Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR AÐ er ótrúlega stór hópur fólks að vinna við það dag hvern að halda uppi öflugu og fjölbreyttu menningarlífi á Is- landi. Þar ber auðvitað fyrst að nefna listamennina sjálfa. Að- stæður þeirra eru mismunandi. Sumum í þeirra hópi er búin sæmileg starfsaðstaða þannig að þeir geta einbeitt sér að list sinni. Aðrir þurfa að vera allt í senn, listamenn, sölumenn á sjálfa sig og framkvæmdastjór- ar fyrir þeim menningarvið- burðum, sem þeir hyggjast hafa forgöngu um. Enn aðrir hafa gengið lengra eins og sjá má af metnaðarfullu framtaki Einars Hákonarsonar listmálara, sem hefur byggt stórglæsilegan sýn- ingarsal í Hveragerði, og þeirri menningarlegu starfsemi, sem Edda Jónsdóttir myndlistar- maður stendur fyrir í sýningar- sal í Ingólfsstræti. í sumum til- vikum fer meiri tími í umstang í kringum slíkan viðburð en ligg- ur að baki listsköpuninni sjálfri. Þó er það starf þessa fólks, sem gefur íslenzku þjóðlífi þá vídd og þá dýpt, sem við þurfum á að halda til þess að standa undir nafni sem sjálfstæð þjóð og menningarþjóð. Tími er til kom- inn að búa betur að hinum skap- andi listamönnum þessa lands. A seinni árum hefur það færzt í vöxt, að atvinnulífið veiti menningarlífinu stuðning með því að fjármagna listviðburði af Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ýmsu tagi. Þetta er ekki góð- gerðarstarfsemi af hálfu fyrir- tækjanna heldur liggja eigin- hagsmunir að baki. I sumum löndum hafa stórfyrirtæki kom- izt að þeirri niðurstöðu, að það skili meiri árangri fyrir fyrir- tækin og ímynd þeirra að verja þeim fjármunum, sem áður hafa gengið til auglýsinga og kynn- ingarstarfs af ýmsu tagi í stuðn- ing við menningarlífið. Hvað liggur að baki ákvörðun fyrirtækja um að leggja fram fé til menningarstarfsemi? Hingað til hafa margir talið, að það færi eftir persónulegum áhuga stjórnenda fyrirtækja á list- greinum eða menningarviðburð- um, hvort fé væri lagt til menn- ingar. Sjálfsagt á það einhvern þátt í ákvörðun fyrirtækis um fjárframlög til menningarstarf- semi en fyrst og fremst er ástæðan sú, að fyrirtækin telja það sjálfum sér hagkvæmt. í því felst hins vegar, að fyr- irtækin telji ekki ósanngjarnt að þau fái eitthvað fyrir sinn snúð, þ.e. að það sé a.m.k. á al- manna vitorði hver eða hverjir hafí fjármagnað myndlistarsýn- ingu eða tónleika svo að dæmi séu nefnd. Hér á landi hefur hins vegar gætt ákveðinnar feimni í þessu sambandi. Fyrir- tækin telja ef til vill, að ekki sé við hæfi að þau setji fram slíkar kröfur sem skilyrði fyrir fjár- stuðningi. Menningarfrömuðum kann að þykja þungbært að hafa sérstaklega orð á því hverjir séu hinir fjárhagslegu bakhjarlar. Fjölmiðlarnir telja hugsanlega að það sé verið að misnota þá með því að læða inn upplýsing- um, sem í eðli sínu séu auglýs- ingar en enginn borgi fyrir. Það er tímabært að atvinnu- lífið, menningarlífið og fjölmiðl- arnir komist að einhverri niður- stöðu um þessi mál, sem geti stuðlað að auknum stuðningi at- vinnulífsins við menningarstarf- semi. Listamenn lifa ekki á engu fremur en annað fólk. Listamenn sem ætla að byggja starfsemi sína og afkomu á stuðningi opinberra aðila kom- ast ekki langt. Opinbera kerfið er alltof þungt í vöfum til þess að svo megi verða. Hins vegar er ástæða til að hið opinbera leggi aukna fjármuni til ákveð- inna þátta eins og Morgunblaðið hefur áður vakið máls á. Má þar nefna stuðning við heildarútgáf- ur á bókum og tónlist, sem fyr- irsjáanlegt er að einkaaðilar geta aldrei staðið að vegna smæðar markaðarins hér. Það á hins vegar ekki að þurfa að vera feimnismál að reglulega sé skýrt frá því með eðlilegum hætti, að fyrirtæki standi fjárhagslega að baki tón- leikum, myndlistarsýningu eða annarri menningarstarfsemi. Bezti stuðningur atvinnufyrir- tækja við myndlist t.d. er áreið- anlega regluleg kaup mynd- verka á sýningum. Það þykir fréttnæmt, ef listasafn í opin- berri eigu kaupir slík verk. Hvers vegna skyldi það ekki með sama hætti vera fréttnæmt ef íslandsbanki eða Eimskipafé- lagið, svo að tvö fyrirtæki séu nefnd, sem skarað hafa fram úr í stuðningi við menningarstarf- semi kaupa myndverk á sýning- um eða greiða kostnað við tón- leika? Ef farið yrði með stuðning at- vinnulífsins sem eðlilegt frétta- efni en ekki feimnismál af hálfu bæði menningarfrömuða og fjöl- miðla yrði það atvinnulífinu áreiðanlega hvatning og örvun til þess að gera enn betur. ATVINNULIFIÐ OG MENNINGIN En snúum okkur þá að niðurlagi Náttúru- vísinda: „Náttúrfræð- in er allra vísinda in- dælust og nytsemi hennar harla mikil og margfaldleg. Hið líkamlega líf mannsins hér á jörðu er að kalla má allt saman komið undir náttúrunni og réttri þekkingu á þeim hlutum er hún framleiðir. Alls konar afli og ádrættir á sjó og landi og allar vorar handiðnir og kaupverslun manna á meðal þurfa slíkrar þekk- ingar við, eigi það ekki allt saman að mistakast. Náttúruvísindin forða oss fyrir margföldu tjóni, veita oss ærinn ávinning og auka þannig farsæld manna og velvegnun. Þar á ofan eru þau öflug stoð trúar og siðgæða. Hyggileg skoðun náttúr- unnar veitir oss hina fegurstu gleði og anda vorum sæluríka nautn, því þar er oss veitt að skoða drottins handverk er öll saman bera vitni um gæsku hans og almætti. — Vér sjáum þar hvurt dásemdarverkið öðru meira, lífið sýnir sig hvervetna í ótölulega margbreyttum myndum og allri þessári margbreytni hlut- anna er þó harla vísdómslega niður raðað eftir föstum og óijúfandi lög- um er allur heimur verður að hlýða.“ Hér talar Jónas um náttúrulög- málin. En honum dettur ekki í hug að þau séu forsjónin sjálf, heldur bera þau sköpun hennar vitni eins og annað í náttúrunni. Maður tilbið- ur ekki náttúrulögmál, heldur föð- urinn sem úthugsaði þau og Jónas minnist á í áramótaræðunni 1829. Að þessu leyti var trúarsannfæring hans markviss, en einföld - og þann- ig i ætt við lögmálin sjálf. Hér fer ekkert á milli mála; guð- leg stjórnun innan ákveðinna grundvall- arlögmála þar sem er nóg rými fyrir fjöl- breytni og marg- breytileika. Segja má að þetta kom einnig heim og saman við trúarlega af- stöðu Kalvins þegar hann segir það falli ekki eitt einasta laufblað af neinu tré, né spretti eitt einasta grasblað án vilja guðs. Þannig ger- ist ekki eitt einasta atvik nema fyr- ir guðlega gerð. Deistarnir á 18. öld litu einnig svo á að forsjónin birtist í náttúru- lögmálunum og litu þá til þeirra almennt sem grundvallaratriða og einskonar forsjónar án einstakra tilfella eða úrúrdúra eins og guðs- stjórnarhugmyndir Jónasar hnigu að. Þyngdarlögmálin eru nauðsyn- leg til að halda sólkerfunum saman en vegna þeirra geta menn einnig hrapað til bana án þess það sé ástæða til að kalla guð til ábyrgðar fyrir hvert einstakt tilfelli eða líta svo á að það tákni eitthvað sérstakt fyrir hvem og einn. Forsjónin stjórnar náttúmnni með lögmálum og hemur þannig náttúrulögmálin þótt hættuleg geti verið. Andspæn- is þessu er maðurinn eins og bam og hvert slysatilfelli ófyrirsjánlegt og án guðlegrar ábyrgðar. En Jónas taldi aftur á móti að guð hefði markmið með sérhveiju tilfelli eins og við sjáum í erfiljóðum hans. Guðsvilji birtist þannig bæði í nátt- úrulögmálunum og einstökum til- fellum þótt þau séu okkur óskiljan- leg og órannsakanleg eins og vegir guðs að öðru leyti: ...meira að starfa guðs um geim. En slík skoðun gat einnig komið fram í verkum algyðistrúarmanna eins og Go?the sem fjallar um svip- aða hugmynd í höfuðverki sínu, Faust. Eða: ...vertu nú sjálfur á sælli stund farinn í friði til föðurhúsa. (Um Stefán Pálsson.) Eða: „fagur var hans lífsdagur en fegri er upprunninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda. (Um Jón Sighvatsson.) Eða: ...að orði alvalds sem allt um skóp. Þá sá alfaðir sem öllu stýrir... (Ad amicum.) Eða: Réði sá, er ræður rökum alda, ástríkur faðir, ails vitandi... (Um Jónas Tómasson.) Eða: „Sáran lét guð mig söknuð reyna! Verði hans vísdóms vilji á mér!...“ (Um Guðrúnu Stephensen.) Eða: Oft eru myrk manna sonum þeim er hátt hyggja, in help rök... ... en drottinn ræður. (Saknaðarljóð.) M. HELGI spjall RE YKJAVIKU RB REF Laugardagur 18. júlí IVOR VARÐ HVELLUR ÚT af því að Guðmundur Bjarna- son umhverfisráðherra heimil- aði að lyfíð fenemal yrði sett út í æðarvörp, svo að æðarrækt- arbændur gætu varizt varg- fugli, sem þeir segja að geri mikinn usla í æðarvarpi þeirra og telja sumir að þeir hafi orðið fyrir stór- tjóni af völdum ágangs vargfugls. Ráðherr- ann veitti fimm leyfi til notkunar lyfsins á nokkrum stöðum á landinu, þar á meðal í Önundarfirði, þar sem m.a. eru heimkynni arnarins. Og þar með var komið að við- kvæmu máli. Örninn hefur verið í mikilli útrýmingar- hættu og lengst af þessari öld, sem er að líða, var viðgangur arnarstofnsins stöðugt á niðurleið eða þar til árið 1964 að bannað var að eitra fyrir tófu. Fram að því höfðu menn lagt út eitruð hræ til þess að veiða tófu, en ernir, sem á stundum eru hrææt- ur, komust í hræin og drápust. Olli þetta miklum afföllum í arnarstofninum, sem fór þó að hjarna við strax og eiturbannið var samþykkt og upp úr árinu 1970 tóku menn að merkja fjölgun í stofninum á ný. Á versta skeiði arnarins á öldinni voru aðeins ernir í ísafjarðardjúpi og við Breiðafjörð, en nú mun örninn hafa haslað sér völl á ný, þar sem hann áður var útdauður, svo sem eins og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Örn- inn er sem sagt að hjarna við og telur stofninn nú samkvæmt áætlun um 130 til 140 fugla, þar af um 38 pör, en ungfuglar para sig ekki fyrr en þeir eru orðnir um sex ára gamlir. mm hermann svein- Ekki sama björnsson forstöðu- eitrið nú maður Hollustuvernd- .» ar ríkisins, sem er Og aour meðal þeirra, sem eru ráðgefandi í málum er varða útburð eiturs, sagði í greinargerð, sem birt var í Morgun- blaðinu nú í vikunni, að ekki mætti setja eitr- ið stryknín, sem æðarbændur notuðu til að verjast ref, undir sama hatt og fenemal. Stryknín væri þrávirkt eitur, sem brotnaði seint niður í náttúrunni, en fenemal, sem væri svefnlyf, brotnaði auðveldlega niður og á tiltölulega stuttum tíma. Þar af leiðandi væri um tvær ólíkar eiturtegundir að ræða. Guðmundur Bjarnason, umhverfisráð- herra, hefur og skýrt ákvörðun sína í grein, sem hann reit í Morgunblaðið íyrir skömmu. Þar segir hann m.a.: „I fyrri mánuði veitti ég heimild til slíkrar undanþágu til fimm æðar- bænda, í tilraunaskyni og að uppfylltum mjög ströngum skilyrðum, sem ekki síst eiga að tryggja að arnarstofninum stafi ekki hætta af notkun efnisins. Þessi ákvörðun varð til þess að formaður ráðgjafarnefndar um villt dýr sagði af sér og nokkur umræða var í fjölmiðlum um málið. Var á stundum að skilja af umfjölluninni að með ákvörðuninni væri arnarstofninum stefnt í stórhættu og nýju og hættulegu eitri sleppt út í náttúru Islands. Slíkt er fjarri sanni.“ Ráðherrann segir í grein sinni að fenemal hafi víða verið notað til þess að verjast varg- fugli á árunum 1971 til 1994, er sett voru lög er bönnuðu útburð á eitri með ákvæðum sem heimila ráðherra að veita undanþáguna um- ræddu. Guðmundur Bjarnason segir: „Fenemal er svefnlyf, sem m.a. hefur verið gefið börnum. Það brotnar hratt niður, hvort sem er í mannslíkamanum eða í náttúrunni og er alls þskylt þeim þrávirku eiturefnum, sem við Islendingar höfum hvað mestar áhyggjur af og höfum barist gegn. I þá rúma tvo áratugi sem efnið var notað hér á landi er varla að finna nokkur dæmi um skaðleg áhrif af völdum efnisins. Ai’narstofninn rétti aðeins úr kútnum á þessu tímabili, en hefur staðið í stað eftir að notkun fenemals var hætt. Ekkert bendir því til þess að samband sé á milli fenemal-notkunar og viðgangs arn- arstofnsins“. staður foringjans nefndur „Arnarhreiðrið", reistur á fjallstindi í Berchtesgaden, ævin- týralegum stað, þar sem allt byggingarefni var flutt upp með togvindu, sem síðan var fjarlægð, svo að enginn kæmist þar upp nema fuglinn fljúgandi. Örninn hefur verið tákn valds og dirfsku frá alda öðli vegna stærðar sinnar og góðra flugeiginleika. I rómverskum goðsögum var hann nátengdur guðnum Júpíter og harm var tákn margra rómverskra hersveita. Á valdatíma Bónapar- te í Frakklandi var örninn einnig í hávegum hafður. Hann var einnig tákn rússneska keisaradæmisins og ennfremur tákn keis- aradæmisins, sem kennt var við Austurríki- Ungverjaland. Þá er ameríski örninn, með hvíta höfuðið, löngu orðinn einkenni Banda- ríkjanna og skreytir fjölda merkja þar vestra, svo sem skjöld forsetans og fleira. Hafóminn, eins og íslenzki öminn hins vegar heith’, hef- ur átt heimkynni og verpt allt frá Grænlandi og austur um alla Evrópu og Asíu að Kyrra- hafi og suður til Egyptalands og Israels. Örn- inn er stærstur á Grænlandi og minnstur við Miðjarðarhafið. I langflestum löndum hefur amarstofninn verið á undanhaldi, nema helzt í Noregi. Hér á landi var stofninn í lágmarki og útrýmingarhættu á sjöunda áratugnum, en er og hefur verið til þessa að hjarna við, þótt lítil sem engin fjölgun hafi orðið í stofnin- um síðasta áratuginn. Islendingar hafa ekki hampað eminum, þótt hann sé langtignarlegastur og stærstur allra íslenzkra fugla. Hann hefur t.d. aldrei verið í skjaldarmerki Islands, heldur er þar erlendur fiigl, gammui’, sem Islendingai’ ættu lítið að þekkja til. Hins vegar hefur fálkinn verið einkar hjartfólginn Islendingum, þegar menn hafa verið að búa til táknmyndir lands- ins. Þannig var skjaldarmerkið fram til 1919 fálki á bláum skildi. Einnig má á það benda að fálkinn er merki Sjálfstæðisflokksins. Stormasöm sambúð arna og æðarbænda ÆÐARBÆNDUR OG samtök þeirra hafa iðulega á undanförn- um áram kvartað til yfirvalda vegna tjóns af völdum ai’na í æðarvörpum. Nokkur til- felli komu upp í fyrra þar sem æðarbændur töldu sig verða fyrir búsifjum af völdum arna í varplöndum og í fyrra sagðist Guð- mundur Ágnar Guðjónsson æðarbóndi á Harastöðum í Dalasýslu fara fram á skaða- bætur vegna tjóns sem hann taldi að ernir hefðu valdið sér. Öm hefur í gegnum tíðina gert usla og óskunda hjá æðarbændum. Málið getur þó verið flóknara en svo að eingöngu sé unnt að kenna erninum um, vegna þess að annar vargfugl kemur oft í kjölfarið og vinnur tjón sem hann á stundum hefði ekki getað valdið, ef örninn hefði ekki komið fyrst. Á þá að kenna erninum um tjónið eða ekki? Um það er oft deilt. Þá veldur örninn oft óbeinu tjóni frá sjónarhóli æðarbænda. Hann veldur styggð og hrafnar og mávar eiga oft auð- veldara með að koma í kjölfarið. Örninn er alfriðaður og hefur ríkisvaldið aldrei viðurkennt bótaskyldu vegna tjóns af völdum friðaðra dýra. Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu sagði í fyrra, er sérstök umfjöllum var um þessi mál, að mjög erfitt væri að sýna fram á tjón af völdum arna og að það sé grundvall- aratriði í skaðabótarétti að ljóst liggi fyrir hver skaðinn sé. Umræða um skaðsemi arn- arins varð á Alþingi í maí á síðastliðnu ári og þar hélt Gísli S. Einarsson alþingismaður því fram að hér væri um grafalvarlegt mál að ræða fyrir bændur, sem ættu að nokkru eða verulegu leyti afkomu sína undir nytjum af æðardúni og eggverum. Benti þingmaðurinn á að það gæti tekið 20 til 30 ár að koma æð- arvarpi af stað að nýju þar sem það hefði lagzt af vegna skaðsemi arnarins. Krafðist hann svara um bótaskyldu ríkisins vegna tjóns af völdum arna. Guðmundur Bjarnason ítrekaði þá þá afstöðu sem stjórnvöld hafa fylgt, að ekki sé hægt að ætlast til að ríkið bæti tjón af völdum dýra, sem era friðuð. ERNIR ERU EÐA hafa verið táknfuglar margra þeirra þjóða, sem státað geta af örnum í fuglafánu sinni. Þannig er t.d. örn tákn í þýzka skjald- armerkinu og í þriðja ríkinu var sumarbú- Ernir ein- kenni þjóða, tákn valds ARIÐ 1994 SKILAÐI Kristinn H. Skarp- héðinsson, líffræðing- ur á Náttúrufræði- stofnun Islands allít- arlegri skýrslu um tjón af völdum arna í æð- arvörpum og vora meginniðurstöður hans Skýrsla um tjón af völdum arna ARNARUNGI í hreiðri. Umhverfisráðuneytið setur ströng skilyrði í 11 liðum, sé leyfi veitt fyrir myndatöku á hreiðurstað arna. Myndin er tekin um síðustu helgi með leyfi umhverfisráðuneytisins. Morgunblaðið/RAX þær að þótt ernir hefðu valdið tjóni, sem gæti verið tilfinnanlegt fyrir einstaka bænd- ur, þá sé verulegt tjón af völdum þeirra fátítt og staðbundið. Samkvæmt skýrslunni er æðarvarp nytjað á 200 jörðum í heimkynnum arnarins, eða frá Hvalfirði og vestur um og norður í Hrútafjörð. Könnun Kristins sumarið 1991 leiddi í ljós að rúmlega þriðjungur æðar- ræktarbænda, sem hann ræddi við taldi sig hafa orðið fyrir ágangi eða tjóni af völdum arna. Tæplega helmingur taldi tjónið ekki vera umtalsvert. Bændur á tíu stöðum, aðal- lega við norðanverðan Breiðafjörð, töldu erni vera viðvarandi vandamál og stundum valda stórtjóni. Á einum bæ vora ernir taldir hafa valdið stórtjóni þrisvar til fjóram sinn- um á síðastliðnum 40 árum og dúntekja við það rýrnað um allt að 10 til 20 kg í hvert skipti. Aðrir sem tilgreindu umtalsvert tjón undanfarin 25 ár (sjö talsins) töldu sig hafa tapað einu til fimm kg af dúni sum ár vegna arna. í skýrslunni kemur ennfremur fram að í tveimur af hverjum þremur tilfellum þar sem meintir skaðvaldar voru þekktir, reynd- ust þeir vera flökkuernir. Arnarstofninn hefur staðið í stað í 10 ár ARNARSTOFNINN hefur staðið í stað í rúman áratug. Sam- kvæmt talningu í fyrra era nú 38 arn- arpör á landinu og vitað var um 31 arnar- varp í fyrravor. Að meðtöldum ungfuglum er áætlað að arnarstofninn telji 130 til 140 fugla. Útbreiðslan er að mestu bundin við Vesturland. Við Breiðafjörð hafa haldið til 25 af þeim 38 arnarpörum, sem þekkt era. Miklum sögum hefur oft farið af grimmd arnarins og lambadrápi hans. Að þessu er vikið í skýrslu Kristins Skarphéðinssonar. Þar segir að lambadráp arna virðist að mestu úr sögunni. Vitnað er til rannsókna Agnars Ingólfssonar árið 1961 á meintu lambadrápi arna. Þær leiddu í ljós að ernir gátu aðeins hafa tekið lítinn hluta þeirra lamba sem þeim var kennt um að hafa drep- ið og í skýrslunni segir að langflestar full- yrðingar um að ernir hafi tekið lifandi lömb séu byggðar á veikum forsendum. Kristinn Skarphéðinsson segir í skýrsl- unni, þai’ sem reynt er að varpa ljósi á tjón í æðarvörpum af völdum arna, að í tveimur af þremur æðarvörpum hafi ernir annað hvort ekki valdið skaða eða bændur teldu sig ekki hafa ástæðu til að kvarta undan örnum. Þar sem bændur tilgreindu á hinn bóginn tjón var það oftast fólgið í því að ernir fældu koll- ur úr varpi og mávar og hrafnar eyðilögðu egg og dún í kjölfarið. Fjöldi hreiðra, sem eyðilagðist á þennan hátt, skipti sjaldan meira en nokkrum tugum. I arnarstofninum era eins og áður segir á bilinu 130 til 140 fuglar. Orkuþörf arna svar- ar til þess að þeir þurfi að éta hálft kg af kjöti á dag. Æðarstofninn er hins vegar tal- inn vera tæplega milljón fuglar, þar af um 680 þúsund á arnarsvæðunum vestanlands. Samkvæmt skýrslu Kristins virðist því ekki vera svo sem æðarstofninum stafi nein hætta af örnum því að um 7.200 æðarfuglar eru á hvern örn á landinu. Gróflega áætlað éta 135 emir um 6.400 æðarfugla á hverju ári eða um 0,65% af æðarstofninum. AÐEINS EINU Bónda dæmd- sinni hafa bónda verið ar bætur dæmdar bætur vegna tjóns sem örn olli í landareign hans. Árið 1966 kvað Hæstirétt- ur upp dóm þar sem bóndi á Hvallátram á Breiðafirði hlaut bætur úr ríkissjóði vegna tjóns sem örn olli í æðarvarpi hans. Drap örninn tugi æðarfugla við hreiður vorið 1957 og taldi bóndinn að um 1.000 af 3.000 til 3.500 hreiðrum hefði spillzt af völdum arn- arsins. Fór hann fram á að fá heimild til að drepa örninn, en fulltrúi í menntamálaráðu- neytinu synjaði beiðninni og taldi jafnframt að tjónið yrði bætt. Bóndinn fékk engar bætur og höfðaði þá mál. Var ríkissjóður sýknaður í héraðsdómi en níu árum síðar dæmdi Hæstiréttur bóndanum 15 þúsund króna bætur, sem voru um fimmtungur þess sem upphafleg bótakrafa kvað á um. Skiptar skoðanir munu vera meðal manna um fordæmisgildi þessa dóms vegna hugsanlegrar bóta- skyldu, en þetta mun vera eina málið, sem dæmt hefur verið í að því er varðar árekstra arna og æðarbænda. I skýrslu sinni lagði Kristinn Skarphéð- insson það til að ríkisvaldið og æðarbændur tækju upp viðræður um lausn þessara mála, t.d. um það hvernig meta eigi tjón í æðar- vörpum. Kristinn lítur svo á í skýrslunni að ríkisvaldið verði að fallast á að ernir geti valdið tjóni í æðarvörpum, sem kunni að vera réttlætanlegt að bæta. Hins vegar verða æðarbændur jafnframt að viðurkenna að örninn er hluti náttúru landsins, en ekki aðeins óæskilegt aðskotadýr í æðarvörpum. Kristinn vill að kannaðir yrðu möguleikar á að koma á fót tryggingasjóði til að bæta veruleg skakkaföll í æðarvarpi. Þó segir hann í skýrslu sinni að Ijóst sé að margvís- leg vandamál fylgi bótagreiðslum. Nær öll bótakerfi, sem komið hafi verið upp erlend- is til að bæta tjón, sem villt dýr valdi, hafi verið misnotuð. I niðurlagi skýrslunnar segir Kristinn Skarphéðinsson líffræðing- ur: „Ef ekkert verður aðhafzt í málunum, er líklegt að vandinn muni aukast og gætu bændur þá tekið málin í sínar hendur. Það mun hvorki verða arnarstofninum til fram- dráttar né ímynd æðarbænda meðal al- mennings, náttúruverndarsamtaka og er- lendra dúnkaupenda. Ekki er mælt með því að leyfa arnardráp, eyðileggja arnarvarp í grennd við æðarvarp, né reyna að fækka örnum við Breiðafjörð með því að flytja þá í aðra landshluta.“ Þegar á allt þetta er litið virðist það skynsamlegri kostur að bæta æðarbændum það tjón, sem þeir sannanlega verða fyrir af völdum arnarins en að taka þá áhættu um framtíð arnarstofnsins, sem fylgir ákvörðun Guðmundar Bjarnasonar umhverfis- og landbúnaðarráðherra. íslendingar hafa ekki hampað erninum, þótt hann sé langtign- arlegastur og stærstur allra ís- lenzkra fugla. Hann hefur t.d. aldrei verið í skjaldarmerki Is- lands, heldur er þar erlendur fugl, gammur, sem íslendingar ættu lítið að þekkja til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.