Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKÝRSIA EVRÓPURÁÐSNEFNDAR UM VARNIR GEGN PYNTINGUM UM HEIMSÓKN TILISIANDS NEFNDIN fagnar því að ólíkt mörgum öðrum þjóðum eigi íslendingar ekki við yfirfull fangelsi að glíma. Glöggt er gests augað Evrópska pyntinganefndin kom öðru sinni ----7------------------------------------ til Islands á síðasta ári og kannaði meðal annars ástand í fangelsum landsins. Starf nefndarinnar, sem unnið er í kyrrþey, hefur stuðlað að mannúðlegri meðferð á föngum og öðrum sem vistaðir eru á stofn- unum gegn vilja sínum. Páll Þórhallsson kynnti sér skýrslu nefndarinnar um ----------------------y------------------ ástandið á Islandi. FULLTRÚAR nefndar Evr- ópuráðsins um varnir gegn pyntingum sóttu ísland heim öðru sinni 29. mars til 6. apríl 1998. Fengu íslensk stjórn- völd skýrslu um heimsóknina í des- ember síðastliðnum og hefur dóms- málaráðuneytið látið Morgunblaðinu í té eintak af henni. Nefndin hefur eftirlit með Evrópusáttmála um varnir gegn pyntingum og ómannúð- legri og vanvirðandi meðferð eða refsingu. Heimsækir hún aðildarrík- in reglulega og kannar meðal annai-s ástand í fangelsum. í nefndinni situr einn fulltrúi frá hverju aðildarríki. Nefndina aðstoða einnig sérfræðing- ar á sviði fangelsismála. Nefndin heimsótti Island í fyrra skiptið árið 1993. Benti hún þá á ýmislegt sem síðan hefur verið bætt úr. Síðu- múlafangelsinu hefur verið lokað, tekið hefur verið í notkun nýtt hús- næði að Litla-Hrauni og settar hafa verið reglur um yfírheyrslur lög- reglu. Formaðm- sendinefndarinnar að þessu sinni var Giinther Kaiser, pró- fessor í refsirétti við Freiburg-há- skóla. Meðal annarra voru í sendi- nefndinni sem sérfróðir aðstoðar- menn Andrew Cole, formaður al- þjóðlegrar rannsóknarmiðstöðvar um fangelsi, og Enda Dooley, lækn- ir, forstöðumaður heilbrigðisþjón- ustu fangelsa í írska dómsmálaráðu- neytinu. í skýrslunni segir að sam- starf af hálfu íslenskra stjórnvalda hafi verið til fyrirmyndar. Starf Iögreglu í skýrslunni segir að nefndin hafí kynnt sér reglugerð nr. 395/1997 um lögregluyfirheyrslur. Þar séu að miklu leyti uppfylltar kröfur nefnd- arinnar sem gerðar voru eftir heim- sóknina 1993. Hins vegar mætti gera reglugerðina fyllri og undirstrika að yfírheyrsla eigi ekki að standa yfir í sex klukkustundir samfleytt eins og nú sé gert ráð fyrir nema í algerum undantekningartilfellum. Þá segist nefndin hafa veitt því at- hygli að lögregla hafi frjálsan að- gang að gæsluvarðhaldsföngum til yfirheyrslu. Ekki sé óalgengt að gæsluvarðhaldsfangar séu kallaðir aftur í lögregluvarðhald til yfir- heyrslu án atbeina dómara eða sak- sóknara. Nefndin kveðst hafa áhyggjur af þessu fyrirkomulagi enda geti það leitt til misnotkunar. Fangelsin Nefndin fagnar því að Síðu- múlafangelsið skuli hafa verið tekið úr notkun árið 1996. Þá hafi fangels- ið að Litla-Hrauni tekið stakkaskipt- um, ný þriggja hæða bygging verið tekin í notkun og elsta hluta gamla hússins breytt í heimsóknaraðstöðu. Nefndin fagnar því að ólíkt mörgum öðrum þjóðum eigi íslendingar ekki við yfírfull fangelsi að glíma. Mælt er með því að íslensk stjórnvöld hraði byggingu nýs gæsluvarðhaldsfang- elsis í Reykjavík í samræmi við áætl- anir dómsmálaráðuneytisins. Þá verði hægt að vista alla gæsluvarð- haldsfanga af höfuðborgarsvæðinu þar en ekki að hluta á Litla-Hrauni eins og nú fjarri fjölskyldu og rann- sóknaryfirvöldum. Nefndin lýsir áhyggjum vegna tveggja sjálfsvíga á Litla-Hrauni í mars 1998. Nefndin kveðst hafa fengið þær upplýsingar að óformleg innanhúsrannsókn sálfræðings fang- elsismálastofnunar hafi sýnt að ekki sé um að kenna heilbrigðis- eða fangelsismálayfiiTÖldum. „Upplýsingar sem nefndin fékk í kjölfarið frá heimildai'mönnum inn- an og utan fangelsis vekja efasemdir um þessa niðurstöðu. Báðir fangarn- ir höfðu skömmu fyrir andlát sitt farið fram á að hitta geðlækni og annar þeirra hafði að því er virðist nokkrum sinnum fyrir dauða sinn látið skýrlega í ljósi gagnvart starfs- mönnum og öðrum föngum að hann ætlaði að svipta sig lífi,“ segir þar. Nefndin kveðst hafa beðið íslensk stjórnvöld um að láta fara fram óháða rannsókn á tildrögum dauðs- fallanna tveggja og skýra frá niður- stöðunni innan þriggja mánaða. Nefndin hefði fengið þau svör 13. júlí 1998 að hinn 1. þess mánaðar hefði verið skipuð óháð sérfræðinganefnd tO að kanna tildrög sjálfsvíganna tveggja og hins þriðja sem átti sér stað í júní 1998. Ennfremur bæri nefndinni að setja fram tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við sjálfsvígum í fangelsum. Nefnd þessi hefur nú lokið störf- um. Þar kemur fram að orsaka sjálfs- víganna sé helst að leita í samverkan nokkurra þátta. Astæður virðist fyrst og fremst hafa verið persónulegar, þ.e. erfiðar félagslegar og persónu- legar aðstæður fanganna ásamt geð- rænni vanlíðan og misnotkun vímu- efna. Viðkomandi hafi allir fengið mikla þjónustu frá lækni og sálfræð- ingi og ekki verði annað séð en að starfshættir og aðgát staifsmanna fangelsisins hafi tekið mið af aðstæð- um og verið með eðlilegum hætti. Einangrunarfangar Það hefur komið fram í öðrum skýrslum evrópsku pyntinganefnd- arinnar að gæsluvarðhaldsfóngum er frekar haldið í einangrun á Norður- löndum en annars staðar í álfunni. Að mati nefndarinnar getur einangr- unarvist verið varasamt úrræði vegna þess að dragist hún á langinn geti hún haft skaðleg áhrif á andlega og félagslega hæfileika viðkomandi. Nefndin segir að lítillega hafi dregið úr beitingu einangrunarvistar síðan í siðustu heimsókn árið 1993. Athugun á skrám Litla-Hraunsfangelsisins leiddi í ljós að nær allir gæsluvarð- haldsfangar þar eru einhvern tíma settir í einangrun í þágu rannsóknar. Að sögn nefndarinnar stendur slík einangrun að meðaltali í tvær til þrjái’ vikur en í sumum tilvikum get- ur hún varað mun lengur. I fjórum tilvikum á tímabilinu frá ársbyrjun 1997 fram í miðjan mars 1998 stóð einangrun í tæplega þrjá mánuði. Þess vegna hefur nefndin enn áhyggjur af þessu málefni hvað Is- land varðar. Þá mælh’ nefndin með því að lög- reglu sé gert að rökstyðja sérstak- lega með skriflegum hætti íýrir gæsluvarðhaldsföngum hvers vegna þeir séu settir í einangrun. Þannig geti fangi fremur tekið upplýsta ákvörðun um það hvort hann neyti réttar síns til að bera ákvörðun lög- reglu undir dómstóla og eins hafi dómstólai- þá meira í höndunum er þeir yfirfara ákvarðanir lögreglu að |>essu leyti. Nefndin rekur hvernig einangrun- arvist sé háttað hér á landi. Efnisleg- ur aðbúnaður fanganna sé með ágætum. „Hins vegar er mjög tak- markaður viðbúnaður vegna þessara gæsluvarðhaldsfanga. Fyrir utan klukkustundar hreyfingu utanhúss í einrúmi og aðgang að sturtum, eyða fangarnir öllum sólai’hringnum í klefum sínum. Þeir geta ekki sótt sér uppfræðslu eða unnið, mega ekki hlýða á útvarp eða horfa á sjónvarp, skrifa bréf né tala í síma og einu heimsóknirnar sem leyfðai- eru eni frá lögmönnum þeirra.“ Þess vegna hvetur nefndin til þess að gripið sé til virkra' aðgerða til að vinna gegn skaðlegum áhrifum einangrunar þegar hún varir í lengri tíma. Mismunandi deildir Nefndin segir að ástandið í húsi 3 hafi varpað nokkrum skugga á ann- ars góðan aðbúnað í fangelsinu Litla- Hrauni. Þar væri fangar sem starfs- menn teldu erfiða (í flestum tilvikum vegna fíkniefnaneyslu). Fangar sem þarna væru vistaðir hefðu ekkert fyrir stafni og mættu ekki fara út af sinni deild nema í klukkustund á sól- arhring. Hvetur nefndin tO þess að íslensk stjórnvöld sjái til þess að fangar sem þarna eiga í hlut hafi eitthvað fyrir stafni. Erlendur Baldursson deildarstjóri í Fangelsismálastofnun segir það ekki rétt að föngum í húsi 3 sé haldið inni nær allan sólarhringinn. Útivist sé í leikfimissal eða á íþróttavelli tæplega 4 klst. á dag. Vinnufærir fangar á þeirri deild stundi vinnu eins og aðrh’ fangar og fái sömu laun. Þá minnist nefndin á deild fyrir- myndarfanga á efstu hæð í nýju byggingunni (húsi 4). Fangar, sem þar eru, njóti ýmissa forréttinda eins og aukatíma í leikfimisalnum, fleiri heimsókna, nær óhefts aðgangs að síma og aðgangs að myndbanda- leigu. Til þess að komast í þessa deild, þar sem eru 11 klefar, og halda stöðu sinni þar, mega fangar ekki gerast sekir um agabrot, þeir verða að fara reglulega í þvagpróf og mega ekki taka lyf sem geta fram- kallað vímu. Þá þurfa þeir að leggja stund á nám eða vinnu. Hvetur nefndin til þess að settar séu skýrari reglur um hvenær megi flytja fanga á milli deilda, ekki síst vegna þess að fyrir komi að fangar séu „lækkaðir í tign“ og fluttir úr betri deild í lakari. Mælt er með því að föngum sé skriflega gerð grein fyrir slíkum breytingum á högum þeirra og rökum fyrir þeim. Þá skuli þeir eiga þess kost að skjóta slíkum ákvörðunum til æðra stjórnvalds. Endurhæfing Þá segir nefndin að sú hlið fang- elsismála sem snýr að endurhæfingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.