Morgunblaðið - 25.10.1998, Side 1

Morgunblaðið - 25.10.1998, Side 1
243. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Eg tel, þess vegna er ég api TVEIR apar virðast hafa kollvarpað við- teknum kenningum fræðimanna um taln- ingu og tungumál með því að sýna að þeir bera skynbragð á töluhugtakið frá einum til níu. Þetta kemur fram í niðurstöðu rann- sóknar, sem birt var í tímaritinu Science á fimmtudag. I Science segir að tveir þriggja ára rhesus-apar hafí leik- ið tölvuleiki sem sýni að aparnir geti greint á milli allt að m'u hluta, án þjálfun- ar. Herbert Terrace, prófessor við Col- umbia-háskóla, segir að niðurstaða rannsóknarinnar sé skýrasta vísbending- in til þessa um að apar geti talið. Þessi niðurstaða er í andstöðu við þá viðteknu skoðun fræðimanna, allt frá heimspekingnum og stærðfræðingnum René Descartes á 17. öld, að prímatar, aðrir en maðurinn, geti ekki hugsað vegna þess að þeir geti ekki beitt málinu. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að getan til að telja og töluleg rökleiðsla séu eldri en tungumálið. Talnaskilningurinn og málið hafí þróast hvort í sínu lagi og að talnakunnáttan hafi komið á undan máli mannsins. Konur sofa lengur en karlar KONUR sofa lengur en karlar, ef marka má viðamikla könnun bresku hagstofunn- ar, og munurinn er 12 mínútur á dag, eða 3.212 klukkustundir á starfsævinni. Kömiunin var gerð í samstarfi við breska jafnréttisráðið og í Ijós kom að úti- vinnandi konur á aldrinum 16-59 ára sofa í 8 klukkustundir og 22 mínútur að meðaltali, en karlar í 8 klst. og 10 mínútur. Konur, sem ekki vinna úti, sofa lengur, eða í 9 klst. og 51 mín. og karlar, sem eru ekki á vimiumarkaðnum, í 8 klst. og 56 mínútur. Karlar á eftirlaunaaldri sofa hins vegar tæpri hálfri klukkustund lengur en konur á sama aldri, eða í 9 klst. og 51 mínútu. Skýringin á Iengri svefni kvenna kann að vera sú að þær séu þreyttari en karl- arnir því þær eyða tveimur stundum á dag í heimilisstörfin að meðaltali, en karlar aðeins hálfri klukkustund. Karl- arnir eru hins vegar næstum einni og hálfri klst. lengur í vinnunni. Morgunblaðið/Þorkell Alvarlegt ástand í Irak ÁSTANDIÐ í írak er slæmt um þessar mundir. Viðskiptabann var sett á landið í ágúst 1990 vegna Persaflóastríðsins og það hefur komið illa niður á almenningi. Næringarskortur er alvarlegt vandamál, ungbarnadauði hefur aukist mjög og sjúkdómar eru út- breiddir. Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, ferðaðist um írak í september og kynnti sér ástand mála og komst að því að sumir landsmenn eru á þeirri skoðun að núverandi ástand sé stríð. Með refsiaðgerðunum séu stjómir Vesturlanda í stríði gegn al- mennum borgurum í írak. Á myndinni er bændahöfðingi sem Þor- kell hitti í norðurhluta landsins og hafði sá mikinn áhuga á að fræðast um sauðfjárbúskap og hestamennsku á íslandi. Ungur sonur hans stendur í gættinni. ■ frak/Cl-C8 ■ Ljósmyndasýning á Netinu/www.mbl.is Samkomulagi Netanyahus og Arafats fagnað Sagt til marks um mikið huerrekki Washington. Reuters. W—^ RAÐAMENN víða um heim luku í gær lofs- orði á leiðtoga Israela og Palestínumanna vegna nýs samkomulags þeÚTa, sem kveður á um að Israelai- flytji burt herlið sitt fi-á 13% Vesturbakkans til viðbótai- gegn því að Palestínumenn skeri upp herör gegn hermdar- verkamönnum. Háttsettur bandarískur embættismaður sagði að samkomulag Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Israels, og Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, væri til marks um „hugrekki“ þeirra beggja. „Þeir þurfa nú að sannfæra þá, sem gagnrýna samkomulagið heima fyrir, um að það hafi tilætluð áhrif. Nú verður ekki aftur snúið.“ Samkvæmt samkomulaginu eiga Israelar að leysa hundjruð palestínskra fanga úr haldi og Palestínumenn að handtaka þá, sem grunaðir eru um hermdarverk í Israel. Þá á löggjafar- samkunda Palestínumanna að halda fund til að fella burt ákvæði í stjómarskrá sinni um upp- rætingu Israelsríkis. Bill Clinton Bandaríkja- forseti hyggst fara til Miðausturlanda um miðj- an desember til að sitja fundinn. Clinton hrósað fyrir „þrautseigju“ Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakk- lands, sagði að Arafat og Netanyahu hefðu sýnt hugprýði með því að fallast á samkomu- lagið, sem náðist fyrir milligöngu Banda- ríkjamanna. Hann þakkaði ennfremur Clint- on og Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir „þrautseigju" þeirra í samningaviðræðunum. Dauði Díönu prinsessu Bilnum ekki um að kenna London. Reuters. 13 MÁNAÐA rannsókn á bílnum, sem Díana Bretaprinsessa fórst í fyrir rúmu ári í París, hefur leitt í ljós að slysið varð ekki vegna bilunar á hemlum bifreiðarinnar, að sögn breska útvarpsins BBC í gær. BBC kvaðst hafa fengið 500 síðna skýrslu frönsku rannsóknarlögreglunnar um slysið og sagði að hún virtist staðfesta að það hefði orðið vegna ölvunaraksturs bílstjórans og of mikils hraða. Engar vísbendingar hefðu fundist um að hemlar eða líknarbelgir bif- reiðarinnar hefðu verið í ólagi. Rannsóknin leiddi hins vegar í Ijós að bif- reiðin var á minni hraða en talið var í íyrstu, eða um 100 km á klst., en samt helmingi meiri en leyfilegt er á því svæði sem slysið varð. Skýrslan staðfestir ennfremur að bif- reiðin straukst við annan bíl, hvítan Fiat Uno, sem ekki hefur enn fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. Tökum vextina en göngum ekki ó höfuðstólinn Aðhal skipt sköpu GOTT STARFS- FÓLK ER L YKILA TRIÐI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.