Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 12/7 -18/7 ►Á FUNDI nefndar fasta- fulltrúa aðildarríkja Evrópu- sambandsins í Brussel á mið- vikudag voru ræddar hug- myndir Frakka um að tak- marka aðgang íslands og Noregs að lögreglusamstarfi í Schengen. Frakkar óttast áhrif á lögreglusamstarf ESB. ►LÖGREGLAN f Reykjavík hefur lagt hald á um 300 grömm af kókafni, 160 grömm af hassi og 250 kannabisplöntur. Allt fannst þetta í fórum manns á þrí- tugsaldri sem aldrei hefur komið við sögu fíkniefna- mála áður. Rannsókn máls- ins er á lokastigi og telst það upplýst. ►SAMVINNULÍFEYRIS- sjóðurinn hefur skert öll áunnin réttindi sjóðfélaga sinna um fímm prósent. Frá og með 1. júlí sl. hafa lífeyr- isþegar fundið fyrir lækkun- inni en lífeyrir þeirra var þá lækkaður um 5%. ►RÚMLEGA 83% íslendinga 16-75 ára telja Morgunblaðið áreiðanlegan fréttamiðil, samkvæmt markaðsrann- sókn, sem Gallup gerði fyrir Morgunblaðið. Rfkisfjölmiðl- arnir njóta mests trausts fólks sem fréttamiðlar. ►GEORG Kr. Lárusson, lög- reglusljóri í Reykjavík, segir brýnt að endurskoða hraða- takmörk í borginni, bæði til hækkunar og lækkunar. Hann hefur lagt til við borg- aryfirvöld, Vegagerðina og Umferðarráð að leyfður verði 80 km hraði á Miklu- braut á kaflanum frá gatna- mótum Skeiðarvogs og Rétt- arholtsvegar, um Ártúns- höfða og upp í Mosfellsbæ. Akæra gegn eiganda Gallerís Borgar ÁKÆRA ríkislögreglustjóra gegn Pétri Þór Gunnarssyni, framkvæmdastjóra og eiganda Gallerís Borgar, var þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Pétri Þór er gefið að sök að hafa blekkt þrjá viðskiptavini gallerís- ins til að kaupa hver eitt málverk á tveimur málverkauppboðum á vegum fyrirtækisins. í ákæru segir að mál- verkin séu eftir danska málarann Wil- helm Wills en þau voru seld sem verk Jóns Stefánssonar. Pétur Þór neitaði öllum sakargiftum. Norðmenn mismuna fískveiðiríkjum HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að norsk stjórnvöld beiti reglum um fiskvemd á Svalbarðasvæð- inu með mismunandi hætti, eftir því frá hvaða ríki þau fiskiskip komi, sem veiða á svæðinu í trássi við norskar reglur. Norðmenn slepptu á mánudag rúss- neskum togara, sem tekinn hafði verið við veiðar á lokuðu svæði vestur af Bjamarey. Þegar tveir íslenskir togar- ar vom teknir á fiskvemdarsvæðinu ár- ið 1994 vom þeir færðir til hafnar, ákært í málum þeirra og útgerðirnar dæmdar til greiðslu hárra sekta. Seðlabankinn harmar mismun RÍKISE NDURSKOÐUN birti á mánu- dag greinargerðir um kostnað Seðla- banka íslands og Búnaðarbanka vegna veiðiferða, risnu o.fl. á ámnum 1993- 1997. Seðlabankinn sendi í kjölfarið frá sér athugasemd þar sem hann harmar þann mismun sem var á kostnaði Seðla- bankans á þessum ámm og þeirri upp- hæð sem kom fram í svari viðskiptaráð- herra við fyrirspum Jóhönnu Sigurðar- dóttur á Álþingi sl. desember. Vegna skamms tíma sem bankinn fékk til að undirbúa svarið hafi orðið útundan reikningar sem Ríkisendurskoðun taldi til veiðikostnaðar, einnig sé oft álitamál hvaða liði eigi að fella undir veiðikostnað. Útför sfðasta keisara Rússlands LÍKAMSLEIFAR Nikulásar II Rússa- keisara og fjölskyldu hans vom á fimmtudag fluttar til Sankti Péturs- borgar, höfuðborgar hins liðna keisara- veldis, og á fóstudag lagðar þar til hinztu hvílu í dómkirkju Péturs og Páls þar í borg, þar sem allir keisarar Rúss- lands hafa verið jarðsettir frá því Pétur mikli andaðist 1725. Fór athöfnin fram nákvæmlega 80 ámm eftir að bolsévíkar tóku keisarafjölskylduna af lífi. Athöfn- in var mjög umdeild í Rússlandi en hún þótti fara vel fram og meirihluti þjóðar- innar fylgdist með henni í beinni út- sendingu. Rússneska stjómin náði í vikunni samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn (IMF) um lán upp á alls 22,6 millj- arða Bandaríkjadala, í því skyni að styrkja stoðir efnahagsúrbótaáætlunar stjómvalda. Dúman, neðri deild rúss- neska þingsins, hafnaði eða breytti mik- ilvægum þáttum áætlunarinnar. Alþjóðlegur saka- dómstóll á laggirnar SAMÞYKKT var á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna í Róm á fóstudag stofnun alþjóðlegs sakadómstóls. Við umræður í aðalsamninganefnd ráðstefnunnar um drög að stofnsamningi var breytingatil- lögum Bandaríkjamanna og Indverja vísað frá. 120 ríki, þ.á m. ísland, greiddi atkvæði með stofnuninni, sjö vom á móti, þ.á m. Bandaríkin, og 21 sat hjá. Dómstóllinn mun hafa aðsetur í Haag og fjalla um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi. Átök í sljónarflokkn- um í Japan MIKIL átök hafa verið í vikunni innan stjómarflokks Japans, Frjálslynda lýð- ræðisflokksins, eftir að Ryutaro Has- himoto ákvað að segja af sér forsætis- ráðherraembættinu, eftir mikinn ósigur flokksins í kosningum til efri deildar japanska þingsins sl. sunnudag. ►STJÓRNMÁLAFLOKKAR Albana í Kosovo-héraði stofnuðu á fímmtudag eigið þing, sem hvorki stjérn Ser- biú né ráðamenn í öðrum ríkjum viðurkenna. ►STÆRSTI fjöldafagnaður á götum franskra borga frá þvf bundinn var endi á her- nám Þjóðveija átti sér stað í byijun vikunnar, þegar Frakkar fögnuðu sigri lands- liðs sfns f heimsmeistara- keppninni f knattspyrnu. Stóðu fagnaðarlætin nær óslitið yfír frá þvf leiknum lauk á sunnudagskvöldi fram á þriðjudag, en þá var Ba- stilludagurinn, þjóðhátfðar- dagur Frakka. ► RÍKISST J ÓRNIN í Súdan féllst á fímmtudag á þriggja mánaða vopnahlé til að greiða fyrir matvælasend- ingum til svæða í suðurhluta landsins, þar sem hung- ursneyð hefur ríkt. Daginn áður hafði Frelsisher Súd- ans, sem berst við stjómar- herinn um yfirráð yfir Suð- ur-Súdan, lýst einhliða yfir þriggja mánaða vopnahléi í þessu skyni. ►VEÐRIÐ hefur verið nyög undarlegt víða um heim að undanförnu, svækjuhiti sums staðar en hrollkalt annars staðar og víða skammt á milli þessara öfga í veðra- brigðum. í N-Noregi ríkti f vikunni hitabeltisveðrátta með 30 gráðu hita á daginn og á Spáni hefur hitinn legið í um 40 gráðum. Annars staðar í Evrópu hrylla menn sig yfír köldu og vætusömu veðri. FRÉTTIR A Arnarstapa ÞAÐ jafnast fátt á við að leika sér úti á sumrin. Þessi gutti var alltént hæstánægður með sig á leikvellinum á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Skoðanakönnun um notkun á fréttamiðlum á Netinu Fleiri skoða fréttavef Morgunblaðsins en Yísi NOKKRU fleiri heimsækja frétta- vef Morgunblaðsins en fréttavef Vísis ef marka má nýja skoðana- könnun Gallups. Af þeim sem nota alnetið heimsækja 45,3% fréttavef Morgunblaðsins, en 41,1% frétta- vef Vísis. Um 70% þeirra sem nýta sér þessa miðla eru karlar og 30% konur. Könnun Gallups var gerð 27. júm' til 10. júlí og náði til 1.200 einstak- linga alls staðar af landinu á aldrin- um 16-75 ára. Nettósvörun var 71,7%. Af þeim sem svöruðu sögðust 37,1% nota Netið og 62,9% sögðust aldrei nota það. 13,8% sögðust nota Netið daglega, 5,7% 3-6 sinnum í viku, 10,4% 1-2 sinnum í viku og 7,3% sjaldnar en einu sinni í viku. Notkunin var meiri meðal karla en kvenna og sömuleiðis meiri meðal þeirra sem búa á höfuðborgar- svæðinu en meðal þeirra sem búa utan þess. Af þeim sem nota Netið skoðuðu 31,9% fréttavef Morgunblaðsins oftar en þrisvar sinnum í viku, en sama tala fyrir fréttavef Vísis er 29,3%. 15% skoða vefína annan hvern dag eða oftar Notkun á netmiðlum var einnig könnuð í neyslukönnun, sem Fé- lagsvísindastofnun gerði í júní sl. Miðlarnir fengu að ráða því hvern- ig spumingarnar voru orðaðar og getur það hafa skipt máli þegar niðurstöðumar era skoðáðar. Sp- uming Vísis var: „Heimsækir þú Vísi?“ 12,4% svöruðu spumingunni játandi og 87% neitandi. Spuming Morgunblaðsins var: „Lest þú fréttavef Morgunblaðsins?" 11,1% sögðu já og 88,9% nei. Ekki er töl- fræðilega marktækur munur á þessum tölum. Spuming RÚV var: „Skoðar þú textavarp RÚV á Intemetinu?“ 8,1% svaraði spumingunni játandi og 91,9% neitandi. Spuming Is- landia var orðuð svona: „Heimsækir þú fréttavef Islandia á Intemetinu?“ 4,7% sögðu já og 95,3% sögðu nei. Hversu oft heimsækir þú fréttavef Morgunblaðsins, 9 mbl.is Daglega 3-6 sinnum í viku Sjaldnar en 2 sinnum í viku Aldrei 25% Fjöldi aðspurðra 314 -tókuafstöðu 313 -tóku ekki afstöðu 1 55% Hversu oft heimsækir þú fréttavef DV, Daglega 3-6 sinnum í viku Sjaldnar en 2 sinnum í viku Aldrei 24% riT»a Fjöldi aðspurðra 314 -tókuafstöðu 314 -tóku ekki afstöðu 0 59% GALLUP Markaðsrannsókn júní-júlf 1998 Einnig var fólk sem notar vefina spurt hversu oft það heimsækti þá. Niðurstöðumar voru nánast þær sömu fyrir Vísi og fréttavef Morg- unblaðsins. Um 15% sögðust nota vefina daglega eða annan hvern dag. Um 35% sögðust nota þá einu sinni til tvisvar í viku. 50% sögðust skoða Vísi sjaldnar en einu sinni í viku en 46,8% sögðust nota frétta- vef Morgunblaðsins sjaldnar en einu sinni í viku. Einnig var spurt hve lengi fólk staldraði við á vefj- unum. Svörin vora einnig nánast þau sömu. 40% sögðust staldra við í skemmri tíma en 5 mínútur og 53% sögðust staldra við í 6-15 mín- útur. 5-6% stöldruðu við lengur en í 16 mínútur. Neyslukönnun Félagsvísinda- stofnunar, sem er skrifleg, var lögð íyrir 1.340 manns á aldrinum 14-80 ára og svöraðu 856. Handtekinn fyrir að sýna á sér kynfærin LÖGREGLAN í Reykjavík handtók á föstudag karlmann á sjötugsaldri, sem sýnt hafði konu kynfærin á sér í Elliðaárdal. Lögreglu hafa að undanförnu borist tilkynningar um karlmann sem hefur sýnt börnum, konum og unglingum á sér kynfærin í Elliða- árdal og nágrenni og var maðurinn grunaður um að hafa verið að verki í þeim tilvikum. Maðurinn var yfirheyrður af rannsóknardeild lögreglunnar í gær. Hann neitaði öllum sakargift- um. Honum hefur nú verið sleppt úr haldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.