Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigurbergur Pálsson fæddist að Rauðabergi á Mýrum í Homafirði 11. nóv. 1910. Hann lést á Dvalar- og hjúki'unarheimilinu Kumbaravogi hinn 6. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans vom Pálina Daní- elsdóttir, f. 1. des. 1884 á Viðborði í Homafirði, d. 1985, og Páll Bergsson, f. 16. des. 1862 ÍBorg- arhöfn í Suðursveit, d. 1946. Systkini Sigurbergs em: 1) Daníel Skafti, f. 20. sept. 1915, kvæntur Þuríði Egilsdótt- ur. 2) Magnús Guðjón, f. lí. des. 1918, d. 14. maí 1919. 3) Þóra Guðrún, f. 21. sept. 1926, gift Sæmundi G. Pálssyni, d. 1990. Hinn 11. nóv. 1935 kvæntist Sigurbergur Ingunni Kristrúnu Grímsdóttur, f. 20. maí 1905. á Kirkjubóli í Kirhjubólshreppi í Strandasýslu, d. 11. júní 1975. Börn þeirra em: 1) Sigríður, f. 12. mars 1937, maki Bjöm Páls- son, þeirra börn em: a) Sigur- bergur, f. 24. sept. 1956, b) Bima Hugrún, f. 27. sept. 1957, c) Steinn Logi, f. 1. sept. 1959. 2) Pálína Þórdís, f. 9. des. 1940., maki Stefán Kjartansson, þeirra börn era: a) Ingunn Kristrún, f. 21. júní 1961, b) Ragnheiður Elín, f. 6. júní 1968. 3) Bára, f. 7. jan. 1943, maki Ragnar Leví Jónsson, þeirra börn era: a) Ingibergur, f. 16. okt. 1961, b) Sóley, f. 22. júlí 1965, c) Bogey, f. 2. maí 1969. Barnabarnabörnin eru 17 og Sigurbergur ólst upp á Rauða- bergi í mikilli fátækt eins og svo margir aðrir í þá daga. Skólaganga hans varð ekki löng og þurfti oft að fara langar leiðir til að sækja kennslu. 15 ára gamall fer hann í vegavinnu í Hróarstungu snemma vors og er þar til seint um haustið. Þar með byrjar hann að afla fjár til heimilisins. Veturinn eftir mun hann hafa verið við bát frá Seyðisfirði, sem gerður var út frá Höfn og sum- arið eftir fer hann aftur í vegavinnu. 17 ára gamall hélt hann fótgangandi til Keflavíkur þar sem hann réð sig sem sjómann á mótorbát. Útgerðar- maður bátsins sagði honum að ef hann stæði sig vel skyldi hann borga honum 600 kr. fyrir vertíðina og það fékk hann og þótti gott. Það mun hafa þurft bæði kjark og áræði til að ráðast í það af unglingi að fara gangandi frá Hornafirði til Suður- nesja, en hvorugt mun hann hafa skort, hvorki þá né síðar. Hann fór á stað í fylgd með landpósti yfir vötn- in og mun hafa haft hans samfylgd út á Síðu. Þar komst hann í fylgd fleiri manna sem voru einnig á fór- um til Suðumesja á vertíð. Þeir komu að kvöldi dags að bænum Kerlingardal eftir mikla hraknings- ferð vegna veðurs yfir Mýrdalssand og Höfðabrekkuheiði. Hann mun hafa verið verst staddur af þeim fé- lögum, hafði hvorki hlífðarfót né þurr föt til skiptanna. Samferða- menn hans báðu þá húsbændur í Kerlingardal að annast hann og senda til baka með næstu póstferð, en þeir héldu svo áfram til Víkur. Þetta kvöld voru föt hans þurrkuð í Kerlingardal og morguninn eftir rís hann snemma úr rekkju eins og hans var vani og er kominn til Víkur áður en samferðamenn hans fóru þaðan. Var ekki á það minnst eftir það að senda hann til baka. Þessi ár sem hér eru nefnd og nokkur fleiri fara allir peningar sem hann vinnur inn til hans fátæka heimilis á Rauða- bergi, fyrst til kaupa á parti í jörð- inni og síðan til byggingar húsnæðis yfir bústofn. Hann stundaði ýmsa vinnu sunn- anlands fyrstu árin þ.á m. sjó- mennsku, akstur og vegavinnu. Tvítugur að aldri varð hann vega- eitt barnabarna- barnabarn. Sigurbergur fór ungur að heiman. Hann starfaði fyrst við sjósókn og vegavinnu og var vegavinnuverk- sljóri víða um land- ið. Hann var síðan vörabflsljóri í mörg ár á eigin bfl. Síðar fékk hann ásamt Sigurði Snæland Grímssyni sérleyfið Áætlunarbflar Mos- fellssveitar og sam- an ráku þeir það í mörg ár. Þeir eignuðust marga hópferðabfla og stórt verkstæði á Lágafelli í Mosfellssveit. Árið 1954 skiptu þeir upp rekstrinum, en höfðu um það leyti keypt Bflabúð (Haraldar Sveinbjörnssonar) á Hverfisgötu 108. Skiptin vora þannig að Sigurður Snæland tók yfir sérleyfið og hópferðirn- ar ásamt tilheyrandi bflaflota, en Sigurbergur verkstæðið og verslunina sem hann nefndi Bflavörabúðina Fjöðrina. Sigur- bergur flytur sfðan verslunina að Laugavegi 168 og þar byrjar hann einnig með smfði og und- irsetningar á pústkerfum í bif- reiðar. Árið 1972 flytur hann fyrirtækið í Skeifuna 2, en þar hafði hann byggt stórt verslun- arhúsnæði. Sigurbergur rak fyrirtæki sitt allt til ársins 1988 en þá tók fjölskylda hans við rekstrinum. Sigurbergur verður jarð- sunginn frá Áskirkju á morgun, mánudaginn 20. júlí, og hefst athöfnin klukkan 15. vinnuverkstjóri og vann við vega- gerð víða um land, t.d. á Holtavörðu- heiði, Siglufjarðarskarði, á Strönd- um og víðar. Hann kynntist konu sinni Ingunni Kristrúnu Grímsdóttur ættaðri frá Kirkjubóli í Strandasýslu þegar hann var við vegagerð á Holtavörðu- heiði, en hún var þá ráðskona þar. Þau giftu sig 11. nóv. 1935. Eignuð- ust þau 3 dætur, Sigríði f. 12. mars 1937, Pálínu f. 9. des. 1940, og Báru f. 7. jan. 1943. Á stríðsárunum eignast hann vörubifreið sem hann gerði út á eig- in vegum. Voru þá mikil verkefni við flugvallargerð og aðrar fram- kvæmdir á vegum Breta vegna striðsástands sem þá var í Evrópu. Sigurbergur fer út í rekstur rútu- bíla ásamt Sigurði Snæland Gríms- syni og höfðu þeir sérleyfi fyrir áætlunarbíla Mosfellssveitar sem í þá daga var erfiðari leið en nú er, einnig ráku þeir bílaverkstæði á Lágafelli í Mosfellssveit. Árið 1954 kaupa þeir bílabúð á Hverfisgötu 108, en upp úr því skipta þeir fyrir- tækinu þannig að Sigurbergur fær bílabúðina og verkstæðið, en Sigurð- ur Snæland rútumar, sérleyfið og hópferðirnar. í fyrstu verslaði hann með fjaðrir og ýmsar smávörur og þá verður til Bílavörubúðin Fjöðrin. Hann fer út í að láta smíða púströra- beygjuvél, sem líklega er fyrsta vél- in sinnar tegundar sem tekin er í notkun hér á landi og var hún á Lágafelli. Sigurbergur var fram- sýnn maður og þarna sá hann fyrir að mundu verða arðvænleg viðskipti sem og reyndist rétt. Seinna fer hann út í að láta smíða stærri og fljótvirkari rörabeygjuvél sem hann notaði síðan til framleiðslu á púströrum og var hún í notkun allt til ársins 1997. Hann fer einnig út í innflutning á pústkerfum og er þá Fjöðrin flutt í stærra húsnæði að Laugavaegi 168. Þar setur hann upp sérhæfða þjónustu við smíði og und- irsetningar á pústkerfum í bifreiðar og framleiðslu á fjaðraklemmum. Árið 1972 flytur hann fyrirtækið í nýtt og stærra húsnæði í Skeifunni 2 sem hann hafði sjálfur látið byggja, þar sem innflutningur á bílavara- hlutum hafði aukist verulega. Nokkrum árum áður hafði hann keypt húsnæði að Grensásvegi 5 undir framleiðsluna. Þar byrjar hann með vísi að hljóðkútafram- leiðslu sem stækkar um sig og kaup- ir hann þá húsnæði í Skeifunni 6 og er hljóðkútasmíðin þá flutt þangað. Vélakostur fyrir þessa framleiðslu var mjög sérhæfður og hafði hann þá oft mikla útsjónarsemi til að láta smíða og kaupa vélar sem hentuðu til þessarar notkunar. Hinn 11. júní 1975 deyr Ingunn og var það mikill missir fyrir hann. Hún hafði staðið þétt við hlið hans í gegnum þykkt og þunnt, því fyrstu hjúskaparár þeirra var mikil fátækt og kreppa í landinu og mikið at- vinnuleysi. Dætur þeirra voru því aldar upp við ráðdeild og sparsemi og hafa sýnt það með góðum rekstri fyrirtækisins sem þær tóku við 1988. Ég fór að vinna hjá Sigurbergi fyrir rúmum 30 árum við framleiðslu á pústkerfum og áttum við í því sam- starfi í rúm 20 ár. Hann reyndist mér alla tíð mjög vel, þó ekki værum við ætíð sammála um hlutina. Gekk hann ávallt heill til leiks og sagði umbúðalaust sína meiningu því hann var skapmikill og hafði mjög ákveðnar skoðanir. Fyrir allmörgum árum flutti hann alfarið til Kaupmannahafnar og bjó þar þangað til hann missti heilsuna. Sigurbergur hafði þó alla tíð verið mjög heilsugóður. Hann hafði mik- inn dugnað og metnað til allra verka og gekk í öll störf af miklum krafti. Hann var árrissull maður og oft bú- inn að áorka miklu áður en aðrir risu úr rekkju. Mikill ferðagarpur var tengdafaðir minn og eftir að hann fluttist til Danmerkur var hann boðinn og búinn að keyra gesti frá Islandi og sýna þeim áhugaverða staði. Það vildi þannig til að fyrir rúmum tveimur árum fylgdi ég hon- um heim síðustu ferðina frá Kaup- mannahöfn. Hann var þá orðinn sjúkur maður, löngu ferðalagi var lokið og við tók síðasta biðin sem svo margir verða að ganga í gegnum. Síðustu tvö árin dvaldist hann á Kumbaravogi á Stokkseyri við góða umönnun starfsfólksins þar. Lífið hafði að mörgu leyti leikið við hann, þrátt fyrir mikla fátækt í æsku. Hann eignaðist góða konu, dæturnar urðu fyrirmyndarfólk og hafa eignast marga afkomendur sem allt er dugmikið fólk. Ég kveð tengdafóður minn með þakklæti fyr- ir allt það sem hann gerði fyrir mig og fjölskyldu mína. Ragnar Leví Jónsson. Jæja, þá hefur afi yfirgefið okkm- eftir stutta sjúkralegu. Ein fyrsta minningin af afa eru jólin sem voru haldin hjá ömmu og afa. Öll fyrstu jólin sem ég man eftir voru haldin hjá afa og ömmu og mættu öll þeirra börn og barnabörn eða alls 16 manns og var þetta því mjög eftir- minnilegt. Þessari hefð var hætt tveimur árum áður en amma dó. Ég man greinilega að það tók mig nokkum tíma að finnast aftur til jól- anna koma. Eftir grunnskóla byrjaði ég í raf- eindavirkjun og var í sumarvinnu hjá afa mínum í Fjöðrinni. Þetta hefur verið árið 1978. Eftir að hafa lært undirstöðuatriði í stafrænum rafeindarásum ákvað ég að athuga hvort „teorían" virkaði. Ég hannaði því einfalda stýringu á beygjuvélina sem beygði öll fjöldaframleiddu púströr sem voru seld í Fjöðrinni og prófaði þessa stýringu helgi eina. Afi sá að það var eitthvert líf í fram- leiðslufyrirtæki sínu. Hann var þarna oft um helgar og á kvöldin. Hann kom mér því að óvörum þama á meðan ég var að athuga hvort þetta væri nýtilegt sem að ég lærði í Iðnskólanum. Ég átti helst von á skömmum og átti ekki von á því að þessu tiltæki mínu yrði vel tekið. En því var öðra nær. Hann varð mjög spenntur yfir því hvað væri hægt að gera með nýrri tækni og var ég beð- inn að halda áfram með þetta. Þetta varð á endanum til þess að stafræn stýring var sett á beygjuvélina og var það meira því að þakka að hann var ótrúlega opinn fyrir nýjungum en fikti námsmanns í rafeindavirkj- un. Það segir mikið um hann að hann stóð 100% á bak við það sem hann trúði á án tillits til hvað aðrir myndu hugsa og segja. Ég hóf nám í Danmörku árið 1982. Afi sem átti mikil viðskipti við hin ýmsu fyrirtæki í Danmörku og ferðaðist oft fram og til baka til Danmerkur á þessum tíma tók það að sér að hjálpa mér að komast inn í danska þjóðfélagið. Við fórum af stað með SAS-flugvél þar sem afa fannst betri þjónusta hjá þeim en hjá Flugleiðum. Við ferðuðumst saman um Danmörku í u.þ.b. viku áður en ég tók við íbúðinni í stúd- entagarðinum. Við ferðuðumst sam- an um stóran hluta Danmerkur og sáum helstu ferðamannastaði. Einnig komum við við hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sem hann versl- aði við og tók ég eftir því hvað hann hafði gott samband við fólkið sem hann verslaði við og að hann naut mikillar virðingar. Seinna, er ég var orðinn nokkuð góður í dönskunni, notaði hann mig stundum til að hjálpa sér þegar hann var í verslun- arleiðöngram í Danmörku, bæði þegar hann var að kaupa vörur til endursölu og þegar hann var að kaupa vélar og áhöld fyrir púströra- framleiðsluna í Fjöðrinni. Hann var mjög gestrisinn og hafði mikla ánægju af að sýna gestum sín- um allt það sem hann þekkti. Við Gitte bjuggum hjá honum í u.þ.b. einn mánuð áður en okkur lánaðist að fá íbúð í Kaupmannahöfn þegar við fluttum þangað. Hann hafði mjög gott úthald og gat byrjað að ferðast snemma um morguninn eins og hann mundi orða það, við venju- legt fólk mundum jafnvel kalla það að fara af stað um miðja nótt. Fór hann oft af stað á milli fjögur og fimm á morgnana. Hann ferðaðist mikið um á bíl og fannst honum gaman að keyra og gat keyrt heilan dag án hvíldar. Ein ferð með afa mínum er mér mjög minnisstæð. Það var í eitt skiptið sem að ég var í heimsókn hjá foreldram mínum ásamt Gitte unn- ustu minni sem ekki löngu seinna varð konan mín. Við ákváðum ásamt afa að fara í bíltúr einn sunnudag. Eftir samninga við afa ákváðum við að fara af stað kl. 8 að morgni. Hann varð ekki ánægður að þurfa að fara af stað svona á miðjum degi, en mér varð ekki haggað þar sem okkur var boðið í samkvæmi kvöldið áður sem átti að standa langt fram á nótt og einhver lágmarkshvíld var okkur nauðsynleg. Við lögðum af stað stundvíslega kl. 8 og var fórinni heitið á Snæfellsnesið sem hann ætl- aði að sýna okkur. Þegar við voram komin á Snæfellsnesið spurði hann okkur að lokinni hressingu hvort okkur langað ekki að heimsækja ættingja mína í Strandasýslu en þar hafði ég verið í sveit í fjöldamörg sumur. Eftir að við Gitte höfðum horft hvort á annað ákváðum við að slá til. Svo þetta sem að átti að verða frekar stuttur bíltúr með hressingu endaði með því að verða bíltúr sem byrjaði klukkan átta og endaði mjög seint að kvöldi með þremur stopp- um, á Snæfellsnesi, á Kirkjubóli og í Skálholtsvík í Strandasýslu. Afi flutti alfarið til Danmerkur ár- ið 1988. Nokkrum áram síðar fór heilsu hans hrakandi og flutti hann til baka til íslands fyrir tveimur ár- um og var hann þá orðinn mjög heilsulaus. Ég og fjölskylda mín heimsóttum hann þegar hann var í Danmörku. Hann tók ávallt mjög vel á móti okkur með mikið úrval af ávöxtum handa börnunum og kaffi handa okkur foreldranum. Börnum okkar Gitte varð þetta mjög minnis- stætt, þeim fannst mikið til hans koma og þrýstu oft á að fara í heim- sókn til hans. Það tók mjög á að þurfa að segja þeim að þau myndu aldrei aftur fara í heimsókn til hans eftir að hann flutti til íslands. Þau spurðu einnig oft um hann eftír að hann var fluttur til f slands aftur. Afi var maður sem stóð við orð sín, hann var mjög ákveðinn, svo ákveðinn að það var ekki auðvelt fyrir hann að beygja sig. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á stjórn- málum sem og öðram málum og vii-ti þá mest sem höfðu ákveðnar skoðanir eins og hann sjálfur hafði. Hann var óvæginn sjálfum sér og öðram. Líf hans snerist að miklu SIGURBERGUR PÁLSSON leyti um Fjöðrina sem var hans lífs- starf. Hann breytti þessu fyrirtæki úr litlu yfir í stórt fyrirtæki á ís- lenskan mælikvarða. Dætur hans tóku seinna við fyrirtækinu. Með þessum orðum kveð ég hann afa minn í hinsta sinn. Þegar ég lít til baka sé ég mann sem skfldi mikið eftír sig efnalega og hafði mikil áhrif á umhverfi sitt. Það er margs að minnast og fykur seint í þau spor sem hann skfldi eftir sig í þessu lífi. Með kveðju, Ingibergur, Gitte og börnin Bára Björk, Óðinn og Sif. Það var að kvöldlagi sem þeir komu að bænum Kerlingardal við Mýrdal. Þetta var í janúar 1927 og úti var myrkur, slæmt veður, slydda og kuldi. Mennimir höfðu komið fót- gangandi yfir Mýrdalssand um dag- inn, en ferðin gengið seint vegna veðursins. Þeir vora á leið á vertíð til Suðumesja en þar byrjaði vertíð- in fyrr en á Austfjörðum og því von á meiri tekjum. Einn mannanna var sýnu yngstur, nýorðinn 16 ára og kom frá fátæku heimili. Hann var sá eini sem hvorki hafði hlífðarföt né föt til skiptanna og var blautur og kaldur. í Kerlingardal réðu ferða- langarnir ráðum sínum. Þeir báðu húsráðendur í Kerlingardal að ann- ast unglinginn og senda hann síðan til baka með næsta landpósti. Síðan héldu þeir áfram til Víkur þar sem þeir áðu um nóttina. Föt unglingsins vora hengd tfl þerris um kvöldið. Þá strax sem og alla sína tíð hafði hann þann sið að vakna snemma, þ.e. mflli 5 og 6 á morgnana. Um morguninn voru fötín orðin þurr og hann kom- inn til Víkur áður en samferðamenn- irnir vora lagðir af stað. Ekki var aftur minnst á að senda hann til baka. Þessi saga segir meir um þá unglinginn Sigurberg Pálsson og hans lífshlaup en mörg lýsingarorð en hann var að mínu mati af aldamó- takynslóðinni sem við núlifandi ís- lendingar tölum gjarnan um með al- úð og virðingu. Sögusvið aldamóta- kynslóðarinnar, sem fæddist um og eftir aldamótin, er allólíkt því sem við þekkjum í dag. Almenningur bjó oft við kröpp kjör og hafði ekkert að treysta á nema eigin dugnað og heilsu. Þegar erfiðir vetur komu eins og frostaveturinn mikli 1918 og Kötlugos var lítið upp á að hlaupa. Þá var afi minn 8 ára og hefur þá, sem og næstu ár á eftír, eflaust oft verið knappur kostur hjá foreldrum hans. I þá daga vora heldur ekki skólar, hvað þá félagsaðstoð, at- vinnubætur, heilsugæsla, vegir, út- varp eða margt annað sem okkur þykir sjálfsagt í dag. Þá lifði fólkið í nánari snertingu við náttúraöflin án þess öryggisnets sem við núlifandi Islendingar búum við og þegar erfið tímabil komu eins og 1918 og árin eftir það hlaut það að móta fólkið. Fólk af þessari kynslóð var hörku- duglegt, hógvært, nýtið og nægju- samt. Samhjálpin var mikil og fjöld- skyldur stóðu þétt saman. Þetta var umhverfið er mótaði afa minn. En hann var óvenjukraftmikill, kjark- mikill og áræðinn frá fyrstu tíð og lagði strax er vitsmunir og þroski leyfðu til atlögu við fátæktina. Ég minnist þess að við frændurn- ir fóram eitt sinn í vikuferð til Dan- merkur og fóram um allt landið, en hann átti mikil viðskiptí við nokkur fyrirtæki þar í landi. Ferðin var einkar ánægjuleg og bar margt á góma er við keyrðum um landið. Hann sagði mér fátt frá sjálfum sér enda ekki hans siður en eitt sinn barst talið að veiðiskap. Hann sagði frá er hann sem stráklingur veiddi silung á æskuslóðum sínum og hvað það var notalegt að fá magafylli. Víst var að í ferðalaginu var þess vandlega gætt að ég liði ekki skort hvað varðar mat og drykk. Á þessari viku þyngdist ég tvítugur pilturinn um 4 kg. Er ég lít til baka finnst mér sem hann hafi þekkt hungur og þess vegna var svo ofarlega í huga hans að aldrei yrði ég svangur í ferðalag- inu. Afi minn fékk vinnu strax 14 ára gamall við vegagerð austur á héraði. Á veturna fór hann svo á vertíð. Svo sem títt var á þeim tímum sendi hann allt sitt fé heim til foreldranna sinna. Þetta hjálpaði til við að losa skuldir, kaupa jarðarskika, kaupa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.