Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 49 FOLK í FRÉTTUM áhrifamikla mynd. Leonardo DiCa- prio sprakk út. Ahorfendur þyrsti í tregablandna ástarsögu. Myndin var byggð á sögulegum atburði þannig að veruleikinn var alltaf ná- lægur þótt eflaust hafi verið skáldað í eyðurnar. Svo spilaði hún á tilfinn- ingar áhorfenda án þess að fara yfir strikið." Bruckheimer lygnir aftur augunum. „Að hala inn 1,6 milljarða dollara," segir hann svo dreyminn og andvarpar. „Engin mynd hefur nokkum tíma náð svo miklum vin- sældum. Það var búið til nýtt tak- mark sem er frábært og hefur áhrif á alla þá sem eru í þessum iðnaði." Verða stórmyndir þá ekki ofan á á kostnað ódýrari mynda? „Nei, það eru svo mörg kvik- myndaver sem hagnast á þessu og þau munu vilja taka áhættu. Þá á ég við með óþekktum leikstjórum og ódýrum myndum því þau vilja dreifa áhættunni. Ég get fullvissað þig um það að öll kvikmyndaver vilja frekar gera tíu myndir fyrir 20 miiljónir dollara en eina fyrir 200 milljónir dollara. Ef tvær myndir sem kosta 20 milljónir dala ganga upp þá eru þau í góðum málum. Ef mynd sem kostar 200 milljónir fær enga aðsókn eru þau gjaldþrota." Myndir sem enginn annar vill gera Hver er uppskriftin á bakvið vin- sælar myndir? „Þegar við gerðum Top Gun héldu allir að við værum gengnir af göflunum. Engin flughersmynd hafði náð vinsældum í 20 til 30 ár og framhaldsþættir sem gerðust í flug- hernum voru teknar af dagskrá vegna lélegs áhorfs. En það var einmitt ástæðan fyrir því að við vildum gera myndina. Þegar við settum Eddie Murphy í aðalhlutverk í Beverly Hills Cop sögðu allir að það myndi aldrei ganga upp. Enginn svartur maður hefði getað borið uppi svona dýra mynd. Sá sem hefði komist næst þvi hefði verið Richard Pryor sem hefði náð inn 15 til 20 milljónum dollara. Það nægði ekki upp í kostnað við Beverly Hills Cop. skríður LIV Tyler lét það ekki koma sér úr jafnvægi þótt hún væri umvafin karlmönnum í forsýningarveislunni í Cannes. Hélt ég myndi fá hjartaáfall LIV Tyler brosir „Hvernig dettur ykkur þetta í hug!?“ vorum við spurðir. Einmitt þess vegna gerðum við alvöru úr þvi. Maður verður alltaf að gera eitthvað nýtt - alltaf. Ef enginn vill snerta á tilteknu efni má bóka að ég geri það.“ Ert þú einn af valdamestu mönn- um í Hollywood? „Ég er það ekki. Þeir sem borga brúsann hafa völdin en ekki ég. Eg hef betri möguleika en margur ann- ar á fjármögnun vegna þess að mér hefur gengið vel. En ég hef ekkert bolmagn á við þá sem reka kvik- myndaverin." Við svo búið er klappað á öxlina á þessum vinsæla framleiðanda sem hefur bjargað heiminum í fleiri en einni kvikmynd og hann er leiddur eins og skólakrakki að næsta borði. Þetta er maðurinn sem sagði eitt sinn við blaðamann um sitt starf: „Við erum í flutningabransanum. Við flytjum fólk frá einum stað til annars.“ En ætli það hafi hvarflað að hon- um þá að ferðinni væri heitið á loft- stein og framtíð jarðarinnar væri í húfi...? Nú er faðir þinn frægur söngvari. Ert þú tónlistar- lega sinnuð og hvað er í upp- áhaldi hjá þér? „Ég hef alltaf haft afskap- lega mikinn áhuga á tónlist. Ég elska tónlist - allar tón- listarstefnur. Þegar ég var krakki voru plötur með Iggy Pop og Mini Pops í uppá- haldi hjá mér. Sú síðar- nefnda var með litlum krökkum sem fluttu titillög af plötum og það var ótrú- legt[!] - á umslaginu var kannski fimm ára krakki með rauðar glansandi varir eins og Debbie Harry og ég sat löngum stundum og horfði á myndina. Svo klæddi ég mig upp í kjól og dansaði um húsið við Village People.“ Hvað fannst þér um tón- list foður þíns? „Ég hafði aldrei hlustað á hana þegar við hittumst í fyi-sta skipti. En eftir það fór ég beint út í búð og keypti allar plöturnar með honum.“ Gætirðu hugsað þér að snúa þér að tónlist? „Móðir mín var söngkona og tróð upp á skemmtistöð- um. Og alla mína ævi stóð ég í þeirri trú að ég yrði söng- kona eins og hún.“ Ertu söngkona? Nei, ég hef aldrei sungið opinberlega. Ég myndi ör- ugglega missa röddina og það myndi ekkert heyrast í mér. Ég yrði svo hrædd. Ég fékk hjartaáfall á blaða- mannafundinum í gær. Mér leið ágætlega á meðan ég sat og brosti. En um leið og ég var spurð að einhverju hoppaði hjartað á mér bók- staflega út úr líkamanum og ég gat ekki myndað setn- ingu. Það var mjög skrýtið." Komstu aldrei fram á blaðamannafundum þegar þú kynntir myndina „Steal- ingBeauty“? „Nei, Bernardo [Ber- tolucci] fékk allar spurning- arnar. Ég held ég verði að skrifa næst niður spurning- amar og lesa þær því ég get ómögulega munað þær,“ segir hún með skelfíngar- svip. „Sem betur fer var Bruee [Willis] á staðnum og gat svarað flestum spurning- unum.“ Hvernig er að lifa og hrærast í sviðsljósinu? „Það er misjafnt eftir tímabilum. Cannes! Það er alveg einstakt að vera hér. Þegar ég kem heim verður þetta allt öðruvísi. Mér finnst tilfinningin góð en á úr púpunni hún í sjö myndum og á þessu ári er hún orðuð við hvorki fleiri né færri en fimm kvikmyndir. „Ég er eiginlega að kafna í hái’spreyi frá því í gær- kvöldi,“ segir hún og lyktar af hárinu á sér. „Ekki horfa,“ bætir hún við og hlær. „Það var gleðskapur í gæmótt til fjögur þegar ég skreið upp í rúm. Og þegar ég vaknaði í morgun gat ég varla staðið í fætuma. Ég hafði staupað mig of mikið og maskarinn lak niður á kinnar. Svo kom kona inn til mín, málaði andlitið á mér og gerði mig slarkfæra.“ Var ég hræðileg? Afhverju ákvaðstu að leika í Armageddon? „Þetta er góð spurning,“ svarai’ hún hugsi. „Það sem gerði útslagið vai’ að ég heyrði að Steve Buscemi, Billy Bob Thornton og Ben [Affleck] yrðu í myndinni. Umfram allt langaði mig til að vinna með þessum leikur- um. Svo var ég forvitinn. Ég vissi að mér ættu eftir að bjóðast svona hlutverk og vildi vita hvernig reynsla það yrði. Við skemmtum okkur mjög vel svo ég er fegin að ég sló til.“ Hún verður allt í einu á svipinn eins og stelpa sem klagar sessunaut sinn fyrir að toga í flétturnar á sér: „Ég hef ekki séð myndina ennþá en ég heyrði að allh- hefðu hleg- ið þegar ég kvaddi [föður sinn, Bruce Willis, í lok myndarinnar]. Af hverju - var ég hræðileg?" Atriðið er fulllangt. „Er það of væmið?“ Já, sérstaklega þegar Bruce Willis fer að tala um að afí þinn hefði alltaf sagt að fólk ætti að eignast börn svo þau gætu séð rósirnar springa út á sumrin. „Og ég hrópa: „Pabbi!!!!!“„ [Atriðið var í myndinni þeg- ar hún var sýnd í Cannes en var klippt út úr endanlegri útgáfu - blaðamenn í Cannes gerðu hróp að myndinni og leikurunum þegar þessi setning kom fyrir.] , Ai hverju ertu að sussa á mig með fingrinum?" spyr Liv Tyler skyndilega mann situr á næsta borði. „Var ég því?“ spyr hann forviða. „Eg hélt það,“ heldur hún áfram og skellir upp úr. „Myndi ég voga mér,“ segir hann og stekkur ekki bros á vör. „Ég held ekki.“ Eg hef heyrt að Michael [Bay] hafi þurft að ganga á eftir þér til að fá þig í mynd- ina. „Ég veit ekki hvort ég má ræða þetta,“ segir hún áhyggjufull. Ef ég hef lesið þetta þá hlýtur það að vera leyfilegt. „Ætli það ekki,“ segir hún hikandi. „I fyrstu vildi ég ekki taka hlutverkið að mér. Raunar var mjög skrýtið að mér skyldi vera boðið það strax því stundum mætir maður á staðinn og rekst á ótal aðra leikara sem sækj- ast eftir sama hlutverki. En þegar ég gekk inn á skrif- stofu Jerrys [Bruckheimer] vissi ég ekkert um myndina. Skrifborðið hans nær eins og héðan [af svölunum á Hotel Du Cap-hótelinu í Cannes] og út í sundlaug og hann er með fullt af pennum sem er settlega raðað á borðið og hver þeirra kostar áreiðanlega milljón dollara [60 milljónir króna]. Ég gekk inn, við ræddum málin og ég fékk tilboð um hlut- verk daginn eftir. Ég hafði verið í ársleyfi frá kvikmyndum og var því ekki alveg viss um hvað ég vildi. Ég vissi að það væri ár í myndina sem ég var að ljúka við, Eugene Onegin, og þurfti að finna mér eitt- hvað að gera fram að því. Til að byrja með hafði ég slæma tilfinningu fyrir myndinnni - ég veit ekki alveg af hverju. En Michael hringdi stöðugt í mig. sagðist vera að skrifa betra hlutverkið og um leið og ég heyrði hverjir yrðu í myndinni sagði ég: „Já!“.“ Vannstu þá með honum að því aðþróa hlutverkið? „Já, svolítið. En við gerð- um það líka þegar tökur fóru fram. Handritið var ágæt- lega unnið. Ég þurfti aðeins að fínpússa textann en mað- ur gerir það alltaf til að tungutakið verði manni tamt.“ LEIKKONAN Liv Tyler er 22 ára en hefur engu að síð- ur náð fótfestu í kvikmyndum - fyrir löngu síðan. Hún var aðeins 17 ára þegar hún fékk hlutverk í mynd Bruce Beresford „Silent Fall“ og á sama tíma fékk hún hlutverk í mynd James Mangold „Heavy“. Sá síðarnefndi ákvað að bíða með tökur á myndinni í í kveðjuskyni. ár þangað til Tyler losnaði. Hún er dóttir Steve Tyler úr Aerosmith og Bebe Buell, fyrrverandi fyrirsætu sem var m.a. leikfang mánaðar- ins í Playboy og lék í mynd- inni „Milo, Death of a Supermodel". Liv var alin upp í þeirri trú að rokkstjarnan Todd Rundgren væri faðir hennar. En snemma fór Steve Tyler að koma í heimsókn og Liv tók eftir því að dóttir hans Mia líktist henni svo mikið að þær hefðu getað verið tví- burar. Sem varð til þess að hana fór að gruna ýmislegt og fékk hún móður sína til að leysa frá skjóðunni. Þeg- ar hún var 12 ára hafði hún tekið upp eftirnafn fóður síns. Liv Tyler flutti 14 ára til New York ásamt móður sinni og reyndi til að byrja með fyrir sér sem fyrirsæta. Hún fékk leið á því þrátt fyrir ágætis árangur og sneri sér að kvikmyndum. Á tímabilinu 1993 til 1997 lék sama tíma líður mér vand- ræðalega. Ég fór t.d. í kjól og háhæla skó í gærkvöldi og mér leið alls ekki vel. Líklega vegna þess að ég er ekki vön að klæða mig svona. Og ég þurfti að taka þessi litlu skref...“ En er þetta ekki það sem líf kvikmyndastjörnu snýst um? „Líklega er þetta hluti af því. Ég veit ekki hver bjó til þá reglu en þetta snýst vissulega um hárgreiðslu, förðun og viðhald svo klukkutímum skipth’." Vildi taka út þroska Nú ert þú eftirsótt fyrir- sæta, - lítur þú svo á að þú sért falleg? „Finnst þér þú vera fal- legur?“ spyr Liv Tyler blaðamann. „Ég held að engum finnist hann vera fal- legur. Ég lít ekki í spegil og hugsa: „Vá! Rosaleg skutla!“ Þegar maður lítur í spegil sér maður allar bólurnar og baugana undir augunum. Eg held að fegurð sé hugará- stand. Ef manni líður stór- kostlega þá hefur maður út- geislun og telst fallegur.“ Hvernig finnst þérþegar myndavélin eltir þig og dáist að þér eins og var tilfellið í Stealing Beauty? „Ég ætla ekki að deila við Bemardo [Bertolucci] um það hvernig hann myndar mig,“ hrópar hún og hlær. „Það eina sem ég segi er: „Já!“ En þetta var stór þátt- ur í myndinni - hvernig horft var á hana.“ Er það yfírþyrmandi? „Það veltur á kringum- stæðunum - stundum og stundum ekki. Það er eins með þögnina. Stundum er erfiðara að þegja en að flytja langar einræður.“ Hvort er crfiðara að vera ljósmynduð eða kvikmynd- uð? „Líklega að vera ljós- mynduð vegna þess að mað- ur er meira meðvitaður um það. I kvikmyndum á maður ekki að taka eftir myndavél- inni; láta sem hún sé ekki tíl. Og á endanum tekst það.“ Hvemig líst þér að að vinna með Robert Altman að næstu mynd? „I’m so Excited,“ syngur hún úr frægu lagi og greini- legt að hún hefur erft eitt- hvað af tónlistargáfu for- eldra sinna. Allir snúa sér við í salnum og blaðamaður flýtir sér að koma með næstu spurningu: Af hverju tókstu þér árs- leyfi? „Vegna þess að mig lang- aði til að vera með Joaquin [Phoenix] og ég hafði verið undir miklu álagi. Ég átti ekki íbúð á þeim tíma og var með allar eigur mínar í geymslu og mig langaði til að eignast mitt fyrsta heim- ili. Ég hafði aldrei búið ein áður. Ég gerði allt í senn, fann mér íbúð og fékk mér sjónvarp og jólatré daginn fyrir aðfangadag og svo átt- um við Joaquin rómantíska stund saman yfir hátíðarnar. Mig langaði til að byggja mér lítið hreiður." Hvað fínnst þér um ferða- lögin sem fylgja kvikmynd- um? Líður þér vel á faralds- fæti eða þarftu að eiga þér fastan samastað? „Það verður að vera jafn- vægi þar á milli. Maður get- ur ekki gefið af sér nema maður hafi eitthvað að gefa. Þess vegna tók ég mér leyfi. Ég var nýorðin 19 ára og mér fannst sem ég hefði leikið stúlku í öllum mínum myndum. Ég þurfti að... [hvíslar hásri röddu] verða fiðrildi. Ég vildi taka út þroska svo ég gæti valið um fjölbreyttari hlutverk og upplifað eitthvað upp á eigin spýtur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.