 höfðu allir, karlar og konur, 18 ára og eldri með óflekkað mannorð, kosningarétt eða 71,8% þjóðarinnar. Falinn ójöfnuður En í allri þessari þróun til aukins lýðræðis er laumulega falinn mikill ójöfnuður. Þótt hver kjósandi hafi í orði kveðnu aðeins eitt atkvæði við Alþingiskosningar, hefur í kjör- dæmaskipuninni alla tíð verið falinn ójöfnuður. Kjördæmaskipunin tryggði landeigendum, bændum, meira atkvæðavægi en verkamönn- um, dreifbýlisfólki meiri rétt til áhrifa á ríkisvaldið en þéttbýlis- fólki. Ofuratkvæðavægi bændastéttar- innar olli því, að Jónas frá Hriflu lét sér ekki nægja að stuðla að stofnun Alþýðuflokksins heldur líka Fram- sóknarflokksins. Alþýðuflokkurinn skyldi vera fjöldaflokkur í bæjum, þar sem léttvægu atkvæðin vora, en Framsóknarflokkurinn sterkur í dreifbýlinu, þar sem þungavigtar- Við trúum því að hér sé hið fullkomnasta lýð- ræði, segir Hannes Jónsson. Því miður er þetta aðeins að tak- mörkuðu leyti rétt. atkvæðin vora. Sameiginlega var þeim svo ætlað að ná stjórnar- taumunum. Fyrst í stað gengu þessi áform eftir, en síðar fóra flokkamir hvor sinn veg. Grófasta tilraunin til þess að mis- nota atkvæðaójöfnuðinn í kjör- dæmaskipuninni til valdatöku er þó Hræðslubandalag Alþýðuflokks og Framsóknar 1956. Alþýðuflokkur hliðraði til fyrir Framsókn við framboð í dreifbýli en Framsókn fyrir Alþýðuflokki í þéttbýli. Þannig átti að ná völdum og fá meirihluta þingmanna með minni- hluta atkvæða. En þjóðin lét ekki bjóða sér þetta og tók í taumana. Heildsölu atkvæðanna og misréttið, sem stefnt var að, stöðvuðu kjós- endur í fæðingunni. Ekki var þó bundinn endi á ójöfnuð atkvæðavægisins. I kosn- ingunum 1995 hafði kjósandinn á Vestfjörðum og í Norðurlandskjör- dæmi vestra t.d. 3 atkvæði á móti hverju 1 atkvæði kjósandans í Reykjavík og á Reykjanesi. Annað dæmi um furðuverk nú- verandi skipunar er, að 1995 náði 5. þingmaður Vestfjarða kjöri með 648 atkvæðum, 6. þingmaður Suð- urlands með 874 atkvæðum, þótt 9. maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík með yfir 3000 atkvæði næði ekki kjöri! Vanhæfni þingmanna Margoft hefur verið reynt að koma kjördæmaskipuninni í það horf, að jafnréttisregla lýðræðisins væri virt og hver kjósandi hefði í raun og sannleika eitt, og aðeins eitt, atkvæði. Þetta hefur alltaf strandað á andstöðu, þófi og flækjutillögum þeirra þingmanna og flokka, sem nutu ójafnaðarins og óréttlætisins. Þetta skyldi engan undra, af því að þingmenn era eina stéttin, sem samkvæmt eðli máls er vanhæf til þess að afgreiða löggjöf um kosn- ingarétt og kjördæmaskipun á hlut- lægan hátt. Astæðan er sú, að málið snýst að hluta til um þeirra eigin hagsmuni. Þeir byrja alltaf á að reikna út áhrif breytinga á eigin möguleika til þess að halda sínu þingsæti. Ef hugmyndir að nýju kerfi, sama hversu réttlátt það er, fella þá sjálfa frá áframhaldandi þingsetu, era þeir á móti eða reyna að flækja málið og tefja réttlátar breytingar. Þessi vanhæfni endurspeglast nú á bak við tjöldin í sambandi við störf þingnefndar undir forastu Friðriks Sophussonar, sem vinnur að þvi, í samræmi við stefnu ríkis- stjómarinnar, að undirbúa réttlát- ari kosningalöggjöf. Þær fréttir leka nú út úr baksölum, að sérhags- muna-þingmenn beiti nú öllum til- tækum brögðum til þess að fyrir- byggja framkvæmd jafnréttisreglu lýðræðisins, þótt þeir að yfirvarpi þykist fylgjandi réttlæti og jöfnuði. Réttlát en gölluð leið Málið er þó einfalt, ef menn vilja virða reglu lýðræðisins um jafnrétti kjósenda. Augljóslega yrði jafnréttið t.d. tryggt með því að gera landið allt að einu kjördæmi ásamt hlutfalls- kosningum. Þetta hefur þó þann ókost, að flokksræðið ykist stórlega með þeim hættum á spillingu, sem því fylgja. Pólitíska ákvarðanavaldið þjappaðist saman í flokksskrifstof- unum í Reykjavík, þaðan sem bit- lingum yrði úthlutað til flokks- manna sem greiða á móti greiða á kostnað ríkisins. Hættan á þróun frá lýðræði yfir í flokksklíkuræði (oligarchy) með öllum þess ókost- um yrði veraleg. En jafnrétti kjósenda má ná á já- kvæðari hátt, án þess að leggja kjördæmin niður og án þess að inn- leiða flokksklíkuræði, sem fylgja myndi einu kjördæmi alls landsins. Stærðfræði lýðræðisins Tryggja má kjósendum jafnrétti, jafnt vægi atkvæða, og að hver kjósandi hafi eitt, og aðeins eitt, at- kvæði hvar á landinu sem hann býr. Þetta má gera með skýram og gagnsæjum reglum um reiknifor- múlu við ákvörðun tölu þingsæta í hverju kjördæmi. Lögfesta þarf, að við útgáfu kjör- skrár skuli þingmannatala hvers kjördæmis birt. Hagstofunni verði falið að finna þingmannatölu hvers kjördæmis með því að deila tölu þingmanna í kjósendafjöldann á kjörskrá (1995: 191.973 á kjörskrá, deilt með þingmannatölunni 63, út- koman verður jafnaðardeilitalan 3.047, sem síðan er deilt inn í kjós- endur á kjörskrá í hveiju kjör- dæmi). Hefði þessi aðferð verið notuð 1995 hefði útkoman orðið svona (innan sviga núverandi þingmanna- tala): Reykjavík 26 (19) Reykjanes 16 (12), Vesturland.3 (5), Vestfirðir 2 (5), Norðurland eystra 6 (6), Norð- urland vestra 2 (5), Austurland 3 (5), Suðurland 5 (6). Með þessari vinnureglu og reikniformúlu hennar, ásamt af- námi furðufyrirbæra eins og „upp- bótarsæta" og „flakkara", fengist fullt jafnrétti kjósenda, jafn kosn- ingaréttur allra. Þingmannatala hvers kjördæmis fylgdi kjósendum á kjörskrá deilt með jafnaðardeili- tölunni. Gildir einu hvort lands- svæði kjördæmanna yrði óbreytt eða breytt, tölu þingmanna fækkað eða fjölgað, Akureyri, Hafnarfjörð- ur, Keflavík eða Kópavogur gerð að sérstökum kjördæmum og Reykja- vík skipt í 5 kjördæmi, þessi ein- falda reikniformúla mundi alltaf skila jafnrétti kjósendanna væri henni beitt við sömu eða breyttar deilistærðir. Lokaorð Ég hef ekká hirt um að kanna, hvemig þingsæti hefðu skipst niður á flokka 1995, ef framangreindri vinnureglu lýðræðislegs jafnaðar atkvæðisréttar hefði verið beitt. Mér finnst það ekki skipta máli. Með lýðræðinu á að tryggja borg- uranum jafnrétti til áhrifa á með- ferð ríkisvaldsins. Fólk en ekki flokkar á kosningarétt. Mér telst svo til, að það séu a.m.k. liðlega 40 þingmenn, sem meti fulla framkvæmd lýðræðisins svo mikils, að þeir vildu sjá jafn- réttisákvæði lýðræðisskipulagsins framkvæmd við ráðstöfún valdsins í Alþingiskosningum. Á móti era fuÚtrúar úreltra sérhagsmuna for- tíðar, sem meta eigin hag meira en reglur lýðræðisins um jafnrétti til áhrifa á meðferð ríkisvaldsins. Gaman væri að sjá hina liðlega 40 réttlátu þingmenn bijótast út úr höftum flokks og stjórnar, taka saman höndum við lausn málsins sem óformlegur hópur, einangra hina liðlega 20 ójafnaðarmenn úti í homi afturhalds og ójafnaðar, og flytja sem sjálfstæðir og óháðir þingmenn, engum háðir nema sam- visku sinni, tillögu til breytinga á kosningarétti og kjördæmaskipun, sem tryggja mundi öllum kjósend- um jafnan kosningarétt. Ef viljinn er fyrir hendi, yrði þetta létt og gott verk. Höfundur er félagsfræðingur og fyrrverandi sendiherra. Brúðhjón Allur boróbiínaóur GIæsiIeg gjafavara Briíóhjónalistar /{(v i/ //''AXxvvV VERSLUN1N Lniigitvegi 52, s. 562 4244. Hannes Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.