Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 37 MINNINGAR KIRKJUSTARF GUNNAR FREYSTEINSSON + Gunnar Frey- steinsson fædd- ist á Selfossi 27. apríl 1970. Hann lést í bílslysi 5. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 15. júlí. Slysin gera ekki boð á undan sér, góður vinur og skólabróðir er látinn. Þvílíkt reið- arslag og hann sem fyrir fáum mánuðum mátti sjá á eftir bróður sínum í blóma lífsins. Það virðast engin takmörk vera fyrir því hvað hægt er að leggja á foreldra hans og sysþur. Eg kynntist Gunnari fyrir átta árum er við hófum nám í skógfræði í Noregi. Mér varð fljótt ljóst að þar fór afburðanámsmaður. Hann var ekki lengi að renna í gegnum námsefnið og síðan var tíminn not- aður í áhugamálin s.s. landafræði og mannkynssögu. Þvílíkur hafsjór af fróðleik sem svo ungur maður hafði yfir að ráða. Gunnar var mjög dagfarsprúður maður og hafði mik- ið jafnaðargeð. Hann var ekki fyrir að trana sér fram en á sinn ein- staka hátt ávann hann sér virðingu samferðamanna. Samband Gunn- ars við fjölskyldu sína var sérlega gott. Þau komu oft inn í umræðuna og hann sagði skemmtilegar sögur af ferðum þeirra innanlands og ut- an. Ragnhildur systir hans var í miklu uppáhaldi og vorið sem hún útskrifaðist úr menntaskóla var fylgst vel með gangi mála, ég er ekki frá því að það hafi verið smá keppni í gangi. Eftir að skólagöngu lauk fór Gunnar fljótlega að vinna hjá Skógrækt ríkisins við undirbúning Suðui’landsskóga. Þar vann hann framúrskarandi gott starf og sunn- lenskir skógarbændur eiga honum mikið að þakka. Hann var svo af- kastamikill og eftir hann hggur mikið efni sem mun nýtast okkur vel í framtíðinni. Gunnar var um það bil að taka nýju starfi á Mógilsá og ég samgladdist honum innilega því þar var kominn réttur maður á réttan stað. En vegir guðs eru órannsakanlegir og að lokum vil ég þakka fyrir að hafa átt svo góðan og traustan vin sem Gunnar var. Ég votta Ingi- björgu, Freysteini og Ragnhildi mína dýpstu samúð. Sigrún Sigurjónsdóttir. I hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. (M. Joch.) Það er alltaf erfitt að sætta sig við það þegar fólk hverfur á braut í blóma lífsins og á svo margt ógert. Gunn- ar var afar rólegur að eðlisfari og kom okkur skólasystkinum oft fyr- ir sjónir sem einfari. Hann var bráðgreindur og vel að sér á mörg- um sviðum, ekki síst kunni hann skil á ýmsu sem fyrir öðram var sem lokuð bók. Má t.d. nefna að hann var í sigurliði spuminga- keppni framhaldsskólanna vetur- inn 1989. Gunnar var mikill náttúruunn- andi og í MK notaði hann hverja stund til að njóta náttúrannar. Meðan aðrir sátu inni í frímínútum fékk Gunnar sér góðan göngutúr og skerpti athyglisgáfuna fyrir næstu kennslustund. Gunnar var traustur, áreiðanlegur og stóð ávallt fyi-ir sínu. Við kveðjum góð- an dreng og biðjum Guð að styrkja fjölskyldu hans í sorg sinni. Bekkjarfélagar úr Menntaskólanum í Kópavogi. Kveðja frá Menntaskólanum í Kópavogi Á þessum sólríku sumardögum berst sú harmafregn að Gunnar Freysteinsson hafi látist í umferð- arslysi. Einu sinni enn verður oss dauðlegum mönnum sú vanmátt- uga spurn á vöram hví forsjónin hrífi svo skyndilega brott ungan efnilegan mann í blóma lífsins frá ástvinum og ættingjum. Þegar slík- ir sorgaratburðir gerast verður mönnum orðs vant. Gunnar Freysteinsson var nem- andi í Menntaskólanum í Kópavogi á áranum 1986-1990 er hann lauk stúdentsprófi af náttúrafræði- braut. Hann var greindur og góður námsmaður, einstaklega ljúflyndur og dagfarsprúður piltur, vinsæll af kennurum og skólafélögum. Gunn- ar átti sæti í spumingaliði skólans er sigraði í spumingakeppni fram- haldsskólanna árið 1989 en þar nýttust vel hans fjölbreyttu hæfi- leikar enda var Gunnar vel lesinn og áhugasvið hans lágu víða. Eftir lifir minning um góðan dreng og þakklæti fyrir að hafa mátt njóta samvistanna við hann. Fyrir hönd allra í Menntaskólan- um í Kópavogi sendi ég aðstand- endum Gunnars okkar dýpstu sam- úðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja þá og blessa í óbærilegri sorg þeirra. Margrét Friðriksdóttir skólameistari. Á sólríkum sumarmorgni era mér færðar þessar hræðilegu frétt- ir að Gunnar sé dáinn. Skyndilega, eins og hendi sé veifað, er sem ský fari fyrir sólina og það dimmir yfir öllu. Traustur vinur og vinnufélagi er fallinn frá, hrifinn burt frá okk- ur í blóma lífsins. Aldrei aftur fáum við að heyra framlegar vangaveltur um mannkynssöguna eða skondnar stökur um hrakfarir samstarfs- manna. En minningin um skemmtilegar samverastundir fær okkur til að brosa. Gunnar aðstoð- aði mig mikið við lokaverkefni mitt í Garðyrkjuskólanum og fæ ég honum seint þakkað. Hann sat með mér dögum saman við að setja endapunktinn á ritgerðina og kvartaði aldrei þótt neminn hans væri kominn í annarlegt ástand, eins og hann orðaði það, vegna of langrar setu við tölvuskjáinn. Þetta lýsir Gunnari vel því hann var alltaf tilbúinn til að hjálpa manni og hann hafði alltaf svör á reiðum höndum ef maður þurfti að vita eitthvað. Skógrækt átti hug hans allan og hann hafði svo gaman af því að fræða mann um hitt og þetta tengt skógrækt. Þitt skarð verður seint fyllt, en minningin um þig mun lifa í hjarta okkar um ókomna framtíð. Kæra fjölskylda Gunnars, ég sendi ykkur innilegar samúðar- kveðjur og Guð gefi ykkur allan þann styrk sem þið þurfið á að halda. Við hugsum til ykkar. Agnes Brá. Það var mikil gleði í mínu hjarta og eftirvænting þegar ákveðið var nú í vor að ráða Gunnar Frey- steinsson sem sérfræðing við Rannsóknastöðina á Mógilsá. Við ætluðum okkur að vinna sameigin- lega að tveimur nýjum og yfir- gripsmiklum rannsóknarverkefn- um. Gleði mín var ekki aðeins til- SVEINBJORG EDDA GUÐMUNDSDÓTTIR GERBRACHT + Sveinbjörg Edda Guð- mundsdóttir Gerbracht fæddist í Reylqavík 17. október 1941. Hún andaðist á heimili sínu í Richardson 7. júlí síðast- liðinn. Edda var húsmóðir í Ric- hardson, Texas. Fyrri eigin- maður Eddu er Ralph LePaugh og eignaðist hún með honum eina dóttur, Christine, en hún er gift Fritz Anderson. Árið Með örfáum orðum vil ég kveðja góða vinkonu, hana Eddu, og þakka henni góð kynni. Ég hitti hana fyrst hjá Mæju systur minni sem býr í Dallas, reyndar kynntist ég öllum vinkonum Mæju sem voru í saumaklúbbnum „Týndu nálinni", þeim Eddu, Ernu, Sigrúnu og Nancy. Nú era þær Edda og Ema báðar farnar, Edda barðist hetju- lega við krabbamein, en varð und- an að láta. Það vantar mikið næst þegar ég kem til Dallas, engin Edda. Þakklæti er mér efst í huga, fyrir að hafa kynnst svo góðri stúlku og átt vináttu hennar. Það 1972 giftist Edda síðari eigin- manni sínum, Donald O. Ger- bracht. Dóttir Donalds og stjúp- dóttir Eddu er Schauna, gift Bill Richards. Barnabörn Eddu og börn Christine og Fritz eru Calvin Osmund og Edda Brynn. Útför Sveinbjargar fer fram frá kapellunni í Fossvogi, mánudaginn 20. júlí og hefst at- höfnin klukkan 10.30. var sama hvenær var komið í heim- sókn til Eddu, á hennar fallega heimili, brosandi kom hún til dyra og fagnaði gestum, og veitingar frábærar. Þá var hlegið og masað og rifjað upp hvað hefði gerst síðan síðast. Edda bjó manni sínum Donald (Donna) fagurt heimili og voru þau samhent í öllu. Ég bið góðan guð að styrkja aldraða móður Eddu, Unni, en hún dvelur nú á sjúkrahúsi. Eigin- manni Eddu, Donald, dóttur henn- ar, Stínu, og börnum hennar, Brynju systur hennar og fjöl- skyldu sendi ég innilegar samúð- arkveðjur og bið guð að styrkja þau og blessa. Fagna þú, sál mín. Allt er eitt í Drottni, eilíft og fagurt - dauðinn sætur blundur. Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni og þrotni, veit ég, að geymast handan stærri undur. Þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni, bíður vor allra um síðir Edenslundur. (Jakob J. Smári) Guð blessi minningu Eddu. Jóhanna Kristinsdóttir Elsku Edda. Við eram þakklát fyrir þá gjöf að hafa átt þig að. Vissan um það, að drengimir okk- ar munu alltaf búa að því, hve þú miðlaðir þeim ríkulega af hjarta- hlýju þinni, er okkur óendanlega mikils virði. Þótt okkur finnist að þú takir með þér svo mikið af okk- ur, þá skilurðu mun meira eftir í hjörtum okkar. Þær gullnu stundh- sem við áttum saman í Richardson og hér heima verða ekki fleiri og ekkert getur komið í stað þeirra. Okkur fannst oft erfitt að kveðj- ast eftir frábærar samverastundir, en þessi kveðjustund er sú erfið- asta. Guð blessi þig. Árni, Brynja og strákarnir. komin vegna þess að ég vissi að til þessara verkefna var að ráðast maður með afburða hæfileika á sviði skógfræða, heldur hafði ég einnig átt því láni að fagna að vinna með Gunnari í stuttan tíma fyrir þremur áram og kynntist honum þá ágætlega. Gunnar var í einu orði sagt gull af manni. Nú hefur hann verið hrifsaður burt í blóma lífsins. Svart ský dregur fyrir sólu og kuldinn læðist að. Harmurinn er mikill og tilgangsleysi atburðarás- arinnar algjört. En persóna Gunnars var svo upplífgandi og sterk að ég finn að hún lifir í huga mínum og í huga okkar allra sem báram gæfu til að fá að umgangast hann. Hann mun því lifa í störfum okkar og verk- um. Þegar ég hugsa til Gunnars þá hugsa ég um þreytta ferðalanga á leiðinni heim úr vinnuferð, það er rætt um heima og geima. Hann gat lyft umræðunni á hærra plan þegar hann byrjaði að fræða mann um þjóðflutninga í Evrópu eða hvernig hægt er að útskýra upprana hinna ýmsu ömefna sem á leið okkar urðu út frá gelísku máli. Þessir fyr- irlestrar vora svo skemmtilegh- að maður varð hálfleiður þegar heim var komið að fá ekki að heyra meira. Nú er ferð Gunnars meðal okkar lifenda lokið og ég kveð góðan vin og félaga. Freysteinn, Ingibjörg og Ragn- hildur, ég samhryggist ykkur inni- lega. Arnór Snorrason. Safnaðarstarf Friðrikskapella. Kyrrðarstund í há- deginu á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Grensáskirkja. Mæðramorgunn mánudag kl. 10-12. Fella- og Ilólakirkja. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkj- unni alla daga frá kl. 9-17. Seljakirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Almenn sam- koma kl. 20. Ræðumaður Gylfi Markússon. Sauðárkrókskirkja. Kvöldmessa í Sauðárkrókskirkju í kvöld kl. 20.30. Sr. Hjálmar Jónsson þjónar. Gestir eru sjónvarpstrúboðar kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega, Kol- brún og Guðlaugur Laufdal, sem leiða kvöldþáttinn Kvöldljós. Hvítasunnukirkjan Akureyri Samverustund í Hvítasunnu- kirkjunni annað kvöld kl. 21. Sjónvarpstrúboðar kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega, Kolbrún og Guðlaugur Laufdal, sem leiða kvöldþáttinn Kvöldljós þjóna ásamt gestum. www.mbl l.is Sími 588 9090 • Kax 588 9095 • SÍOmiu'ilu 2 I Seltjarnarnes - sérbýli óskast. Höfum ákveöinn kaupanda I að einbýli, parhúsi eða raðhúsi á Seltjam- arnesi. Sterkar greiðslur í boði fyrir rétta eign. Nánari upplýsingar veitir Magnea. Lindir - Smárar - raðhús óskast. Höfum ákveðinn kaupanda að 90-150 fm raðhúsi i Lindum eða Smárum í Kópavogi. Staðgreiðsia i boði. Nánari uppi. veitir Magnea. Hörgshlíð - einb./tvíb. Vorum aö fá í sölu gott steinsteypt u.þ.b. 250 fm einbýlis- hús á tveimur haeðum á eftirsóttum stað. Einnig er í húsinu góð 2ja herbergja íbúð með sér- inngangi. Fallegt hús á grónum stað. Stór og gróin lóð. V. 20,0 m. 7993 RAÐHUS Gaukshólar. Vorum að fá í sölu 3ja herb. 74,3 fm íb. sem skiptist í hol, baðh., tvö herb., eldh. og stofu með svölum út af. V. 5,9 m.8053 Hrafnhólar. Vorum að fá í sölu fallega 3ja herb. 69 fm íb. á 4. hæð í lyftuh. Blokkinni verður skilaö nýviðg. Laus fljótl. V. 5,9 m. 8055 EIGNAMMUMN ___________________________ Starfsmenn: Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali, söiustjóri, Þorteifur St.Guðmundsson.B.Sc., sðlum., Guðmundur Sigurjónsson Iðgfr. og lögg.fasteignasali, skjalagerð. Stefán Hrafn Stefánsson Iðgfr., sðlum., Magnea S. Sverrisdóttir, Iðgg. fasteignasali, sólumaður, Stefán Ami Auðóifsson, sðlumaður, Jóhanna Valdimarsdóttir, auglysingar, gialdkeri, Inga Hannesdóttir, slmavarsia og ritari, Ólðf Steinarsdóttir, öflun skjala og gagna, Ragnheiður D. Agnarsdóttír.skrifstofustðrf. NÍ Opið virka daga frá kl. 9-18. Lokað um helgar í sumar. Um 500 eignir kynntar á alnetinu -www.eignamidlun.is Freyjugata - rúmgóð. Vorum að fá í sölu fallega 5 herb. 142 fm hæð í 4-býli. Auk þess fylgir 32 fm bílsk. Húsið hefur allt nýl. ver- ið standsett. íb. er laus strax. V. 12,8 m. 8042 Kóngsbakki. Vorum að fá í sölu snyrtil. 4ra herb. íb. sem skiptist ( hol, 3 herb., baðh., þvottah., eldhús og stofu með svölum. Gott hús. V. 6,9 m. 8047 Engjasel. Björt og opin 114 fm íbúð með stæði í bílag. (búðin skiptist í forstofu, hol, eld- hús, bað með þvottav., 3 herb. og stofu með svölum. V. 7,9 m. 8051 Háaleitisbraut - Sigvalda- hús. Vorum að fá í sölu fallega 102 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. þvottahús í íbúð. Stórar suðursvalir. V. 7,9 m. 8054 Laugavegur - rúmgóð. Vorum að fá í sölu 122 fm 4ra herb. íb. á 2. hæð í fal- legu steinhúsi við Laugaveg. íb. fylgir bílastæði á baklóð. Miklir möguleikar. V. 7,5 m. 8056 Víkurbakki. Vorum að fá í sölu gott endaraðhús með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist í 4 herbergi, stofu með stórum svölum út af, eldhús með borðkrók o.fl. Húsið hefur verið klætt að utan. V. 11,9 m. 8037 Kirkjusandur - glæsieign. Vorum nú að fá til sölu einkar glæsil. 83 fm íbúö í einu af þessum eftirsóttu lyftuhúsum. íbúðin er öll hin vandaðasta bæði innréttingar og gólfefni. Áhv. 5,9 m. hagstæö lán. V. 10,5 m. 8057 Hrísrimi - útsýni. Snyrtil. 3ja herb. 88,5 fm íb. með sérinng. (b. skiptist í hol, tvö herb., geymslu, bað, eldh. og stofu með svöl- um. Stutt er í skóla og alla þj. V. 7,3 m. 8044
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.