Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ V «».r i ifl! CTT,.V' n-lTXT/TTQ 6 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 ERLENT Borgarastríð og þurrkur hafa neytt hundruð þúsunda Súdana á vergang í leit að fæðu Hungurs- neyð ógnar milljónum manna á ný Hungursneyð geisar í suðurhluta Súdans og ógnar lífí rúmlega tveggja milljóna manna. Vopnahlé í borgarastríðinu, sem staðið hefur með hléum í fjóra áratugi, eykur vonir um að hjálparstofnunum tak- ist að ná til fólks í tæka tíð en starfsmenn þeirra óttast að ástandið eigi enn eftir að versna. Ofriður, þurrkar og fátækt hafa sett mark sitt á sögu Súdana undanfarna áratugi. Þórunn Sveinbjarnardóttir kynnti sér ástandið í suðurhluta landsins og viðbrögð hjálparstofnana við því. RÍKISSTJÓRN Súdans hefur fallist á þriggja mánaða vopnahlé í borg- arastríðinu í Súdan, eftir að Frelsisher Súdans (SPLA) lýsti einhliða yfír vopnahléi fyrr í vik- unni, svo að koma mætti hjálpar- gögnum til sveltandi fólks í Bahr al Ghazal-héraðinu í suðurhluta Súd- ans. Hjálparstofnanir fagna því að átökum linni um hríð svo að hægt verði að flytja hjálpargögn til fórn- arlamba hungursneyðarinnar en benda jafnframt á að eintóm mann- gæska ráði ekki för hjá stríðandi fylkingum, því að regntíðin sem nú fari í hönd valdi því hvort eð er að átök liggi niðri. Saingöngnr einungis í lofti Regnið heftir ekki einungis fór hermanna um vegleysur víðáttunn- ar í Súdan heldur einnig for hjálp- arstarfsmanna, sem reiða sig al- gjörlega á flugsamgöngur með hjálpargögn. Það tekur til dæmis um þrjár klukkustundir að fljúga frá höfuðborg Súdans, Khai-toum, til bæjarins Wau í Bahr al Ghazal- héraði þar sem neyðin er mest og þangað er aðeins fært með flugi. Friðarviðræðum ríkisstjómar- innar og Frelsishersins mun haldið áfram í Addis Ababa í Eþíópíu í næsta mánuði. í maí síðastliðnum komust John Garang, leiðtogi Frelsishersins, og Omar Hassan al Bas- hir, hershöfðingi og forseti lands- ins, að samkomulagi um að efna til atkvæðagreiðslu um sjálfsákvörð- unarrétt suðurhéraðanna. En þeir gátu ekki komið sér saman um önn- ur atriði, svo sem hvemig draga skyldi mörk suðurhéraðanna, en þau verða líklega rædd á fundinum í næsta mánuði. Hungursneyð fyrirséð Hungursneyðin kemur þeim sem til þekkja ekki á óvart. Lítið hefur rignt í suðurhéruðum Súdans í tvö ár og uppskerubrestur fyrirséður. Alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa reynt að vekja athygli heims- pressunnar á ástandinu í Súdan um hríð. Fyrstu skýrslur sem vömðu við hungursneyð á þessu ári birtust í septembermánuði 1997. Borgarastyrjöld hefur staðið í suðurhluta Súdans með hléum í fjóra áratugi en sleitulaust síðast- liðin 15 ár. Hungursneyðin nú er sem fyrr afleiðing þurrka og átaka. Yfírvöld bera líka sök á því hvemig málum er komið í Súdan. Þau hafa ekki alltaf greitt götu hjálparstofn- ana og stundum takmarkað störf þeirra með skelfílegum afleiðing- um. í febrúar og mars á þessu ári vom flugsamgöngur með hjálpar- gögn til dæmis bannaðar en nú hef- ur tekist að semja við stjómvöld um flugumferð til átakasvæða. Rúmlega 2 milljónir í sárri neyð Talsmaður Matvælahjálpar Sa- meinuðu þjóðanna (World Food Programme) í Genf, Jean-Luc Si- blot, segir Matvælahjálpina hafa nægan mat til ráðstöfunar tíl ágústloka. „Við áætlum að 2,4 milij- ónir manna þurfi á matargjöfum að halda í Súdan og eram vongóð um að fá nægan stuðning til matvæla- kaupa það sem eftir er ársins,“ sagði Siblot í samtali við Morgunblað- ið. Sjö flutningavélar em notaðar til þess að fljúga með birgðir til hungursvæðanna í Bahr al Ghazal. Flogið er frá Lokichokio í Norður- Kenýu og E1 Obeid í Súdan. Samn- ingar standa nú yfír um flug risa- flutningavéla af gerðinni Iljúsín frá Nairóbí, höfuðborg Kenýu, en flug- heimildir hafa fengist frá yfirvöld- um í Khartoum og leyfi tU þess að varpa hjálpargögnum úr lofti til nauðstaddra. Matvælahjálpin dreifði 6.400 tonnum af mat til um einnar milij- ónar manna í Súdan í júní. „Við munum gera allt sem í okkar valdi íslendingur líklega sendur tíl Súdans Reuters STÁLPAÐUR drengur ber lítinn bróður sinn á handleggnum í biðröð eftir mat í neyðarstöð í bænum Aijep í Súdan. Hungursneyð ógnar nú lífi rúmlega tveggja milljóua manna í suðurhluta landsins. Súdan er stærsta land Afríku, yfir 2,5 milljónir ferkílómetra (25 sinnum stærra en ísland). stendur til þess að nýta stundina á milli stríða,“ sagði Siblot enn fremur og vísaði til vopnahlésins á milli stríðandi fylkinga í landinu. Aðstæður til hjálpar- starfa era með allra erfíð- asta móti í Suður-Súdan. Samgöngur á landi eru litlar sem engar og ómögulegt að nota bif- reiðir við hjálparstörf, hvað þá stærri flutninga- bfla. Ottast að ástandið versni Að sögn Michaels Kleiner, talsmanns Al- þjóðaráðs Rauða krossins í Genf, hafa 47 þúsund manns komið til bæjarins Wau í leit að mat síðan í maí. Þar hefur Rauði krossinn sett upp neyðar- stöð fyrir sveltandi börn. 700 böm eru í gjörgæslu í stöðinni en aðstandend- um þeirra er gefín ein heit máltíð á dag. „Við óttumst að ástand- ið eigi enn eftir að versna,“ sagði Michael Kleiner í samtali við Morgunblaðið, „og fólk haldi áfram að streyma til Wau fram á haust. Átök og þurrkar hafa komið í veg fyrir að bændur komist út á akrana.“ Uppskera er því ekki í sjónmáli og fyrirséð að neyðarað- stoðar verði áfram þörf, að sögn Kleiners. Stríðshijáð land Stríð og þurrkar varða sögu Súd- ans, stærsta lands í Afríku. Aðeins áratugur er síðan hungursneyð dró 250 þúsund manns til dauða í suð- urhluta landsins. Þá gekk hjálpar- stofnunum seint og illa að komast tii sveltandi fólks vegna átaka og þess að yfirvöld meinuðu þeim að- gang að hungursvæðunum. Hjálparstofnanir lærðu sína lex- íu og sameinuðu krafta í Operation Lifeline Sudan, undir stjóm stofn- ana Sameinuðu þjóðanna, og sömdu um aðgang og samstarf við stjómina í Khartoum. Nú er gatan því tiltölulega greið til þeirra sem era hjálpar þurfi og hægt að bregð- ast skjótar við en í lok níunda ára- tugarins. Ástand metið með hjálp gervitungla Hlutverk alþjóðlegra hjálpar- stofnana hefur einnig tekið stakka- skiptum á liðnum árum. Fullkomin tækni og breytt vinnubrögð gera þeim kleift að vekja athygli á hugs- anlegri neyð með góðum fyrirvara, þannig að grípa má til aðgerða til að koma í veg fyrir hana. Matvæla- hjálp Sameinuðu þjóðanna hefur til dæmis notað gervihnattamyndir af þurrkasvæðum í Súdan til þess að gera sér grein fyrir ástandi upp- skerunnar. Haft er eftir Liliönu Balbi að þannig hafí Matvælahjálp- in áætlað að 70% íbúa Bahr al Ghazal-héraðs þyrftu á matarhjálp að halda. Þessa var fyrst getið í skýrslu stofnunarinnar í september 1997. En það var ekki fyrr en í apríl á þessu ári að fréttaljósmynd- arar festu neyðina á fílmu. Og þá tók heimsbyggðin við sér. Gjá á milli menningar norðurs og suðurs Saga Súdans er saga stríðs og deilna á milli íbúa norður- og suð- urhluta landsins. í lok 19. aldar tryggðu Bretar sér yfirráðarétt yf- ir þessu geysistóra landi en stjórn- uðu í samstarfi við Egypta, sem höfðu mikil ítök í norðurhlutanum, frá aldamótunum síðustu. Súdan varð sjálfstætt ríki á nýársdag 1956 en nokkrum mánuðum fyrr braust út borgarastyrjöld, sem staðið hef- ur með hléum í rúmlega fjörutíu ár. Til þess að draga úr áhrifum Egypta í Súdan takmörkuðu Bretar samskipti á milli héraða, og þar af leiðandi á milli norðurs og suðurs, með stefnu kenndri við „lok- uð héruð“. Meirihluti Súdana á arabísku að móðurmáli, sem er einnig hið opinbera tungumál, og er íslams- trúar. í suðurhéruðum landsins býr fólk af öðr- um uppruna, margir af ættbálki dinka, sem flestir era kristnir og eiga sér aðra menningu en arabískumælandi Súdanir. Anda- og nátt- úrutrú á sér einnig djúpar rætur meðal dinka. Borgarastyijöld í 15 ár Árið 1972 náðist sam- komulag á milli stjórn- arinnar og Khartoum og leiðtoga sunnan- manna um sjálfstjóm þriggja héraða. í byrj- un níunda áratugarins tóku samskipti hins vegar að versna á milli hinna ólíku þjóða í Norður- og Suður-Súdan. Árið 1983 greip Nimeri forseti landsins svo til þess ráðs að lýsa yfir gildis- töku sharía-laga hinnar íslömsku bókstafstrúar í Súdan. Sunnan- menn litu á gildistökuna sem svik við samkomulagið frá 1972 og snemst til varnar. Omar Hassan al-Bashir hers- höfðingi rændi völdum árið 1989 og lofaði að koma á friði í landinu. Vaidatíð hans hefur hins vegar ein- kennst af harðnandi átökum við skæruliðahópa og Frels- isher Súdans. Stjórn Bas- hirs hefur einnig verið sökuð um alvarleg mann- réttindabrot, m.a. af Am- nesty International. Viðbrögð íslendinga íslenskar hjálparstofnanir hafa nú þegar brugðist við beiðnum um aðstoð í Súdan. Hjálparstofnun kirkjunnar sendi fyiT í þessum mánuði einnar milljón króna fram- lag til hjálparstarfa á vegum AI- þjóðasamtaka kirkjuhjálparstofn- ana á hungursvæðunum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Rauða krossi íslands er líklegt að íslensk- ur sendifulltrúi verði sendur til starfa í Suður-Súdan á næstunni. Regntíð hindr ar flutning hjálpargagna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.