Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 21 FRÉTTIR Athugasemd frá framkvæmda stjórn Ferðamálaráðs í FRAMHALDI af vandræðum ferðafólks á Vatnajökli og ummæl- um framkvæmdastjóra Jöklaferða vegna þess vill framkvæmdastjóm Ferðamálaráðs koma eftirfarandi á framfæri: „Oryggismál eru mjög mikil- vægur þáttur í allri ferðaþjón- ustu. Gífurleg áhersla hefur verið lögð á að tryggja þennan gæða- þátt í atvinnugreininni um allan heim. Af hálfu yfirvalda hafa verið settar reglur sem miða að því að auka öryggi fólks á ferðalögum. Má þar minna á reglur um flutn- inga fólks með flugvélum, bílum og skipum svo eitthvað sé nefnt svo og strangt opinbert eftirlit með ferða- skrifstofum, fólksflutningatækjum, gististöðum, veitingahúsum o.fl. o.fl. Þá hefur verið lögð mikil áhersla á að auka allt upplýsingastreymi til ferðafólks og ferðaskipuleggjenda og í því sambandi má nefna starf Veðurstofu og Vegagerðar þar sem gefnar eru út upplýsingar um veð- ur og færð á ýmsum ferðamanna- stöðum og dreift á textavarpi auk þess sem upplýsingarnar eru að- gengilegar í síma á íslensku og ensku. Ferðaþjónusta á Islandi nýtur að því leyti nokkurrar sérstöðu að hér eru ferðir skipulagðar um víðáttur sem eru að mestu ósnortnar af manna völdum og er það hluti af aðdráttarafli Islands og stefnu í ferðamálum þjóðarinnar að varð- veita slíkar víðáttur. Ferðir um óbyggðir, virk eldgosabelti og um jökla, þar sem veðrabrigði eru snögg og aðstæður slíkar að fyllstu aðgæslu er þörf, leggja því mikla ábyrgð á herðar þeim sem ferðirn- ar skipuleggja og krefjast einnig mikillar aðgæðslu ferðamannanna sjálfra. Setning frekari reglugerða er eðlilega á valdi hlutaðeigandi ráðu- neyta, en um það má eðlilega alltaf deila hve langt stjómvöld eiga að ganga í að setja lög og reglur um atvinnustarfsemi og hvort fyrir- tækjum sé greiði gerður með vax- andi forsjárhyggju. Umræðan hef- ur reyndar oftar snúið að því að draga bæri úr eftirlitshlutverki ríkisins með atvinnurekstri, en auka ábyrgð fyrirtækjanna á eigin eftirliti og starfsreglum. Það er ljóst að stjórnendur ferðaþjón- ustufyrirtækja eða einstaklingar firra sig aldrei ábyrgð með því að vísa til þess að strangari reglur skorti. Rétt er að vekja athygli á því að engar reglur stjómvalda banna flugrekendum að flytja fólk vegna veðurs. Það eru reglur flugrekenda sjálfra sem taka mið af veðurspám Veðurstofu. Engar reglur stjóm- valda banna sjófarendum að flytja fólk vegna veðurs. Það er háð mati skipstjórnanda byggt á veðurspám. Engar reglur banna bifreiðaeig- endum að flytja fólk í vondum veðram. Það er á sama hátt mat stjórnenda byggt á veðri og veður- spá. Flest fyrirtæki, sem starfa á framangreindum sviðum, hafa sett sér sínar reglur og staðla sem fylgt er. Vegna ummæla Tryggva Arna- sonar, framkvæmdastjóra Jökla- ferða, í kjölfar umræddrar leitar, vill stjóm Ferðamálaráðs að eftir- farandi komi fram: Sumarið 1995 lenti hópur frá fyr- irtækinu í vandræðum í vondu veðri og sagði Tryggvi þá í viðtali við Mbl. að Veðurstofan hefði ekki spáð því veðri sem varð og segir að hann muni í framhaldinu leita eftir samningum við Veðurstofuna um sérstakar spár fyrir starfssvæði sitt á Vatnajökli. Nú tæplega þrem áram seinna lendir hópur frá sama fyrirtæki í vandræðum vegna veðurs eftir að Veðurstofan sendi út sérstaka við- vöran um slæmt veður á fjöllum og heiðum. Samt tekur framkvæmdastjór- inn þá ákvörðun að senda umrædd- an hóp þrátt fyrir áðumefnda við- vöran. Framkvæmdastjóri Jöklaferða hefur í fjölmiðlaviðtölum nú í júlí rædd um nauðsyn þess að stjórn- völd settu atvinnustarfsemi hans strangari reglur. Engar reglur stjórnvalda hefðu komið í veg fyrir óhapp Jöklaferða nema að í gildi hefði verið heimild til að stöðva rekstur fyrirtækisins í kjölfar at- burðanna sumarið 1995. Framkvæmdastjóri Jöklaferða getur ekki varpað ábyrgð á stjóm- völd í kjölfar óhapps og óskað eftir strangari reglum um atvinnurekst- ur sinn. Það var ákvörðun fram- kvæmdastjórans að fara umrædda ferð þrátt fyrir veðurspá Veðurstof- unnar, þótt hann hefði áður kvartað undan skorti á viðvörun frá sömu stofnun. Framkvæmdastjórinn virð- ist því vera að firra sig ábyrgð, sem eðli málsins samkvæmt hvílir á hon- um sem rekstraraðila. Honum ber því að endurskoða starfsemi fyrir- tækisins og setja því strangari innri reglur og eftirlit. Þá er rétt að benda á að þrátt fyrir ummæli Tryggva Árnasonar um nauðsyn þess að stjórnvöld setji þessari starfsemi strangari reglur hefur fyrirtækið Jöklaferðir ekki sótt um leyfi til reksturs ferðaski-ifstofu eins og því ber þó samkvæmt núgildandi lögum um skipulag ferðamála. Það getur ekki talist trúverðugt að tala um skort á reglum og kjósa svo að fara ekki eftir þeim lögum sem þó gilda um umrædda starf- semi. BALEÍ BALENO Sjálfskipting kostar 100.000 aukalega ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • aflmiklar vélar • samlæsingar rafmagn í rúðum og speglum • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hfv Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. ísafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. SWIFT BALENO VITARA GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.000 KR. 1,3GL 3d 1.140.000 KR. JLX SE 3d 1.580.000 KR. GR,VITARA2,0L 2.179.000 KR. GLX 5d 1.020.000 KR. l,3GL4d 1.265.000 KR. l,6GLX4d 1.340.000 KR. 1,6 GLX4x4 4d 1.495.000 KR. l,6GLXWAGON 1.445.000 KR. WAGON 4x4 1.595.000 KR. JLX SE 5d 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 aukalega GR.VITARA 2,5 LV6 2.589.000 KR. Sjálfskipting kostar 150.000 aukalega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.