Morgunblaðið - 25.10.1998, Page 10

Morgunblaðið - 25.10.1998, Page 10
10 SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4 Nýjar áherslur í starfi CAFF um verndun lífríkis á norðurslóðum Tökum vextina en göngum ekki ú höf- uðstólinn Starfshópur um verndun lífríkis á norðurslóðum, CAFF, stendur nú á tímamótum vefflia nýrrar stefnumörkunar Norðurskautsráðsins. Starfshóp- urinn fékk ný verkefni og Snorri Baldursson, fram- kvæmdastjóri skrifstofu CAFF á Akureyri, segir Helga Bjarnasyni að hópurinn hafí nú fengið lang- þráðan rauðan þráð til að fara eftir. A sama tíma vakna spurningar um það hvort staðsetning skrif- stofunnar á Akureyri henti við nýjar aðstæður. SiBB Umhverfísráðherrar heim- skautalandanna átta, Bandaríkjanna, Danmerk- ur/Grænlands, Finnlands, íslands, Kanada, Noregs, Rúss- lands og Svíþjóðar undirrituðu hina svonefndu Rovaniemi-yfírlýsingu um umhverfisvernd á norðurslóð- um á árinu 1991. Yfirlýsingunni var fylgt úr hlaði með verndaráætlun fyrir heimskautssvæðið og til að hrinda henni í framkvæmd voru settir á fót fjórir starfshópar. Einn þessara hópa, Samstarfshópur um verndun lífríkis á norðurslóðum, CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna), hefur haft skrif- stofu á Akureyri í rúm tvö ár. Starfshópamir heyra nú undir ný- stofnað Norðurskautsráð og á fyrsta ráðherrafundi ráðsins, sem haldinn var í bænum Iqaluit á Baffinslandi í Kanada í september, voru teknar mikilvægar ákvarðanir um starfið. Meðal annars var samþykkt að- gerðaáætlun um vemdun hafsins á norðurskautssvæðinu og stofnun skrifstofu á íslandi til að halda utan um það starf. Þá var samþykkt ný rammaáætlun fyi-ir CAFF. Snorri Baldursson, framkvæmdastjóri starfshópsins, bindur miklar vonir við hinar nýju áherslur. „Áætlunin byggir á hugmynda- fræði Samnings Sameinuðu þjóð- anna um líffræðilegan fjölbreyti- leika og er gerð til þess að skapa nútímalega umgjörð fyrir starfs- hópinn,“ segir Snorri um nýju rammaáætlunina. I henni felast fimm meginmarkmið, vöktun lífrík- isins, tegunda- og búsvæðavernd, friðlönd og vemdarsvæði, náttúm- vernd utan friðlýstra svæða og samþætting náttúruverndar og at- vinnustarfsemi. „Rammaáætlunin á að vera leiðarljós starfshópsins næstu fimm árin og innan hennar fólu ráðherrarnir okkur fimm viða- mikil verkefni sem á að vinna á næstu árum,“ segir Snorri. Þar er bæði um að ræða ný verkefni og framhald þeirra eldri. Villt íslensk spendýr/Hans Reinard BIRNA með stálpaða húna í hafís. Höfðað til almennings { fyrsta lagi er CAFF ætlað að taka saman skýrslu um ástand og horfur í lífriki norðurslóða. Skýrslan á að gefa innsýn í lífríkið og að hvaða leyti það er viðkvæmara en lífríki svæða sunnar á hnettinum og hvers þurfi að gæta varðandi vemd- un þess og nýtingu. Hún á að vera aðgengileg fyrir almenning og því sett upp með myndum og kortum. Finninn Paula Kankaanpáa hefur umsjón með gerð ástandsskýrsl- unnar og kom hún til starfa á skrif- stofu CAFF á Akureyri í haust. Reiknað er með að hún vinni á skrifstofunni í eitt ár. Paula er ráð- gjafi umhverfisráðuneytisins í Helsinki í málefnum heimskauta- svæðanna og heyra málefni CAFF meðal annars undir starf hennar þar. Hún segist hafa haft sérstakan áhuga á starfsemi CAFF og ákveðið að gefa sér nú nokkurn tíma til að einbeita sér að starfinu. „Við höfum lengi rætt um það í CAFF að þörf væri á að taka saman skýrslu um lífríki á norðurslóðum til að sýna almenningi fram á nauðsyn aðgerða til verndar því. Það er nauðsynleg undirstaða fyrir vinnu okkar í framtíðinni," segir Paula um skýrsluna sem hún vinnur að. Áhrif loftslagsbreytinga Annað viðamikið nýtt verkefni sem CAFF var falið er að taka sam- an skýrslu um áhrif hugsanlegra loftslagsbreytinga og útfjólublárrar geislunar á lífríki heimskautssvæð- isins. „Rannsóknir benda til að mestu breytingarnar verði á norð- urskautssvæðinu. Sums staðar hef- ur nú þegar orðið vart hlýnunar, annars staðar er ástandið óbreytt og sums staðar hefur kólnað. Ætl- unin er að meta áhrif þessarra og frekari breytinga sem orðnar eru á hitastigi fyrir dýralíf og gróður, breytingar sem aftur geta haft al- varlegar afleiðingar fyrir sjálfs- Morgunblaðið/RAX CAFF hefur gert verndar áætlun fyrir svartfugl og æðarfugl. Myndin er af langvíubjargi í Vestmanna- eyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.