Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 25. TBL. 87. ARG. SUNNUDAGUR 31. JANUAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Robin Cook hittir leiðtoga stríðandi fylkinga í Kosovo Itrekar úrslitakosti Tengslahópsins Vín, Brussel, Tirana. Reuters. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, hitti í gær Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svart- fjallalands, í Belgrad. Hélt hann að þeim fundi loknum þegar til borgarinnar Skopje þar sem hann hitti Ibrahim Rugova, leiðtoga hófsamra Kosovo-Albana. Mun Cook hafa ítrekað fyrir þeim að stríðandi fylkingai- í Kosovo verði að setjast niður til samninga í næstu viku eða taka afleiðingunum ella. I Brussel sátu fulltrúar að- ildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) á fundi þar sem gert var ráð fyrir að þeir myndu ákveða að auka viðbúnað sinn, hlíti deilendur í Kosovo ekki tilmælum Tengslahópsins. Bæði serbnesk stjómvöld og leiðtogar hóf- samra Kosovo-Albana hafa sagst reiðubúin til að ganga til viðræðna en fulltrúar Frelsishers Kosovo (KLA) segja hins vegar ekki koma til greina að hefja viðræður á meðan ofbeldisherferð Serba haldi áfrarn. Var haft eftir stjómvöldum í Albaníu að eina leiðin til að fá Serba til að virða kröfur Tengslahópsins væri að beita valdi. Sagði Cook er hann hélt af stað til Belgrad að skilaboð sín væm skýr. „Nú er kominn tími til að hefja viðræður og til að sinna hinu mjög svo mik- ilvæga starfi að ná samningum byggðum á tillög- um Tengslahópsins.“ Tengslahópurinn svokallaði, sem Bandarfldn, Bretland, Þýskaland, Italía, Rússland og Frakkland eiga aðÖd að, hefur sagt að samningur verði að liggja íyrir innan þriggja vikna. „Taldst okkur ekki að þoka þessu friðarferli áfram er líklegt að vopnahléið í Kosovo bresti endanlega sem gæti haft afar alvarlegar afleið- ingar fyrir íbúa Kosovo,“ sagði Cook í gær. Öryggisráð SÞ lýsir yfir stuðningi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lýsti seint á fóstudagskvöld stuðningi sínum við úrslitakosti Tengslahópsins. Höfðu blóðug átök sett svip sinn á daginn en Sandy Blyth, talsmaður Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), vildi þó ekki ganga svo langt að kalla blóðbaðið í bænum Rogovo fjöldaaftöku en þar féllu tutt- ugu og fjórir Kosovo-Albanar og einn serbnesk- ur lögreglumaður. Halda Serbar því fram að Kosovo-Albanamir hafi verið meðlimir í KLA en það fæst ekki staðfest og munu einungis þrír þeirra hafa verið í búningi KLA. Máli Anwars Ibrahims ekki vísað frá HUNDRUÐ manna ki’öfðust af- sagnar Mahathir Mohamads, for- sætisráðherra Malasíu, í mót- mælaaðgerðum í miðborg Kuala Lumpur í gær. Mótmælin fóru friðsamlega fram en tveir mánuð- ir em nú liðnir síðan síðast kom til slíkra aðgerða á götum úti í Malasíu. Fyrr um daginn hafði dómarinn í réttarhöldunum yfir Anwar Ibrahim, fyrrverandi að- stoðarforsætisráðherra landsins, úrskurðað að ákærum um spill- ingu og kynferðisafbrot á hend- ur Anwar yrði ekki vísað frá og bað hann verjendur Anwars nú að hefja vörn sína. Gert er ráð fyrir að þeir muni kalla Mahat- hir í vitnastúkuna þegar réttar- höldum verður fram haldið. Verjendur Anwars sögðust í gær vilja yfirheyra, auk forsætis- ráðherrans sjálfs, ýmsa aðra ráð- herra úr ríkisstjórn landsins en Anwar heldur því fram að ásak- anir á hendur sér séu liður í póli- tískri ófrægingarherferð andstæð- inga sinna. Á myndmni sjást mótmælendur ræða við lögregluna sem liafði nokkurn viðbúnað í Kuala Lump- ur í gær. Alice Starr hefði skilið við Clinton fyrir löngu HAFT er eftir eiginkonu Kenneths Starrs, sem stýrði rannsókninni á hendur BiII Clinton Bandaríkjaforseta, í tímariti sem ætlað er bandarískum húsmæðrum að hún hefði fyrir löngu skilið við Clinton stæði hún í spomm Hillary Clinton. „Eg myndi helst ekki vilja vera gift manni sem ekki elskaði mig nógu mikið til að vera mér trúr,“ segir Alice Starr í viðtali við Ladies Home Journal. I viðtalinu ber Alice Starr blak af eigin- manni sínum, sem mátt hefur þola andúð margra fyrir rannsókn sína og hversu hart hann gekk fram í því að grafa upp ósóma um Clinton. En þótt Alice standi við hlið manns síns sá hún ekki ástæðu til að Iesa skýrslu hans um forsetann, þar sem lýst er allnákvæmlega ástafundum hans með Monicu Lewinsky. „Eg hef ekki ánægju af svona lestrarefni," segir hún. „Eg treysti eiginmanni mínum. Ef hann segir að Clinton hafi framið meinsæri og hindrað framgang réttvísinnar þá er það einmitt það sem gerðist.“ Sjálfur lýsir Kenneth Starr hjónabandi þeirra hjóna sem afar traustu, en hann gerir nú tilraun til að bæta ímynd sína í augum Bandaríkjamanna. Segist Starr ekki geta hugsað sér betri leið til að slaka á en skreppa í sunnudagsbfltúr og hlusta á Alice lesa upp sálma. Segir ekkert athugavert við einræktun EINN af umdeildustu talsmönnum vísinda í Bretlandi segir að hann hefði alls ekkert á móti því að eiga einræktað aukaeintak af dóttur sinni. Segir Richard Dawkins, líffræðiprófessor við Oxford-háskóla og höfundur íjölda bóka um erfðafræði, að ekkert sé athugavert við einræktun, t.d. séu allir eineggja tvíburar einræktaðir. „Hver sá sem er andsnúinn einræktun verður að standa fyrir máli sínu við alla eineggja tvíbura í heiminum, sem gæti fundist móðgandi að gefið sé í skyn að eitthvað sé athugavert við tilvist þeirra. Einræktaðir menn eru jú bara eins og ein- eggja tvíburar." Þegar sagt var frá einræktun ærinnar Dollíar árið 1997 sagði Dawkins að sér fyndist það „hrikalega spennandi" til- hugsun að geta e.t.v. búið til annað eintak af sjálfum sér, fimmti'u árum yngri, og veitt góð ráð við upphaf 21. aldarinnar. Fjármálatengsl ASÍ og atvinnurekenda áhrifamikil 10 „Mamma, ég vil búa til þetta hljóð“ Stærstir þar sem við erum á nmmd borð SUNNUPAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.