Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.07.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 17 LISTIR KRISTÍN Halldórsdóttir Eyfells: Saddam Hussein, forseti Iraks. „Frægar ásjón- ur“ Kristínar Söngkonur í sumar- Sumar- námskeið í íslenskum miðalda- fræðum TVEGGJA vikna alþjóðlegt sum- arnámskeið í íslenskum miðalda- fi’æðum í Háskóla Islands hefst mánudaginn 20. júlí. Heimspeki- deild, Stofnun Arna Magnússonar og Stofnun Sigurðar Nordals gangast fyrir námskeiðinu. Stofn- un Sigurðar Nordals annast skipu- lagningu þess og stjórnar for- stöðumaðui' hennar því. Þetta er í annað skiptið sem slíkt námskeið er haldið. Þátttakendurnir verða 15 að þessu sinni og koma frá 7 löndum. Á námskeiðinu verður sérstaklega fengist við norræna goðafræði og íslenskar miðaldabókmenntir í evrópsku samhengi. Auk þess verða fluttir fyrirlestrar m.a. um dróttkvæði, biskupasögur, riddarasögur, fornsögurnar í ljósi fomleifafræðinnar og viðtökur sagnanna á síðari tímum. Þá gefst þátttakendum tækifæri til að heimsækja söfn og skoða sig um á söguslóðum. Kennt verður á ensku. Mikill áhugi er á íslenskum mið- aldafræðum víða um lönd, ekki síst í Norður-Evrópu og Norður-Am- eríku. Fomíslenska og miðalda- bókmenntir era kenndar við marga háskóla og rannsóknir stundaðar. Fræðirit á sviðum íslenskra mið- aldafræða og þýðingar á fombók- menntum eru gefnar út á mörgum tungumálum. Til marks um hinn mikla áhuga á miðaldafræðum má benda á að um 200 manns sóttu þing um norræna miðaldamenn- ingu og miðlun hennar sem Stofn- un Sigurðar Nordals stóð að og haldið var í Kaupmannahöfn í apríl sl. Að jafnaði sækja á þriðja hund- rað manns alþjóðleg fornsagna- þing sem haldin eru þriðja hvert ár. Ellefta fomsagnaþingið fer fram í Ástralíu árið 2000. Vegna þessa mikla áhuga er eðlilegt að Háskóli Islands bjóði erlendum stúdentum sumarnámskeið um íslenskar mið- aldir enda er háskólinn miðstöð ís- lenskra fræða í heiminum. SÝNING á málverkum Kristín- ar Halldórsdóttur Eyfells stend- ur nú yfír í sýnirými listadeild- ar háskólans í Mið-Flórída. Yfírskrift sýningarinnar er „Famous Faces“, Frægar ásjón- ur, en þar glfmir listakonan með sfnum hætti við ásjónur fólks sem flest hefur sett svip sinn á öldina sem er að líða. Má þar nefna Bandaríkjaforsetana Reagan, Eisenhower, Carter og Kennedy, bresku forsætisráð- herrana Churchill og Thatcher, Saddam Hussein íraksforseta, tónskáldið Igor Stravinsky, heimspekinginn Bertrand Russell, myndlistarmanninn Salvador Dali, leikarann Sean Connery og hnefaleikakappann Mike Tysoii. Þá eru myndir af nokkrum Islendingum á sýning- unni, eins og myndhöggvurun- um Ragnari Kjartanssyni og Jó- hanni Eyfells, eiginmanni Krist- ínar, auk sjálfsmyndar listakon- unnar. Kristín hefur haldið fjöl- margar sýningar ein og með manni sinum, auk þess að taka þátt f samsýningum á Islandi, f Bandarfkjunum og víðar. Verk eftir hana eru í eigu listasafna víða um heim. í tengslum við sýninguna í Flórída hefur verið gefin út vegleg sýningarskrá, þar sem margar af myndunum er að fínna. Sýningunni lýkur 7. ágúst næstkomandi. skapi Á TÓNLEIKARÖÐ Iðnó á þriðju- dagskvöldið 21. júlí n.k. verðaFjór- ar klassískar, með tónleika í Iðnó. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð hússins. Fjórar klassískar eru þrjár söngkonur og píanóleikari, þær Aðalheiður Þorsteinsdóttir pí- anóleikari, Björk Jónsdóttir söng- kona, Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona og Margrét J. Pálmadótt- ir söngkona sem jafnframt útsetur fyrir hópinn. Þær hafa unnið saman síðan 1995. Eins og nafnið bendir til hafa tón- Saga um kynskipti og ást BANDARÍSKA bókaforlagið Vik- ing-Penguin hefur ákveðið að greiða sem svarar til um 25 milljóna ísl. kr. fyrir fyrstu bók manns er skrifar um kynlífshneyksli, sem skók Dan- mörku á millistríðsáranum. Segir bókin frá hjónunum og listamönn- unum Gerdu og Einar Wegener en hann var fyrsti maðurinn sem fór i kynskiptiaðgerð, að því er segir í Berlinake Tidende. Saga Wegener-hjónanna var um margt sérstök og hreifst Banda- ríkjamaðurinn David Ebershoff af henni, svo mjög að til varð skáld- saga byggð á lífi Gerdu og Einars, er nefnist „The Danish Giri“. Tals- menn Viking-Penguin viðurkenna að greiðslan fyrir útgáfuréttinn sé óvenju há, en minna jafnframt á að sagan sé einstök. Raunar hefur Ebershoff ekki lokið við bókina, en spennan vegna hennar er orðin svo mikil að útgáfurétturinn hefur verið seldur til Bretlands, Brasilíu, Ítalíu og Þýskalands. Listmálararnir Einar og Gerda Wegener bjuggu í Kaupmannahöfn og París. Sat Einar oft fyrir hjá konu sinni, klæddur kvenmannsföt- um. Er hann gekkst undir kyn- skiptiaðgerðina studdi Gerda hann með ráðum og dáð og bjuggu þau saman að henni lokinni. „Bókin fjallar ekki eingöngu um aðgerð- ina... þetta er sagan um hvernig ástin á sér alltaf einhverja útleið," segir Ebershoff. Áætlað er að bókin komi út í Bandaríkjunum í janúar árið 2000. í Iðnó listarkonurnar klassískan bakgrann en tengjast einnig leikhústónlist, popptónlist og djasstónlsit og litast dagskráin af því. Fjórar klassískar hafa sungið á tónleikum hér í borginni og á lands- byggðinni og stefna fljótlega á tón- leikaferð til Mið-Evrópu. Á fyiri hluta efnisskrárinnar eru létt lög sem hæfa kaffihúsum og danshúsum. Síðari hluti efnisskrár- innar kemur úr leikhúsinu, lög eftir Kurt Weil og Hans Eisler. Textarn- ir era flestir eftir Bertolt Brecht. MYND eftir Lilju. I ellefta himni LILJA Kristjánsdóttir opnar sýn- ingu í dag sunnudaginn 19. júlí í Bíl- ar og List á Vegamótastíg 4 og stendur hún til 5. ágúst. Lilja Kristjánsdóttir er fædd 1971, hún útskrifaðist frá málara- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1995. Hún stundaði einnig nám á Myndlistabraut FB til 1992 og fór í námsdvöl til Svíþjóðar í Kongelige Konstfacktskolen 1995. Þetta er önnur einkasýning Lilju, verkin eru unnin með olíu á striga á þessu ári og er þema sýningarinnar I ellefta himni. Sýningasalurinn Bílar og List er opinn alla virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16 og sunnu- daga frá kl. 14-17. Christie’s í mál við listaverkasafnara London. The Daily Telegraph. HIÐ virta uppboðsfyrirtæki Christie’s hefur höfðað mál á hendur listaverkasafnara vegna falsaðrar myndar. Verk- ið, sem safnarinn seldi fyrir milligöngu Christie’s, kallast „Spænsk kona með rautt sjal“ og var sagt eftir expressjónist- ann Alexej von Jawlensky. Það var selt á uppboði Christie’s fyrir um 540.000 pund, um 60 milljónir, árið 1994. Fram að þeim tíma hafði aldrei fengist jafn hátt verð fyrir mynd eftir rússneskan listamann. En Adam var ekki lengi í Paradís, og tveimur ár- um eftir söluna vöknuðu grun- semdir um að hún væri fölsuð. Listfræðingar hafa staðfest þann grun. Christie’s hefur nú krafið Kanadamanninn Charles Ta- bachnick, um 340.000 pund, um 40 milljónir, þann hluta verðsins, sem trygging fyrir- tækisins nær ekki yfir. Fyrir- tækið hefur gert upp við kaup- anda myndarinnar. Talið er fullvíst að málið muni hafa mikil áhrif á lista- verkamarkaðnum, sem er afar viðkvæmur fyrir ásökunum um listaverkafalsanir. Er talið víst að það muni ýta undir ásakanir um falsanir á verkum eftir aðra þekkta listamenn. Þá er málið einnig áfall fyrir Tabachnick, sem hefur notið virðingar og viðurkenningar á meðal listunnenda um tveggja áratuga skeið en hann hefur verið einn mikilvirkasti kaup- andi expressjónískra og fauvískra listaverka. Tabachnick fékk helsta keppinaut Christie’s, Sothe- by’s, til að selja 21 verk fyrir sig á síðasta ári, en ekki er ljóst hvort að sú ákvörðun tengist ásökunum um fölsun. Þar á meðal var verk eftir Jawlensky, sem ekki er talinn neinn vafi á að sé raunveru- lega eftir hann. Hins vegar hafa skotið upp kollinum fleiri verk eftir Jawlinsky, sem grunur leikur á að séu fölsuð og hefur það valdið miklum deilum á meðal erfingja hans, sem hafa úrskurðarvald um hvaða verk séu ekta. Sumarkvöld við orgelið ÞRIÐJU tónleikarnir í tónleika- röðinni Sumarkvöld við orgelið verða í kvöld, sunnudagskvöld 19. júlí kl. 20.30. Þar kemur fram þýski organist- inn Jörg Sondermann. Á efnisskrá hans er Svíta við annað tónlag eftir Clérambault, Tríósónata í Es-dúr eftir Bach, allir sex Schubler-for- leikirnir eftir Baeh og Prelúdía og fúga um nafnið BACH eftir Liszt. Schubler-forleikimir era sjaldan leiknir allir í einu á tónleikum en þeir era allir umritanir á aríum úr kantötum Bachs, en á meðan kan- töturnar heyrðust bara þegar þær pössuðu í kirkjuárinu gat Bach notað sálmaforleikina við mörg tækifæri. Æskuvinur Bachs, Jo- hann Georg Schubler, gaf þá út í kringum 1748. Sálmarnir vora meðal þeirra vinsælustu í þýsku mótmælendakirkjunni á tímum Bachs og fjórir þeirra eru notaðir hér á Islandi undir lagboðunum „Vakna, Síons verðir kalla“, „Gleð þig, Guðs sonar brúð“, „Hver, sem ljúfan Guð lætur ráða“ og „Lofið vom Drottin, hinn líknsama fóður á hæðum“. Hinh' tveir era „Lofsöngur Mar- íu“ (Önd mín lofar Drottin) og „Ach bleib’ bei uns, Herr Jesu Christ", sem er ekki til í íslenskri JÖRG Sondemanil. Morgunblaðið/Amaldur þýðingu. Jörg Sondermann er fæddur árið 1957 í Witten í Þýska- landi og hefur haldið tónleika víða um heim. Hann hefur einnig hljóðritað fyrir útvarp, m.a. allar sex tríó- sónötur Johanns Sebastians Bachs, en í efnisvali sínu leggur hann mesta áherslu á verk J.S. Bachs og jafnframt á verk Max Regers og samtímamanna hans. A árunum 1979-1997 starfaði hann sem organisti og kórstjóri í Westfalen og frá árinu 1985 stóð hann fyrir árlegri tónlistarhátíð er nefnist „Westfálische Bach-Tage“. Jörg Sondermann flutti tfi ís- lands haustið 1997 og starfar nú sem organisti við Hveragerðis- kirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.